Dagblaðið - 03.10.1980, Page 1

Dagblaðið - 03.10.1980, Page 1
6. ÁRG. — FÖSTUDAGUR3. OKTÓBER 1980 - 223. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Smyglmálið á fríhafnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli: Smyglid talið hafa staðiö 110 mánuði grunur um að f ríhaf narstarfsmenn haf i látið smíða lykil að tollvörugeymslunni „Rannsókn hins meinta smyglmáls á Keflavikurflugvelli miðar allvel og fjöldi manna hefur verið yfirheyrður,” sagði Ólafur I. Hannesson, rannsóknardómari við lögreglustjóraembættið á Keflavíkur- flugvelli, í morgun. „Rannsókn okkar beinist aðallega að smygli á 10 mánaða tímabili. Málin hafa nokkuð skýrzt en fleiri varðhaldsúrskurðir hafa ekki veriA kveðnir upp,” sagði Ólafur, en neitaði frekari upplýsingum. Eins og skýrt var frá í gaer var einn starfs- nianna Fríhafnarinnar úrskurðaður í 10 daga varðhald á miðvikudaginn. Hið meinta smyglmál er talið hafa átt sér stað úr geymslu Fríhafn- arinnar, sem aðeins tollverðir hafa lyklavöld að. Um dyr þeirrar geymslu fara vörubirgðir inn og umbúðarusl út. Innan við dyr þessarar geymslu var hafður lykill að dyrunum í innsigluðum kassa. Hamar lá við hlið kassans. Var þetta gert í öryggis- skyni, t.d. ef eldur kæmi upp er menn væru þarna inni við vinnu og þyrftu að komast út, en lykil þarf hvort sem farið er inn eða út um dyrnar. Grunur leikur á um að tekizt hafi að ná í lykilinn úr innsiglaða kassan- um og smíða annan lykil eftir hon- um. Innsiglaða lyklinum var svo aftur komið fyrir á sínum stað án þess verksummerki sæjust á innsigli tollgæzlunnar. Ólafur Hannesson sagði að Kristján Pétursson deildarstjóri Toll- gæzlunnar á Keflavíkurflugvelli aðstoðaði við rannsókn málsins, bæði vegna sumarleyfa við lögreglu- stjóraembættið og eins vegna þess að umrætt brot gerðist á yfirráðasvæði tollvarða. Athygli hefur vakið að rannsókn tfiálsins virðist mjög afmörkuð. Bein- isl hún að fámennum hópi starfs- manna þarna syðra, en ekki er rætt við aðra. -A.St. Ölympíulid íslands í Kópavogi um helgina: ALLIR ÞEIR BEZTUMED Skákáhugamenn hafa ástæðu til að vera léttir i lundu þegar þeim er hugsað til helgarinnar framundan. 1 Vighólaskóla í Kópavogi verður nefnilega haldið eindæma skákmól, hið sterkasta sem yfirleitt er hægt að halda með islenzkum þátttakendum. Er hér um að ræða æringamót fyrir karla- og kvennasveitir íslands sem taka þátt í ólympíuskákmótinu á Möltu í nóvember. Meðal þátttak- enda eru allir alþjóðlegir meistarar okkar í skák, þar á meðal stórmeist- ararnir Friðrik Ólafsson og Guð- mundur Sigurjónsson. Auk þess er keppt í sérstökum heiðursfiokki þar sem þátttakendur eru skákkempur af eldri kynslóðinni sem áður aerðu garðinn frægan, þeir Ásmundur Ás- geirsson, Baldur Möller, Sturla Pétursson og Þráinn Sigurðsson. Fyrirkomulag á mótinu í Kópavogi verður þannig að í hverri umferö er I 1/2 klst. á 30 leiki og síðan er 1/2 klst. til að Ijúka skák- inni. Á staðnum verða skákir skýrðar fyrir áhorfendum. Fyrsta umferð hefst i Víghólaskóla kl. 19 í kvöld, næstu umferðir hefjast kl. 10 og 16 á morgun og kl. 13 og 17 á sunnudaginn. Lokaumferöin hefst kl. 18 á mánudagskvöld. Hlaðbær hf. gefur góð verðlaun sem teflt verðurumá mótinu. -ARH. Enn rignir hann, að minnsta kosti sunnan- og vestanlands, en fremur var léttskýjað um mestan hluta Norður- og Austurlands. 4 Þeir ú veðurstofunni bjuggust I morgun við óframhaldandi allhvössum skúrum af suðvestan og jafnvel slyddu. Heldur á þó að lœgja með kvöldinu og búizt er við kólnandi veðri um helgina, einkum á Norður- og Vesturlandi. -DB-mynd: Einar Ölason. ALITAPAÐIA R0T- HÖGGI í FYRSTA SINN — en féllþó aldrei í hríngnum í keppninni við Lariy Holmes í nótt Leiknum hætt eftir 10 — sjé íþróttir á bls. 12 og21 ✓ Hvaðer áseyði um helgina? ShadyOwens syngur á Hótei Esju TekstVals- mönnumað verja titil sinn? Þríhjóliðfrum- sýntá Utla-Hrauni Litiðviðístærsta Aski landsins Danskurgrafík- listamaðurí anddyriNorræna - ogaukþess: Messurþelgarinnar Skemmtistaðimir umhelgina Sýningarumhelgina íþróttir helgarínnar Matsölustaðimir Útvarpogsjónvarp næstuviku ogmargtfleira - sjá Helgardagbók _DBábts. 13-20 Víkingurvann Valíæsi- spennandi leik sjá íþróttír _ábls. 12 og21 Sigurganga Norðmanna íbriddsinu - sjáerl. fréttir ábls.8og9

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.