Dagblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980. DB á ne vtendamarkaði Afborganir o.fl. upp á hálfa þriðju milljón „Mér ofbjóða þessar tölur, en í dálkinum sem fellur undir „annað” eru m.a. afborganir af lánum, bei 'n, fatnaður og læknis- ko tnaður l>ar að auki viðleguút- bún. ðu ,egir í bréfi frá Sonju i R ykjavik. Lr ekki að undra þótt henni ofbjóði toiurnar, því dálkurinn „annað” hljóðar upp á rúmlega tvær og hálfa milljón kr.! ,,Ég hef ekki skrifað niður eyðsluna fyrr en nú og finnst mér þetta allhrikalegt,” segir Sonja enn- fremur. Hún er með þriggja manna fjölskyldu og meðaltalskostnað í mat og hreinlætisvörur upp á rúml. 44.500 kr. Við bjóðum Sonju velkomna í hóp þeirra, sem halda búreikninga með okkur. Þeir sem á annað borð háfa látið i Ijósi skoðun sína á túrcikningahnldinu eru allir á einu n ii um ,ið það sé mjög fróðlegt. Maign telja eiiinig að þeir spari heil- rnikið með því að skrifa alla eyðslu niður. Við teljum einnig að svo sé. í það minnsta er þá hægur vandi að fylgjast með í hvað peningunum hefur verið eytt. í öllum „alvöru- þjóðfélögum ”, þaðer þar sem verð- lag er stöðugt, gerir fólk fjárhags- áætlanir og hefur þá yfirlit yfir hverju má eyða í svokallaðan óþarfa. Öllu erfiðara um vik er fyrir fólk hér á íslandi, þar sem verðlag er svo óstöðugt að i hvert sinn sem ný vara kemur í verzlun hefur hún hækkað í verði. Það þýðir þó ekki að fólk verði ekki að fylgjast með verðlaginu. Við hvetjum sem flesta að vera með okkur í bókhaldinu. Fyllið út maíseðilinn og sendið okkur sem allra fyrst. -A.Bj. Að mörgu þarf að hyggja á vorin „Aðvenju læt ég fylgja upplýsinga seðlinum smápistil, aðallega til að út- skýra liðinn „annað”. Hann er að þessu sinni yfir hálfa milljón,” segir í bréfi frá Jóhönnu í Kópavogi. Meðal þess sem hún hefur greitt i mánuðin- um er: tannlæknir (það sem ekki fæst endurgreitt) 47.500,- skóráalla 54.600.- meðul 8.000.- garðurinn, tré og niold 32,700.- vixill, hiti og rafm. tónleikar bensín 233.200,- 20.000. ■ ea 35.000. I.oks segir Jóhanna í bréfinu: „Ég þakka svo kærlega fyrir allar leiðbeiningar í ræktunarmálum. Þetta er alveg bráðnauðsynlegt svona á vorin, þegar allir eru á kafi i garðræktinni. Það væri heldur ekki svo galið að leiðbeina einnig í sam- bandi við viðhald húsa, t.d. máln- ingu, fúavörn, sprunguviðgerðir o.fl. o.fl. Það er reyndar alveg merkilegt hvað margt þarf að gera á hverju vori. Það eru stórar upphæðir i veði ef eitthvað er vitlaust gert eða óvönduð eða jafnvel röng efni eru notuð.” Jóhanna sendi okkur jafnframt sumarlega uppskrift af pylsurétti sem sjá má annars staðar hér á síðunni. Kunnum við henni beztu þakkir fyrir. -A.Bj. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þiinnig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingantiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimilishostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér vonum að fá nvtsamt heimilistæki. Kostnaður í maímánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaó kr. AIls kr. m i ik iv Fjöldi heimilisfólks Hárburstinn góði sem hækkaði um 600 kr. á einum sólarhring. Stöðugar verð- breytingar M.S., Raufarhöfn skrifar: ,,Þá er bezt að senda ykkur fyrsta upplýsingaseðilinn. Það er langt siðan ég hef haldið bókhald. Það er gaman að þessu og sjá hve hlutirnir hækka frá byrjun mánaðar til Ioka. Það er aldrei sama verðið á hlutunum hér.” M.S. er með sjö manna fjölskyldu og meðaltalskostnað í mat og hrein- lætisvörur upp á rúml. 33 þús. kr. Við bjóðum hana velkomna í hóp heimilisbókhaldaranna. Til huggunar M.S. og öðrum sem búa utan höfuðborgarinnar þykir rétt að taka fram að verðlag hækkar á öllum hlutum þar ekkert síður en úti á landi. Sem dæmi get ég nefnt að á dögun- um hitti ég stúlku sent hafði keypt alveg skinandi brúklegan hárbursta, sem þar að auki kostaði ekki nema 1200 kr. Ég fór i verzlunina þar sem hárburstinn fékkst og það meira að segja daginn eftir. Þá kostaði burst- inn 1800 kr. Þegar ég spurðist fyrir um þennan verðmismun á milli daga svaraði elskuleg afgreiðslustúlka að það væri einmitt verið að ,,taka upp nýja sendingu” af hárburstunum! -A.Bj. Midstöðvarlögnin kostaði rúmlega 1,3 millj. króna ,,Þá keimn ntai seðillinn með gífurlegar tölur. I liðnum ,.annað” er allt talið nenta miðstóðvarlögnin i húsið. Ég ætla að gamni mínu að geta þess hvað hún kostaði en það voru 1.375.797 kr.,” segir m.a. í bréfi frá I.R. sem búsett er á Höfn í Hornafirði. I. R. var með kostnað upp á rúml. 1,2 milljónir í dálkinum „annað” á maí seðlinum. Hún er með fjögurra manna fjölskyldu og meðaltals- kostnað í mat og hreinlætisvörur upp á nærri 39 þús. kr. á mann. -A.Bj. Tvö af mæli hleyptu tölunum upp „Kæra Neytendasiða! Mér brá þegar ég sá hversu há upphæð hafði farið í mat og hreinlætisvörur í maí, rúml. 50 þús. kr. á mann,” segir í bréfi frá G. A i Hafnarfirði. „í þessum mánuði voru tvö barna- afmæli hjá mér og svo var kjötið svo að segja búið úr kistunni og er keypt jafnóðum.” FU0TLEGUR PYLSURÉTTUR Þessi uppskrift er „heimatilbúin” og segir bréfritari að hún sé vinsæl heima hjá sér. Segist stundum hafa þetta á boðstólnum þegar hún nenni ekki að hafa mikið fyrir matnum og tíminn naumur: 2 stórir laukar (skornir í bita) 1 pk. pylsur (skornar í bita) 1 dós tómatkraftur og örlitið vatn eða 1 bolli tómatsósa 2 tsk. rósmarin (ósteytt er bezt) Pylsurnar og laukarnir steiktir með kryddinu á pönnu. Þegar þetta er vel steikt er tómatsósti/krafti bætt út í og hitað vel. Með þessu er ýmist borin kartöflustappa eða bara ristað brauð. Börnunum þykir þetta hið mesta lostæti. Okkur telst til að hráefnis- kostnaður sé nálægt 2300 kr. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.