Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1980. Opinber mynd af Vladimir Herzog i fangaklefanum þar sem hann var sagður hafa hengt sig hinn 25. október 1975. Þetta er i Brasiliu. Herzog var blaðamaður sem sjálfviljugur gekk á fund yfirvalda vegna ásakana á hendur honum um brot gegn lögum. Nokkrum klukkustundum siðar skýrðu yfirvöld frá þvi að komið hefði veríð að honum látnum i klefa hans. Bók hefur veríð skrífuð um mál Vladimir Herzog og kom hún út i Sao Paulo árið 1979. Lögfræðingur dr. Harry Sibata hefur einkum beitt sér fyrir að mál Herzog sé rannsakað nánar. þegar hann ferðaðist um ýmis lönd Vestur-Evrópu. Hann neitaði sakar- giftum með öllu, viðurkenndi, að hann hefði rætt við fyrrum samherja sina í Evrópulöndum um stjórnmála- leg , félagsleg og menningarleg mál en þeir hefðu ekki sett saman neinar áætlanir, fjandsamlegar þáverandi stjórnvöldum. Varðandi sakargiftina um fjandsamlegan áróður lagði hann áherzlu á, að stjórnarskrá Júgóslavíu gerði ráð fyrir tjáningarfrelsi, þar á meðal opinberum tjáskiptum um sjónarmið er fælu í sér gagnrýni á stjórnmála- og efnahagskerfi landsins. Vinsamlega skrifið og biðjið um að Dr. Nikola Novakovic verði þegar látinn laus úr fangelsi. Skrifa ber til: President of the Stae Presidency of the SFRJ, His Excellency Cvijettn Mijatovic, Bul., Lenjina 2 Belgrade, Yugoslavia. Þess skal að lokum getið, að einn af föngum janúar- mánaðar D.A. Santosa frá Indónesfu var lótinn laus 12. aprfl sl. Hvers vegna er fangi vegna þess að hann kemst ekki leiðar sinnar. í þessum þætti fanga- vistarinnar er raunar verið að vinna mikiö verk. Ný byggingarsamþykkt leysir til að mynda þennan vanda í nýju húsnæði, alla vega húsnæði á vegum hins opinbera. Á framkvæmd byggingarsamþykktarinnar eru þó ýmsir hnökrar og til eru þeir sem koma sér framhjá henni að einhverju leyti. Það er til að mynda grátlegt að sjá nýbyggingar sem fatlað fólk getur komist um hindrunarlaust en í sumum tilvikum þyrfti kranabíl til að koma hinum fötluðu að byggingunni. Umhverfi bygginga eða mannvirkja hefur ekki verið tekið meö í reikning- inn sem skyldi og margir eigendur eldri fyrirtækja telja jafnvel eftir sér að breyta þröskuldum þannig að fatl- aðir komist yfir þá. I Þrátt fyrir þessa vankanta er nú unnið verulega að þvi að leysa fatlað fólk úr fangavistinni, hvað það varðar að komast leiðar sinnar. Sársaukafullir snúningar En hvað hafa fatlaðir að gera á al- mannafæri? Fatlaður maður á auðvitað svipuð erindi að reka og þeir sem ekki búa við fötlun. Auk þess þarf hann að hafa öllu meiri samskipti við opinber- ar stofnanir. Hann þarf til að mynda að sækja um þá hungurlús sem lif- eyrir hans nemur. Það eru margir snúningar í kringum þennan lifeyri. Þessir sársaukafullu og oft niður- lægjandi snúningar eru öllum þeim sem hlut eiga að máli til mikill- ar vansæmdar, þó ekki sé meira sagt. En það eru ekki þessi erindi sem fatlað fólk ætti að eiga út fyrir fang- elsisveggina fyrst og fremst. Ég sagði áðan að fatlað fólk vildi berjast. Ég fullyrði að hlutfallslega fleira fatlað fólk vill heyja sína lifs- baráttu á eigin vegum en margt annaö fólk í þjóðfélaginu sem kallast I ORMAR, BEIN OG POLITÍK Vandamál frystiiðnaðarins eru mikið til umræðu þessa dagana og sitt sýnist hverjum. Napurlegast við þessi skrif er, að þau eru mest gerð af sjávarútvegsmálaspekúlöntum sent hafa atvinnu af öllu öðru en að veiða, vinna eða selja fisk. Auðvitað sér hver vandamálin frá sínum bæjardyrum, og vist er að niargt má betur fara i þessum iðnaði, en ótækt er að lesa hverja greinina á fætur annarri þar sem fjallað er um nýtingu allra hluta út frá einhverju háleitu þjóðhagslegu sjónarmiði, þar setn ónefndum mönnum er borin á brýn alls konar sóun og vannýting véla, tækja, mannafla, hráefnis og fjármuna. Þetta kemur þannig út að sjómennirnir eru á vannýttum skipum að veiða ofnýttan fisk, sem er svo illa nýttur í vinnslu, i illa nýtlum fyrirtækjum með of nýttu vinnuafli og siðan eru afurðirnar sendar ýmist á of- eða vannýtta markaði. Eins og fyrr segir þá má margt belur fara og eitt er vist að þessar sálir sem vinna í fiskiðnaði eru allan daginn alla daga að vinna að endur- bótum og hagræðingu. En Ijónin á veginum eru mörg og erfið. í útgerð höfum við m.a. veiðitakmarkanir, verðlag olíu, takmarkanir á endur- nýjun fiskiskipta, pólitikst kukl o.m.fl. Það sama gerist i fiskvinnsl- unni, þar er vinnuaflsskortur, mennt- unarleysi, byggðastefna, ormar, bein og pólitik á hverju strái. Margir aðilar hafa orðið talsverð völd um afdrifaríkar ákvarðanir fyrir veiðar og vinnslu en hafa þó enga fjárhagslega eða siðferðilega ábyrgð. Mér dettur strax í hug Framleiðslu- eftirlit sjávarafurða, Þjóðhagsstofn- un, Framkvæmdastofnun ríkisins, Alþýðusamband íslands, Seðlabank- inn, Hafrannsóknastofnun, Sjávar- útvegsráðuneytið, Fiskveiðasjóður, Byggðasjóður, fjölmiðlar og svona ntá lengi telja. Ýmsar athuganir eru gerðar og margar ákvarðanir teknar sem ekki eru í nokkru samhengi við V Kjallarinn SigurðurTómas Garðarsson raunveruleikann og krefjast fjár- ntagns og fyrirhafnar sem ekki er til staðar. Misnotkun Undanfarin ár hafa verið gerðar fiskverðsákvarðanir, gengisbreyting- ar og vaxtabreytingar, er þjóna engum tilgangi öðrum, en að friða einhver pólitísk öfl. Settar hafa verið reglugerðir um meðferð og vinnslu fisks sem hafa verið óframkvæman- legar. Lánað er fjármagn undir yfir- skini byggðastefnu sem er allsendis ótímabær og aðeins af pólitískum toga spunnin. Gefnar eru út skýrslur um fiskstofna og afkastagetu frani- leiðsluþátta, sem síðan er kollvarpað nokkrum mánuðum seinna með nýjum skýrslum frá sömu mönnum. Fjölmiðlar grípa alls konar kjafta- sögur og hugmyndir manna og blása út sem heilagan sannleik en er aðeins næsti leikur i striði hagsmunahópa sem hafa það eitt að leiðarljósi að ota sínum tota. Til að valda ekki misskilningi þá er ég ekki með þessu að segja að allt þetta brambolt sé óþarft eða tóm vit- leysa en fyrr má nú rota en dauðrota. Hugmyndir, ákvarðanir og gerðir- þessara aðila, sem eiga að vera ópóli- tiskir og aðeins þjónar hver á sinu sviði, eru hrikalega misnotaðar. Hinir raunverulegu hagsmunaaðil- ar eru hundsaðir og rök þeirra færð i búning arðræningja eða auðvalds- seggja sem hafi þaðeitt að markmiði að svíkja og stela af „FÓLKINU”. Ef leitað er eftir leiðréttingu á hinum margumtalaða rekstrargrundvelli eða vandamál skapast, sem breyta af- komunni i lengri eða skemmri tima, þá flvkkjast sjávarútvegsmálaspekúl- antarnir fram meðalls lags dvlgjur og slagorð um aumingjaskap og van- rækslu. Svo langt er hégóminn kominn að forsætisráðherra er farinn að vinna i helgidagavinnu við að leiðbeina um gæðaeftirlit í frystihúsum. Honum væri nær að tína ormana og beinin úr verðbólguflakinu. Sjávarútvegsráð- herra er líka farinn að gefa út dag- skipanir i blöðum um ,,patent”lausn- ir í vinnslu, lána- og sölumálum og er voðalega vonsvikinn yfir að menn sjá að aðeins er verið að draga þá á asna- eyrunum. Það verður að segjast eins og cr. og ég hef grun um að þeir viti það þessir góðu herrar, að það verður ekki tekið út með sældinni að stöðva vcrðbólguhjólið, sem aldrei þcssu vanl og þrátt fyrir allt, allir eru sam- mála um að sé upphafið og endirinn á öllum þessum vandamálum. Margir munu missa spón úr aski sinum en þetta er eins og að taka plástur af sári, það er sárt hvort sem honum er rykkt af eða hann tekinn hægt. Að lokum vil ég ítreka það að vandamál frystiiðnaðarins verða ekki leyst á snyrtiborðunum i frystihúsun- um eða með stærri frystigeymslum eða með því að skammast út i sölu- samtökin. Þau verða ekki heldur leyst i blaðagreinum. Þau verða leyst með því að snúa sér að þvi að stöðva verðbólguhjólið. Sigurður Tómas Garöarsson, fiskverkandi í Vogum. £ „Settar hafa verið reglugerðir um með- ferð og vinnslu fisks sem hafa verið óframkvæmanlegar.” fatlaður maður fangi? líkamlega heilbrigt. En fatlaðir fá bara ekki aö berjast. Kjallarinn Hrafn Sæmundsson Lífseig þjóðsaga Fyrir fatlaöan einstakling kostar það margfalt meira að komast út á vinnumarkaðinn en fyrir hina. Þarna koma margar staðreyndir við sögu og sumar ófagrar. Margir þeir sem standa fyrir rekstri hafa ótrú á starfskröftum fatlaðra. Þarna er á ferðinni ótrúlega lífseig þjóðsaga. Atvinnurekstur okkar íslendinga er einnig einhæfur og í sumum til- vikum þyrfti að gera smábreytingar á vinnustöðum til að fatlað fólk, til að mynda í hjólastólum, ætti greiðan aðgang að vinnu. Oft er þarna um óverulegar breytingar að ræða. Lög um vissan forgang fatlaðra til starfa hjá hinu opinbera eru brotin og þannig mætti lengi telja. Að mylja fólk niður Þegar á heildina er litið er flestum hurðum skellt á fatlað fólk. Þeir sem eru fatlaðir og vilja berjast, byrja oft að molna niður smám saman þegar þeir mæta þannig viðtökum af hendi þjóðfélagsins. Sumir missa móðinn. Það er staðreynd að á íslandi er enginn látinn deyja úr hungri ef til hans næst. Það virðist hins vegar vera látið óátalið að vissir þjóðfélags- þegnar séu muldir niður. Hinir fötl- uðu, sem með andlegu og líkamlegu þreki hafa sigrast á byrjunarörðug- leikum fötlunarinnar, eru gjarnan lokaðir inni í fangelsi. Þetta er bæði ómenneskjulegt og heimskulegt. Atvinnumál fatlaðra verða í sviðs- Ijósinu á næsturini. Á því máli verður að taka af meira raunsæi en gert hefur verið hingað til. Þetta mál er mikið mannréttindamál. Og ef það yrði einhverjum til hugarhægðar þá er eölileg þátttaka fatlaðra í atvinnu- lífinu einnig góður bísniss. Hrafn Sæmundsson prentarí.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.