Dagblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 28
YFIRVINNUBANNIDAG-
BLAÐAPRENTSMIÐJUM
— á vegum starfsfólks en ekki prentiðnaðarfélaganná. Banninu beint gegn
helgarútgáfum
Starfsfólk í prentiðnaði kom
saman til fundar í gær, þar sem sam-
þykkt var að vinna ekki yfirvinnu hjá
dagblaðaprentsmiðjunum frá og með
deginum í gær og til aðfaranætur
þriðjudags. Ekki er um að ræða
formlegl yfirvinnubann og þessar að-
'gerðir eru ekki á vegum félaga slarfs-
fólks í prentsmiðjunum, heldur sam-
antekin ráðstarfsfólks.
dagblaðanna
Svo sem kunnugt er hafa Bókbind-
arafélag Islands, Grafíska sveina-
félagið og Hið íslenzka prentarafélag
boðað verkfall hjá dagblaðaprent-
smiðjunum á föstudag, laugardag og
mánudag. Aðgerðir starfsfólks munu
lil komnar vegna fyrirhugaðra
helgarblaða dagblaða og e.t.v. blaða
dagsettra fram í timann sem út kæmu
verkfallsdagana.
Magnús E. Sigurðsson, varafor-
maður Hins islenzka prentarafélags,
sagði í morgun að ekki væri um að
ræða yfirvinnubann af hálfu félags-
ins. Hins vegar væri Ijóst að starfs-
fólk hefði rætt málin. „Starfsfólk
lætut ekki hafa sig að fíflum með því
að láta blaðaútgefendur gera fyrir-
hugaðar aðgerðir að engu. Félagið
gefur engar yfirlýsingar vegna þessa
en starfsfólk á fullan rétt á því að
vinna ekki yfirvinnu. Það er lög-
bundin vinnuvika og i valdi hvers og
eins hvort hann vill vinna yfirvinnu.
Ef fólk er að neita yfirvinnu, þá er
það vegna þess að blaðaútgefendur
eru að koma aftan að því.”
DB tókst ekki í morgun að ná
sambandi við Grétar Nikulásson,
l'ramkvæmdastjóra FÍP. .JH
■:.
(■angar dómsmálaráðuneytisins fylltust al' fólki í gær ug sildu inenn Iteyra af rörum málaráðherra umkringdur fólki o)> til hægri er Pétur Pétursson þulur sem bar þar að
ráðuneytismanna rök fyrir brotltísun Gervasonis. Hér er I riðjón Þórðarson dótns- og tók þegar i aað upp hanzkann l'yrir franska flóttamanninn.
DB-myud: Finar Péturssou.
Brottvísun Gervasonis frestaö til laugardagsmorguns:
„Vildi óska að allir
neituðu herþjónustu”
— eins og
Gervasoni, segir
Aðalheiður
Bjarnf reðsdóttir,
formaður Sóknar
Ég vildi bara óska að allt ungt fólk,
hvar sem er i heiminum, neitaði að
gegna herþjónustu eins og Gervasoni.
Það er full ástæða til og sjálfsagður
hlutur að koma til móts við hann, veita
honum landvistarleyfi og gefa honum
tækifæri til að lifa hér sem frjáls
maður,” sagði Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir formaður Starfsmannafélagsins
Sóknar i samtali við DB í morgun.
Aðalheiður var einn ræðumanna á fjöl-
mennum stuðningsfundi við franska
flóttamanninn Patrick Gervasoni t
Félagsstofnun stúdenta í gærkvöldi.
Gervasoni átti að fara af landi burt i
morgun en að beiðni Ragnars Aðal-
steinssonar, lögfræðings Frakkans, var
brottför frestaðtil laugardagsmorguns.
„Embættismenn undirrita bréf sem
mér barst þar sem ákvörðun ráðuneyt-
isins var tilkynnt. Ég tel að þetta sé
stórmál sem ráðherrar eigi að taka
ákvörðun um og ganga frá. Niður-
staðan er ekki raunverulega ljós fyrr en
dómsmálaráðherrann sjálfur hefur
gefið sitt svar,” sagði Ragnar við DB.
- ARH
Gervasoni-málið tekið upp á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið:
„Styð ekki ríkisstjóm
ina tii svona hluta"
— segir Guðrún Helgadóttir alþingismaður
,,É.g get ekki stutl neina ríkisstjórn
til að gera hluti sem ég fæ ekki varið
á neinn hátt fyrir sjálfri mér. Þelta
tilkynnti ég forsætisráðherra i gær,”
sagði Guðrún Helgadóltir alþingis-
maður, sem gagnrýnir harðlega þá
ákvörðun dómsmálaráðuneylisaðvísa
Gervasoni úr landi.
„Það getur ekki verið siðlerðilega
rétt að pína fólk til aö gangast undir
herlög, sent í eðli sinu eru röng lög.
Mér finnst óverjandi að ræða þetta
ekki í rikisstjórninni og vona að fleiri
séú sama sinnis. Mannslíf eru merki-
legri en visilölustig. Við skulum ekki
gleyma þvi i öllu brauðstritinu.”
Samkvæmt upplýsingum DB í
morgun mun Gervasoni-málið koma
fyrir ríkisstjórnarfund i fyrramálið.
Mun dómsmálaráðherra hafa frum-
kvæði að þvi, en Ijósl er að a.m.k.
Alþýðubandalagsmenn eru andvigir
því að vísa flóttamanninum úr landi.
í gær gengu þrír verkalýðsforingjar
flokksins á fund forsæti3ráðherra og
báðu Frakkanum griða, þeir Guð-
nutndur J. Guðmundsson, Snorrí
.lónsson og Eðvarð Sigurðsson.-ARH
fijálst, áháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPT. 1980.
Kennaramálid
í Grindavík:
„Erum ósáttir
með
afgreiðslu
málsins”
— segir varaformaður
Landssambands
framhaldsskóla-
kennara
„Það er óhjákvæmilegt að samtök
okkar sinni þessu máli. Við bíðum eftir
greinargerð frá Ragnari Ágústssyni og
munum skoða málið vandlega,” sagði
(íuðmundur Árnason varaformaður
l.andssambands framhaldsskólakenn-
ara í samtali við blaðið í gær.
,,Við erum ósáttir við afgreiðslu
ntálsins í Clrindavík. Það er illt lor-
dæmi og alvarlegt ef reyndin er sú að
hægt er að bola frá kennara með upp-
hlaupi nokkurra foreldra. Þau tíðindi
eru uggvænleg fyrir okkar fólk almennt
og málið allt gerir skólann i Grindavik
ekki beinl fýsilegan fyrir kennara að
sækja um. Að réttindalaus kennari
komi í stað Ragnars er svo önnur hlið á
málinu og bætir það ekki. Við munum
kanna málið vel og vandlega, annað get
ég ekki sagt núna,” sagði Guðmundur
Árnason.
- ARH
Barningur í
samningunum
„Þetta er barningur,” sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson formaður
Verkamannasambandsins i morgun um
gangiun í kjarasamningunum. „Þó
þokaðist i gær í nokkrum málum, varð-
andi sérkröfur sem ekki koma beint inn
í kaupið.”
„Það er verið að þjarka unt kjpra- og
aðbúnaðarþætti,” sagði Guðmundur.
Launaliðurinn hefur enn ekki verið
ræddur á formlegum fundum.
Samkomulag hefur ekki náðst um
flokkaskipun hjá Verkamannasam-
bandi og Sambandi byggingarmanna.
,,Við erum lítið hressir yfir því, að
okkur virðist þessi heilaga barátta gegn
verðbólgu dvina þegar kemur að
hærra launuðu stéttunum,” sagði Guð-
mundur um stöðuna i þeim málum.
Viðræður við ráðherra um „félags-
málapakka" ganga hægt og eru sumir
Alþýðusambandsfulltrúarnir mjög ó-
ánægðir með gang mála þar.
- HH
Smygl í
Goðafossi
Tollverðir úr Reykjavík fundu 30
kassa af áfengi í ms. Goðafossi er hann
kom til Vestmannaeyja í fyrradag.
Áfengið sem eru 360 flöskur af vodka,
bæði rússneskum og amerískum, fund-
ust undir lúgu I gólfi í herbergi
kokksins og hefur hann viðurkennt að
eiga áfengið. Maðurinn á yfir höfði sér
mikla sekl eða útsöluandvirði alls
áfengisins en flaskan af vodka kostar
nú rúmar 15 þúsund krónur i árengis-
verzluninni. Sektin mun því vera unt
limm og hálf milljón.
-F.I.A.
LUKKUDAGAR:
24. SEPT. 543
Henson æfingagalli
Vinningshafar hringi
f sfma 33622.