Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLl 1980.
Vof ir stefnan enn yfir
Steingrími ráðherra?
—eða bogna Neytendasamtökin
Samgönguráðuneytið hefur nú
tekið á sig mikla rögg og sent út
fréttatilkynningu vegna ummrnla sem
Gísli Jónsson prófessor og stjórnar-
maður í Neytendasamtökunum
viðhafði við blaðamenn vegna ósvar-
aðra bréfa Neytendasamtakanna sem
hjá ráðuneytinu liggja og hafa legið
þar mánuðum saman. Þessara ósvör-
uðu bréfa hefur margoft verið getið í
DB.
í fréttatilkynningu ráðuneytisins
vekur það fyrst furðu að Gisli
Jónsson er kallaður „háskólakenn-
ari” þó öllum landslýð sé kunnugt
um að hann gegnir prófessorsstöðu.
í niðurlagi fréttatilkynningarinnar
kemur fram að ráðuneytið telur sig
hafa svarað báðum þeim bréfum sem
Neytendasamtökin telja enn ósvarað.
„Svar ráðuneytisins” við fyrra bréf-
inu er talið vera „framsend umsögn
Póst- og simamálastofnunar, dags.
23. nóv. f. á. án athugasemdar.”
„Svar ráðuneytisins” við síðara
bréfinu er talið vera „framsend um-
sögn lögfræðings Pósts og síma,
Árna Guðjónssonar hrl., dags. 27.
maí sl., án athugasemda”.
Neytendasamtökin leituðu ásjár
raðuneytisins með fyrrgreindum
bréfum af þvi að untrædd stofnun
vildi ekki taka til greina umkvartanir
samtakanna. Telja samtökin að
Póstur og sími hafi haft í frammi
aðgerðir sem brjóta i bága við gild-
andi reglugerðar- og gjaldskrár-
ákvæði. Þvi var ráðherra skrifað,
æðsta manni stofnunarinnar, og
þeitn eina sem valinn er úr hópi kjör-
inna fulltrúa á Alþingi.
Það á því eftir að reyna á hvort
Neytendasamtökin taka athuga-
semdalaus, framsend svör starfs-
manna umræddrar stofnunar sem
góð og gild svör ráðuneytis eða hvort
Neytendasamtökin reyna áfram að
knýja á um svör — og þá með aðstoð
dómstóla ef með þarf, eins og sumir
stjórnarmenn Neytendasamtakanna
hafa viljað.
- A.SI.
Símar 22240 og 15700
EGILL VILHJÁLMSSON HF
BILASALA
Notaðir
Toyota Carina
árg. I974. Blár.ekinn 2 þus. km á vél. Bráðsnotur bill. Verð 3.000.000.
Concord Sedan
árg. I979, 4 dyra, rauðbrúnn. Ekinn 30 þús. km. 6 cyl.. sjálfskiptur. Aflstýri
ogaflhemlar. Verð 6.500.000.
Mazda 929 station
árg. I978. Sjálfskiptur i gólfi. Grænn. Lkinn 30 þús. km. Vcrð 5.800.000.
Wagoneer Custom
árg. IÚ78. 8cyl. 360 cid. Brúnsanseraður. kinn 30 þús. km. Verð 8.200.000.
ÁR: VERD:
Dodgc Dart Swingcr árg. 1970 2.100.000
Audi 100 GI.S, árg. 1977 6.900.000
Buick Ccntury, árg. 1974 4.200.000
l.anccr 1400 EL. árg. 1975 1.900.000
Mcrcurv Comct, árg. 1973 2.700.000
Toyota Crcssida, árg. 1977 5.000.000
Volvo 145, árg. 1974 4.600.000
Willys CJ- Rcncgadc, árg. 1978 9.300.000
Willys C .1-7. árg. 1977 6.500.000
WillysCJ-5, árg. 1974 5.000.000
Willys C’J-5, árg.1974 4.900.000
Willys C.I-5. árg. 1974 3.900.000
Wagonccr C ustom. árg. 1974 3.500.000
Wagonccr Custom, árg. 1971 2.000.000
Wagonccr Custom, árg. 1971 2.500.000
Wagonccr C ustom. árg. 1975 4.700.000
C hcrokcc. árg. 1974 3.500.000
Chcrokcc, árg. 1975 4.800.000
Cóneord station. árg. 1978 6.400.000
Concord station. árg. 1978 6.600.000
Cóncord, 2ja dyra. árg. 1979 6.500.000
l iat 125 P, árg. 1977 1.900.000
Fiat 125 P, árg. 1977 1.950.000
Fiat 125 P. árg. 1978 2.250.000
Fiat 131, árg. 1977 2.850.000
l iat I32C;I.S, árg. 1977 3.600.000
Sunhcam lluntcr. árg. 1974 1.800.000
Höf'um örfáar nýjar Concord Sedan, 2ja dyra bif-
reiðar, til afgreiðslu strax á sérstaklega hagstæðu
verði.
Kynnið ykkur greiðsluskilmála.
Allt á sama staó Laugavegi 118 - Simi 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HF
Hótel Jörð mun risa á þessu svæði og það eru ellefu galvaskir strákar sem vinna við þá byggingu. Þegar forvitinn Ijósmynd-
ari Iftur á verkið er að sjálfsögðu tími til að gera hlé á störfum, rabba svolitið um landsins gagn og nauðsynjar og þá auðvitað
um nýja hótelið. Þar sem hér er aðeins um starfsvöll að ræða verður hótelið væntanlega ekki starfrækt nema til haustsins en
þá koma hreinsunarkarlarnir og fjarlægja það. Hver veit nema það risi aftur næsta sumar?
- ELA / DB-mynd Sig. Þorri.
Sú breska kúnst
— Myndir Moy Keightley
íListmunahúsinu
Ekki veit ég með vissu hvers vegna
vatnslitakúnstin hefur orðið landlæg
á Bretlandi. Kannski að það hafi
verið fyrir áhrif frá Hollendingum en
þaðan barst alla vega sú tíska að gera
staðar- og veðurfarslýsingar með
vatnslitum á fyrri hluta I8. aldar,
enda margt likt með lofts- og lands-
lagi þessara tveggja landa. Þannig
voru vatnslitir brúkaðir á Bretlandi
fram eftir I8. öldinni (Hearne,
Rooker) en auk þess þótti það við
hæfi vel menntaðra meyja að mála
með vatnslitum. En liggur skýringin
hugsanlega í því hve fljótt Bretar
eignuðust snjalla listamenn i grein-
inni? Thomas Rowlandson notaði
vatnslitina til mannlýsinga, síðan
komu rómantískar landslagslýsingar
lil sögunnar: Towne, John Robert
Cozens og Girtin og til marks um það
hve rækilega vatnslitir höfðu fest
rætur í bresku listalífi strax í byrjun
19. aldar, var stofnun félags vatns-
litaáhugamanna árið 1804.
Jafnvígir á
olíu og vatnsliti
Hámarki nær vatnslitakúnstin með
Turner sem ntagnaði litina upp meir
en nokkrum öðrum hafði tekist til
þess tima.
Þeir listmálarar Breta sem fylgdu í
kjölfarið.gerðu sér far um að vera
iafnvígir bæði á vatnslit og olíulit og
hver snillingurinn rekur annan fram
eftir 19. öldinni: Constable, Boning-
ton, Cotman og David Cox. Og enn
eru vatnslitir við lýði þar i landi og
hafa allir helstu listmálarar á þessari
öld lagt sitt af mörkum til greinarinn-
ar, eins og sést á verkum Wilson
Sleer, Paul Nash, Graham Suther-
land og Jolin Piper.
Við höfum ekki farið varhluta af
þessari „bresku kúnst” hérá landi og
nefur hún eflaust haft einhver áhrif á
vinnubrögð íslenskra listamanna.
Hér mætti nefna vatnslitamyndir
Barböru Árnason, Colins Cina,
Peters Schmidt svo og verk tveggja
ungra Breta sem hér hafa ilenst i
seinni tíð: Milcs Parnell og Brian
Pilkington.
Ýmsum brögðum
beitt
Tilefni þessa formála er sýning í
l.istmunahúsmu við Lækajrgötu á
verkum breskrar listakonu, Moy
Keightley. Verkin eru öll vatnslita-
myndir og frá íslandi og þar með er
kominn annar flötur á mátið Og ekki
síður skemmtilegur: gests augað.
I.istakonan hefur getið sér gott orð
í heimalandi sínu, hefur sýnt á bestu
stöðum og samið kennslubækur unt
myndlistariðkun sem tekið hefur
verið fegins hendi. Myndir hennar
eru yfirleitt smáar, hugleiðingar
fremur en ábúðarmiklar niðurstöður
og gerir Moy Keightley jöfnum
höndum stakar myndir með ákveðin
ntótif í huga og landslagsstemmn-
ingar í mörgum liðum, sumar á stærð
við eldspýtnastokk eða svo.
Það má margt Iæra af vatnslita-
tækni hennar. Sjaldnast virðist hún
gera grunnteikningar með blýanti,
heldur leggur litinn beint á rakan
pappír. Hún er heldur ekki frábitin
þvi að beita ýmsum brögðum til að
ná fram þeim áhrifum sem hún
verður fyrir af islensku landslagi,
þ.á m. leggur hún votan pappír ofan
á myndir sinar eða blandar litinn
sykri, sem skapar sérkennileg
,,sprengi”form. Og í þessu tilfelli
helgar tilgangurinn meðölin því
myndir Moy Keightley eru i senn
innilegar og fullar af innbyrgðum
krafti, smekklégar en þó trúar stór-
brotnu landslaginu. Það fylgir þvi
líka sérstök ánægja að skoða niynd-
irnar i þessu umhverfi sem er eins og
sniðið utan um þokka þeirra.
- Al
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON