Dagblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980. ð DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir í Mark'inn Guirsson þrumar húr i jiirðina ou vllr mark lividouc i liu/.la læri sem h'ram fékk i útileiknum. DB-mynd Bjarni I riðriksson. „VIÐ HÖFUM ALLT AÐ VINNA” — segir Hólmbert Friðjónsson, hinn eitilharði þjálfari Framaranna og er hæfilega bjartsýnn á sigur gegn Hvidovre á sunnudag „Með þvi að spila sóknarleik gegn Hvidovre í sírtari leiknum á sunnudaginn gefum vifl þeim tækifæri lil afl spila þá knatlspyrnu, sem þeim hentar langbczt," sagrti Hólmbert KriAjónsson, þjálfari Framara, við blaðamann á mánudag. ,,Við verðum að slíla upp á að skora mark snemma í leiknum og reyna að brjóla þá niður. Þeir byggja ákaflega mikið á mjóg beitlum skyndisóknum — láta andstæðing- inn um að sækja en freista þess svo að ná knettinum og byggja upp gagnsóknir. Hvidovre-liðið er greinilega þaulvant slík- um leik og þar sem við neyðumst lil að sækja gegn þeim er viðbúið að það komi þeim til góða. Við höfum hins vegar ekki neinu að lapa og verðum því að leggja allt í sölurnar. Vissulega er skarð fyrir skildi hjá okkur að gela ekki teflt okkar skæðasta sóknarmanni, Pétri Ormslev, fram en ég er engu að síður hóflega bjarlsýnn," sagði Hólmbert. Þeir leikmanna Fram sem á fimdinum voru, voru hins vegar bjartsýnni og töldu HVAÐ ER HVIDOVRE? Hvidovre ldræls Forening, eða HIFeins' og liðið er jafnan kallað af stuðningsmönn- um þess, var stofnað 15. október 1925. Það var samt ekki fyrr en árið 1934 að liðið tók fyrst þátt í Danmerkurkeppni í knatt- spyrnu. 1949 tókst því fyrst að komast upp í 3. deild, en féll aftur niður 1953. Árið 1960 komsl Hvidovre svo aftur upp í 3. deild og hefur verið með í deildakeppninni síðun. Það var svo árið 1966 sem liðið varð Danmerkurmeistari og aftur árið 1973. Þá var markhæsti maður liðsins Hans Aabech með 28 mörk. Hann var síðan seldur til Hollands í atvinnumennsku og við það komst los á lið Hvidovre og féll það í 2. deild 1974 eða strax árið eftir að liðið varð Danmerkurmeistari. 1978 vann Hvidovre svo 2. deildina og varð danskur bikarmeist- ari í fyrsta skipti sl. vor. Þetta er í 4. skipti sem Hvidovre tekur þátt í Evrópukeppni í knattspyrnu. Þeir hafa m.a. keppt á móti sömu liðum og FRAM hefur leikið á móti, Reai Madrid og Basel frá Sviss. Á leikinn á móti Real Madrid á Idrætsparken í Kaupmannahöfn komu 42.000 áhorfendur. Allir leikmenn Hvidovre liðsinseru hálf- atvinnumenn, nema svertinginn Leroy Ambrose, sem er í láni frá enska atvinnu- mannaliðinu Charlton. Hann hefur knatt- spyrnu alveg sem atvinnu. Hjá Hvidovre eru 9 lið eldri leikmanna (senior hold) og 34 unglingalið. Hvidovre hefur nú á síðustu árum getið sér mjög gott orð fyrir unglingastarf og eru mörg unglingalið þeirra Danmerkurmeistarar. Þetta sést bezt á því liði sem spilar á móti FRAM á sunnudaginn, þar sem flestir leik- menn eru á milli 19—22 ára og eru þeir all- flestir komnir upp úr unglingaliðum Hvid- ovre. Hvidovre er nú aðeins þremur stigum á eftir efsta liðinu í dönsku 1. deildinni þegar 7 umferðir eru eftir. allar líkur á að þeir gætu unnið Danina 2— 0, en þess má geta að danskt félagslið hefur ekki áður komið hingað til þátttöku í Evrópukeppni. Aðspurðir um leik liðanna úti voru svör leikmannanna mjög á sama veg. „Þeir voru heldur sterkari en við áttum að geta hangiðá jafntefli.” Hvidovre er eitt af sterkari liðum Dana i dag og forráðamenn þess eru ákaflega melnaðargjarnir. Leikmenn liðsins eru flestir ungir að árum og eiga því framtíðina fyrir sér. Það mun vera stefna forráða- manna félagsins að gera Hvidovre að stór- veldi á næstu 2—3 árum og til þess að svo megi verða ætla þeir að leggja allt í söl- urnar. Nú hafa þeir hjá sér svertingjann Leroy Ambrose, l'rá 3. deildarliðinu Charlton Athletic í Englandi, og er hann skæðasti sóknarmaður liðsins og sá eini þeirra er hefur knattspyrnuna að fullu að atvinnu. Leikur F'ram og Hvidovre fer fram á sunnudag kl. 14 á Laugardalsvellinum en frá kl. 13, mun söngdúettinn Þú og ég skemmta gestum með söng og lónlistin verður í höndum Þorgeirs Ástvaldssonar, alræmds Framara. Miðaverði hefur verið stillt í hóf og kostar kr. 5.000 í stúku, kr. 4.000 í stæði og 1.000 fyrir börn. Það má búast við því að áhorfendur fjölmenni í Laugardalinn á þennan síðasta stórleik ársins hérlendis ef að likum lætur. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Melavöllurinn verði enn einu sinni vettvangur Evrópuleiks ef Framarar ná að komast áfram. Forráðamenn Fram lelja sig þurfa um 3000 manns á völlinn til að borga ferðalagið til Danmerkur, auglýs- ingar og kostnað við dómara að fullu og ’ ætti þeim varla að verða skotaskuld úr því að krækja í þann fjölda. -SSv. Leroy Ainbrose, þeldökkur Englendingur í húð og hár, er skæðasti sóknarmaður Hvidovre. Hann er hér i baráttu við bakvörð Liverpool.j Avi Cohen, er liðin mættust í vináttuleik í ágúst. Liverpool sigraði 3-1. Aðeins einn nýliði en engu að síður mikil uppstokkun — Gunnar Lúðvíksson í fyrsta sinn í landsliðshóp í handknattleik, en 7 nýir leikmenn frá Baltic Cup-keppninni í janúar Gunnar Lúðvíksson, hinn sivaxandi hornamaður þeirra Valsmanna, er eini nýliðinn í landsliðinu i handknattleik er mætir Norðmönnum um næstu helgi. Val liðsins var tilkynnt á fundi í'gærdag og er í raun fátt sem kemur á óvart varðandi það. Flestir gömlu jaxlanna eru komnir inn aftur þó vissulega séu nokkrir sem einhverjir efalaust sakna. Má þar nefna Axel Axelsson og Björg- vin Björgvinsson svo og Þorbjörn Jens- son. Björgvin er nýkominn úr gifsi vegna handarbrots og Þorbjörn broln- aði fyrir skömmu. Axel taldi sér varla fært að æfa með landsliðinu samhliða þjálfun Framiiðsins. Þá eru þeir Viggó Sigurðsson og Sigurður Gunnarsson, sem báðir leika í Þýzkalandi, inni í myndinni að sögn Hilmars Björnssonar landsliðsþjálfara. Landsliðið er annars skipað eftirtöldum: Ólafur Benediktsson, Val Kristján Sigmundsson, Vikingi Steindór Gunnarsson, Val Ólafur H. Jónsson, Þrótti Bjarni Guðmundsson, Val Ólafur Jónsson, Vikingi iGunnar Lúðvíksson, Val Þorbjörn Guðmundsson, Val Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi Sigurður Sveinsson, Þrótti Alfreð Gislason, KR Atli Hilmarsson, Fram VIKINGUR KAFSIGLDI KR í SEINNIHÁLFLEIK — sigraði 23-18 eftir jafnræði í fyrri hálfleiknum Stórgóður 12 mínútna sprettur Vík- inga gegn KR færði þeim öruggan og um leið sanngjarnan sigur gegn KR- ingum í Reykjavíkurmótinu i hand knattleik í gærkvöld. Á þessum 12 minútum breyttu Vikingar stöðunni úr 12—10 í 18-11 og hreinlega skildu KR- ingana eftir. mestur varð munurinn 8 mörk, 23-15, en KR-ingar náðu aðeins að laga stöðuna fyrir leikslok og loka- tölur urðu 23-18 eftir að staðan hafði verið 7-6 Víkingi i vil í hálfleik. Það var hinn eitilharði 7-manna kjarni Vikings sem lék inn á nær allan timann og það var aðeins um tíma í siðari hálfleiknum að Gunnar Gunn- arsson skipti við Árna Indriðason i sókninni. Þess á milli og fram að þeim tíma var Víkingsliðið skipað sömu mönnunum. Ef komið hefði til sæmileg markvarzla hefði aldrei þurft að efast um hvorum megin sigurinn lenti. Hins vegar varði Kristián Sigmundsson, annar landsliðsmarkvarðanna, varla skot i leiknum og reyndar voru kollegar hans i KR-markinu litið betri. Það var gifurlega sterkur varnar- leikur Vikinganna sem færði þeim for- ystuna framan af. Þeir komust í 5-2 þrátt fyrir að Kristján verði lítið sem ekkert en síðan tókst KR að jafna6-6er Vikingarnir fóru einn af öðrum út af fyrir óþörf og á stundum klaufaleg brot. KR-ingar hófu síðari hálfleikinn manni færri og þá náði Víkingur að skora tvívegis og komast i 9-6. KR minnkaði muninn i 10-12 en síðan ekki söguna meir. Er staðan var 10-15 brugðu þeir á það ráð að taka Þorberg og Pál úr umferð en höfðu síður en svo erindi sem erfiði þvi hinir Víkingarnir voru í 90% tilvika sterkari í „maður gegn manni” stöðum. Mörkunum rigndi því inn og um leið fór að gæta kæruleysis. „Búið” hrópaði Kowalczyk þjálfari Víkings er 8 mín. voru eftir og staðan var orðin 20-14. KR-ingunum gekk illa að ráða við Víkingana lengst af, sem léku oftast 4-2 vörn. Hafi einhver hallazt að þvi að Hæðargarðsliðið væri að gefa eftir er réttara að endurskoða þá afstöðu. Liðið hefur að.vísu lítinn leikmanna hóp og það gæti komið því í koll gegn þrautseigari andstæðingum en vestur- bæjarliðinu. Það var aðeins i smátíma í fyrir hálfleik að KR náði að ráða við Víkingana og þá var knötturinn lika látinn ganga hratt og vel. Um leið og ESSO-bikar- inn í kvöld FH og Haukar leika i kvöld sinn árlega leik í ESSO-bikarnum, eða Tobbasjoppubikarnum eins og gárung- arnir hafa kallað hann. Hefst leikur- inn kl. 20 og verður í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Undanfarin ár hafa Hafnarfjarðar- liðin unnið ESSO-bikarinn á víxl, en í fyrra unnu Haukar stórabróður og eiga FH-ingar þvi harma að hefna i kvöld. menn fóru að stinga niður var dauða- dómurinn kveðinn upp. Mörk Víkings: Þorbergur Aðal- steinsson 7/1, Páll Björgvinsson 6, Ólafur Jónsson 5, Árni Indriðason 4/3, Steinar Birgisson 1. Mörk KR: Alfreð Gíslason 6/1, Björn Pétursson 3/2, Þorvarður Guðmundsson 3, Ragnar Hermannsson 2, Ólafur Lárusson 2, Konráð Jónsson og Jóhannes Stefáns- son I mar.k hvor. - SSv. Kristján Arason, FH Árni Indriðason, Vikingi Þá hefur Hilmar ákveðið að bæta I—2 markvörðum i hópinn og munu þeir koma úr FH og Haukum eftir leik liðanna i Essó-bikarnum í kvöld. Þá er rétt að geta þess að FH-ingurinn Gunnar Einarsson telur sér ekki fært að æfa og leika með landsliðinu eins og ástendur vegnaanna við þjálfun. „Það er mín stefna að a.m.k. tveir leikmenn berjist um hverja stöðu i lið- inu,” sagði Hilmar við blaðamenn i gær. „Gunnar Lúðvíksson hefur ekki áður verið valinn í landsliðið en ég hff góða reynslu af honum hjá Val. Hann er sterkur varnarmaður og geysilega fljótur og við þurfum slika ntenn i hraðaupphlaup. Þá er hann orðinn „agressívari” en hann var þapnig að ég tel hann geta staðið sig með landslið inu. Eg hef valið smáan hóp leikmanna og tel það eðlilegra heldur en að velja stóran hóp og þurfa síðan að skera verulega niður af honum. Það má alltaf bæta mönnurn í hópinn ef ástæða er til,” sagði Hílmar. Landsleikirnir við Norðmenn verða á laugardag og sunnudag og báðir i Laugardalshöllinni. Sá fyrri hefst kl. 15 á laugardag en hinn er kl. 20 á sunnu- dagskvöld. Norðmenn eru nýbyrjaðir sina deildakeppni og því er lið þeirra varla komið í mikla samæfingu frekar en íslenzka liðið. Það má því búast við að nokkur haustbragur verði á þessum leikjum en að sögn Hilmars hefur hann einna mestar áhyggjur af markvörzl- unni. „Ég er ekki ánægður með þá markvörzlu sem ég hef séð í haust. Okkur vantar markverði tilfinnan- lega,” sagði hann. Jens Einarsson, sem var I. markvörður landsliðsins í fyrra- vetur, hefur tekið að sér þjálfun úti í Vestmannaeyjum og þar af leiðandi hugsanlega fórnað sæti sinu í landslið- inu. „Vissulega hefur Jens veikt stöðu sína með að lara út í Eyjar því þar á ég varla tök á að fylgjast með leik hans,” sagði Hilmar ennfremur. Sjö leikmenn eru nú í landsliðs- hópnum sem voru ekki í honum á Baltic Cup i janúar sl. Markverðirnir sem við bætast voru hvorugur með þar. Ólafur Benediktsson, Árni Indriðason, Ólafur H. Jónsson, Gunnar Lúðviks- son, Þorbjörn Guðmundsson, Alfreð Ciislason og Kristján Arason léku ekki þar, þannig að ljóst er að um tals- verða uppstokkun er að ræða i liðinu. -SSv. Hornamaðiirinu (öinnar l.úðviksson úr Val er eini nýliðh n i iandsliðshópn- * ... 'y . yh ; Páll Björgvinsson skorar hér eitt sex marka sinna í leiknum í gærkvöld. ' ' ' v V DB-mynd Einar Olason Cambridge hélt enn uppteknum hætti í gær — sló Aston Villa út úr deildabikamum. Stórsigrar Liverpool og Forest en Ipswich-vélin hikstaði Óvæntustu úrslitin í enska deilda- bikarnum i gærkvöld urðu tvímæla- laust á Abbey Road í Cambridge. Heimaliðið lagði 1. deildarlið Aston Villa að velli í fjörugum leik þar sem öll þrjú mörkin í 2—1 sigri Cambridge voru skoruð á fyrstu 18 mínútunum. Tony Morley kom Villa yfir með marki strax á 6. mínútu en tveimur mín. siðar jafnaði Tom Finney. Steve Spriggs færði Cambridge síðan sigurmarkið á 18. mínútu og þar með hefur smáliðið slegið út tvö 1. deildarlið i röð. Fyrst Úlfana, nú Villa. Úrslit i 3. umferð keppninnar í gær urðu þessi: Barnsley—Cardiff 3—2 Birmingham—Blackburn I—0 Brighton—Coventry 1—2 Bristol R—Portsmouth 0—0 Bury—Nottingham Forest 0—7 Cambridge—Aston Villa 2—1 Charlton—West Ham 1—2 Ipswich—Norwich 1 — 1 Liverpool—Swindon 5—0 Luton—Manchester City 1—2 NottsCounty—QPR 4—1 Preston—Oxford I—0 Sheffield Wed.—Watford 1—2 Evrópumeistarar Forest voru ekki í vandræðum rneð að afgreiða 4. deildarlið Bury þó á útivelli væri. Raimondo Ponteskoraði þrennu, Gary Birtles 2 og þeir Gary Mills og Viv Anderson sitt hvor. Aðeins 16.566 áhorfendur — minnsti fjöldi í tæp 20 ár — sá leik Liverpool á Anfield. Meistar- arnir höfðu tögl og hagldir og sigruðu 5—0. Sammy Lee skoraði tvö mark- anna, Dalglish og Fairclough eitt hvor ogeitt var sjálfsmark. Tommy Hutchison skoraði sigur- mark Coventry gegn Brighton á 88. mínútu. Áður hafði Tom English jafnað eftir að Gerry Ryan hafði lært Brighton forystuna. Russell Osman skoraði fyrir Ipswich á 14. mínúlu en 6 mín. fyrir leikslok jafnaði Justin Fashanou. Þeim Don Masson og Andy King, sem lék sinn annan leik fyrir QPR, var báðum vikið af leikvelli. O’Brien, Christie, Kelly og Hooks skoruðu mörk County. í kvöld leika Everton — WBA, Stockport —Arsenal og Tottenham og Crystal Palace. -SSv. Framsigur í köflóttum leik Fram sigraði Þrólt 27-21 i Reykja- vikurmólinu í hándbolla í einhverjum kaflaskiplasla leik seinni líma. Fram komsl i 6-2 eftir 10 minúlur, en næslu sjö mörk skoruðu Þrótlarar. Þá var aflur komið að Frömurum sem náðu að komasl yfir og leiða í hálfleik 13-11. I síðari hálfleik var sigur Fram aldrei i hællu, og er upp var slaðið munaði sex mörkum, 27-21. Þróttarar skoruðu fyrsta mark leiks- ins, er Páll Ólafsson sendi boltann í netið, en Dagur Jónasson jafnaði metin fyrir Fram. Lárus Lárusson náði aftur forystunni fyrir Þrótt með marki úr horninu en Lárus átti afbragðs leik og skoraði fimm mörk i leiknum. En þá sögðu Framarar hingað og ekki lengra, og næstu fimm mörk voru þeirra. Á 11. minútu bætti Lárus við öðru marki fyrir Þrótt og þá höfðu Þróttarar ekki skorað i átta minútur. Á eftir fylgdu önnur sex mörk frá Þrótti, og það er ekki fyrr en á 22. mínútu, sem Framar- ar bæta við sínu sjöunda marki. Jón Árni Rúnarsson gerði það. Nú skiptu Framarar um markvörð, Sigmar Þröstur kom inn á fyrir Sigurð Þórarinsson, sem hafði lítið varið, og lið Fram tók heldur betur stakka- skiptum á næstu mínútum. Sigmar varði af l'ítonskrafti og Fram saxaði á forskot Þróttar og undir lok hálfleiks- ins komst liðið yfir 11-10, er Atli Hilmarsson skoraði úr víti. Staðan i hálfleik var síðan 13-11, Fram í vil. Þróttarar náðu að hanga í Fram fyrstu mínútur síðari hálfleiks, og tölur eins og 14-13 sáust á markatöflunni. En þá fóru Þróttarar illa með tvö góð tækifæri, og það var eins og við mann- inn mælt, ,'Framarar gerðu fjögur mörk í röð án svars og breyttu stöðunni í 18-13. Ólafur H. Jónsson og Páll Ólafsson minnkuðu muninn í 18-15, en Fram skoraði næstu þrjú mörk og sigur liðsins var í höfn. Birgir Jóhannesson átti góðan leik fyrir Fram og sömuleiðis Atli Hilmars- son, þótt hann væri lengi að komast í gang. Sigmar Þröstur Óskarsson varði vel í síðari hálfleik, en dapraðist nokkuð í síðari hálfleik, enda var honum þáskipt út af. Hjá Þrótti var Lárus Lárusson beztur, einkanlega framan af leiknum. Sigurður Sveinsson var tekinn úr um- ferð og skoraði aðeins úr aukaköstum, en mesta furða var hve Sigurður var rólegur, þótt hann væri bundinn á bás allan Ieikinn. En við það að niissa Sigurð hvarf allur broddur úr sókn Þróttar og spil liðsins varð á köflum ákatlega ráðleysislegt. Dómarar voru oft of fljótir að gripa til flautunnar og höfðu tvö mörk af Þrótti á þann hátt. Mættu dómarar temja sér að dæma þannig að brotlegi aðilinn hagnist ekki á brotinu. Mörk Fram: Alli Hilmarsson sjö (tvö víli), Hannes fimm, Jón Árni Rúnars- son fjögur, Birgir .lóhannesson, Erlendur Davíðsson og Björn Eiríksson þrjú hver, og Sigurbergur Sigsteinsson og Dagur Jónasson eitt hvor. Mörk Þróttar: Lárus l.árusson fimm, Ólafur H. Jónsson og Sigurður Sveinsson fjögur hvor, Páll Ólafsson þrjú (eitt víti), Magnús Margeirsson tvö, Sveinlaugur Kristjánsson, Ciisli Óskarsson og Jón Viðar Jónsson eitt hver. - SA Lágt skor í körfunni Valur og KR unnu bæði sína leiki á Reykjavikurmólinu í körfuknaltleik sem fram var haldið í gærkvöldi. KR vann Ármann 67-51 (24-18) I fyrri leiknum og Valur vann Fram 72-66 (34- 37) þar á eftir. Mótinu verður fram haldið klukkan 20 annað kvöld en þá leika Ármann og Fram og ÍR og ÍS. Island á góða möguleika Nú hefur endanlega verið dregið í riðla í B-keppninni í handknattleik, sem fram fer i Frakklandi í febrúar á næsta ári. íslendingar lentu þar í riðli með Pólverjum, Svíum, Frökkum, Hollendingum og Austurríkismönnmn. Aítti landsliðið að eiga ágæta mögu- leika á einu af þremur efstu sætunum í keppninni. í hinum riðlinum leika Tékkar, Danir, Svisslendingar, Búlgar- ir, Norðmenn og ísraelsbúar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.