Dagblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980.
■2
f.. ‘ " .. ...... ....
Lítil reisn yfir Brídgesambandi
íslandsmótinu í bridge er nú lokið,
með heljarstökki aftur á bak og er þá
átt við þátt Bridgesambands fslands,
undirbúning, fyrirkomulag og fram-
kvæmd mótsins.
Skal nú reynt að tína til helztu van-
kantana og kannski þá helzt sem
snerta okkur utanbæjarmenn mest,
en fyrir okkur er það töluvert mál að
taka þátt i svona móti.
Um það bil viku fyrir mótið
reyndum við að fá uppgefna ná-
kvæma dagskrá mótsins en þá lá hún
ekki fyrir og sýnir það að eitthvað
hefur undirbúningurinri verið losara-
legur.
Þetta upplýstist þó um síðir en
þá virtist sem sljórn B.l. hefði alveg
gleymt að reikna með öðrum
keppendum en frá Reykjavík og
næsta nágrenni.
Mótið átti sem sé að hefjast
fimmtudaginn 15. maí (upp-
stigningardag) klukkan 13, önnur
umferð sama dag kl. 20 og þriðja
umferð föstudag kl. 20. Úrslita-
keppnin átti að byrja á laugardag kl.
13 og vera lokið kl. I9ásunnudag.
Þessi dagskrá er e.t.v. ekki svo
slæm fyrir keppendur sem búa á
Stór-Reykjavikursvæðinu, en lítum á
þetta frá sjónarhóli okkar utan-
bæjarmanna og þá helzt þeirra sem
lengst þurfa að sækja og þá með flug-
vélum eða lengri bílferðum. Flestir
þurftu að leggja af stað miðviku-
Frá siðasta tslandsmótí I bridge sem tókst svona og svona að sögn bréfritara.
daginn 14. mai, og margir fyrir há-
degi þann dag til að vera öruggir um
að komast í tæka tíð. Þeir þurftu sem
sagt að taka frí frá vinnu þann dag. Á
föstudag hófst spilamennskan kl. 20.
Þann dag máttum við liggja á hótel-
HVAR
skyldi vera auðveldast að
finna mesta vöruvalið?
Vid mælum meö
Domus
Á einum stað bjóð-
um við geysilegt
úrval af alls kyns
vörum á alls kyns verði. Þú finnur það sem þig vantar í Domus.
gleymdu ekki kaffiteríunni ef fæturnir eru farnir að lýjast!
• og
Smekkbuxur barna kr. 4.715.-
Barna sumarúlpur m/frottefóðri kr. 10.385.-
Dömublússur kr. 14.450.-
Herraleðursandalar kr. 11.450.-
Barna T-bolir kr. 1.175.-
Pappaferðatöskur kr. 3.600.-
Gallonferðatöskur kr. 11.400.-
Bakpokar kr. 2.750.-
Ferðapottasett kr. 5.995.-
Dúnsvefnpokar kr. 78.700.-
Bollapör kr. 1.115.-
Kökudiskar kr. 1.280.-
Hnífapör fyrir 6 kr. 14.200.-
DOMUS
DB-mynd Bjarnleifur.
herbergjum eða hjá venzlafólki á
meðan keppendur sem bjuggu á
réttum stað á landinu voru í vinn-
unni.
Undankeppninni var lokið um
miðnætti á föstudag og þá var til-
kynnt að hringja mætti í ákveðið
simanúmer eftir 10—12 klst. til að fá
uppgefna stöðuna, en það er 1—3
klst. áður en úrslitakeppnin átti að
hefjast. Líklegt er að u.þ.b. 30 pör
hafi ekki verið viss um hvort þau
kæmust i úrslit eða ekki. Lands-
byggðarmenn í þeim hópi hafa því
ekki getað lagt snemma af stað heim
þann morgun. Nú ef þeir spila í úr-
slitakeppninni geta þeir ekki lagt af
stað fyrr en á mánudag og þá þarf að
fá fri í vinnunni þann dag.
Þessir menn þurfa því að taka frí i
vinnu 3 daga auk þess að greiða dýr
ferðalög og búa á hóteli í 5 daga á
meðan keppendur úr Reykjavík og
nágrenni stunda sína vinnu, búa
heima hjá sér og spila í fristundun-
um.
Ef hugsað hefði verið til okkar
utanbæjarmanna, hefði dagskráin
litið öðruvísi út, t.d.:
1. umf. undanúrslit miðvikudag kl.
20, 2. umf. fimmtudag kl. 13 og 3.
umf. sama dag kl. 20, úrslitin hefði
siðan verið hægt að fá i símsvara um
nóttina, strax að útreikningi loknum.
Þá hefðu þeir sem vildu getað lagt af
stað heim til sín á föstudagsmorgni
og átt helgina með fjölskyldum sin-
um. Úrslitakeppnin hefði þá hafizt á
föstudegi kl. 13 og verið lokið um
kvöldverðarleytið á laugardegi. Þá
hefðu keppendur getað farið að tygja
Raddir
lesenda
BOLLI
HÉÐINSSON
íslands
sig heim á leið, eða lyft sér upp i
borginni á laugardagskvöldið, en
fyrst og fremst verið mættir til vinnu
á mánudagsmorgni.
Alltof lítil
húsakynni
Þáer það mótsstaðurinn:
Það er nánast furðulegt að láta 128
keppendur spila i svo litlum húsa-
kynnum. Það er kannski vegna
húsnæðisins að mótið var svo illa
auglýst að fréttamenn útvarps, sjón-
varps og blaða virtust ekkert vita af
því (skákmenn hefðu farið öðruvisi
að). Áhorfendur hafa sennilega
aldrei verið fleiri en 20 í einu nema þá
e.t.v. síðustu minúturnar. Stjórn B.í.
virðist hafa gert sér grein fyrir því að
mótinu yrði að halda sem mest
leyndu því ekki væri pláss fyrir
áhorfendur.
Veitingaaðstaðan var ekki sæm-
andi. Kaffihlé er u.þ.b. 20 mínútur
ogá þeim tímaeiga 128 keppendur og
10—20 áhorfendur að kaupa sér
kaffi og meðlæti um lúgu sem er ca 2
metrarábreidd.
Í mótsbyrjun las keppnisstjóri upp
úr reglugerð um íslandsmót en ekki
urðum við varir við að nokkur af
forystumönnum B.í. setti mótið.
Menn verða að athuga að þetta er
íslandsmót og það í þeirri grein
íþrótta sem flestir íslendingar stunda,
að knattspyrnu e.t.v. undanskilinni.
Það ætti að vera svolítið virðulegn'
blær yfir keppninni en eins og um
venjulegt spilakvöld hjá einhverju
félagi væri að ræða, jafnvel þó sumir
keppenda virðist ekki bera virðingu
fyrir íþrótt sinni, ef dæma á eftir
klæðaburði þeirra.
Samkvæmt reglugerð um íslands-
mót sem gilt hefur í nokkur ár skulu
keppendur útfylla kerfiskort og láta
það vera á spilaborðinu.andstæðing-
unum til glöggvunar. Form þessara
kerfiskorta hafði þróazt upp í það að
vera allgott. Á íslandsmótinu í sveita-
keppni í apríl sl. brá hins vegar svo
við að tekið var upp áður aflagt
form. Það var spor aftur á bak. Á
þessu tvímenningsmóti var kerfis-
kortið svo lélegt að fáir útfylltu það
og engum þótti taka því að hafa það
uppi við.
Afleitt keppnis-
fyrirkomulag
Þá komum við að keppnisfyrir-
komulaginu. Undanrásir voru spil-
aðar með svonefndu Mitchell kerfi,
en það kom nokkuð flatt upp á kepp-
endur sem héldu að ætti að spila
barometer allt fram til þeirrar stund-
ar að keppnisstjóri bauð til sætis.
Þessu kerfi getum við ekki mælt með
af ýmsum ástæðum, svo sem: 64 pör
keppa en hvert par spilar aðeins við
42 pör eða aðeins 2/3 þeirra. Þarna
getur skapazt misrétti. Útreikningur
liggur ekki fyrir fyrr en 5—6 klst.
eftir hverja umferð og þar af leiðandi
dettur niður spenna hjá keppendum
og verður aldrei nein meðal áhorf-
enda.
Einn áhorfandi sem kom til leiks,
vegna þess að hann átti kunningja
meðal keppenda, hafði orð á því að
hann hefði séð spilara gera góða hluti
við spilaborðið. Galli væri hins vegar
á að hann vissi ekki hver eða hverjir
ættu i hlut. Hann stakk upp á að
spilarar skyldu bera merki með nafni
sínu og svæðasambandi á. Komum
við þessu hér með á framfæri.
Ekki þótti áhorfanda þessum mikil
reisn yfir B.í. með yfir 1200 meðlimi
innanborðs að þurfa að fá lánuð
borðspjöld og skorblöð hjá félags-
skap sem telur innan við 60 meðlimi.
í úrslitakeppninni var spilaður
barometer. Hingað til eða a.m.k.
oftast áður hafa verið fengnir
unglingar til að dreifa spilum milli
keppenda. í þessu móti þurftu kepp-
endur sjálfir eða keppnisstjóri að sjá
um þetta. Svona á þetta ekki að vera,
jafnvel þó yfirferð Agnars keppnis-
stjóra sé mikil á hann sjálfsagt erfitt
með að vera á mörgum stöðum
samtímis (þó það hafi reyndar hvarfl-
að að mönnum).
Að lokum óskum við þeim Guð-
laugi og Erni til hamingju með sigur-
inn sem þeir eru mjög vel að komnir
svo og þökkum við keppnisstjór-
anum Agnari Jörgensen fyrir aldeilis
frábæra stjórn, hans er ekki sökin.
Ásgeir Metúsalemsson
Hallgrímur Hallgrímsson
Kristján Kristjánsson
Þorsteinn Ólafsson