Dagblaðið - 29.07.1980, Side 2

Dagblaðið - 29.07.1980, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLl 1980. ............... " .....- Veitum Frakk- anum ekki hæli á íslandi GuAmundur Hansson, HæAargardi 2 Reykjavík, skrifar: Að undanförnu hefur öðru hvoru verið ritað um franskan mann, Pat- rick Gervasoni að nafni, vegna um- sóknar hans um griðland hér á íslandi, svo hann lendi ekki i klóm „fámennrar stríðsæsingaklíku” í heimalandi sínu. Þar mun nefndur P. Gervasoni hafa ncitað að gegna her- skyldu. Nú er ég ekki stríðsæsinga- maður og hef heldur ekki nokkur kynni af nefndum manni. En það slær mig illilega þegar beðið er með næstum því grátklökkum róm að veita þeim griðland og „gera ísland að friðlandi manna, sem neita herþjónustu.” Fyrr má nú vera. Ætla meðmælendur griðlandaósk- arinnar að gera ísland að öskuhaug alls heimsins. Við skulum líta til Svia og Dana og sjá hvaða vandamál þeir hafa kallað yfir sig með móttöku slíkra manna. Nei, ef við tökum við einum gætu þeir eins orðið nokkur þúsund. Þá sjáum við sæng okkar uppreidda. Ég held að kerfið okkar þoli ekki fleiri á þurftarspenann þótt Sviar haldi uppi nokkrum vafasöm- um flóttamönnum. -Nefndum Gerva- soni er ekki hægt að veita hæli sem pólitískum flóttamanni því það er hann ekki. Hann varð fyrir þvi óláni að flýja þegar þjóð hans kallaði á hann til skyldustarfa, þar liggur ógæfa þessa manns. Maður sem bregzt ættlandi sinu þegar það kallar er ekki beysinn i mínum augum. Ég er ekki einn um þessa skoðun. íslend- ingar verða nú að bregða við og segja hug sinn, hætta að rífast hver við annan um þetta mál en koma skoðunum sínum á framfæri við stjórnvöld með því að skrifa bréf eða senda mótmælaskeyti til þeirra. Því fyrr, þvi betra. Santtaka nú. Hjúkrunarfræðinga vantar sem fyrst að sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Húsnæði til reiðu. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97- 1400 eða skrifstofa sjúkrahússins í síma 97-1386. Trésmiðir Byggingafyrirtæki úti á landi óskar eftir meistara í trésmíði. Gott íbúðarhús til staðar. Mikil vinna. Æskilegt að viðkomandi sé fjölskyldu- maður. Uppl. á Hótel Loftleiðum, herb. 346. eftir kl. 8 í kvöld. EIGU BROWN FRÁ LAGER Einnig fyrirliggjandí úrval af stálsagar- blöðum. Komið og kynnið ykkur verð. istækni hf. Ármúla 22. Sími 34060. SH5TEFXA Erum við útskúfuð úr samfélagi „venjulegra” borgara jafnskjótt og við erum komin i hjólastól, spyr bréfritari. Hvers á fatlað fólk að gjalda? Sjúklingur skrifar: Hvers á fatlað fólk að gjalda? Telst það ekki borgarar og hefur það ekki rétt á að komast leiðar sinnar eins og annað fólk? Ég er sjálfur í hjólastól og verð að fara allra minna ferða i honum en þannig er nú málum háttað að mér eru mjög skorður settar hvert ég kemst. Ekki get ég notað strætó og verð því að láta keyra mig um í bíl- um. Sem betur fer er fjölskylda mín svo tillitssöm að hún keyrir mig, svo ekki þarf ég að nota leigubíla. En þegar í bæinn er komið blasa hvar- vetna við fjallháir þröskuldar, gang- stéttarbrúnir og tröppur, sem ekki er viðlit fyrir fólk í hjólastólum að komast upp. Ég verð því að leita á náðir vegfarenda og biðja þá að hjálpa mér, en það getur tekið sinn tima að stöðva einhvern. Ég er feim- inn að eðlisfari og dauðskammast mín stundum þegar fólk er að bera mig til og frá í stólnum og hreytir svo kannski einhverjum ónotum í mann á eftir. Fyrir bragðið fer ég ekki eins oft niður í bæ og ég gjarnan vildi, ég hreinlega get það ekki. Því spyr ég, er ekki kominn timi til að borgaryfirvöld taki sig til og hanni einhverjar brautir fyrir hjólastóla, þannig að fatlaðir geti komizt á helztu staði bæjarins, eins og t.d. aðalpósthúsið við Pósthússtræti? Eða erum við útskúfuð úr samfélagi „venjulegra” borgara, jafnskjótt og við erum komin í hjólastól? Enginn staóur er fyrir unglinga á aldrinum 16—20 ára á Reykjavikursvæðinu og kvarta bréfritarar sáran yfir þvi. Hefur 16-20 ára ung- lingum verið gleymt? Tvær sem eru orðnar leiðar á rúntin- um, bióferðum og partium skrifa: Hefur unglingum á aldrinum 16— 20 ára algerlega verið gleymt? Að minnsta kosti er hér á höfuðborgar- svæðinu ekki neinn staður, þar sem þessi aldurshópur getur hitzt, dansað eða kjaftað saman. Margt eldra fólk segir að þetta sé nú einmitt aldurinn til þess að skemmta sér og njóta þess að vera ungur. Vissulega getum við beðið til tvítugs, en hvað tekur þá við? Margir eru þá giftir, komnir með börn og bú, og hvenær hefur fólk sem stendur í byggingum tima til þess að skemmta sér? Og er það ekki orðið anzi úrelt ef maður kemst ekki inn á skemmtistaði en má sofa hjá, eiga börn, trúlofast og giftast innan við tvítugt? Hverjir eru það eiginlega sem setja þessi tak- mörk? Gaman væri að vita hvort ein- hver von væri um úrbætur í þessum málum, og að heyra álit sem flestra.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.