Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 1
!
I
6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER1980. — 237. TBL.
RITSTJÓRN SlÐUMULA 12. AUGLÝSINGAROG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ÍI.-AÐALSÍMI 27022.
1 gær gaus nyrzt í gossprungunni við Sandmúla. Hraunáin rennur frá gignum til norðurs og yfir hraunið sem rann I júlf.
DB-mynd Sig. Þorri.
Gosið við
Leirhnjúk
í rénun:
„Við getum búizt við nýrri umbrota-
hrinu tiltölulega fljótt aftur,” sagði
Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur á
gosstöðvunum norðan Leirhnjúks í sam-
tali við DB i morgun. „Þessi hrina er
með allra minnstu umbrotahrinum,
ekki nema 50—60% af þeirri síðustu.
Af þeirri reynslu sem við höfum fengið
má búast við því að styttra verði
næstu hrinu, því meiri sem umbrotin
STYTTRA VERMJR
í NÆSTU HRINU
— Hrinan nú með þeim allra minnstu
eru því lengra er á milli hrina.”
Eysteinn treysti sér ekki til að spá í
hvenær næsta hrina yrði en sagði að 3
mánuðir væru frásíðustu hrinu.
Þar sem þessi hrina er með þeim
minnstu ættu því að vera innan við þrír
mánuðir í næstu hrinu, standist
kenningin.
Spurningunni um hvar næsta gos
gæti hugsanlega komið upp taldi
Eysteinn ekki hægt að svara. „Ein-
hvers staðar á gossprungunni,” sagði
hann. „Gos eru þekkt suður- og suð-
austur fyrir Mývatn og alveg norður
undir byggð í Reykjahverfi, það er um
60 kílómetrar á milli endanna.”
„Gosið er óbreytt frá því í gærmorg-
un, þetta er komið í sama farveg og
júlígosið, það var ákaft til að byrja
með en síðan svipað í viku,” sagði Páll
Einarsson er DB spurði hann um stöðu
gossins í morgun. -KMU.
G
sjá nánarábls.4
)
>
Framsóknar- og alþýðuf lokks-
menn m jög klof nir í hermálinu
Framsóknar- og alþýðufiokks-
menn eru mjög klofnir í afstöðu til
hersins. Það sýna skoðanakannanir
Dagblaðsins.
DB hefur farið ofan f saumana á
tveimur könnunum sinum, um af-
stöðu til fiokkanna og afstöðu til
hersins. f ljós kemur aö þriðjungur
þeirra sem i könnuninni sögðust
standa næst Framsóknarfiokknum
eru andvígir hernum. Nærri 29 af
hundraði alþýðuflokksmanna í
könnuninni eru andvigir hernum. I
báðum þessum flokkum er þó skýr
meirihluti fylgjandi áframhaldandi
dvöl hersins hér á landi.
Þessar tölur ber að taka með
varúð, þar sem niöurstöður slíkrar
könnunar verða ónákvæmar þegar
farið er að skipta lágum tölum upp.
En könnunin sýnir hversu klofnir
stuðningsmenn þessara tveggja
fiokkaeru í afstöðu til hermálsins.
Af sjálfstæðismönnum i
könnuninni voru hátt i 90 prósent
fylgjandi hemum, en rúm 6 prósent
andvigir. Af alþýðubandalags-
mönnum voru rúm 90 prósent and-
vígir hernum en tæp 5% fylgjandi.
-HH.
c
— sjá á bls
■ 13 ]
Ungverjaland:
Viljafámeira
frelsi fyrir
verkamenn
— erlfréttirbls.8-9
Er eitthvað
athugavert
við mjólkur-
geymslur
verzlana
— sjá neytendasíðu
bls. 12
Lítið viðífreð-
mýrarborginni
Arkangelsk
-sjábls. 22-23
Úrslitívin-
sældakosningum
Melody Maker
— sjábls. 11
Hamborgara-
veizla Dag-
blaðsbarna
— sjá bls. 6
Fólkog
fleira Fólk
— sjá bls. 16
Formaðurfull-
trúaráðsins
féll íFella-
ogHólahverfi
— Sjálfstæðisf lokk-
urinn ekki bezta
dæmið um sam-
hentan f lokk,
segir Davíð
Oddson
— sjá bls. 5