Dagblaðið - 29.07.1980, Side 23

Dagblaðið - 29.07.1980, Side 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLt 1980. 23 ÓLAFSVÖKUKVÖLD - útvarp kl. 20,25: Listir og mennt- ir Færeyinga A dagskrá útvarpsins kl. 20:25 i kvöld er þátturinn Ólafsvökukvöld. Tilefnið er að sjálfsögðu samnefnd hátíð Færeyinga í dag. í þættinum talar Stefán Karlsson handritafræðingur um þjóðtungu Fær- eyinga og rekur nokkra þætti úr sögu hennar. Vésteinn Olason dósent spjallar um færeyskan dans og dans- kvæði og fremstu skáld og rithöfunda Færeyinga á þessari öld og verk þeirra. Stefán og Vésteinn eru þeir fræðimenn íslenzkir sem einna bezt eru að sér um þessi efni. í þættinum kveða Sumbingar að auki færeyskt danskvæði, Grím á Miðalnesi, Annika Floydal syngur lag J. Waagsteins við Ijóð J.H.O. Djur- huus, í búri, við undirleik Harka- liðsins, og færeyska skáldið og fræði- maðurinn Christian Matras les ljóð sitt, Móðurmálið, á færeysku. - GM tala í 4 j Bllum “mn - Ijóðlica - A,‘ *nglð «>' SJiriftmál ‘ **• Em tVrimunur „ að eisjnj f " ol,ku t'yfdamálum. sum er ferovst I erindi slnu um færeyskuna les Stefán Karlsson m.a. á færeysku texta þann sem fylgir hér að ofan. Þetta textabrot er eftir Christian Matras og fjallar um færeyska stafsetningu, sem V.U. Hammershaimb lagði grutydvöll að 1846 með aðstoð Jðns forseta Sigurðssonar, og er tekið úr ritinu Föroyar 11, Kph. 1958, bls. 71. Nýja miðdegissagan — útvarp kl. 14,30: Verkf ræðingurínn fær ólæknandi krabbamein Ný miðdegissaga, Sagan um ástina og dauðann eftir Knut Hauge, hefur göngu sína í dag kl. 1 ! >0. Það er Sigurður Gunnarsson fy. skólastjóri sem hefur þýtt söguna og er hann jafnframt lesari. Sagan fjallar um norskan verk- fræðing sem á miðjum aldri fær ólæknandi krabbamein. Framundan er ekkert annað en bið eftir dauðan- um og gengur sagan út á samræður verkfræðingsins við lækni sinn, aðra sjúklinga og eiginkonu um þessi napurlegu efni. Knut Hauge er kunnur höfundur í Noregi og viða i nágrannalöndunum en hann hefur litið verið kynntur hér á landi. Hauge, sem er fæddur 1911, var bóndi í þrjá áratugi og sinnti ekki ritstörfum eingöngu framan af. Engu að síður var hann afkastamikill og frá þessum búskaparárum eru sumar hans beztu bækur, að mati smekk- vísra manna. - GM Sigurður Gunnarsson fv. skólastjóri. Ali eða Candice Frægt fólk er oft skipað í stjórnir hinna ýmsu félaga þó allir, meðal annars það sjálft, viðurkenni hæfileikaleysi sitt í viðkomandi grein. Þannig var leikkonan Ali McGraw skipuð í stjórn Geoffrey- ballettsins í New York á dög- unum. Stjarnan sagði við það tækifæri að hún hefði stundað nám í ballett þegar hún var 8 ára og þótt alveg hroðaleg. En ekki höfðu allir ballettdansararnir í Geoffrey- ballettinum heyrt talað um þessa frægu konu. Þannig varð einn sér til skammar er hann sagði hreinskilnislega og í fullri einlægni: „Þér hafið alltaf verið uppáhaldsleik- konan mín, ungfrú Bergen.” Sigríður Ella í útvarpinu Astæöa er til að vekja athygli á cinsöng Sigríðar E. Magnúsdóttur I útvarpssal i kvöld kl. 20.05. Hún syngur islenzk og erlend lög. Erik Werba leikur á píanó. GM/DB-mynd Jim Smart. Landinn fær á baukinn Landinn fékk á baukinn í út- varpinu í gærkvöld. Pjetur Þ. Maack guðfræðinemi snupraði ráðamenn fyrir að sólunda fé, þannig að minna yrði eftir til gagnlegra hluta. Pjetur ræddi um „hverja „silkihúfuna upp af annarri” í yfirbyggingu ríkis- kerfisins. Hann sakaði ónefndan forystumann um „dónaskap og fyrir- litningu”. Sá hefði sagt í útvarps- viðtali eitthvað á þá leið, að „ekki væri ástæða til að ætla, að lækkun oliuverðs hefði áhrif hér á landi.” Hins vegar mundi öll hækkun olíuverðs úti í heimi skila sér dyggilega hér heima, taldi Pjetur, og voru orð að sönnu. Pjetur ráðlagði ráðherrum að fá sér smábíla til að spara bensín. Þeir mættu þá gjarnan vera svartir, svo að ráðherrabílar gætu verið stöðutákn áfram. Hann talaði um áfengisvandann. í þættinum Púkk skömmu siðar fékk landinn enn á baukinn. For- stöðumaður farfuglaheimilis í Eyjum sagðist „frekar sleppa landanum” en. útlendingnum, jiegar um gesti væri að ræða. Ástæðan væri drykkju- skapur landans. Einnig var sagt, að íslendingar væru það mikil „snobb”, að þeir vildu helzt ekki leggjast svo lágt að gista farfuglaheimili. í þættinum Púkk var þeirri kenningu komið á framfæri, að unga fólkið á Íslandi væri „alveg brjálað fólk” og „eins og villidýr”. Þetta væri foreldrunum að kenna og , .þjóðinni að kenna.” Minnzt var á, að íslendingar hentuðu vel í hlutverk apanna í væntanlegri kvikmynd. Eftir slíkar ádrepur kom sér vel að fá létta tónlist. Mest gaman hafði ég í gærkvöld af því, hvernig Stefáni Jóni Haf- stein tókst að missa gjörsamlega stjórn á sér í lýsingu á 200 metra hlaupi á ólympíuleikunum. Það var eins og maðurinn hefði 20 ár að baki sem íþróttafréttamaður.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.