Dagblaðið - 03.10.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1980.
I
5
Stuðningsmenn Alberts stof na málfundasamtök:
„Til að verja eigin
hag í ræðu og riti”
„Þar sem þjóðmál eru stjórnmál,
eru þetta pólilísk samtök, en ekki
flokkspólitísk,” sagði Ásgeir Hannes
Eiríksson, verzlunarmaður, í viðtali
við DB um stofnun landssamtaka
með stuðningsmönnum Alþerts
Guðmundssonar frá forseta-
kosningunum síðustu.
Ráðstefna stuðningsmanna víðs
vegar að af landinu, stofnaði siðast-
liðinn laugardag málfundasamtök
„til að efla félagsmönnum dug til að
verja eigin hag í ræðu og riti”, eins
og það var orðað í tillögugerð.
Talsverður hugur er sagður vera í
sumum frammámönnum þessarar
samtakamyndunar að hrinda af stað
virku starfi málfundasamtakanna.
„Forsjá lvðveldisins þarf ekki að
vera alfarið í höndum atvinnu-
manna,” sagði Ásgeir Hannes i á-
varpi ,sínu á ráðstefnunni. í máli
manna kom það fram, sem áður var
sagt frá, að setja þyrfti niður
stéttarig, sem væri að mest heima-
tilbúið vandamál stjórnmálamanna
og erindreka þeirra. Aukinn
skilningur almennings á þessu myndi
leiða til heilla, draga óeðlilegt vald í
skjóli stéttarigsins úr höndum sljórn-
málamannanna og færa það í hendur
lólksins. Það ætti flesta hagsmuni
sameiginlegaog gagnkvæma. Slétta--
deiluokinu þyrlti að lélta al' þjóð-
félaginu.
Að sögn boðenda var ráðstelnan
vel sótt og af henni fyrirsjáank gur á-
vinningur fyrir það fólk, sem ætti
samleið um fjölda hagsmunamála, og
náð hefði að tengjast í starfinu að
kjöri Alberts Guðmundssonar til for-
setaembættis fyrr í sumtr. -BS.
LAXELDISSTOD RISI
BLÁMÓDU ÁLVERSINS
—Tilraunir með laxaseiðaeldi í kælivatni Álversins gefa betri
raun en áður er vitað um í eldisstöðvum
— Engm hætta talin vera a mengun
í blámóðunni um 300 metra frá
norðurgafli Álversins í Straumsviker nú
unnið af kappi að byggingu fyrsta hluta
nýrrar fiskeldisstöðvar. Nýtur eldis-
stöðin notaðs kælivatns frá Álverinu,
en vatnið er 15 gráðu heitt þegar
Álverið hefur notað það. Allar
rannsóknir á vatninu eru sagðar hafa
sýnt að það væri gjörsamlega fritt við
alla mengun. Þær tilraunir sem þegar
hafa verið gerðar með ftskeldi í þessu
vatni hafa gefið betri árangur en
fiskiræktarmenn þekkja áður til. Hefur
fiskur þarna meira en tvöfaldazt að
þyngd á einum mánuði.
Það eru arkitektarnir Róbert
Pétursson og Magnús Björnsson sem
eru aðalhvatamenn en stofnun hluta-
félags um stöðina er á stokkunum.
Þeir Róbert og Magnús hafa hugað
að fiskeldisstöð alllengi. Þeir spáðu í
stöð á Húsavík, þar sem Fiskeldi er nú
að reisa eldisstöð, en þá var Hitaveitan
þar ekki kontin. Þá höfðu þeir auga-
stað á Sauðárkróki en tilraun þeirra til
byggingar þar strandaði. Siðan sóttu
þeir um lóð sunnan Álversins, en var
hafnað en hafa nú eftir langa mæðu
fengið lóð 300 metra norðan Álversins.
Róbert tjáði blaðamanni DB að þeir
gætu núna fengið 56 sekúndulítra af 15
gráðu heitu kælivatni frá Álverinu.
Þetta hitastig kvað Róbert kjörið til
fiskeldis og fór svo hófsamlegum
orðum um tilraunir sem gerðar hafa
veriðmeð notkun þessa vatns á undan-
förnum mánuðum að ,,þær hefðu
gefizt mjög vel”.
Róbert kvað fyrsta áfanga bygginga
þarna vera fólgna í óupphituðu skýli
sem rúmaði 200 þúsund laxaseiði.
Byggingin er jafn einföld og
hlöðubygging, óeinangruð og
óupphituð. Við 'suðurvegg þessarar
byggingar sem rísa mun í þessari og
næstu viku verða útitjarnir, en lóðin
sem fengin er rúmar miklu fleiri
byggingar af sama tagi og nú ris, ef
þurfa þykir. Úti fyrir ströndinni er í
framtíðinni ráðgerð hafbeit, en slíkt
eru framtíðardaumar.
DB-menn brugðu sér á staðinn og
hittu tvo menn á staðnum við móta-
smíði undirstaðna fyrir burðarboga
byggingarinnar. Þetta voru Haukur
Helgason og Hojby Christensen, sem
um margra ára skeið var starfsmaður i
fiskeldisstöð Skúla Pálssonar að
Laxalóni, sem „kerfið” slátraði
sællar minningar. .lafnfrantt var unnið
að skurðgreftri fyrir vatnsleiðslu frá
Álverinu að byggingunni og að vatns-
lögn I eldishúsinu væntanlega.
Hojby Christcnsen, sem lengi var starfs-
maður á Laxalóni, vinnur hér að undir-
búningi vatnslagnar i gólfi nýju eldis-
stöðvarinnar. Innan fárra vikna verður
hann farinn að hugsa um laxaseiði I nýju
stöðinni.
,,Ég hef aldrei séð slíkan seiðavöxt
sem hér hefur fengizt I tilraunum, sem
gerðar hafa verið,” sagði Christensen.
„Þau hafa meira en. tvöfaldazt að
þunga og stærð á einum mánuði. Ég
veit ekki til að slikt þekkisl annars
staðar,” sagði Christensen.
,,Það er ekki vanþörf á að hér sé
tekið til hendinni við fiskeldi af
alvöru,” bætti hann við. „Það hefur
ríkt alger kyrrstaða i þessum málum
siðan 1964 meðan aðrar þjóðir, eins og
t.d. Norðmenn, hafa grætt milljarða á
laxeldi. Það raunalegasta er að kyrr-
staðan hér stafar af togstreitu
embættismanna um það hver eigi að
ráða ferðinni og hvernig að eigi að
standa. En þetta er allt á uppleið og
það verða margir til að hefja fiskeldi
hérna. Ég held t.d. að Skúli Pálsson risi
upp aftur og verði stór í laxeldinu á
nýjan leik,” sagði Hojby Christiensen.
Hann stóð þarna með skófiu i hönd
og vann að uppbyggingu stöðvar-
hússins. Innan skamms tíma fer hann
að fást við seiðin sem dafna vel í blá-
300 metra frá norðurvegg Álversins er nú unnid af kappi við grunn fiskeldisstöðvar. Skurðgrafan sem ber I Álverið er að
grafa skurð fvrir kælivatnslögnina til eldisstöðvarinnar. DB-mynd Ragnar Th. Sig.
móðu Álversins og ylvolgu vatni af
vélum þess. -A.St.
Haukur Helgason stjórnar byggingarframkvæmdum. Greina má undirstöðurnar fyrir
burðarbita eldisstöðvarinnar. Uppi eru áætlanir um hafbeit eldisfisks úti fyrir strönd-
inni i framtiðinni.
FX-310
BÝÐUR UPP Á:
• Algebra og 50 visindalegir
möguleikar.
• Slekkur á sjálfri sér og
minnið þurrkast ekki út.
• Tvær rafhlöður sem endast í
1000 tima notkun.
• Almenn brot og brotabrot.
• Aðeins 7 mm þykk i veski.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðar-
þjónusta.
Verð kr. 39.900.-
C-801 BÝÐURUPP Á:
• Klukkust., min., sek.
• Mánuð, dag, vikudag.
• Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu
um mánaðamót.
• Nákvæmni + — 15 sek. á
mán.
• 24 og 12 tíma kerfi samtimis.
• Skeiðklukka 1/100 úr sek. og
millitima.
• Tölva með + -» X -+- og
konstant.
• Ljóshnappur til afiestrar í
myrkri.
• Rafhlaða sem endist ca 15
mán.
• Ryðfritt stál.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðar-
þjónusta.
CASIO-umboðið Bankastræti 8. Sími 27510
ATH. Vantar umboðsmenn um land alh.
F-7C BÝÐUR UPP Á:
• Klukkust., mín., sek.
• Mánaðardag og vikudag.
• Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu um
mánaðamót.
• Ljóshnappur til aflestrar i myrkri.
• Ein rafhlaða sem endist i 3 ár.
• Ryðfritt stál.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjónusta
Armbandsúr með vekjara
BÝÐURUPP Á:
• Klukkust., mín., sek.
• Mánaðardag og vikudag.
• Sjálfvirk dagatalsleiðrétting um
mánaðamót.
• Ljóshnappur til aflestrar I
myrkri.
• Skeiðklukka með millitima.
• Vekjari.
• Hljóðmerki á klukkustundar-
fresti.
• Ein rafhlaða sem endist i 3 ár.
• Ryðfritt stál.
• 1 árs ábyrgð og viögerðarþjón-
usta.
Verðkr. 71.600.-
Kvenmannsúr L-20
BÝÐUR UPP Á:
• Klukkust., min. sek.
• Mánuð, dag, vikudag.
• Sjálfvirka dagatalsleiðrétt-
ingu um mánaðamót.
• Skeiðklukka.
• Ljóshnappur til aflestrar í
myrkri.
• Ein rafhlaða sem endist i ca.
15 mán.
• Ryðfritt stál.
• 1. árs ábyrgð og viðgerðar-
þjónusta.
Verðkr. 55.500.-