Dagblaðið - 29.07.1980, Page 10

Dagblaðið - 29.07.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLl 1980. 'MEBIABIB fijálst, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Rttstjómarfulltrvii: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannos Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albortsdóttir, Ema V. IngoHsuóttir, Gunnlaugur Á. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamloifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing ,arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skorfunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 5.000. Verö í lausasölu kr. 250 eintakíð. Fremur Carter en Reagan Stjórnmál í Bandaríkjunum skipta ís- lendinga máli eins og aðra Vestur- Evróp.umenn. Bandaríkin eru fjöl- mennasta ríki vestræns samstarfs. Þar á ofan hafa þau lengi annazt forustu öryggismála í þessu samstarfi. Okkur varða einnig stjórnmál í öðrum nálægum ríkjum, einkum á Norðurlöndum og í Vestur-Evrópu. Við leggjum þjóða mest upp úr utan- ríkisverzlun. Sú staðreynd ein veldur því, að ákvarðan- ir í öðrum ríkjum hafa áhrif á okkar hag. Ekkert eitt ríki vegur þyngra á metunum en einmitt Bandaríkin. Það er því eðlilegt, að við fylgjumst vel með mikilvægasta þætti bandarískra stjórnmála, vali forseta á fjögurra ára fresti. Og það val stendur nú fyrir dyrum. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagn- rýni, meðal annars af hálfu leiðtoga í Vestur-Evrópu. Til dæmis hefur kanzlari Vestur-Þýzkalands jafnan átt erfitt með að dylja vantrú sína á Jimmy Carter. Forsetinn er sagður reikull í ráði, ekki sízt í utan- ríkismálum. Enda hefur hann hvað eftir annað mátt sæta því, að leiðtogar í Vestur-Evrópu hafa fetað aðrar brautir en þær, sem hann hefur viljað marka. Gagnrýni þessi er bæði ýkt og ósanngjörn. Carter er heiðarlegur utangarðsmaður og hefur sem slíkur orðið vestrænu samstarfi til góðs. Þegar upp er staðið, er ekki víst, að Helmut Schmidt fái betri eftirmæli. Vestur-Þýzkaland hefur til dæmis byggt upp stór- fellda viðskiptahagsmuni í Sovétríkjunum. Þessum hagsmunum fylgja fjötrar, sem meðal annars hafa komið fram í afstöðunni til Afganistan. Á þetta hefur of lítið verið bent. Vonandi opnast augu bandarískra kjósenda fyrir kostum Carters, þegar þeir fara í alvöru að bera hann saman við keppinautinn, Ronald Reagan. Þótt Reagan sé ekki eins einstrengingslegur og af er látið, fylgja honum vandamál. Með forseta úr flokki repúblikana fylgir hætta á endurnýjuðum völdum vandræðamannsins Kissingers, sem ímyndar sér, að hægt sé að múta Sovétstjórninni með viðskiptum til að haga sér sæmilega á alþjóðavett- vangi. Þar á ofan er líklegt, að Reagan, með eða án Kissing- ers, mundi leggja niður þá siðavendni gagnvart glæpa- mönnum i þriðja heiminum, sem fylgt hefur Carter. Reagan mundi til dæmis styðja hægri sinnaða herfor- ingja í Bólivíu. Það er dæmigert fyrir ástandið í bandaríska repú- blikanaflokknum, að á landsfundinum fékk Kissinger mikið klapp þegar hann flutti ræðu, þar sem hann meðal annars lýsti ráðamönnum Nicaragua sem and- amerískum róttæklingum. Staðreyndin er sú, að Carter hefur fylgt siðræn reisn, sem hefur eflt innri styrk vestrænna manna i samanburðinum við Sovétríkin og fylgiríki þeirra. Carter hefur stuðlað að vissu okkar um réttmæti hins vestræna málstaðar. Þessu gæti Reagan hæglega spillt með beinum og óbeinum stuðningi við hægri sinnuð fól í þriðja heim- inum, einkum í Mið- og Suður-Ameríku. Svo virðist sem harðlínumenn repúblikana telji sig eiga þann heimshluta. Mestu máli skiptir þó, að forseti á síðara kjörtima- bili er betri en á hinu fyrra. Hann þarf ekki að hafa vinsældir sínar í huga, þegar hann tekur ákvarðanir. Þess vegna er Jimmy Carter betri kostur en Ronald Reagan. r Amnesty Intemational: Einn fangi jan- úar látinn laus — þrír samvizkufangar júlímánaöar valdir Alþjóðasamtökin Amnesty International sem berjast fyrir frelsun fólks sem hneppt er i fangelsi fyrir skoðanir sínar hafa sem áður valið þrjá fanga mánaðarins. Er fólk beðið að skrifa viðkomandi yfir- völdum í þeim löndum þar sem fang- arnir þrír eru í haldi og biðja þess að þeir verði látnir lausir. Domanique Diata og Augustin Irigo eru ga- bonskir herforingjar á þrítugsaldri Þeir voru handteknir í marz 1978, sakaðir um undirróðursstarfsemi og um að hafa stefnt öryggi lands síns, Gabon, í hættu. Þeir hafa ekki enn verið leiddir fyrir rétt. Dominique Diata hlauthermennskuþjálfunsína í Saint Cyr herskólanum í Frakklandi. Strax eftir heimkomuna þaðan til Gabon hafði hann uppi skoðanir sem stjórnvöldum þar voru lítt að skapi og hlaut hann áminningu fyrir. Ástæðan til handtökunnar var gagn- rýni hans í garð stjórnvalda Gabons, sett fram í einkabréfi til vinar hans. Ennfremur var hann sakaður um að hafa kommúnískar bókmenntir í fórum sínum. Augustin Irigo var handtekinn ásamt fleiri herforingjum stuttu síðar, en öllum nema honum og Diata hefur síðan verið sleppt. Irigo var foringi i flotanum, einnig þjálfaður í Frakklandi. Samkvæmt upplýsingum Amnesty International fer heilsu beggja mjög hnignandi, Diata er haldinn nýrnasjúkdómi og Irigo hrjáir þunglyndi. Vinsamlegast skrifið og biðjið um að þeir verði þegar látnir lausir úr fangelsi. Þeir sem geta skrifað frönsku eru beðnir aðgera svo. Skrifa ber til: Son Excellence Monsieur Bongo, President de la Republique, La Presidence, Libreville, Gabon. Baliene Khamdaranikorn er fyrrverandi yfirmaður flugmála í Laos, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann var handtekinn í nóvember 1975, og hefur síðan verið i haldi, án þess að koma fyrir rétt, í afskekktum endurhæfingabúðum í norðaustur- /———— Þrátt fyrir góðan vilja, þrátt fyrir lagabálka ýmiss konar, þrátt fyrir baráttu margra aðila, þrátt fyrir þetta allt og margt annað virðist það mál- efni, sem hér er til umræðu, vera í sjálfheldu. Þetta málefni er að vísu marg- flókið og ekki auðleyst en það er skynsamlegt að gera sér grein fyrir því að til þess að ná raunverulegum árangri verða allir þeir sem eiga þarna hlut að máli að vinna af full- komnu raunsæi. Það mál sem ég er hér að fitja upp á er aðstaða þeirra sem hafa skerta starfsorku. Málefnum þessara þjóð- félagsþegna mætti í grófum dráttum skipta í tvo aðalflokka. Annars vegar er sá þátturinn sem snýr að einstakl- ingnum persónulega. Hins vegar hið efnalega og siðferðilega samspil hans og þjóðfélagsins. Reiðubúnir til að berjast Margir þeirra sem ganga heilir til skógar eiga erfitt með að skilja þá stöðu sem fatlaður maður býr við. Ég hef áður tíundað, hér í Dagblaðinu, þær þjáningar sem það kostar þann einstakling sem missir heilsu sína hluta Laos. Hann er einn af mörgum opinberum embættismönnum, sem þangað voru sendir eftir að Pathet Lao fylkingin tók sæti í sam- steypustjórn landsins. Samkvæmt upplýsingum Amnesty International er aðbúnaður í búðum þessum ekki upp ámargafiska.Er mönnum haldið þar stíft að erfiðisvinnu við rýran kost og er skortur bæði á matvælum og lyfjum. Yfirvöld í Laos hafa eng- ar ástæður gefíð fyrir því að halda Khamdaranikorn eða öðrum, sem líkt er ástatt um, í fangelsi en sam- kvæmt upplýsingum Amnesty Inter- nationa! mun fangelsun þeirra eingöngu byggjast á störfum að stjórnmálum fyrr á árum og af því hverjum stöðum þeir gegndu í tíð fyrri stjórnvalda. Baliene Khamdar- anikorn var virkur félagi í 300 manna stjórnmálasamtökum, NEO THANG NOUM, sem stofnuð voru 1971 af miðlínumönnum i stjórnmálum, aðallega ungum menntamönnum og opinberum starfsmönnum. Skrifa ber til: Excellency Kaysone Phomvihane, Prime Minister, Vientiane, People’s Democratic Republic of LAOS. Dr. Nikola Novakovic er 67 ára lyfjafrœðingur f Júgóslavfu. fyrrum félagi i króatíska bænda- flokknum. Hann var dæmdur i ágúst 1977 fyrir „fjandsamlegan áróður” og samskipti við fjandsamleg samtök erlendis” — i 12 ára fangelsi. Hann situr nú í FOCA fangelsinu, illa haldinn af hjartasjúkdómi og gigt. Áður en Novakovic kom fyrir rétt á sínum tima hafði hann verið í einangrun í fjóra mánuði. Hann var sakaður um að hafa átt þátt i mótun stefnuskrár flokk síns allt frá 1962, Þessi mynd af Vladimir Herzog var einnig birt eftir lát hans. Læknar og aðrir sér- fræðingar þóttust sjá af myndinni að opinberar frásagnir af dauðdaga blaða- mannsins væru ekki réttar. vegna slysa, til dæmis vinnuslysa og bílslysa. Þegar einstaklingurinn hefur komist í gegnum allar þær pínslir sem sjúkrahúslega, læknisaðgerðir og endurhæfing hafa í för með sér, þá skyldi maður ætia að hægt væri að líta bjartari augum á tilveruna. Á þessu stigi komast margir fatlaðir í baráttuskap. Þeir hafa að vísu hlotið fötlun í meira eða minni mæli en flestir þeirra eru þá reiðubúnir til að berjast. Þeir hugsa sem svo að ekki sé allt glatað. Að hægt sé að stokka upp spilin og hefja baráttuna á nýjum vettvangi. Eins og ástandið er i dag er þetta því miður blekking að stórum hluta. Og það er engum til góðs að þegja um þessar staðreyndir. Fjórir veggir Það sem blasir við þeim, sem unnið hefur sigur, fyrsta sigurinn I baráttu sinni við fötlunina, eru fjórir veggir. Þessir fjórir veggir eru ýmist á stofn- un eða í heimahúsum. Þessir fjórir veggir eru nokkuð hliðstæðir þeim veggjum sem fólk í fangelsum hefur daglega fyrir augun- um. í báðum tilfellum er einstakling- urinn fangi, þó orsakir þess séu af óiíkum toga spunnar. Þetta eru stór orð en ég á auðvelt með aða standa við þau. Vettvangs- könnun myndi staðfesta þessa full- yrðingu hvenær sem er þó að auðvit- aðséu þarna undantekningar. Fangavistin Hvers vegna er fatlaður maður fangi á íslandi árið 1980? Til þess liggja tvær aðalástæður. Annars vegar er fatlaður maður ^ „Lög um vissan forgang fatlaöra til starfa hjá hinu opinbera eru brotin ...”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.