Dagblaðið - 03.10.1980, Side 10

Dagblaðið - 03.10.1980, Side 10
10 frjálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Svainn R. Eyjólfason. Ritatjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Halgason. Fréttastjóri: ómar Vaidimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Roykdai. (þróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfcnur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjomason, Atli Rúnar Halldórsson, AtJi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: BjamleHur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlerfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Haildórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvarhohi 11. Aflalsfcni blaflsins er 27022 (10 Knur). Sotning og umbrot: Dagblaflið hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skehunni 10. Askriftarverfl á mánufli kr. 5.500. Verfl f lausasölu 300 kr. eintakifl. Sveiflurá fylgi flokka Kjósendur hafa fyrirgefið Sjálf- stæðisflokknum leiftursóknina, sem olli óförum flokksins í kosningunum fyrir tæpu ári. Fylgi Sjálfstæðisflokks- ins hefur aukizt mikið síðan þá, sam- kvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins. Flokkurinn hefur samkvæmt könnuninni stuðning rúmlega fjörutíu og sex af hundraði þeirra, er taka af- stöðu. Hann fékk í kosningunum rúmlega þrjátíu og sjö af hundraði atkvæða, þegar listar óháðra sjálf- stæðismanna eru meðtaldir. Miðað við þetta fylgi gæti flokkurinn nú fengið 28 þingmenn og bætt við sig sex. En hvaða Sjálfstæðis- flokk eru menn að styðja? Mjög algengt var,að fólk léti fylgja með, að það væri í ,,Gunnarsarminum”, „Geirsarminum” eða „Albertsarminum”, þegar það svaraði spurningunni í könnuninni. Allir þessir „armar” lýstu í könnuninni yfir stuðningi við Sjálf- stæðisflokkinn. Annað mál yrði, hvort þessar sveitir gætu komið sér niður á sameiginlegt framboð, ef kosið yrði á næstunni. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn fái síkt fylgi samkvæmt könnuninni, er hann illa klofinn og í rauninni veikur flokkur. Hvers vegna fær flokkurinn slíkt fylgi samkvæmt skoðanakönnun? Svar við þeirri spurningu fæst með því að líta aftur til tímans fyrir síðustu kosningar. í tíð vinstri stjórnarinnar höfðu skoðanakannanir sýnt, að Sjálfstæðisflokkurinn var kominn með fylgi talsvert yfir 40 af hundraði kjósenda. Flokkurinn stóð vel að vígi nokkrum vikum fyrir kosningarnar. Þá kom leift- ursóknin. Leiftursóknin var illa undirbúin. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um land allt stóðu á gati, þegar andstæðingarnir gagnrýndu leiftursóknina. Stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins flýðu, ýmist í fang Fram- sóknar- eða Alþýðuflokks. Síðustu vikurnar glopraði Sjálfstæðisflokkurinn niður fylgisaukningu sinni. Nú safnast þetta fólk aftur að Sjálfstæðisflokkn- um. Ekki svo að skilja, að það sé orðið fylgjandi leift- ursókn, heldur hefur það afgreitt hana sem rugl nokk- urra manna fyrir tæpu ári. Þetta fólk sættirsigekki við neinn af hinum flokkunum,,en telur sig standa sjálf- stæðisstefnunni næst. Þannig kallar öll þessi mislita hjörð sig „sjálfstæðismenn” um þessar mundir, hvort sem menn styðja Gunnar, Geir eða Albert. Jafnframt því, sem skoðanakönnun sýnir fylgis- aukningu Sjálfstæðisflokksins, sýnir hún mikið tap Framsóknar- og Alþýðuflokks frá kosningunum. Tap Framsóknar á rætur að rekja til þess, að fram- sóknarmenn hafa svikið kosningaloforð sín. Þeir unnu mikinn sigur í síðustu kosningum, vegna þess að þeir svöruðu hinni óvinsælu leiftursókn með ,,niður- talningarstefnu”, sem fólki leizt mun betur á. Nú er þetta nýja fylgi Framsóknarflokksins komið á rás, vegna þess að flokkurinn hefur ekki komið kosninga- stefnunnií framkvæmd. Alþýðuflokkurinn er nú kominn niður i það fylgi, sem hann hafði á dögum vinstri stjórnarinnar sam- kvæmt skoðanakönnunum þá. Þótt flokkurinn tapaði í kosningunum, varð skellurinn minni en ella, af því að hann fékk síðustu vikurnar fyrir kosningar stuðning allmargra flóttamanna undan leiftursókn sjálfstæðis- manna. Þetta fólk hallast nú aftur að Sjálfstæðis- flokknum. Afstaðan til leiftursóknarinnar var aðalskýring kosningaúrslitanna í fyrra. Nú hefur leiftursóknin verið afmáð. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1980. f ' ' Eistland, Lettland og Litháen: Þau fengu líka frelsi 1918 Árið 1918 hlaut ísland sjálfstæði. Sama ár lauk fyrri heimsstyrjöldinni og í kjölfarið hlutu margar Evrópu- þjóðir frelsi. Má þar nefna Tékkó- slóvakiu og Eystrasaltsríkirt þrjú, Eistland, Lettland og Litháen auk fleiri ríkja. Örlög fslands hafa orðið önnur en þessara fjögurra rikja. Allir þekkja hvernig fór fyrir Tékkum og hvernig herir Sovétríkjanna óðu þar yfir í ágúst árið 1968. Síðan hafa fáir haldið að almennu frelsi væri þar troðið upp á landsbúa i neinu óhófi nema síður sé. Örlög Eystrasaltslandanna urðu þó mun hrikalegri en Tékkóslóvakíu. f því tilvikinu höfðu ráðamenn Sovét- ríkjanna engin vettlingatök á hlutun- um og innlimuðu ríkin þrjú, Eistland Lettland og Litháen í Sovétrikin árið 1944. Það hafði raunar verið hug- myndin að gera það þegar árið 1918 en mistókst vegna þeirrar óreiðu sem þá var á öllu austur þar vegna falls keisaradæmisins rússneska ogþýzka og valdatöku bolsévíka. Löndin höfðu reyndar löngum verið undir járnhæl rússneskra og þýzkra ráða- manna. En vegna þess að á morgun hefst sovézk menningarviku í Reykjavík þar sem kynnt verður menning og listir í sovétlýðveldinu Eistlandi er rétt að snúa sér að málefnum þess og rifja upp söguna af því hvernig Eist- land, rikið sem loks hlaut sjálfstæði árið 1918 — sama ár og við íslend- ingar —, varð Sovétlýðveldi. / Eistlenzka lýðveldið var stofnað árið 1918. Fyrsta stjórnarskrá lands- ins var mjög lýðræðisleg. Til að koma í veg fyrir að valdið kæmist í fárra hendur var það í raun ekki til. Ekki þurfti nema undirskrift tuttugu og fimm þúsund kjósenda til að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um ýmsar ákvarðanir eða tillögur. Sósíaldemókratar og verkamanna- flokkurinn (kommúnistar) fengu meirihluta á þingi landsins í fyrstu kosningunum eftir að það hlaut sjálf- stæði. Síðar meir jókst fylgi hægri flokkanna. Kommúnistar fengu aldrei meira en 40% atkvæða. Var það í kosningum árið 1923. Áriðeftir hrundi fylgið af þeim. Þá gerðu þeir tilraun til stjórnarbyltingar, sem mis- tókst þrátt fyrir að hún naut stuðn- ings Sovétrikjanna. Eistland fór illa út úr heimskrepp- unni, sem hófst árið 1929, eins og önnur ríki heimsins. Útflutningstekj- ur minnkuðu um sextíu af hundraði. Tekjur landbúnaðarverkamanna drógust saman um helming. Atvinnu- tækifærum fækkaði mjög. Vegna þessa og einnig af því að framkvæmdavaldið í landinu var mjög veikt varð verulegur pólitískur órói í landinu á fjórða áratugnum. Kröfur um sterkara forsetaembætti komu fram. Svo fór að ný stjórnar- skrá var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1933. Vegur fasista í Eistlandi jókst nokkuð í byrjun fjórða áratugarins og drógu þeir enga dul á þá ætlun sína að taka völdin í landinu. Konstantin Páts forsætisráðherra landsins brá þó við í tíma og kom í veg fyrir valdatöku þeirra. Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá gat hann lýst yfir einhvers konar neyðarástandi. Tók hann sér alræðis- vald í marz árið 1934. Þá hafði þingið samþykkt neyðarráðstafanir for- sætisráðherrans en var að því loknu sent heim. Öll starfsemi stjórnmála- flokka var bönnuð samkvæmt hinum nýju neyðarlögum. Páts og stjórn hans voru við völd til ársins 1938. Þá var aftur kosið til þings landsins. Fyrsta verk þess var að samþykkja nýja stjórnarskrá. Ekki voru þó heimiluð nein stjórn- málasamtök í Eistlandi þrátt fyrir að til þings hefði verið kjörið. KAUPA-HEÐN- ARNIR MEÐAL 0KKAR „Sjálfstæðisflokkurinn hefur miklu hlutverki að gegna. Hann er kjölfesta og boðberi frelsis og aL- hafna, sverð og skjöldur athafnalífs- ins og lífskjaranna. Íslenska þjóðin má ekki kasta fyrir borð þessu þjóð- félagsafli, því það er vörn gegn upp- lausn.” So sprach Ingólfur Jónsson í stór- merkilegu viðtali við Ellert í síðasta helgarblaði Visis. Meitluð setning um hlutverk stærsta stjórnmálaflokks- ins, sem flestir geta fallist á í hjarta sinu, hvar í flokki sem þeir standa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið vörn gegn upplausn, fleirum en flokksmönnum kann að óa við því að liann liðist í sundur. En nú er upplausn í sjálfu sam- einingaraflinu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ef sundraðir eiga að „ leiða sundraða. En til eru líka þeir' sem harma lítt hrun Sjálfstæðis- flokksins og ætla að hirðareyturnar sér til upphefðar og valda. Þeir eru meira að segja strax farnir að vokka yfir líkinu, pólitískir andstæðingar eru að verki innan flokksins, sem náði hámarki með myndun núver- andi rikisstjórnar og notfærðu sér persónulega metnaðargirni til að kljúfa sjálft „sameiningarafl þjóðar- innar.” Snjallt bragð sem engin dæmi þekkjast um síðan Hermann og Eysteinn beittu Alþýðuflokknum í pólilísku samsæri gegn elskulegum læriföður sínum Hriflu-Jónasi. Svo ódrengilegar aðfarir skilja eftir blóðug svöðusár í þjóðarlíkamanum meðeitri haturs. " Kannski á sundrungin innan Sjálf- stæðisflokksins þó líka dýpri rætur í þjóðfélagsþróuninni. Sú sundrung sem alið hefur verið á milli borgar og dreifbýlis (hvar eru þingmenn Reyk- víkinga?), verkar lamandi á Sjálf- stæðisflokkinn. Og það er engin til- viljun, að höfundur geðveikislegra hatursskrifa um blessaða sauðkind- ina (hættið að kaupa kjötið), er einn helsti offíseri og tengibrú milli Guðföðurins og Landföðurins, sem sótti Gunnar bakdyramegin inn í Sjálfstæðisflokkinn. Annað er jafnvel þyngra á metum, breytingar á þjóðfélaginu vegna verðbólgu og vísitölu og misbeitingar verkalýðsfélaganna valda þvi að ójöfnuður fer vaxandi. Hér er auð- Föstudags grein stétt (kölluð dónalega gróðapungar), sem veit ekki aura sinna né tekna tal og er nú tekin meira en nokkru sinni áður*að beita fjármunavaldinu til pólitískra áhrifa og hagsmuna. Á hinn bóginn fer hagur almennings síversnandi og má ekki mikið út af bregða til þess að komi vandræða- ástand, það er jafnvel byrjað í íbúða- málum. Þessi vaxandi ójöfnuður er að verða alvarlegasta meinsemdin innan Sjálfstæðisflokksins. Það er lífsskil- yrði fyrir hann, ef hann á að heita áfram sameiningarafl að draga úr þessum ójöfnuði, standa gegn hags- munapoti „gróðapunganna” og leggja höfuðáhersluna á að bæta hag þeirra sem erfiðast eiga. Ef honum tekst þetta ekki, og einkanlega ef „gróðapungarnir” ná valdi yfir flokksstarfseminni, þarf hann ekki einu sinni að klofna. Eftir áratug verður komin á skandinavísk flokka- skipun. Þetta er stórfellt áhyggjuefni fyrir fjölda fólks sem hefur jafnvel í ára- tugi stutt flokkinn i þeirri ætlan að hann væri sameiningarafl sem bægði frá upplausn. Hugmyndir þessar blandast auðvitað inn í flokksstarf- semina, þar má finna merki þess, hvernig upplausnin og deilurnar lama flokkinn og gera hann lítt færan um að taka ákvarðanir eða setja frani stefnumörkun. Framsetning og allur fáránleiki leiftursóknarherfcrðar- innar stafaði sennilega af lömunar-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.