Dagblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 12
12 'Utgafandl: DagblaOM Rf. Framkvasmdaatjórl: Svainn R. Eyjólfsson. RlutjóH: Jónas Kristjánsson. RitstjómarfuHtrúl: Haukur Halgaaon. Fráttastjðri: Ómar Valdlmarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannss Raykdal. Iþróttir: HaHur Sknonaraon. Mannkig: Aðalatalnn Ingólfsaon. Aðstoðarfráttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálaaon. Hðnnun: Hllmar Kartsaon. Blaðamann: Anna BJamason, Adl Rúnar HaHdórasofi, Adl Stalnaraaon, Asgair Tómasson, Bragi Slgurðsaon, Dóra Stafánsdóttir, Elln Abartsdóttlr, Ema V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson. Ólafur Gairsaon, Sigurður Svarrisson. Ljósmyndir: Bjamlaifur BjamlaKason, Einar Ólason, Ragnar Th. Sígurðsson, Sigurður Þorrl Slgurðsson, og Sveinn ÞormóAsson Skrtfstofustjórl: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þrálnn ÞorlaHsaon. Sökistjóri: Ingvar Svslnsaon. DraHing. aratjóri: Már E.M. HaMdórsson. Ritstjórn Sióumúla 12. Afgraiósla, áskrtftadaHd, auglýsingar og skrtfstófur Þverholti 11. Aðalsfmi blaóains ar 27022 (10 linur). Setnlng og umbrot: Dagblaðið hf.. Slðumúla 12. Mynda- og pMtugerð: Hilmir hf., Slðumúla 12. Prantun Arvakur hf., Skatfunni 10. Áskrtftarvaró á mánuói kr. 5.500.- Varð i lausasölu 300 kr. eintakió. Kláði i gikkfíngrí Engin félagsleg eða önnur vandamál hafa komið í kjölfar tveggja byltinga áttunda áratugsins í prenttækni hér á landi. Þrátt fyrir vinnusparandi tækni hefur full atvinna haldizt hjá bóka- gerðarmönnum og raunar rúmlega það. ___________ Fyrir áratug héldu tölvuritvélar innreið sína og ruddu setjaravélum úr vegi. Nú eru tölvutengdar skermaritvélar komnar til viðbótar. í bæði skiptin sömdu málsaðilar um skipan mála, sem staðizt hefur dóm reynslunnar. Þannig hefur verið búið um hnútana, að framleiðni- áhrif hinnar nýju tækni hafa nýtzt nokkurn veginn til fulls. Jafnframt hefur verið tryggt, að enginn missti atvinnu sína. Bæði atvinnurekendur og launamenn fengu sitt fram. Um þetta gildir þekkt lögmál tæknibyltinga. Þær fækka að vísu handtökum við hvert verkefni, en fjölga svo aftur á móti verkefnum. Útkoman er sú, að heildaratvinna í greininni eykst fremur en hitt — vegna útþenslu greinarinnar. Hin nýja tækni hefur eflt prentun og útgáfu hér á landi. Vinnusparnaðurinn hefur drukknað í aukinni prentun og útgáfu. Og satt að segja er ekki fyrirsjáan- legt, að frekari tækniþróun muni leiða til atvinnu- skorts. Um leið hefur tæknin gert innlenda prentun mun samkeppnishæfari en áður. í mörgum þáttum er fram- leiðnin sambærileg við nágrannalöndin og jafnvel betri. Á þeim sviðum gætu íslendingar farið út í fjöl- prent fyrir alþjóðamarkað. í ljósi þessa tvöfalda árangurs sýnist ekki rétt að efna til verkfalla til að reyna að breyta þegar gerðum tækniþróunarsamningum, sem hafa reynzt til þess fallnir að gæta hagsmuna beggja málsaðila. Tilefni breytinga er ekkert. Þessi reynsla er líka svipuð og í nágrannalöndunum, þar sem samkomulag um tækniþróun hefur náðst á svipuðum nótum. Núverandi skipan mála hér á landi er hin sama og á Norðurlöndum. Ekki er þar að finna fordæmi fyrir breytingum. Dæmin um Berlingske Tidende og London Times eru undanteknignar, þar sem víðtækar uppsagnir áttu að fylgja tæknibyltingu. Hér á landi kæmu slíkar upp- sagnir ekki til greina, einmitt vegna gildandi samnings um tækniþróun. Hið ótímabæra verkfall í prentiðnaðinum gengur líka þvert á hægan og markvissan gang almennra kjarasamninga í landinu. Þar líður varla svo dagur, að ekki náist árangur í einum eða fleiri þáttum samning- anna. Það er verið að semja samtímis á nærri öllum sviðum hins almenna vinnumarkaðar. Það er verið að samræma launaflokka innan samtaka og milli sam- taka. Þetta er gífurlega mikið verk, sem hlýtur að taka nokkurn tíma. Stundum hafa forustumenn einstakra samtaka eða 'félaga orðið óþolinmóðir. Þeir hafa minnzt á, að verk- föll þyrfti til að flýta málum. Ekki hefur þó komið til aðgerða, því að þeir hafa séð, að gangurinn er raunar furðu góður. Einstaka uppákomur hafa tafið gang mála, svo sem skyndileg afturköllum atvinnuleyfa erlends farand- verkafólks. Menn hafa þó fljótt jafnað sig aftur og afsakað slíkar uppákomur sem kláða í gikkfingri. Fyrsti alvarlegi hnekkir kjarasamninganna eru verk- föllin, sem boðuð hafa verið í prentiðnaði. Þau munu ekki leiða til árangurs, aðeins til tjóns, enda ekki í stíl hinna almennu viðræðna. Þau eru hættulegur kláði í gikkfingri. ____________DAGBLAÐID. MIDVIKUDAGUR 24, SEPTEMBER 1980. Fóstrur eru kennarar á yngsta skólastiginu Nú eru fóstrur á dagvistarheimil- um i Reykjavík farnar að ybba sig. Þær vilja bæði fá hærra kaup og svo borgaðan tíma fyrir undirbúning barnapössunarinnar. Hingað til hafa konur getað passað börn án sérstaks undirbúnings og hárra launa og bara gengið vel. Það ætti liklega ekki að vera mikið ntál að sitja yfir börnum og það börnum foreldra sem ekki'nenna að passa jiau sjálf. Sá fjáraustur sem fer í þessi finu, vel búnu og iburðarmiklu barna- heimili og er tekinn úr sjóðum okkar skattgreiðenda hjá ríki og sveitar- félögum væri betur kominn annars- staðar i eitthvað þarfara. Eða er það ekki? Fóstrur og kennarar Klausan að framan gæti verið svolílið kryddaður þankagangur þeirra sem standa gegn kröfum þeint sem fóstrur hafa sett fram. (Ég nota orðið fóstrur, þvi eftir því sem ég best veit er enginn karlmaður — fóstri — við störf á dagheimilum á íslandi). Þessar kröfur og sú hreyfing sem virðist vera komin á stöðu- og hags- munamál fóstra stefna i rétta átt og vei sé þeim sem standa gegn þeim. Sú tið að litið var á dagvistarheim- ili sem geymslustað fyrir börn er liðin. Rétt er samt að taka fram að dagheimili hafa aldrei verið geymslu- staðir, enda þótl forpokaður hugsunarháttur hafi náð að koma þeim hugmyndum inn hjá mörgum. Almennt er nú viðurkennt að dag- heimili þjóni mikilvægu uppeldis- og kennsluhlutverki. Á hinn bóginn hefur þetta álit ekki færst yfir á starfsfólkið á þann hátt að störf þess séu metin að verðleikum. Við, sem eigum börn á dagheim- ilum og störfum sem kennarar, höfum svolitið meiri möguleika til að setja okkur inn í þessi mál. Enda þótt kennarar almennt skipti sér lítið sem ekkert af kennsluhátt- um og vinnubrögðum á öðrum skóla- stigum en þeir kenna sjálfir við þá hangir allt þetta saman og er mál allra kennara. Kennarar efra stigs grunnskóla taka við nemendum ”Á meðan almenn kjör fóstra eru slík aö þau eru ekki körlum bjóðandi gerast engar breytingar á þessu.” Vb N0KKUR 0RD UM LISTINA Að Korpúlfsstöðum fór fram list- sýning i sumar á vegum Listahátíðar, ein af þessum uppákomum sem fá mann til að hugsa alvarlega um markmið og leiðir i list. Sýningunni var ætlað að kynna almenningi list- grein sem fengið hefur nafnið umhverfislist á islensku. Umhverfis- listasýningin og minningin um hana er mér öðru fremur tilefni þessarar umræðu. Á íslandi er þvi þannig háttað að umræða um list er bundin við ákaf- lega þröngan hóp manna. Hér, eins og víðast í hinum vestræna heimi, er listin i mörgum greinum komin á það þróunarstig að almenningur er löngu hættur að tjá sig um fyrirbærið. Það að almenningur tjáir sig ekki verður síðan til að auka á fjarlægðina milli almennings og listamanna. Hér er á ferðinni mjög alvarleg þróun. Fyrir Kjallarinn Rúnar Vilhjálmsson listamanni sem býr list sína til án aðhalds eða styrkingar frá umhverf- inu verður listin lítið annað en tómstundagaman hans sjálfs. Aðhald að listamönn- um Sá vettvangur þar sem listamaður- inn mætir oftast almenningi er list- sýningin. Þróunin í gegnum árin og áratugina hefur leitt i Ijós að listsýn- ingar eru illa fallnar til þess að koma á sambandi listamannsins við al- menning. Til að ná þvi markmiði er t.d. umræða í fjölmiðlum mun ákjósanlegri. Það fólk sem mætir á listsýningar hérlendis gefur engan þverskurð af íslensku mannlífi. Ekki þurfa þeir að hafa mesta vitið á listum sem á listsýningar fara. Fyrir fjölda fólks er ferð á listsýningu hluti af broddborgaralegu lífsmunstri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.