Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLl 1980. V-Þýzkaland með í anda og fjármálunum Fjarvera vestur-þýzkra íþróttamanna á ólympíulcik- unum í Moskvu hefur vissulega valdið því að leik- arnir eru svipminni en ella. Ekki má þó draga þá ályktun að V-Þjóðverjar séu algjörlega fjarri góðu gamni. Þvert á móti. Raunverulega leika Vestur-Þjóðverjar eilt aðalhlutverkið í Moskvu þessa dagana. Mikill hluti skipulagsstarfsins vegna ólympíuleikanna, bróðurpartur tæknilegs út- búnaðar margskonar er frá vestur-þýzkum fyrir- tækjum. Af einhverjum ástæðum náðu mótmæli þeirra aðeins til samskipta á sviði iþrótta en ekki þar sem fjármálahagsmunir skipta verulegu máli. Svo mun fariö um fleiri þjóðir sem niótmæla innrás Sovétríkjanna í Afganistan. í því sambandi má nefna Bandaríkjamenn. Á myndinni sést einn kepp- andinn í Moskvu skarta skyrtubol merktum Vestur- Þýzkalandi. Stúlkan sem þetta gerir mun þó reyndar vera félagi i hollenzku sundsveitinni. Landflótta sovézkur andófsmaður: Óskar leyfis Brés- nefs til aö mæta við jarðarför konu sinnar Alþjóðleg samtök í París til varnar mannréttindum tilkynntu í gærkvöldi að Brésnef forseta Sovétríkjanna hefði verið sent skeyti þar sem farið var fram á að landflótta . andófsmanninum Vladimir Borisov yrði veitt sólarhrings landvistarleyfi í Sovétrikjunum til að geta verið viðstaddur jarðarför konu Borisov, sem rekinn var úr landi eystra, kom til Parísar í fyrri viku. Sagðist hann vera sannfærður um að konu sinni hefði verið ráðinn bani sam- kvæmt skipun sovézkra stjórnvalda. Kona hans lézt á miðvikudaginn var ásamt þrem öðrum ættingjum sínum, þegar bifreið sem þau voru í lenti í á- rekstri við flutningabifreið. Voru fjór- menningarnir á leið frá Moskvu til Litháen. Að sögn Vladimir Borisov þá var á- stæðan fyrir ferðalagi eiginkonu hans sú að hún taldi sig ekki lengur örugga í Moskvu fyrir áreitni sendimanna yfir- valda þar. Asaka Waldheim fyrir stuðning við Palestínu Israelsmenn hafa gagnrýnt Kurt Waldheim aðalritara Sameinuðu þjóð- anna mjög fyrir að hafa lýst yfir stuðn- ingi við sjálfstæði Palestínuaraba í ræðu er hann flutti hjá samtökum araba í New York á föstudaginn var. I ræðu sinni sagði Waldheim að Palest- inuarabar hefðu rétt á sjálfsákvörðun- arrétti og viðurkenningu á eigin ríki. Kemur þetta fram i heimildum um ræðu aðalritarans en hún verður birt í heild á morgun. Þetta var í fyrsta skiptið sem aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna lýsti svo skor- inort og opinberlega yfir stuðningi við frelsiskröfur Palestínuaraba. Hingað til hafa ísraelsmenn aðeins viljað fall- ast á mjög takmarkað sjálfstæði Palestínumanna. Hafa Bandaríkja- menn stutt þá i því en að vísu einnig tekið undir kröfur Palestínumanna um sjálfsstjórn. í tilkynningu frá sendinefnd ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum er Kurt Waldheim sakaður um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt með ummælunum um Palestínumenn. Segja ísraelsmenn að aðalritarinn sé kominn i kosninga- ham og vilji með þessu tryggja sér endurkjör í embætti. Annað fimm ára kjörtímabil aðalritarans rennur út við lok ársins 1981. HRESSIR TEXARAR Ronuld Reagan mun að visu ekki vera fra Texas og reyndar heldur ekld George Bush. Engu að síður fullyrti sérfræðingur DB i hattatízku þeirra Bandaríkjamanna á myndinni hér að ofan skörtuðu þeir félagar báðir Texashöttum. Sá til hægri á myndinni er auðvitað for setaefni Repúblikanaflokksins i Bandarikjunum. Hinn er George Bush, sem hlaut þann sess að verða varafor- setaefni flokksins. Myndin er hin dæmigerða fram- boðsmynd frá þeim vestra. Frambjóðendur horfa bros- andi fram og upp (til himins eða sjónvarpsvélarinnar), þeir eru að sjálfsögðu i fylgd með eiginkonunum, sem eru jafn brosandi og glaðar og frambjóðendurnir, eigin- menn þeirra. LYÐRÆÐIENDUR- REIST í PERÚ —ef tir tólf ára herf oringjastjórn tekur hundraðasti og annar forsetinn við Lýðræði hefur aftur verið endurreist í Suður-Ameríkuríkinu Perú. Í gær var Fernando Belaunde settur í embætti forseta landsins við hátíðlega athöfn i þinghúsinu í höfuðborginni Lima. Fernando Belaunde var forseti landsins þar til 1968, þegar herinn steypti hon- um frá völdum og hefur rikt þar siðan eða i tólf ár. Fulltrúar rúmlega eitt hundrað þjóða og ríkisstjórna voru viðstaddir athöfnina i þinghúsinu í gær, þegar hinn 67 ára gamli forseti tók við embætti. Belaunde er arkitekt að mennt. Flutti hann fjörutíu mínútna ræðu við athöfnina. Þar þakkaði hann meðal annars fráfarandi herforingjastjórn fyrir að framkvæma það sem hinn nýi forseti kallaði hreinlegar kosningar í þeim kosningum sigraði Belaunde og flokkur hans auðveldlega. Hlaut hann 45% allra greiddra atkvæða. Stefna hans er í miðju og þykir Bel- aunde hafa tekizt vel að feta sttginn á milli hægri og vinstri öfgastefna. Voru þetta fyrstu kosningarnar í Perú í sautj- án ár. Meðal gesta við athöfnina í Lima í gær var Rosalynn Carter, eiginkona Bandaríkjaforseta, Suarez, forsætis- ráðherra Spánar, og auk þess þrír æðstu menn Suður-Ameríkuríkja sem kjörnir hafa verið með lýðræðislegum hætti. Belaunde, hinn nýi forseti Perú, sagði að nú yrði að stefna beinustu leið til öruggs lýðræðis. Þar með væri talið frelsi blaða og annarra fjölmiðla, bætt félagsleg aðstaða almennings í landinu. Einnig yrði að berjast harðri baráttu gegn verðbólgunni, sem forsetinn sagði að mundi verða um það bil 60% á þessu ári. Fráfarandi forseti Perú, Francisco Bermudez herforingi, var ekki við at- höfnina í gær. Honum þykir hafa tekizt vel að skipuleggja endurreisn lýð- ræðis í landinu. JimmyCarter: BIRTIÐ ALLT UM BILLY BRÓÐIJR Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefur vaxandi áhyggjur af þeirri and- stöðu sem væntanlegt framboð hans til forseta Bandarikjanna mætir vegna tengsla Billys bróður hans við stjórnvöld í Líbýu. Samkvæmt til- kynningu Hvitahússins í Washington hefur forsetinn nú fyrirskipað að öll gögn í opinberri umsjá sem fjalla um mál Billys verði gerð opinber. Það var ekki fyrr en 14. júlí síðastliðinn sem Billy Carter lét opinberlega skrá sig sem fulltrúa Líbýustjórnar í Washington. Þykir mörgum sú staða ekki hæfa bróður ríkjandi forseta. Einnig þykir grunsamlegt að Billy hefur gefið upp að hann hafi fengið tvö hundruð þúsund dollara lán hjá Líbýustjóm. Er það jafnvirði rétt um eitt hundrað milljóna íslenzkra króna. Forsetinn hefur rætt málefni Billys við Benjamín Civiletti dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna. Einnig ræddi forsetinn við nokkra þingmenn demókrata, sem vilja- að hann og Kennedy geft stuðningsmönnum sín- um frjálsar hendur um hvern þeir velji til forsetaframboðs. Félagsmálafulltrúi Óskum að ráða starfsmann sem getur unnið sjálfstætt að leiðbeininga- og félagsmálastörfum. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf þurfa að berast fyrir 20. ágúst. — Nánari skýringar á skrifstofunni, Grettisgötu 89. — Sími 26688. Bandalag starfsmanna rikis og bæja.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.