Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 24
Félag íslenzka prentiðnaðarins: Formgalli á verk- fallsboðuninni - verkfall í dagblaða- prentsmiðjunum á fímmtudag ólög- legt og jafnvel öll verkfallsboðunin Almennur fclagsfundur í Félagi islenzka preniiönaðarins lýsti í gær furðu sinni á þeim ótímabæru verk- fallsboðunum bókagerðarmanna, sem þegar hafa spillt fyrir gangi samningamála. Fundurinn lagði til við sambandsstjórn VSÍ að komi til frek- ari vinnustöðvunaraðgerða einstakra viðsemjenda FÍP boði VSÍ verkbann hjá öllum launþegum er starfa innan FÍP. Svo sem DB greindi frá í gær boðuðu Bókbindarafélag íslands, Grafíska sveinafélagið og Hið íslenzka prentarafélag til vinnu- stöðvunar hjá dagblaðaprent- smiðjunum á fimmtudag, föstudag og laugardag í næstu viku og hjá öðrum prentsmiðjum siðan 28., 29., og 30. september. Grétar G. Nikulás- son framkvæmdastjóri FÍP sagði i morgun að enginn vafi væri á því að formgalli væri á verkfallsboðun í dagblaðsprentsmiðjunum og væri verkfall á fimmtudaginn því ólöglegt. Boðunarfreslur væri sjö dagar og hefðu prentarar póstsent verkfalls- boðunina á miðvikudaginn, en hún ekki borizt skrifstofu FÍP fyrr en á fimmtudagsmorgun. Við lýstum því ábyrgð á þá sem brjóta lög og fara í verkfall á fimmtudaginn. Raunar má vera að öll boðunin hjá dag- blaðaprentsmiðjunum sé ólögleg. ” Grétar sagði að þær sérkröfur sem aðallega væri deilt um væri tölvusetning. Prentarar vildu ekki blaðamenn á setningartækin og vildu tryggja sveinum, sem kæmu úr námi, atvinnuöryggi. ,,Við höfum bent þeim á að enginn setjari er at- vinnulaus hér. Okkar samningar eru miðaðir við samninga í Danmörku og Svíþjóð og náðist samkomulag um þá fyrir þremur árum. Krafa þeirra er hins vegar óskalisti frá Norður- löndum, sem hvergi hefur verið sam- þykktur. Þá rekast kröfur þessara þriggja félaga hverjar á aðra.” -JH. Varaformaður Hins íslenzka prentarafélags: „VIÐBRÖGD FÍP SETJA MEIRIHÖRKU í DEILUNA” — ekki um formgalla að ræða og furðulegt að FÍP skuli hengja sig á þetta atriði ,,Ég álít að hér sé ekki um form- við höfum engin svör fengið. Það er galla við boðun að ræða,” sagði Ijóst, að ef við fáum ekki varaformaður Hins íslenzka meðákvörðunarrétt í þeim málum, er prentarafélags í morgun. „Við póst- atvinnuöryggi okkar stefnt í hættu. settum verkfallsboðunina á Við förum fram á það að prent- . miðvikudag kl. 14.30, bæði express iðnaðarfólk sjái um prentiðnina sem og í ábyrgð. Boðunin berst skrifstofu hingað til og fylgjum þar fordæmi al- FÍP hins vegar ekki fyrr en þjóðasamtaka okkar og raunar morguninn eftir og er það með ólík- einnig samþykkt alþjóðasambands indum frá hálfu Póstsins. Viðsemj- blaðamanna, sem er sammála því að endur okkar líta þvi ekki á fimmtu- prentarar sjái áfram um tæknihliðina daginn sem löglega boðaðan verk- á prentuninni. fallsdag. Það er furðulegt af þeim að Við höfum ekki ákveðið framhald hengja sig í þetta atriði og eigurn við á aðgerðum okkar eftir þessi verk- eftir að athuga það nánar. En ljóst er föll. Þessar stuttu aðgerðir eru til að þessi viðbrögð FÍP setja meiri þess að knýja á um raunhæfar hörku í deiluna. viðræður og við vonum að svo Kröfur okkar um tæknimál og at- verði.” vinnuöryggi hafa verið ræddar, en -JH. Hvað varðar mig um Atlantshafsflug, hækkandi verð á kjöt- skrokkum eða kennaraþras i Grindavík? Bezt að nota tímann vel á meðan maður er ungur og leika sér sem mest og bezt. Sigurður Þorrifesti ungan svein á filmu þar sem hann var að leik á gœzluvelli við Asparfell I Breiðholti. Launaflokkasamningar við öll sérsambönd ASI: SAMNINGAR VID KOKK- ANA SIGLDU í STRAND Samningafundir matreiðslumanna og viðsemjenda þeirra um röðun starfsheita i launafíokka stóðu frá kl. 14 tll miðnættís í gær án þess að samningar tækjust. Aðallega var deilt um röðun í einn launaflokk. Tallölbr að anhar fundur verði boð- aödrá morglin. .........■ i Þá hittust aðilar að kjaradeilu bókagerðarmanna hjá sáttasemjara í gærkvöldi. Sem kunnugt er boða bókagerðarmenn verkfall hjá dag- blöðUnum i lok hæstu viku. Samningar tókust í gær við Sam- band byggingarmanna og Málm- og skipasmiðasamband islands um launaflokkaröðun. Með þessu nýja launaflokkakerfi einfaldast launa- kerfi iðnaðarmanna mikið og álaga- kerfi þeirra er þar með afnumið. Hafa nú öll sérsambönd ASl samið um launaflokkaröðun og eru menn á einu máli um að mikilvægum áfanga sé náð. Éf næst á dagskrá að snúa sér að sjálfum launakröfum verkalýðs- hreyfingarinnar. í dag er boðaður fundur kl. 14 með múrurum, pípulagningarmönnum, veggfóðrurum og málurum og kl. 15 með bökurum, hárgreiðslufólki, kjötiðnaðarmönnum og nótagerðar- mönnum. -ARH irjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 19. SEPT. 1980. Forsetakosningamar í sumar: Réðu konur úrslitum um kjör Vigdísar 1 forsetakosningunum í sumar var kosningaþátttaka kvenna 0,8% meiri en karla, en hún hefur ævinlega verið minni. 64519 karlar greiddu atkvæði eða 90,1% og 65076 konur eða 90,9%. Þetta kemur m.a. fram i nýjum hag- skýrslum sem gefnar eru út um forseta- kjör 1980. Gæti þetta rennt stoðum undir þá kenningu að það hafi verið konur, sem komu Vigdísi Finnboga- dótturá Bessastaði. Þá kemur einnig fram að minnstu munaði á þátttöku kvenna og karla áður í forsetakosningunum 1968 1,7% og við alþingiskosningar 1978 og 1979 2.3%. Við þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1944 munaði ekki nema 0,3 % hve þátt- taka karla var meiri, en atkvæða- greiðsla fór þá fram með óvenjulegum hætti. Hún stóð í 4 daga og heima- kosningar voru leyfðar. Mest þátttaka í forsetakosningunum í sumar var í Suðurlandskjördæmi 92% en minnst í Norðurlandskjördæmi vestra 88,6%. Þátttáka karla var mest í Suðurlandskjördæmi og Austurlands- kjördæmi 91,4% og kvenna í Suður- Tandskjördæmi 92,6%. í öllum kjördæmum nema i Vesturlands- kjördæmi var þátttaka kvenna meiri en karla. Miðað við kjördæmisskipan þá sem nú gildir hafði þátttaka kvenna verið meiri en karla einu sinni áður siðan 1946, er kosningaþátttaka kvenna komst í núverandi horf, það var i Reykjaneskjördæmi 1949. Líklegt er að framboð konu í fyrsta sinn hafi ráðið einhverju hér um' og konur almennt drifið sig á kjörstað til að kjósa sér konu sem forseta. -ELA. L0ÐNU- VEIÐIN DRÆM „Það er ekkert fjör í þessu enn. Við vonum bara,” sagði Andrés Finnboga- son hjá Loðnunefnd er blaðamaður DB jleitaði fréttaæf loðnuveiðum í morgun. „Þetta hefur hreínlegá ékkert verið ;undanfarið en það getur breytzt fljótt,” sagði Andrés. Hann sagði að hæpið væri að búast við miklum veiðum í þessum mánuði. Þó hefði fundizt loðna nær landi en áður. Siðastliðinn sólarhring tilkynntu fimm 'bátar um afla. -GAJ UJKKUDAGAR: 19. SEPTEMBER 21677 I Vöruúttekt aö eigin vali frá Liverpool. Vinningshafar hringi ísjnw3362í^^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.