Dagblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980.
ÚftB«fandc Dagblaðið hf.
Framkvaemdas^ón: Sveínn R, Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson.
Rits^ómarfiiBtrúc Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofust)óri rítstjómar. Jóhannes Reykdal.
Í|it6fttir: HaMur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson.
Plaftanrsmr Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
SigurAsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,
■Ólafur Gairsson. Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir Ámi Páfl Jóhannsson, Bjamlorfur Bjamloifsson, Hörflur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son. Sveúm Þormóflsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson.
Skrifsftofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríoifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing
arstjórí: Mór EJM. Hafldórsson.
WHstjóra Siflumúla 12. Afgreiflsla, éskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur).
Seftning og umbrot: Dagbtaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun
Árvakur hf.. SkaHunni 10.
Áshríftarverð á mánufli kr. 5000. Veifl i lausasölu kr. 250 eintakifl.
Að vísitelja gengið
Fjárhirðirinn í sögunni var búinn að
hrópa „úlfur, úlfur” ótal sinnum.
Menn voru hættir að trúa honum, þegar
úlfurinn birtist svo loks í rauninni. Svo
virðist sem frystihúsasamtökin séu að
ienda í svipuðum vanda.
Eins og Listahátíð hélt upp á sjó-
mannadaginn, þá fór menntamálaráðherrann í síðustu
viku með sjávarútvegsmál. Hann sagðist taka gengis-
lækkunarkröfum frystihúsamanna með varúð. Yrði
gengið fellt, þá yrði það gert hægt og sígandi.
Seðlabankastjórinn var í útlöndum þá dagana. Þess
vegna bárust ríkisstjórninni ekki neinar tillögur frá
bankanum um lækkun eða sig gengis. Sumum gæti
dottið í hug, að ráð gegn gengislækkunum væri að
geyma bankastjórann erlendis.
Sennilega var fjárhirðirinn í sögunni sjaldnast að
segja verulega ósatt. Þegar þorpsbúar, þ.e. ráðherrar
og bankastjórar, ruku upp með óhljóðum, þ.e. gengis-
lækkunum, fældu þeir úlfinn, svo að hann át ekki
lömbin, þ.e. frystihúsin.
Úr því að úlfurinn fældist og sást ekki, er hætt við,
að sumir telji hann ekki hafa verið til, að minnsta kosti
ekki á þessum slóðum. Þetta virðist nú vera eitt af
vandamálum fjárhirðisins, þ.e. frystihúsasamtakanna.
Að vísu viðurkenna viðsemjendur frystihúsa, út-
gerðarmenn og sjómenn, að hækkun fiskverðsins 1.
júní hafi verið út í hött. Hún hafí aðeins verið gerð til
að sjómenn fengju sömu prósentuhækkun og aðrir
landsmenn fengu.
Það ætti að vera ábyrgðarhluti að knýja fram hækk-
un og viðurkenna svo nokkrum dögum síðar, að kaup-
andinn geti ekki greitt hana. Að þessu ábyrgðarleysi
stóðu formenn samtaka útgerðar og sjómanna og
oddamaður ríkisstjórnarinnar.
Hvað er þá til ráða? Formaður Sjómannasambands-
ins segist vera andvígur gengislækkun. Hann talar
óljóst um „viðeigandi ráðstafanir” ríkisstjórnarinnar.
Óneitanlega væri fróðlegt að vita, hvað hann á í raun-
inni við.
Líklega eru menn orðnir leiðir á að trúa, að krukk í
hliðaratriði á borð við vexti geti hindrað vanda af þess-
ari stærð. Það væri þá frekar, að landbúnaðarstefna
með „viðeigandi” útflutningsuppbótum fái bjargað
frystihúsunum!
En hver vill ganga fram fyrir skjöldu og óska eftir
sjálfvirku landbúnaðarkerfi í sjávarútveginum? Hver
vill gera útgerðarmenn, sjómenn og frystihúsafólk að
ríkisstarfsmönnum? Er eitt kvígildi í atvinnulífinu ekki
nóg?
Staðreyndin er sú, að ekki dugir að hafna gengis-
lækkun og tala út í loftið um „viðeigandi ráðstafanir”
hins opinbera. Það er ekki hægt að vísitölubinda alla
hluti í þjóðfélaginu aðra en gengi islenzku krónunnar.
Stigið hefur verið skref í átt vísitölubindingar kjara
sjómanna eins og annarra landsmanna. Fjárskuldbind-
ingar eru smátt og smátt að verða vísitölubundnar.
Þetta kerfi kallar á, að gengi krónunnar verði líka
vísitölubundið.
Þar með væri búið að koma verðbólgunni fyrir á
hliðarspori, þar sem hún getur hamazt án tímabund-
innar uppákomu á borð við gjaldþrot frystihúsa. Þar
með væri búið að sníða verstu vankantana af verðbólg-
unni.
Enn betra væri raunar að játa, að sjálfstæði okkar
byggist ekki á eigin gjaldmiðli fremur en sumra ann-
arra smáþjóða. Hví ekki hafna alveg heimatilbúinni
verðbólgu og taka upp svissneska franka sem gjald-
miðil í stað krónunnar?
Djibouti:
Peningastraumur
vegna hemaðar-
legs mikilvægis
Einn góðan veðurdag fyrir nokkr-
um vikum hrökk syfjaður flugum-
ferðarstjóri á flugvellinum í Djibouti
upp við vondan draum. Ósk um lend-
ingarheimildir barst skyndilega frá
tveimur sovézkum flugvélum.
Hvorug þeirra hafði látið í sér heyra
áður en innan skamms voru vélarnar
lentar. Ekki var neitt verið að tvínóna
við hlutina heldur voru flugvélarnar
affermdar strax. Brátt stóðu tuttugu
brynvarðar bifreiðir á flugbrautinni
hinum fáu frönsku og innfæddu
varðmönnum sem þar voru til mik-
illar undrunar.
Málið skýrðist brátt. Út úr einni
bifreiðinni stökk líbýskur liðsforingi.
Hann tilkynnti að bifreiðirnar
tuttugu væru sérstök gjöf til Djibouti
frá Gaddafi forseta Líbýu. Gjöfin
var þegin, viðstöddum Frökkum til
mikillar armæðu. Djibouti er fyrrum
frönsk nýlenda og fékk sjálfstæði
fyrir þrem árum. Frakkaf eru sanit
sem áður mjög áhrifamiklir í land-
inu, bæði stjórnmálalega og efna-
hagslega.
Djibouti sem stendur á austur-
strönd Afríku, þar sem hún liggur að
Rauðahafinu, er fátækt land.
Afkoma þess byggist nánast algjör-
lega á gjöfum og framlögum frá
arabarikjunum og vestrænum ríkj-
um. Fyrir skömmu tilkynntu stjórn-
endur Saudi Arabíu að þeir hefðu
veitt Djibouti 60 milljón dollara
styrk og lán. Þar af voru fimm
milljónir dollara ætlaðar til aðstoðar
vegna síhækkandi verðlags á olíu.
Annað arabaríki, írak, tilkynnti
skömmu siðar að það legði fram
sextíu milljónir dollara til styrktar
frændum sínum í Djibouti. Þar af
áttu tuttugu og sex milljónir dollara
að vera í formi hagstæðs láns en
afgangurinn, þrjátíu og fjórar
milljónir dollara, var beinn styrkur
sem ekki er ætlazt til að verði endur-
greiddur. Ekki er þetta í fyrsta skipti
sem ráðamenn írak sýna Djibouti
rausn sína. Hassan Gouled forseti
Djibouti stendur við mynni
Rauðahafsins og er því hernaðarlega
mjög mikilvægt.
landsins þáði nýlega að gjöf tveggja
hreyfla „forstjóraflugvél” frá
írökum. Er hún ætluð til einkanota
fyrir’forsetann. Ennfremur má geta
þess að sérfræðingar frá Kuwait
standa fyrir byggingaáætlun en sam-
kvæmt henni verður fjöldi skóla og
moska byggður viðs vegar um landið.
Ekki má siðan gleyma efnahags-
aðstoð þeirri sem Frakkar leggja Dji-
bouti til. Er hún talin nema tvö
hundruð milljónum dollara árlega.
Þriðjungur fjárhæðarinnar gengur til
þess að standa straum af kostnaði við
réttarkerfi Djibouti og einnig skóla-
kerfið. Talið er að átta af hverjum tíu
kennurum við skóla í landinu séu
franskir. Afgangurinn af tvö hundr-
uð milljónum gengur síðan til þess að
kosta her landsins. Uppistaða hans
eru þrjú þúsund sex hundruð og
fimmtíu franskir hermenn.
Djibouti hefur því ríkulega notið
góðs af rausn nágranna sinna og
vina. Mikið er af frönskum vörum i
verzlunum. Nýjar bifreiðir aka um
götur borganna. Hótelbyggingar
spretta upp til að mæta vaxandi eftir-
spurn erlendra kaupsýslumanna sem
sækja i vaxandi mæli til landsins.
Þrátt fyrir þessa velsæld er talið að
meðaltekjur á íbúa í Djibouti séu
ekki nema 250 dollarar á ári eða jafn-
virði einhvers staðar nærri 25
þúsundum íslenzkra króna. Hinir :ólf
þúsund Frakkar sem enn búa í land-
inu njóta þó mun betri kjara. Meðal-
tekjur þeirra eru taldar vera jafnvirði
5000dollara á ári.
Ekki er búið að telja upp allar þær
peningalindir sem Djibouti hefur
V
■ .........
Launahækkun alþingismanna:
RANNS0KN
FARIFRAM
Þegar íslenzkt þjóðfélag rambar á
barmi gjaldþrots vegna vanhæfni
þeirra lýðskrumara, sem valizt hafa
til starfa að stjórnmálum og sitja á
Alþingi íslendinga, gera þessir sömu
lýðskrumarar sér lítið fyrir og sam-
þykkja í þeirri fáránlegustu nefnd
allra nefnda, sem þeir hafa stofnað,
að skammta sér 20% launahækkun
— frá síðustu áramótum!
öllum gleymdir
„Þingmenn hafa dregizt aftur úr í
launum og þessi ákvörðun er leiðrétt-
ing á þvi, en ekki það, að við höfum
ætlað okkur að fá meira en aðrir!”
Þetta lætur einn fulltrúinn í svokall-
aðri þingfararkaupsnefnd hafa eftir
sér!
Það er von, að aumingja maðurinn
telji sig hafa dregizt aftur úr í laun-
um, þegar búið er að „hækka laun”
allra annarra í þjóðfélaginu. Hvað er
þessi svokallaði þingmaður að fara,
hvaða launum hafa þingmenn dregizt
aftur úr, hvaða „aðra” er maðurinn
að meina? Hann veit, að enginn
launahópur hefur fengið neina launa-
hækkun frá áramótum — launamálin
öll eru í biðstöðu. Hafa þingmenn
ekki heyrt þess getið?
Þótt svokallaðir alþingismenn séu
þjóðinni gleymdir, um leið og þeir
Ijúka sinum furðulegu vinnubrögð-
um í sölum Alþingis, þá máttu þeir
vera þess fullvissir, að útilokað var,
að þeir gætu samþykkt samhljóða,
að „nefnd” þeirra veitti þeim 20%
launahækkun, án þess að opinber-
lega væri um málið fjallað.
Fjölmiðlar og starfsmenn þeirra
láta slíkt ekki fram hjá sér fara, þeir
tímar eru liðnir, að mál séu „svæfð”,
þótt talsmenn nefnda og ráða „vilji
ekkert um málið segja að svo
stöddu”. Þegar þannig er svarað, er
einmitt sérstök ástæða til þess að
kanna málin ofan í kjölinn og birta
opinberlega.
V