Dagblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980.
Kjallarinn
Albert Einarsson
neðra stigsins og spurningar beggja
eru: Hvernig nemendur fáum við?
Hvernig nemendum skilum við af
okkur? En áður en neðra stig grunn-
skóla tekur við, þ.e. 6 ára — 12 ára,
hefur farið fram umfangsmikið
uppeldis- og kennslustarf. Að lang-
mestu leyti fer það fram á dagheimil-
um og raunar er það eina skipulagða
starfsemin á þessu sviði. Spurning
fóstra er: Hvernig börnum skilum við
inn í skólana?
Því er stundum fleygt að uppsker-
an verði eins og til var sáð. Sé einhver
sannleikur til í því þá er hann sá að
hlutverk fóstra og starfsins á dag-
heimilunum er engu síður mikilvægt
en kennaranna og starfsins í skólun-
um. í raun og veru eru dagheimilin
ekkert annað en skóli sem kemur á
undan grunnskólanum. Við getum
kallað hann forskóla og þá fóstrurn-
ar forskólakennara.
Laun, kyn og hug-
myndir
Það er harla ótrúlegt að það sé
vegna eðlis fóstrustarfsins að ekki
veljast karlmenn til starfans. Helsta
ástæða þessa er léleg almenn kjör —
lág laun og slæm vinnuaðstaða á
13
\
„Það verða örugglega gerðar tilraunir til að etja kennurum og fóstrum saman, nú þegar fóstrur setja fram kröfur sér til hags-
bóta...”
flestan máta. Aðrar ástæður eins og
að starfinn fellur kvenna megin í
hefðbundinni verkaskiptingu vega
Iíka þungt, en ættu ekki á árinu 1980
að koma svona algjörlega í veg fyrir
þátttöku karta.
Hvers vegna ættu karlar að
sækjast eftir að starfa á dagheimili?
Eru þeir eitthvað færari til að sinna
fóstrustarfi en konur?
Hér er það ekki spurningin um
færni sem vegur mest, heldur það
viðhorf sem það skapar börnum að
aðeins annað kynið vinni þessi störf.
Hugmyndir barns mótast mjög af því
umhverfi sem það er í.
Einhver kynni að spyrja hvort ekki
sé eins gott að bömin kynnist strax
raunveruleikanum eins og hann er og
raunveruleikinn er sá að konur vinna
þessi störf. Annar spyr á móti hvort
þessi raunveruleiki sé endilega sá sem
við viljum, hvort hann sé börnunum
gott veganesti, hvort ekki sé ástæða
til að breyta honum í þá átt að karlar
komi líka við sögu uppeldis.
Á meðan almenn kjör fóstra eru
slík að þau eru ekki körlum bjóðandi
gerast engar breytingar á þessu. En
hversu lengi ætla konur að þrauka
við kjör sem körlum er ekki bjóð-
andi?
Engan innbyrðis slag
Það er gamall leikur í hagsmuna-
og kjarabaráttu að þeim sem leið eiga
saman er att í innbyrðis baráttu; Það
verða örugglega gerðar tilraunir til að
etja kennurum og fóstrum saman, nú
þegar fóstrur setja fram kröfur sér til
hagsbóta, t.d. um betri laun og
vinnuaðstöðu. Kennarar ættu að
athuga að þetta eru kröfur um hluti
sem þeim finnast sjálfsagðir í sínu
starfi.
Til að auglýsa betur hve þessar
tvær starfsstéttir í raun og veru
standa nálægt hvor annarri má
nefna, að þegar 6 ára árgangurinn
var tekinn inn í grunnskólann, tóku
almennir barnakennarar yfir stóran
hluta þess hlutverks sem fóstrur
höfðu gagnvart þessum árgangi.
I alla staði eru þeir hagsmunir, sem
fólgnir eru i kröfum fóstra, hags-
munir sem koma ekki aðeins þeim til
góða, heldur einnig kennurum og
foreldrum. Það ætti þvi að vera sjálf
sagt mál að samtök kennara standi
vel að stuðningi við baráttumál
fóstra. Það er ekkert pláss fyrir
steigurlæti og háa hesta.
17. sept. 1980
Albert Einarsson
kennari
miklu fremur en afleiðing listhneigð-'
ar. Það gefur auga leið að við slíkar
aðstæður er aðhald listamannsins af
almenningi miklum annmörkum
háð að því er varðar sjálfa listsýning-
una.
En er þá aðhald að listamönnum
nauðsynlegt? Um það ber ekki öllum
saman. Til eru þeir menn sem halda
því fram að listin sé til fyrir sjálfa sig.
Fálæti fólks út í sumt i listum skýra
þessir menn með því að vísa til van-
þroska almennings. Fálæti fólks er i
augum þessara manna sjaldnast sök
listamannsins. Góð og vond list er
þannig fræðilegt atriði undir úr-
skurði listamanna og listfræðinga.
Að mínu áliti fá slíkar vangaveltur
sem þessar ekki staðist. List hlýtur
fyrst og síðast að vera tjáningarform
þar sem hugsun þess sem býr lista-
verkið til er komið á framfæri við
þann sem skynjar það. í þessum
skilningi er eins farið með listina og
talmálið og skriftina, nema hvað list-
in lýtur öðrum reglum formgerðar.
Þannig verður listin hugsun í nýjum
búningi, hafin yfir hversdagsleika tal-
máls og skriftar, en einnig oft á
tíðum tjáningarform með meiri dýpt
en svo að hægt sé að koma hugsun
verksins á framfæri í töluðu eða
rituðu máli.
Það er út í hött að halda því fram
að skilningur almennings á listum og
listamönnum skipti listina ekki máli.
Listaverk sem ekki tekst að koma
hugsun frá einum manni til annars er
aðeins dauður hlutur. Hins .vegar
þarf sú hugsun sem listaverkið miðlar
ekki alltaf að liggja i augum uppi
enda alkunn staðreynd að menn
verða oft fyrir ólíkum áhrifum á list-
sýningum.
Þótt listin þurfi ávallt að taka mið '
af möguleikum sínum til boðskipta er
ekki þar með sagt að almenningur
eigi að velja hvað listamaðurinn
semur. Það á listamaðurinn að gera
sjálfur. En hann á ekki að stjórnast
af þröngum sölusjónarmiðum við
siíkt val heldur sannfæringu sinni,
sannfæringu sem byggð er á ráð-
færslu við almenninginn sem ætlað er
að njóta listaverksins. Mikið virðist
vanta upp á að slík ráðfærsla sé full-
nægjandi.
En listin er ekki eingöngu boðmiðl-
un heldur skóli, ekki siður fyrir al-
menning en listamenn. Listin á að
miða að því að þroska skynjun
mannsins og tilfinningar. Til að svo
megi vera þurfa listmenn að vera vak-
andi fyrir nýjum listformum og nýta
möguleika þeirra. Þetta þurfa þeir að
gera i samspili við almenninginn í
landinu. Frá mínum bæjardyrum séð
er hér komið að kjarna umræðunnar
um listir. Samhliða þeirri skyldu
listamannsins að geta komið hugsun
á framfæri við almenning þarf hann
að vera vakandi fyrir möguleikum
sinum til að stuðla að dýpri skilningi
og meira næmi hans sjálfs og ann-
arra. í listaverkinu þarf að sameinast
skilningur og þroskun. Forsenda þess
er gott samstarf listamanns og al-
mennings.
Vond list
Til eru listamenn sem urðu ekki
metnir að verðleikum fyrr en löngu
eftir að þeir urðu allir. Flestir þessara
manna yrðu seint sakaðir um að hafa
ekki kannað ný listform eða nýja
möguleika innan dltekins listforms.
Hins vegar verður að telja það alvar-
leg mistök að samtíðarfólkið skildi
ekki listamennina og fór þannig á mis
við mikil andleg verðmæti. Ég
minnist á þetta til að undirstrika að
enda þótt gildisdómar eigi fullan rétt
á sér er spurningin um góða og vonda
list afstæð. Vond list í dag getur verið
góð list á morgun og góð list á einum
stað getur verið vond á öðrum, allt
með réttu efdr því hvernig þroska- og
boðmiðlunarhlutverkinu er sinnt.
Ég minntist áðan á umhverfislista-
sýninguna á Korpúlfsstöðum. Hún
var að mínum dómi sýning á vondri
list, ekki vegna þess að mennnirnir
sem að henni stóðu hafi ekki hæfi-
leika til að heita listamenn heldur
vegna þess að listaverkin á sýning-
unni voru sprottin úr hugarfylgsnum
manna sem á sviði nýlistar eru
gersamlega vaxnir frá almenningi í
landinu og gera að því er virðist litlar
tilraunir dl að bæta þar um betur.
Aðhaldsleysið sem þessir menn verða
fyrir vegna einangrunar sinnar leiðir
enda til þess að þeir taka sig hátíð-
legar en efni standa til. Til dæmis
myndi það naumast fiokkast undir
annað en útivist að fara í gönguferð á
Úlfarsfell málandi úr pensli á steina
og grjót. Þegar menn trúa á sig sem
alvöru listamenn við slikar athafnir
sýnir það flestu öðru betur hvernig
getur farið fyrir mönnum þegar þeir
eru farnir að ala sig upp sjálfir. Það
gildir nefnilega um listirnar eins og
lifið í heild að því betra samstarf sem
menn hafa við aðra því meiri árangri
ná menn fyrir sjálfa sig.
Rúnar Vilhjjálmsson
'
Q „Hún var að mínum dómi sýning á vondri
íist, ekki vegna þess að mennirnir sem að
henni stóðu hafi ekki hæfileika til að heita
listamenn heldur vegna þess að listaverkin á
sýningunni voru sprottin úr hugarfylgsnum
manna sem á sviði nýlistar eru gersamlega
vaxnir frá almenningi í landinu ...”