Dagblaðið - 19.09.1980, Qupperneq 3

Dagblaðið - 19.09.1980, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980. 3 Burt með svartnættismyndir — Fleiri íslenzk leikrit Guðmunda Jóna Jónsdóttir frá Hofi, Dýrafirði, skrifar: Furðulegt er hvað ráðamenn sjónvarpsins bjóða gjaldendum upp á í dagskrá sjónvarpsins. Það er eins og jreir kappkosti að draga fram allar þær myndir sem sýna nægan Ijót- leika. Og nú voru þeir að bæta við nýjum myndaflokki, Helförinni, sem ég held að flestir hafi lokað fyrir. Þessar myndir eru ekki mannbætandi en öllum til skammar sem hafa einhverja sómatilfinningu. Þið vitið vist ekki hvað það veldur miklum leiðindum á heimilum að þurfa að reka suma út þegar sýna á Ijótar myndir sem kannski einn eða tveir á stóru heimili þola að horfa á. Af hverju fáum við ekki að sjá frekar islenzku leikritin, eins og t.d. Skáld- Rósu, enginn ætti að tapa á því. Eru þau svo miklu dýrari en þessar manndrápsmynciir, sem alltaf ganga fyrir? Þið sem eigið að stytta því fólki stundir sem hefur fá tækifæri til að fara á mannamót, ættuð að hætta að sýna hryllings- og svartnættismyndir. Við þökkum vel fyrir allt það góða og skemmtilega efni sem kemur frá ykkur. Skyldu þeir ná bófanum? \ / Spurning dagsins Hvaða fjall finnst þér fegurst á íslandi? Elin Hirst nemi: Það eru svo mörg falleg, ég veit það ekki. Kannski Herðubreið. Maja Greta húsmóðir: Ja, það er nú það. Mér finnsl Herðubreið alltaf jafn l'alleg. ISnaðarblaðið flytur vandaðar greinar og fréttir um iðnað á íslandi og erlendis. Blaðið vill stuðla að nýjungum og bættu upplýsingastreymi til íslenzks iðnaðar með því að koma á framfæri ýmsum tækninýjungum, sem notagildi hafa á íslandi og með því að benda á nýja viðskipta- og framleiðslumöguleika í öllum greinum. Iðnaðarblaðið er fróðlegt og gagnlegt þeim, sem vilja vera með í að þróa arðbæran iðnað á Islandi. Áskriftarsími 82300 og 82302 Frjálst framtak hf. Óska eftir áskrift (ver5júlí-jan. kr. 6.970) Nafn _____________________________________ Heimili ---------------------------------- Sími ------------------------------------- Sendist til Iðnaðarblaðsins, Ármúla 18, Rvk. Fjóla Kristjánsdóttir húsmó/llr og skrifstofumaður: Eyrarfjall við Skutulsfjörð. Páll Sigurðsson. flytur hross: Þau eru nú svo mörg l'alleg, Snæfellsjökull er anz myndarlegur ogeinnig Baula. Viggó Nathanaelsson, of gamall til að starfa: Ég mundi segja að það væri Arnarnúpur í Dýrafirði. Gunnar Sigurmundsson, gerír ekki neitt: Ég á ákaflega erfitt með að gera upp á milli þeirra. Ég gæti nefnt Kirkjufell við Grundarfjörð og Þyril i Hvalfirði.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.