Dagblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980.
9
The Platters fara á fjögurra
mánaða tónleikaferð
um Skandinavíu
FÓLK
Sonur
Roberts
Kennedy
ætlar
að kvænast
i marz
Michaei Le Moyne Kennedy, 22,
ára sonur Róberts Kennedy, hefur
planiagt að kvænast í marz á narsta
ári. Hin hamingjusama er Vicky
Gifford, 24 ára dóttir Franks
Gifford.
142 ára
hjólreiða-
maður
Wu Yungin er 142 ára og líklega
elzti maður í Kina. Hann býr i
norðvesturhluta Kína á stað sem
heitri Quinhuabian. Heilsusamleg
líkamsþjálfun og rólegt líf hefur gert
þennan mann svo háaldraðan að því
er hann segir. Á myndinni er Wu
Yungin í sínum daglega hjólreiðatúr.
Þannig líta Platters út í dag. Aóetns einn af upprunalegu liðsmönnum söngsveit-
arinnar er nú eftir.
Stereogræjumar minnka stöðugt:
Walkman nefnist minnsta
stereo-segulbandstækið
— það rúmast í brjóstvasa notandans
Nýjasta æðið i músíkinni báðum
megin Atlantshafsins nefnist
Walkman. Þetta er ekki nýbylgju-
hljómsveit eða neitt í þeim dúrnum,
heldur lítið apparat, sem með góðu
móti má troða í brjóstvasann.
Walkman er sem sagt pínulitið
segulbandstæki sem hefur það fram
yfir önnur tæki af sömu stærð að
hægt er að spila af því í stereo.
Það er Sony sem sendir Walkman
á markaðinn. Þetta litla stereotæki
hefur þegar náð miklum vinsældum.
Brezka konungsfjölskyldan hefur
meira að segja orðið sér úti unr eitt.
Ekki gengur tækið alls staðar í heim-
inum undir nafninu Walkman. Sums
•staðar er það kallað Stowaway, ann-
ars staðar Soundabout.
Helzti kostur Walkmans er að
sjálfsögðu smæðin. Alls staðar er
hægt að smella á sig heyrnarhlífum
og setja segulbandstækið í gang. Not-
andinn getur verið í strætisvagni, á
reiðhjóli eða jafnvel í gufubaði (!) og
notið Beethovens, Bítlanna eða
hvaða tónlistar sem er í stereo.
Talsverður munur er á jjví hvað
Walkman kostar í ýmsum heims-
hlutum. í New York og Amsterdam
kostar tækið rúmlega eitt hundrað
þúsund krónur. í London er tækið
selt á 130 þúsund og í París á um 170
þús. En verðið skiptir engu máli að
I þvi er virðist. Búðirnar eru varla
búnar að stilla Walkman út þegar allt
tæmist. Og Sony verksmiðjurnar
■ hafa engan veginn undan að
framleiða þessar örsmáu
stereogræjur.
Væntanlega batnar þó ástandið
þegar fleiri framleiðendur bætast i
hópinn. Japanska fyrirtækið Aiwa
kynnti nýlega sína útfærslu, dálitið
stærra og dýrara stereosegulband,
sem kallaðer Record man. Panasonic
og Toshiba hafa einnig nýverið kynnt
sin smátæki á sýningum.
Hver kannast ekki við söngsveitina
The Platters? Þessa einu sönnu, sem
náði miklum vinsældum á sjötta ára-
tugnum með lögum eins og Only You,
The Great Pretender, Twilight Time og
Smoke Gets In Your Eyes. Hafi einhver
haldið að sveit þessi væri týnd og
tröllum geftn þá er það mesti mis-
skiiningur. The Platters eru einmitt að
fara i hljómleikaferðalag um Skandi-
navíu í næsta mánuði.
Það var árið 1953 sem Platters tóku
upp sína fyrstu plötu. Tveimur árum
síðar — fyrir nákvæmlega 25 árum —
sungu þau síðan Only You inn á plötu.
Eftir það lá gatan til frægðar greið.
Á þessum tæpu þremur áratugum
hafa mannabreytingar orðið miklar hjá
Platters. Aðeins einn af núverandi liðs-
mönnum hennar hefur verið með frá
upphafi. Sá heitir Herb Reed. Aðrir i
söngsveitinni eru Nate Nelson, Duke
Daniels, Robert Moore jr. og söng-
konan Regina Shearer.
Hljómleikaferð Platters um
Skandinavíu tekur um fjóra mánuði.
Að henni lokinni liggur leið
söngfólksins til Miami og þaðan til
Trinidad. — Og hvers konar tónlist
skyldu Platters svo flytja í dag, 25 árum
eftir að þau slógu í gegn? Sei, sei, jú,
það eru að sjálfsögðu Only You, The
Great Pretender og öll hin gömlu góðu
lögin, sem fólk virðist aldrei ætla að
þreytast á að heyra.
Hún eyði-
lagði hið
konung-
lega
Monaco-
hjónaband
Þessi stúlka hefur valdið
miklu fjaðrafoki í heiminum.
Hún eyðilagði konunglegt hjóna-
band þeirra Karólínu prinsessu
og Philippe Junot. Það var
vinátta hennar, fyrirsætunnar
Gianina Facio, og glaumgosans
Philippe sem kom Karólínu til
að sjá að hann var ekki nógu
góður fyrir hana. Karólína fór
frá Philippe skömmu eftir að
mynd af honum og þessari
stúlku birtist í blöðum. Myndin
var tekin af þeim á diskóteki í
New York. Gianina er 24 ára og
Philippe 40 ára.
Karólína og Philippe hafa
verið gift í tvö ár og að því er
sagt er er Gianina ekki sú fyrsta
sem hann hefur verið með eftir
að hann kvæntist Karólinu. Það
tók þó út yftr allt annað þegar
hann bauð Gianinu með sér til
Tyrklands. Þrátt fyrir allt þetta
segir Gianina að þau séu aðeins
góðir vinir.
Hver kannast ekki við hósla hér
og þar á almennum samkomum, t.d.
guðsþjónustum, tónleikum og fleiru
slíku. Þannig var það á
sinfóníutónleikum einum úti í hinum
stóra heimi að hóstinn í salnum yfir-
gnæfði tónleikana. Að vísu var þetta
um vetur og kalt i veðri en engu að
siður fór þetta í taugarnar á
spilurunum.
Til að ráða bót á þessu vandamáli
var tekið til þess ráðs að gel'a
hverium þeim sem á tónleikana kom
ókeypis hóstasaft. Þá var þetta
góðgæti einnig veitt í hléi. Þetta vat
að vísu á siðastliðnum vetri en þar
GAFU GESTUNUM
HÓSTASAFT
sem þetta ráð þótti takast með ein-
dæmum vel verður sami háttur
hafður á nk. vetur. Þetta kemur m.a.
fram í timaritinu Psychology today.
Þá segir einnig að hósti stafi oft af
laugaveiklun og sálrænum vanda-
málum. Háskóli i Virginiu hefur
fundið það út að fólk hósti frekar ef
það er statt þar sem fjölmennt er og
þegar það heyrir aðra hósta. Þetla
mun einnig eiga við um þá sem eru
með kvef eða aðra smákvilla.
Fólk hóstar frekar þar sem margt er
um manninn, t.d. á tónleikunf*og viö
guösþjónustur.
Hósti
vandamál
á tónleikum: