Dagblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980.
5
Öryggiseftirlitiö
mun láta fjarlægja
klórgaskúta ísals
— enn alvarlegra mál hjá frystihúsum víða um land sem
eru með klórgasgeyma í þéttri byggð, segir Eyjólfur
Sæmundsson öryggismálastjóri
pSemmestasÍSfínguvaltívJð sprenginguna i Kaupmannahöfn:
Banvænt klórgas í óvörð-
1 um tönkum við Alverið
- tveir utandyra óvariir fyrir sól og regni - iyrirmæli um að geyma þáa þurmm stað
| Deildarstjórí í rann-
sóknarstofu ísals:
Kútarnireins
ogloftvamar-
byrgi
- en mérþykir
ótrúlegt að kútamir
liggi úti
„ Við höfum talið þessa klórgaskúta
í Álverinu tóma, en eftir upplýsingum
Dagblaðsins i gær mun öryggiseftir-
litið gera sérstaka athugun á þessum
málum og krefjast þess að þeir verði
fjarlægðir,” sagði Eyjólfur Sæmunds-
son öryggismálastjóri í gær.
Svo sem DB greindi frá í gær, hafa
tveir klórgaskútar legið óvarðir utan
dyra í Álverinu árum saman, eða frá
því að verksmiðjan hætti notkun klór-
gass. ,,Ég er sammála því, að þetta er
mjög óörugg geymsluaðferð,” sagði
öryggismálastjóri.
„Álverið á einnig einn kút inni, en
ef hann er ekki notaður þarf einnig að
fjarlægja hann. Þá má geta þess, að
frystihúsin víða um land nota tugi
tonna af klórgasi árlega. Mest af því er
flutt inn frá Danmörku. öryggis-
eftirlitið fær yfirlit yfir það klórgas sem
flutt er inn til landsins.
Öryggiseftirlitið gefur út reglur um
uppsetningu tækjabúnaðar til
skömmtunar á klór og leiðbeiningar
um þá hættu, sem stafað getur af klór-
gasi. Frystihúsin nota klórgas og eru
Frétt Dagblaðsins I gær um banvænt klórgas á lóð álversins vakti feiknarlega ath.vgli
og hefur nú orðið til þess, að öryggismálastjóri mun láta fjarlægja geymana.
Klórgasið:
Baneitrað enda not-
að í eiturhemaði
Klórgas er baneitrað enda var það
notað sem eiturgas í fyrri heimsstyrj-
öldinni. í efnislýsingu íslenzka álvers-
ins er gasinu lýst og hættunni sem fyrir
hendi er og varúðarráðstöfunum sem
ber að viðhafa við notkun. Við venju-
legar aðstæður er klórgas fljótandi gul-
rauður vökvi. Gasið er gul-grænt 2,5
sinnum þyngra en andrúmsloft. Lyktin
er stingandi og ertandi eins og af klór-
kalki.
Við geymslu ber að verja tanka og
gasflöskur gegn sólarljósi. Hitastigið
má ekki fara yfir 40 gráður á Celcius.
Við 60 gráður getur klór haft tærandi
áhrif á stál. Við 200—250 gráða hita er
tæringin mjög sterk og hætta er á
íkveikju. Gaskútana ber að geyma á
þurrum stað.
Við notkun á að nota gasgrímu og sé
klórmagnið mikið skal nota þrýstilofts-
tæki og jafnvel gúmmí- eða plastgalla.
Slettur í augu geta orsakað blindu. Á
húðinni geta myndast blöðrur og
brunasár. I litlu magni hefur klórgas
ertandi áhrif á augu, munn, kok og
getur einnig valdið skemmdum á
öndunarvegi og í lungum. Stórir
skammtar geta orsakað alvarlega eitrun
og dauða.
Fyrsta hjálp er ferskt loft. Séu föt út-
ötuð, skal fjarlægja þau og skola lík-
amann með vatni. Skola á augun með
hreinu vatni í minnst 15 mínútur. Losa
á allt sem þrengir að. Eigi hinn slasaði
erfitt með andardrátt, skal gefa súrefni
eða nota blástursaðferð og kalla á
lækni.
- JH
Eyjólfur Sæmundsson
stjóri.
öryggismála-
mörg með stóra geyma upp í tvö tonn.
Það er meira mál með frystihúsin, en
Álverið, því margir þeirra geyma eru í
þéttri byggð. Þessi mál voru könnuð á
árunum 1977—78 og menn hafa tals-
verðar áhyggjur af þeim.
Klórgasið kemur með skipum til
landsins og er flutt á áfangastað með
vörubílum. Við íslendingar erum mjög
óvanir slíkum efnum og það er
spurning hvort þessi mál eru i nógu
góðu lagi hjá okkur,” sagði Eyjólfur
Sæmundsson öryggismálastjóri.”
-JH.
Hestamenn
Höfum að jafnaði fyrirliggj-
andi úrval hestamannavara
E F H 1 5 L f S 1 N G
VERZLUNARHEITl Klórgas
EFHAFRfBlLEG HEITI: Klór
efnaforhöla Cl2
HEHGUNAKHAfiK
HG/L :
PPM 0.5
mg/h3 1.5
yið venjulegar aðstæður er k-or gas^ Bkvii
Fliótar.di ^^ Þyrgra er andrúmsloft.
Kloreas: Grsn-gult g » * ■>
6 .4- iuvt (eins og klorkalk).
Stingandi o. ert^d . l£ffærakerfið, iafnvei £ Utlu -
Klor getur haft sKaoi g
GFYHSLA ■ Hitastigið má e«i fara
y“r. i, -C er tæringin mi8g sterH eg er a
Geymist á þurrum stað.
s| klórmilgnið mikið, skai ncte
Nota gasgrímu með grarm plastgalla.
þrýstiloftstæki og Jafnvel gummi
“ rss irsx-S—* “-rr" ‘
Stórir skammtar geta orsakað aivarlega extrun og
séu fðt útatuð, skal f jarlægia þau og skoia --íkamann
I^Tatn'i. Skola augun með hre'inu vatm l mtnnst
^Ai erf itt ^með andardrátt, ’ skai gefa súrefni eða nota
blástursaðferð. Kalla í lækni.
UÍUHRi Upp1 VSTNGAR VFITIR
Rannsóknarstofa
LAUGAVEGI 13 — SlMI 13508
Hnakka
Reiðmúla
Tauma — Gjarðir
Reiða
Ístaðsóiar
Krossmúla
Ath.
Opið laugardaga
Varziið hagkvæmt
Verz/ið þar sem úrva/ið er.
Póstsendum.
Stálhringamól
Gúmmíhringamól,
Stangamól,
ýmsar gerðir
ístöð
Bursta
Hófhlrfar
Leðurfeiti
Keyri
Skeifur
Söðlasápu
Reiðhjálma
Reiðbuxur
Reiðstígvól
Reiðsokka
Efnislýsing ÍSALs á klórgasinu.