Dagblaðið - 09.07.1980, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1980.
' ----------------------
4.
DB á neytendamarkaði
Emmessréttur ísaldarinnar:
Hver á uppskriftina að
bezta ísréttinum?
Nú er sól hvað hæst á lofti og
flestir vilja nota góða veðrið og eyða
sem mestum tíma ulandyra. Á sól-
björtum dögum er vinsælt að bjóða
heimilisfólkinu upp á gómsæta ís-
rétti. Við höfum ekki enn heyrt um
neinn sem ekki finnst ís vera góður.
Uppskriftirnar eru nærri óteljandi,
um að gera að gefa hugarfluginu
lausan tauminn.
Tilvalið er að nota eitt rigningar-
kvöld í að ,,finna upp” spennandi is-
rétti og geyma þá i frystikistunni eða
íshólfinu og grípa til þeirra næst
þegar sólin skín í heiði. — Gleymið
ekki að skrifa árangurinn niður og
senda okkur uppskriftina. Þannig
eruð þið orðnir þátttakendur i upp-
skriftasamkeppni Emmessíss og Dag-
blaðsins. Vegleg verðlaun eru í boði:
þrjár utanlandsferðir í leiguflugi með
Samvinnuferðum/Landsýn og ísút-
tektarvinningar i Klakahöllinni fyrir
tiu þúsund kr.
ís og ávextir
í ,,gamla daga” var gjarnan boðið
upp á ,,ís og ávexti” i öllum ferm-
ingarveizlum og meiriháttar afmælis-
boðum. Þá var ekkert verið að hafa
fyrir þvi að útbúa sérstaka rétti
heldur opnuð dós af niðursoðnum
ávöxtum og isinn borinn fram i heilu
lagi, beint úr pakkanum. — Þetta
þykir ekki nógu spennandi i dag. Og
ætlunin með uppskriftasamkeppninni
er einmitt að fá fram sem allra fíestar
hugmyndir að íssamsetningum. Eina
skilyrðið er að notaður sé Emmessis
eða ístertur og frómas frá Emmess.
Til þess aðgefa væntanlegum þátt-
takendum hugmyndir eru hér
nokkrar uppskriftir:
Karairu'llurönd meó rjómais vr tihalin í áhætisrétt. (íætið þess aóeins aó hrenna
>kkur ekki á sykrinum.
Græni liturínn helzt
til mikið áberandi
GARÐSHORN
Blómabeðin voru orðin iskyggilega
græn cflir alla rigninguna. Það sér
nefnilega enn i mold þegar allt er vel
hreinsað þvi garðurinn okkar er ekki
orðinn ganutll og gróinn eins og ég vil
helzt hafa hann. Það var því ekki um
annað að ræða en að bregða undir sig
betri fælinum, fara i tréskóna og ná i
arfaklórurnar. Annars er það ekki
bara arfi sem vex að vild i blóma-
beðuntim mínum heldur virðist aldrei
vera liægt að ráða niðurlögum gras-
stráa, sem sifellt stinga upp kollinum
á nýjtim og nýjum stöðum. Það cr
ekki ofsögum sagt af þvi hvc grasið er
sterkt, ræturnar geta verið allt upp i
25—30 cm langar! Enda hefur bless-
að grasið haldið lifinu i okkur Íslend-
ingum i ellelu hundruð og sex ár!
F.n það er með grasið i blóma-
beðunum eins og kaffilykt i troðfull-
um strætisvagni, hvort tveggja er
óþolandi. Hjá Sölufélaginu eru til
ýmiss konar illgresiseyðar en þeir
vilja bara vinna bug á fleiru en grasi
og arfa. Það leggur gjarnan blómin
að velli um leið.
Ég var að reyna að laga steinbeðið.
Það vantar enn nokkuð mikið af
steinbeðsplöntum i það. Ég er búin
að sníkja heilmikið af plöntum hjá
vintim og kunningjtim og nú verð ég
vist að kaupa mér nokkrar plöntur.
Þegar maður kaupir fjölærar jurtir
virðist maður fá næsta litið fyrir pen-
ingana sina. Þær virðast oft vera
hálfræfilslegar en gleymum ekki að
þær eiga eftir að gleðja okkur um
ókomin ár. Stundum vill meira að
segja fara svo að okkur þyki við
kannski hafa fengið fullmikið i okkar
hlut þegar plöntumar fara „eins og
eldur í sinu” um allan garðinn. —
Þegar slikar plöntur eru gróðursettar
er ágætt ráð að gróðursetja þær i
botnlausa plastdós til þess að halda
þeim i skefjum. Dósin er þá sett í
kringum plöntuna og látin alveg
niður i moldina. Það kermir í veg
fyrir aðplantan ,,fari á flakk”.
Enn er hægt að fá plöntur, bæði
fjölærar og sumarblóm, i nokkrum
gróðarstöðvum höfuðborgarinnar. I
Valsgarði er eitthvað smávegis til af
fjölærum plöntum sem kosta frá 500
upp i 2000 kr. Það eru steinbrjótar og
hnoðrar sem eru ódýrust en dýrasta
jurtin er bóndarós. í Garðshorni
kosta allar plönturnar 500 kr. og er
enn til dágott úrval. Þar eru einnig til
sumarblóm á 200 kr. stykkið. Í
Alaska í Breiðholti kosta minnstu
fjölæru plönturnar 600 kr., eru það
steinbrjótar og aðrar litlar plöntur,
stærri plöntur kosta 800 kr. Sumar-
blóm voru til í Alaska i Breiðholti og
kostuðu 210 kr. stykkið.
- A.Bj.
Flestir íslendingar þekkja regnfang sem er einhver elzta garflplanta hér á landi. Þessi planta óx i
öllum görðum i gamla daga og oinnig mátti finna hana i kirkjugörðum vifla um land. í Skrúðgarfla-
bókinni segir afl þetta sá gömul lækningajurt og framúrskarandi harflgorð. Hún or hálfrunnakennd
og stendur af sár öll veflur án stuðnings. Blöðin em ilmandi og henta vel til afskurflar i vasa bæfli
með öðmm blómum og ainnig ein sér. Regnfangi er fjölgað mefl skiptingu.
DB-mynd Bjarnleifur.
/Ftlazt er til aó ísréttirnir séu ekki hara (■iiðir á hraiióið heldur líka lallegir aó
sjá. Klestir eiga l'alleu ttliis til aó hera isrétt aldarinnar fram i. Þetta er hanana-
ísinn.
Bananaís
Karamellurönd
Bananasneiðar lagðar í botn á
glasi, þar ofan á tvær sneiðar af
Emmessís og rjómatoppur efst.
Skreytt með söxuðum hnetukjörn-
um. Berið súkkulaðisósu með.
ís með bláberjum
1 /2 I Emmessís
250 g niðursoðin bláber
Eggjasósa:
2 eggjarauður og 2 msk sykur
Þeytið eggjarauður og sykur.
Skiptið isnum og bláberjumim i
fjögur glös og hellið eggjasósunni
yfir.
Emmes-frómas með
jarðarberjarjóma
Frómasrönd, Emmess
l/2dósjarðarber
1/4 1 þeyttur rjómi
Takið fallegustu jarðarberin frá til
skreytinga, merjið hin með gaffli og
blandið þeim í stífþeyttan rjómann.
Hvolfið frómasinu á disk og látið
jarðarberjarjómann í miðju hrings-
ins. Skreytið með berjunum.
með ís
200g sykur 1 msk sykur
2 dl vatn 1/2 litri mjólk
2 dl rjómi I lítri vanilluís
Segg
Brúnið sykurinn og látið hluta i
hringform. Vatnið látið saman við
afganginn og soðið þar til úr verður
þykkt síróp sem er kælt og geymt þar
til síðar. Eggin eru þeytt með sykrin-
um og mjólkinni og látið í hringform-
ið. Bakað í vatnsbaði i 125°C heitum
ofni í um það bil einn klukkutima.
Karamelluröndin er kæld, hvolft á
fat og fyllt með ís. Smávegis af kara-
rnellusirópinu er hellt yfir og afgang-
inum blandað saman við stífþeyttan
rjómann.
Hér á siðunni má sjá seðilinn sem
útfylla á með uppskriftunum. Alla
seðla á að merkja með dulnefni.Dul-
nefnið er siðan sent með i lokuðu um-
slagi. Klippið seðilinn úr blaðinu i
dag og geymið þar til uppskrift að
Emmessrétti isaldarinnar liggur fyrir.
F.kkert er þvi til fyrirstöðu að senda
fleiri en eina uppskrift.
-A.Bj.
emmessréttur
ísaldarinnar
Nafnrcttar
Dulnefm sendanda': nú er öldín önntír-nú er emmess ísöld
V