Dagblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980. 3 Holóttur vegur: Vantar að merkja lífshættu- lega vegi i grenndinni Anna skrifar: Víða úti á landsbyggðinni má sjá skilti sem á stendur „holóttur vegur”. Vegagerðin ætti svo sannar- lega að láta búa til fleiri slík þvi víða þyrfti að vara vegfarendur við holótt- um vegi. Um síðustu helgi álpaðist ég til þess að fara svokallaða „flótta- mannaleið”, þ.e. upp að Elliðavatni ,,á bak við Hafnarfjörð”. Aldrei á ævi minni hef ég ekið annan eins óveg. Það var algjör torfæruakstur, svo ekki sé minnzt á rykið sem var alveg hræðilegt. Ég er viss um að Íslendingar gætu haft drjúgan pening upp úr þessum hryllilega vondu vegum með því að bjóða bílaframleiðendum afnot af þeim til þess að prófa nýja bila áður en þeir eru sendir á almennan markað. Ef bílar brotna ekki niður á þessum vegleysum ættu þeir að vera færir í flestan sjó. Það er til háborinnar skammar að háfa vegi um landið i þvi ástandi sem þeir eru.Fyrir nokkru kom fram í sjónvarpsþætti að viðerum á svipuðu stigi í bundnu slitlagi vega og Mið- Afríku keisaradæmið hans Bokassa. Að vísu höfum við okkur til afsökun- ar að mjög fáir landsmenn standa á bak við hvern km vegar með bundnu slitlagi hér á landi. Sennilega eru þeir þó ekki færri en hjá Færeyingum, sem ku hafa prýðilega malbikaða eða steypta vegi um allar koppagrundir. „Flóttamannaleiðin” sem um ■ ræðir í upphaft bréfsins er vinsæl sunnudagsleið og liggur upp i Heið- mörk, bæði frá Reykjavik, Garða- kaupstað og Hafnarfirði. Þarna er fagurt friðland sem borgarbúar heimsækja gjarnan á góðviðris- dögum. Full ástæða er til þess að vara fólk við þessum vegi, sérlega ef það er i biluni, sem ekki eru við allra beztu heilsu. Petur var góður í utvarpinu, þattur- inn hefði mátt koma fyrr, segir bréf- ritari. PETUR BARAF Ásgerður Guðjónsdóttir hringdi: Eftir að hafa hlustað á útvarpsum- ræður forsetaframbjóðendanna er ég ekki lengur i neinum vafa hvern ég kýs, því að Pétur Thorsteinsson bar af. Þesar útvarpsumræður hefðu mátt koma mikið fyrr og hefðu þær hjálpað mörgum að gera fyrr upp hug sinn. Smáauglýsingar MMBIABSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Spurning dagsins Tókstu þátt í hátíða höldunum 17. júní? Þyri Hjartardóttir nemi: Nei, ekki neitt. Kristján Jónsson nemi: Nei, ég get ekki sagt það. Kgill Björnsson vcrzlunarmaður: Nei, ég mætti að vísu niður i bæ, cn Tór fljótt aftur. Sigurlaug Jónasdóttir, vinnur á Hrafn- istu: Já, það gerði ég. Gigja Tryggvadóttir, i sumarfríi: Já. Halldór Jörgensen, vinnur við garð- yrkju: Já, en það var ekki gaman.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.