Dagblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980.
VEKHMENN!
Út er komið rit á vegum Landssambands veiðifélaga, sem
ber nafnið Vötn og Veiði. Gefur það margvíslegar upplýs-
ingar um silungsvötn frá Rangárþingi til Snæfellsness. Sér-
kort er af hverju vatni með texta, vegalengdum, aðstöðu
við vatnið, fisktegundum, sölustöðum veiðileyfa o.fl. Ritið
fæst i bókabúðum og á skrifstofu Landssambands veiði-
félaga Hótel Sögu, sími 15528, og er sent í póstkröfu hvert
á land sem er.
Lausstaða
Staða bókavarðar við Fjölbrautaskólann I Breiðholti er laus til um-
sóknar. Um er að ræða hálft starf.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu
hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir
10. júlí nk. Menntamálaráðuneytíð,
12.júni 1980.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar
að ráða deildarstjóra við
áfengisvarnadeild
til eins árs, vegna fjarveru aðaldeildarstjóra.
Æskileg er háskólamenntun helst á félagsvísinda-
eða hjúkrunarsviði.
Upplýsingar veitir deildarstjóri í skrifstofu
áfengisvarnadeildar, Lágmúla 9, og í síma 81515,
kl. 10—12 virka daga.
Umsóknir skal senda á þar til gerðum evðublöð-
um fyrir 30. júní n.k. til framkvæmdastjóra
Heilsuverndarstöðvarinnar, Barónsstíg 47.
Heilbrigðisráð Reykjavíkur
—Smurbrquðstofan
4
BJORNINN
NjáSsgötu 49 — Sími 15105
Vinningar
í happdrætti Biaksambands íslands
sem dregið var í 7. maí 1980.
Vöruúttekt hjá Fálkanum að upphæð:
Kr. 10.000. Nr. 12, 1038, 3948, 4746, 5153, 5174, 6611, 7491,
8254, 8850, 9553, 11050, 14508, 17157, 19738,
Kr. 20.000. Nr. 1053, 5470, 8740, 11244, 14841.
Kr. 30.000. Nr. 14, 764, 2644, 3878, 7576, 8611, 11170, 11410,
12346, 12889, 13216, 13904, 14120, 17775, 18317,
Kr. 40.000. Nr. 1642, 2067, 2398, 2700, 2954, 3285, 4163, 4260,
4720, 4723, 7070, 7502, 9492, 9593, 11234, 12888, 13874, 14536,
15070, 17010, 17674, 18602, 18951, 19621, 19771, 19914.
Kr. 50.000. Nr. 106, 545, 2023, 3797, 4291, 4755, 4852, 5175,
5194, 6293, 10446, 11409, 12076, 14643, 14654,
10 gira DBS reiðhjól frá Fálkanum aö verömæti:
Kr. 210.000. Nr. 886. 1700, 1851, 3377, 17698.
Tæki frá Gunnari Ásgeirssyni hf.
TENSAI ÚTVÖRP AÐ VERÐMÆTI KR. 13.500.
Nr. 964, 1676, 2571, 3822, 4006, 5849, 6392, 7069, 7244, 8013,
9591, 9796, 16566, 16588, 18399,
SHG GUFULOKKAJÁRN AÐ VERÐMÆTl KR. 19.300.
Nr. 2052, 3536, 4005, 4853, 5174, 6248, 6749, 7604, 7910, 9592,
9881, 10427, 12773, 17223, 18956,
SHG BÍLARYKSUGA AÐ VERÐMÆTI: KR. 22.500.
Nr. 1860, 2093, 6754, 7222, 11334, 13476, 14173, 17252, 19085,
19541,
GARDENA GRASKl.IPPUR AÐ VERÐMÆTI KR. 29.400
Nr. 19, 6425, 6560, 6606, 7882, 9152, 10374, 10549, 11517,
11742, 11951, 12894, 13151, 14019, 14260.
SHG PARTYGRILL AÐ VERÐMÆTI KR. 44.400.
Nr. 3269, 3534, 6734, 10573,
BOSCH STINGSAGIR AÐ VERÐMÆTI KR: 48.400.
Nr. 4971, 6477, 9711, 9881, 19157,
BOSCH BORVELAR AÐ VERÐMÆTl KR. 49.500
Nr. 9738, 15449, 16838, 16857, 18647,
BOSCH BORVF.L OG STANDUR AÐ VERÐMÆTI KR.
51.400
11217, 13903, 17910.
BOSCH BORVÉL OG WOLFCRAFTSTANDUR
AÐ VERÐMÆTI KR. 56.200.
Nr. 8250,17907.
Bandaríkin:
Carter f er til
Evrópuviðræðna
Carter Bandaríkjaforseti byrjar
ferð sína um Evrópu með opinberri
heimsókn til Rómar á morgun. Þar
fær hann einnig áheyrn Jóhannesar
Páls páfa annars.
Forsetinn leggur af stað til Evrópu
í dag, til viðræðna við frammámenn,
þegar mjög er dregið i efa forystu-
hlutverk hans í hinum vestræna
heimi erlendis, og andstæðingar hans
í stjórnmálum heima fyrir reyna að
hnekkja endurkjöri hans í forseta-
embætti, eins og segir í fréttaskeyti
um þessa ferð.
Merkasti fundurinn í jjessari viku-
ferð Carters til Evrópu er tvimæla-
laust fundur hans með forystumönn-
um Bretlands, Kanada, Frakklands,
Ítalíu, Japans og Vestur-Þýzkalands,
sem haldinn verður i Feneyjum um
efnahagsmál.
Bandariskir embættismenn leggja
mikla áherzlu á þýðingu ferðar for-
setans með tilliti til ósamkomulags
ýmissa bandamanna um stefnu
Bandaríkjamanna i málefnum Mið-
austurlanda, mannránin i iran og
ihlutun Sovétrikjanna i Afganistan.
öll þessi mál verða rædd á fundum
forsetans í fyrsta skipti í sjö þjóða
fundum á efstu valdastólum i þau
fimm ár sem liöin eru frá því að
viðræöur þessara þjóða hófust skipu-
lega fyrir 5 árum.
Evrópuríkin tóku sjálfstæða af-
stöðu til Miðausturlandamálanna í
síðustu viku, er þau lýstu yfir þeirri
skoðun sinni að frelsissamtök
Palestínumanna, PLO, skyldu eiga
fulltrúa í viðræðum um friðinn þar
austur.
Þá urðu það Carter mikil von-
brigði, að þvi er segir i fréttaskeytum,
að Evrópuríkin tóku ekki eins harða
afstöðu til Iransstjórnar með refsiað-
gerðum út af mannránunum og
Bandarikjamenn höfðu óskað og
vænzt.
Syndir stjórna efnaverksmiðja fyrri ára koma óðfluga i Ijós. Eitraðar efnaleifar valda þvi nú i mörgum löndum heims að heilu
byggðahverfin eru yfirgefin. Sannazt hefur i Bandarikjunum og víðar að krabbamein og aðrir banvænir sjúkdómar hafa
aukizt mjög vegna eitrunar frá efnaverksmiðjum. Siðasta dæmið er frá New York fylki. Þar urðu sjö hundruð og tiu fjöl-
skyldur nýlega aö yfirgefa heimili sin á Love Canal svæðinu, nærri Niagra-fossunum. Orsökin var eitrun sem varð vegna
eiturúrgangs frá efnaverksmiðju sem kastað var þar snemma á sjötta áratugnum.
Comecon bandalagið:
ORKAOGVKF
SKIPTASAMBÖND
— kjarnorkan mun sjá Austur-Evrópuríkjunum fyrir
fjórðungi orkunnar innan tíu ára
Orkuvandinn og samstarf á sviði
viðskiptamála voru helztu
umræðuefni á ársfundi Comecon,
efnahagsbandalags Austur-
Evrópuríkjanna, sem haldinn hefur
verið í Prag undanfarna daga.
Fundinum lýkur í kvöld. Forsætis-
ráðherrar ríkjanna tíu sem eru í
Comecon ræddu um langtíma
efnahagsáætlanir, að þvi er segir í
fregnum af fundunum. Var þar
einkum um að ræða könnun á fram-
tíðarsamstarfi rikjanna á sviði
efnahags- og viðskiptamála. Sovét-
rikin er helzti burðarásinn í Come-
conbandalaginu.
Á sviði orkumála var ákveðið að
stefna að því að innan tiu ára muni
kjarnorkan sjá Comeconríkjunum
fyrir fjórðungi þeirrar orku sem þau
þarfnast.
Bandalagsríkin ætla einnig að
leggja sérstaka áherzlu á tölvumál. Á
því sviði var ákveðið á fundinum í
Prab að lagðir skyldu fram 18
milljarðar dollara eða jafngildi
þeirra. Fulltrúar Sovétrikjanna
tilkynntu á fundinum að ráðamenn í
Moskvu hefðu ákveðið að auka oliu-
útflutning sinn til annarra Comecon-
ríkja um tíu af hundraði á árunum
1981 til 1985. Sovétmenn skýrðu
einnig frá því að þeir gætu ekki lofað
jafnmiklum hráefnaútflutningi tjj
Comecon-ríkjanna og hingað til.
Á ráðherrafundinum í’Prag hefur
mjög komið til tals að aukiðefnahags-
samstarf Comeconríkjanna gangi
hægt. Einkum er um kennt Iélegri
skipulagningu á samvinnu
austantjaldsrikjanna, fjármálaóreiðu
og hreinlega því að frumkvæði vanti
frá stjórnvöldum. Fundinum lýkur
eins og áður sagði í kvöld. Munu þá
forsætisráðherrar ríkjanna tíu gefa út
sameiginlega yfirlýsingu.