Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.07.1980, Qupperneq 11

Dagblaðið - 09.07.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1980. Sú tilhneiging, að lækka vexti á Vesturlöndum, bendir til þess að áliti sérfræðingaaðráðamennríkjahafi nú orðið öllu meiri áhyggjur af sam- drætti í atvinnulífi en aukinni verð- bólgu. Hins vegar er bent á að ekki sé hægt að snúa sér að öðru verkefninu án þess að hafa hitt einnig í huga. Vandamálið er það að baráttan gegn verðbólgunni með samdrætti á lánamörkuðum og hærri vöxtum vill hafa í för með sér samdrátt i iðnaði og þar af leiðandi minnkandi at- vinnu. Hins vegar ef verðbólgan er látin afskiptalaus þá geta verðhækkanir dregið úr samkeppnishæfni fyrir- tækja, minnkað trú fólks á peninga og dregið úr sparnaði og fjárfesting- um. Þar með væri efnahagskerfi landanna í hættu. Sérfræðingar á fjármálamörk- uðum í Bandaríkjunum telja að al- mennir vextir þar í Iandi muni halda áfram að hækka nokkuð á næstu mánuðum en síðan fara lækkandi. Lækkunin er talin verða fremur hóf- leg og hæg. Strax og lækkun vaxta á almennum lánamarkaði verður merkjanleg mun eftirspurn eftir lánum bæði frá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum aukast og þar með aftur draga úr lækkun vaxtanna að áliti sérfræðinganna. Tregða bandaríska seðlabankans til að auka eftirspurn eftir lánsfé hefur valdið nokkrum vonbrigðum á lánamörkuðum vestra. Vextir hafa til dæmis ekki lækkað þar neitt á tveim síðustu mánuðum á almennum markaði gagnstætt því sem varð þar nokkru áður. Auðvitað eru ekki allir sér- fræðingar sammála hvaða stefnu þróunin muni taka. Fullyrða ýmsir að þess megi sjá merki í efnahags- þróuninni frá því í maí síðastliðnum að samdráttur í bandarísku efna- hagslífi sé að minnka. Þar með hefðu stjórnvöld tækifæri til aðstaldra við og athuga hvert stefna beri í peninga- málum. Þróun vaxtamála mun líklegast ekki valda því að gengi dollarans eða annarra heimsmynta muni breytast mjög að áliti sérfræðinga. Bæði í Kanada og Japan er talið að lækkun vaxta verði svipuð. Forvextir í Kanada eru nýverið komnir niður í 10,63% og í Japan 9%. í síðarnefnda ríkinu er nokkur þrýstingur á að vextir lækki enn meir. Kemur hánn frá stjómendum iðnfyrirtækja sem mjög eru háð lánsfé frá bönkum. í Vestur-Þýzkalandi eru forvextir aðeins 6,5 af hundraði eða hinir sömu og fyrir tíu árum. Verðbólgan þar er talin 6 af hundraði, sem er mikið á þess lands mælikvarða. Æðsti maður vestur-þýzka seðla- bankans segir að ekki komi til greina að lækka vexti þar í landi fyrr en tekizt hafi aðdraga úr verðbólgunni. Svipuð þróun er talin verða i Frakklandi, Hollandi og Belgíu, þó líklegast verði farið hægast í lækkun vaxta i síðastnefnda landinu. Ráðamenn á Norðurlöndunum, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Dan- mörku, eru sagðir líta með ánægju til lækkandi vaxta á alþjóða peninga- mörkuðum. Hins vegar er ekki búizt við lækkun vaxta í þessum löndum á næstunni. Þar mun áfram verða fylgt stefnu hærri vaxta og samdrátt- ar i lánamálum þar til einhver árangur hefur náðst í baráttunni gegn verðbólgunni. I Hong Kong þar sem er sterkur fjármálamarkaður fyrir Suð-austur- Asíu er talið að vextir muni lækka eftir því sem lengra líður á árið. í Sviss hins vegar þar sem enn er mikil eftirspurn eftir lánsfé munu vextir að líkindum fara frekar hækk- andi á næstu mánuðum. Allir lífeyris- sjóðir eru verðtryggðir n v Á undanförnum árum hafa há- værar kröfur heyrst um það, að líf- eyrissjóði skuli verðtryggja, þar sem þeir geti ekki að öðrum kosti sinnt því hlutverki, sem þeim er ætlað. Vist eru þessar kröfur sanngjarnar, því að ekkert er verra fyrir gamalt fólk og aðra lifeyrisþega en fjárhagslegt öryggisleysi, og sterkur, verðtryggður lífeyrissjóður er helsta vörnin gegn slíku. í þessu sambandi er oft vitnað til hinna verðtryggðu lífeyrissjóða ríkis- starfsmanna og þeir stundum litnir öfundaraugum, og jafnvel er sagt sem svo, að þeirra vegna þurfi ríkis- starfsmenn ekki eins hátt kaup og aðrir launþegar. Liklega er það og staðreynd, að rikisstarfsmenn hafi mátt þoia lægri laun vegna hinna góðu lífeyrissjóða. Hvers vegna er verðtrygging lífeyr- issjóða nauðsyn- leg? Þeirri spurningu er auðsvarað í verðbólguþjóðfélagi, hvers vegna nauðsynlegt sé að verðtryggja sjóði — hvort sem um er að ræða lífeyris- sjóði eða aðra sjóði. Enda sýnir lifs- máti þjóðarinnar, að engir einstakl- ingar eða einkastofnanir safna fé í sjóði, allir reyna frekar að fá hag- stæð lán og hugsa þá um nýja mál- tækið: ,,grædd er skulduð króna”. Lífeyrissjóðir hafa til þessa verið meðal þeirra lánastofnana, sem lánað hafa hagstæð lán — þ.e. hagstæð fyrir skuldarann. Kjallarinn Leó E. Löve Með öðrum orðum eru það lántak- endur úr lífeyrissjóðunum, sem rýra verðmæti sjóðanna, það eru þeir sem hirða hinn svokallaða „verðbólgu- gróða”. Ríkisstarfsmenn borga sjálf ir verðtrygginguna Á slðustu misserum hefur það runnið upp fyrir ráðamönnum, að eðlilegast sé að lántakandinn greiði svo háa vexti (verðtryggingu) af láns- fé, að það dugi til að halda verðgildi þess. Slík verðtrygging var gerð öllum möguleg með þeirri tímamótalaga- ^ „Líklega er þaö staðreynd, aö ríkisstarfs- menn hafi mátt þola lægri laun vegna hinna góöu lífeyrissjóða.” setningu, sem nefnd hefur verið Ólafslög. Með heimild i Ólafslögum hafa líf- eyrissjóðir starfsmenna ríkisins riðið á vaðið og eru hættir að lána ,,gjafa- lán”, því að öll ný lán þeirra sjóða eru verðtryggð. Það fé sem inn í sjóðina kemur er lánað út verðtryggt, það ber auk þess svolitla vexti og rýrnar því ekki í verðbólgunni. Að dæmi lífeyrissjóða ríkisstarfs- manna geta allir aðrir lifeyrissjóðir farið — og er þar með úr sögunni vandamálið um óverðtryggðan lif- eyri. Sofa verkalýðs- fólögin á verðinum? Með því að verðtryggja lífeyris- sjóðslánin hafa lífeyrissjóðirnir komið í veg fyrir rýrnun þess fjár, sem þeim er trúað fyrir, og þar með eru þeir fullkomlega færir um að sinna þvi mikilvæga hlutverki sinu að tryggja sjóðsfélögum fjárhagslegt öryggi, jtegar árin færast yfir þá eða heilsan bilar. Hið eina, sem gæti' breytt því er ef iðgjöldin væru ekki nógu há, en slíkt gæti orðið ef meðal- aldur þjóðarinnar fer hækkandi eða eftirlaunaaldur lækkar. Að þessum lestri loknum vona ég, að lesendur séu mér sammála um, að furðulegt sé hvers vegna allir lífeyris- sjóðir hafl ekki tekið upp verðtryggð lán — einkum ef tekiö er tillit til kröfu stéttarfélaganna um verð- tryggða lífeyrissjóði. Stjómum sjóð- anna er sjálfum heimilt að ákveða verðtrygginguna, rétt eins og gert hefur verið hjá ríkisstarfsmönnum. Það verður hins vegar fróðlegt að fylgjast með samningum ríkisstarfs- manna, því aö nú verðtryggja þeirj sjálfir sinn eigin lífeyrissjóð og geta varla þolað kjaraskerðingu af þeim sökum, eða hvað? Leó E. Löve lögfræðingur. þeir flett upp í skýrslum sínum, sem sýna munu, að síðasta samdráttar- tímabil í Ameriku var 1974—75 og fylgdi því lækkað verð og sölutregða á fiskmarkaðnum. Þar á undan varð mikið erfiðleikatímabil 1968—69, en þá varð mikið verðfall á þorskblokk- um og öðrum fiskafurðum. En þetta gerist ekki bara í fiski og íslendingar eru ekki þeir einu, sem um sárt eiga að binda. Á frjálsum markaði er útilokað, að vöruverð fari hækkandi ár frá ári. Slíkt gerist vitanlega á íslandi, en margir fróðir menn hafa áiyktað, að lögmál hagfræðinnar gildi þar ekki. Hérna í henni Ameríku gilda þessi lögmál að mestu leyti, og afskipti rikisvaldsins eru minni en víða annars staðar. Framboð og eftirspurn ráða ríkjum og verð getur hvorki haldið áfram að hækka eða lækka enda- laust. Núna hefir eftirspurn dregizt saman og framboð aukizt á sama tima. Fiskverð hlýtur því að lækka. í sumum skrifum í blöðunum á Fróni um þessi mál gætir alls kyns misskilnings og fáfræði um freðfisk- sölumál í Ameríku. Fæstir virðast vita, að mjög litill hluti af islet.zka fiskinum er seldur í smásölu. Sumir greinarhöfundar hafa ferðazt vestan- hafs og leitað með logandi ljósi að ís- lenzkum fiski í kjörbúðunum stóru. Þeir hafa ekki fundið ugga og liklega grátið sig í svefn á hverju kvöldi út af þessari sneypu og niðurlægingu. í Bréf fró henni Ameríku: Þórir S. Gröndal ásökunargreinum sinum segja þeir sölusamtökin hafa starfað slælega að sölumálunum og þess vegna sé landið nú í óttalegum vandræðum. Fjölfæðis- markaður Bezti markaðurinn fyrir gæðafisk í Ameríku er fjölfæðismarkaðurinn. Tveggja máltíða af hverjum Ftmm er neytt utan heimilisins. Öll matseld, sem ekki fer fram á heimilum, er flokkuð undir fjölfæðismarkaðinn, þ.e. veitingahús af öllum tegundum, mötuneyti, skólar, sjúkrahús, fang- elsi o.s.frv. Þróunin hefir orðið sú, að smásölumarkaðurinn hefir ekki getað keppt við fjölfæðismarkaðinn um bezta fiskinn og hefir þess vegna verið mjög erfitt að finna reglulega góðan fisk í matvörubúðum, Þar hefir mest borið á Kyrrahafsufsa ásamt tilbúnum réttum úr fiskmarn- ingsblokkum. í smásölunni hefir aðaláherzlan verið lögð á að halda niðri verðinu og hefir það skiljanlega gerzt á kostnað gæðanna. Þetta sáu íslenzku fyrirtækin fyrir 10—15 árum og beindu sinni framleiðslu inn á þann markað, sem greitt gat hæsta verðið. í blaðaskrifunum er sífellt talað um „neytendapakkningar” og eru margir ekki vissir um, hvers kyns undrapakkningar þetta eru. Ekki skyldi maður vera hissa á því. Helzt mætti ætla, að þetta væru pakkn- ingar með neytendum í, líklega sölt- uðum og síðan frystum! Neytenda- samtökin eru jú samtök, sem í eru neytendur. Fiskflökum til frystingar er pakkað á þrjá vegu: í smásölupakkningar, fjölfæðispakkningar og blokkir. Mjög lítið magn fer í smásölupakkn- ingarnar eins og áður var getið. En verði breyting á og fari smásölukaup- menn að sækjast eftir betri vöru og vilji greiða hærra verð, er víst, að landinn muni ganga á lagið. Það er i fjölfæðispakkningarnar, sem obban- um af beztu flökunum er pakkað. Þessar öskjur innihalda frá 5 til 15 pund og lenda svo til eingöngu á veit- ingahúsum, mötuneytum og öðrum fjölfæðisstöðum. Svo koma blokk- irnnar, en í þær fara þau flök, sem ekki lenda í hinum pakkningunum. Eins og kunnugt er, eru svo blokkirn- ar það hráefni, sem íslenzku fisk- ^ „Smásölumarkaðurinn hefur ekki getaö keppt viö fjölfæðismarkaðinn um bezta fiskinn og hefur þess vegna verið mjög erfitt að fínna reglulega góðan fisk í mat- vörubúðum.” vinnslustöðvarnar framleiða úr feiknalegt magn af skömmtum og stautum af öllum mögulegum gerð- um. Freðfiskvinnsla íslendinga er án efa þróaðasta atvinnugrein á landinu. Ef nota má samanburð, myndi ekki fráleitt að áætla, að t.d. lagmetis- vinnslan og útflutningur þess stæðu þar sem freðfiskútflutningurinn stóð 1955. íslenzku félögin hafa unnið mikið starf í Ameríku og skotið öll- um öðrum innflytjendum þar ref fyrir rass. Hér í „bransanum” er oft talað um það sem meiriháttar afrek, hvernig íslendingum hefir -tekizt að selja fisk sinn á hærra verði en allir aðrir, áratug eftir ár^tug. Þrátt fyrir þennan góða árangur er margt, sem bæta má, bæði i fram- leiðslulandinu og markaðalandinu. Fjölmiðlarnir geta hér gert mikið gagn með því að fræða landsins lýð um þennan mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar. Reyna þarf að hafa já- kvæð áhrif á unga fólkið á þann veg, að fleiri vel gefin ungmenni velji sér lífsstarf við fiskveiðar, -vinnslu eða - sölu. Nógu margir stunda nú störf, sem þjóðarbúinu koma að takmörk- uðu gagni. Þess vegna þarf, á vertíð,. að flytja inn fólk frá Ástralíu til starfa í frystihúsum landsins. Ég tek ofan hattinn fyrir öllum íslendingum, sem vinna við fisk! ÞórirS. Gröndal.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.