Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JULl 1980. Hvítkál og rófur aftur á markaðnum Hvítkál og rófur eru nú aftur komin á markaðinn. Grænmetis- verzlun landbúnaðarins flutti inn 20 tonn af hvítkáli í siðustu viku, sem hún deildi á milli verzlana, en verð á þvi var kr. 489. Jóhann Jónasson for- stjóri Grænmetisverzlunarinnar sagði í viðtali við Dagblaöið, að um leið og fengizt hefði leyfi frá hollenzka eftirlitinu um að hvítkálið væri hæft til flutnings hefðu verið gerð kaup. Erfitt hefði verið um vik að fá hvítkál annars staðar en í Hol- landi vegna óþurrka. Fyrsta íslenzka hvitkálið er nú komið og kostar það 800 kr. hvert kiló í heildsölu en rófurnar kr. 600. Hámarksálagning í verzlunum er 38—40%. Sölufélag garðyrkjumanna upp- lýsti Dagblaðið um að verðið væri svona hátt til þess að byrja með þegar lítið bærist af hvítkáli. Síðar mun hvítkálið lækka. -EVI. HÚSFLUGAN GERIR MÖNNUM LÍHÐ LEITT í góða veðrinu undanfarið hefur húsflugan gert sig heldur betur heimakomna og gert mönnum lífið leitt. Svo mikiö hefur kveðið að henni að flugnaspjöld (vaponastrip) sem bensínstöðvarnar hjá Shell hafa selt eru uppseld. Hins vegar er hægt að fá fleira til þess að drepa þessa hvimleiðu gesti með og það er t.d. flugnaeitrið bani, sem kostar í kringum 1500krónur. Töluvert hefur verið hringt til Neytendasíðunnar vegna þessara flugnaspjalda frá Shell og hafa sumir haldið því fram að hætt væri að selja þau vegna þess að þau væru svo eitruð. Við ræddum því við Þorkel Jóhannesson prófessor, formann eiturefnanefndar.Hann sagði að þessi „vaponastrip” spjöld væru leyfð hér á landi en að sjálfsögðu ættu að fylgja þeim viðvörunarorð á íslenzku. Ýmsar frændþjóðir okkar eins og t.d. Danir teldu að þau ættu ekki að vera í mannabústöðum helduraðeins í peningshúsum. íslendingar kóngar... ,,En það er tilgangslaust að setja þannig reglur fyrir íslendinga. Þeir eru kóngar hver á sínum stað og myndu ekki fara eftir þeim,” sagði Þorkell. Þá hefði einnig komið til tals hjá Shell að vera með annars konar „vaponagerð” þar sem meira af eitrinu færi út í andrúmsloftið, en það hefði ekki veriö leyft hér. Aðrar gerðir af flugnaeitri í úðabrúsumeru leyfðar hér og sagði Þorkell að vissulega væri í þeim burðarefni sem trufluðu andrúms- loftið. Hins vegar væri alltaf verið að betrumbæta þessi efni og taldi Þorkell að vandinn við notkun þess- ara efna væri að smáleysast. Viðræddumvið Skeljung, sem er umboðsmaður Shell, og fengum við þæ' npplýsingar að ekki yrði flutt meira inn í sumar af flugnaspjöldum. í vor hefði verið flutt inn 15% meira en í fyrra, sem talið var að hefði átt að duga. Það er 3ja mánaða af- greiðslufrestur á þessum spjöldum. Þess vegna kæmu þau svo seint til landsins að flugnavandamálið væri úr sögunni. -EVI. nao ætti að vera hægt að notast við bana, fyrst „vaponastrip” er uppselt og kemur ekki meira i sumar. DB-mynd Bjarnleifur. Hún brá sér I Grænmetisverzlun landbúnaðarins þessi fyrir helgina og keypti sér nýtt hollenzkt hvitkál. Það gerðum við lika og bragðið gaf þvi íslenzka ekkert eftir. Ólikt þvi hvitkáli sem flutt er inn á veturna. DB-mynd Þorri. MEGRUN - MEGRUN Er hægt að verða Jú, mikil ósköp. Það er hægt þótt það sé frekar sj3ldgæft.SIikdæmi cru til og þá sérstaklega um stúlkur á tán- ingaaldri sem eru í svo ströngum megrunarkúrum að likaminn kemst úr jafnvægi. Þær halda áfram að grennast löngu eftir að megrunarkúr- inn er hættur og eiga erfitt með að ná kjðrþyngd sinni aftur. Það getur veriðhættulegtað léttast of mikið. -JSB Paradís garðeigandans GARÐSHORN Þessi planta nefnist randagras. t Skrúðgarðabók Garðyrkjufélags tslands segir að það sé eina grastegundin sem náð hafi útbreiðslu hér sem skrautplanta. Það er um 100 cm á hæð með breið, hvitröndótt blöð. Það breiðist út með jarðstönglum. Myndin er úr Grasagarðinum. DB-mynd Bjarnleifur. Flestir garðar standa nú í sínum mesta blóma og skrúðið gleður augu bæði garðeigenda og vegfarenda. — Þegar ég fer út með hundinn minn á góðviðrismorgnum, eins og verið hafa undanfarið, er engu líkara en að maður gangi inn í Paradís. Þannig hugsa ég mér að minnsta kosti að sé að koma á þann stað. Engu er líkara en þungur blómailmurinn fylli loftið. Ekki svo að skilja að minn garður sé eitthvað sérstakt, hreint ekki. Hann er það aðeins fyrir mig. Kálplönturnar sem ég plantaði út 24. maí sl. eru nú orðnar gríðarlega stórar. Það þarft ekki nema fáeina sólarhringa í viðbót og þá verður hægt að byrja að skera af brokkál- inu. Það er nefnilega hægt að tgka af þvi mörgum sinnum. Við erum þegar búin að fá okkur grænkál i salat. Það gengur hins vegar seinna með rósa- kálið, en það er vist eðlilegt að ekki við neinni uppskeru sé að búast fyrr en um miðjan ágúst. Hins vegar las ég í dönsku blaði að bæði rósakál og grænkál geti staðið með blóma langt fram á vetur. Hægt sé aðkrafsaþað upp úr snjónum. Salatið sem ég sáði til í markbollu- kössunum er allt að koma til, en þvi miður virðist pétursseljan eitthvað hafa misfarizt. En það þýðir ekkert að fárast yfir því. A.Bj. Gamlar vörubirgðir hækka vegna söluskatts Verzlunarmaður hringdi: Mig langar að gera athugasemd við bréf Sigþórs Guömundssonar sem skrifar á neytendasíðuna um tvo verðmiða á vörum. Segir hann að það varði við lög aö hækka gamlar vöru- birgðiríverzlunum. Sannleikurinn er sá að þótt um 3 verðmiöa væri að ræða gæti það. alveg eins verið sá efsti sem gilti, ef hækkunin nemur þeirri verðhækkun sem alltaf er verið að gera á sölu- skatti. Að öðru leyti er óheimilt að hækka gamlar birgðir í verzlunum. Ég vil líka gjarnan benda á að mikið er um sumarfólk í verzlunum núna sem stendur dálitið berskjaldað gagnvart kúnnunum þar sem það þekkir oft lítiö til starfa. Kaup verzlunarmanna er lika til svo háborinnar skammar að menn nota þessa vinnu aðeins sem stökkbretti til þess að komast í aðra betri. Vitanlega kunna sumir verzlunareigendur að meta starfskrafta sína og yfir- borga en allt of margir kunna það ekki. Þess vegna er þjónustan lika eins og hún er.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.