Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.10.1980, Qupperneq 8

Dagblaðið - 20.10.1980, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980. Pólland: Frjálsu verkalýðssam- tökin ekki viðurkennd —munum kjósa stjóm þeirra og halda áfram starfsemi hvað sem stjómvöld gera, segir Walesa Lech Walsea helzti leiðtogi samtaka hinna frjálsu verkalýðs- samtaka i Póllandi sagði að kjörin mundi stjórn samtakanna og starf- semin halda áfram ótrufluð, þrátt fyrir að dómstóll i Varsjá hafi tilkynnt að hann treysti sér ekki til að viðurkenna samtökin af laga- legum orsökum. Segir dómstóllinn að enn skorti á ýmsar upplýsingar um samtök þau er Walsea stofnaði í Gdansk og víðar eftir að allsherjar- verkföllunum í Póllandi lauk í fyrri mánuði. Ljóst er að Walesa nýtur mikilla vinsælda meðal pólsks almennings og var honum ákaft fagnað hvar sem hann fór í gær um suðurhluta Póllands. Á fundi sem hann hélt í gær fyrir sex þúsund manns á markaðstorgi i borginni Krakow hét hann því að Ijúka því verki er hann hóf i ágúst siðastliðnum þegar verk- föllin í Gdansk hófust og krafan um frjáls verkalýðsfélög í Póllandi fékk byr undir báða vængi. Walsea benti yfirvöldum í Póllandi á að þau gætu ekki snúið þróuninni við. Verkalýðssamtökin sem nú hafa um sex milljón félaga mundu hefja starfsemi í dag, hvort sem dómstóllinn i Varsjá viðurkenni tilveru þeirra eða ekki. Sagði hann verkamönnum að þeir hefðu ekkert að óttast. Samtök þeirra væru orðin að fjöldahreyfingu. Ef samtökin fá ekki skráningu hjá yfirvöldunum látum við sem við vitum ekki af skrif- stofuveldinu, sagði Walsea. Athugun á máli hinna nýju frjálsu verkalýðssamtaka hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. f viðtali sem hin opinbera pólska fréttastofa birti í gær v» dómarann sem kannar mál samtakanna segir hann að þau verði að vera grundvölluð á þeim samningum sem pólsk yfirvöld og verkfallsmennirnir hafi samið um og auk þess á þeirri hugmyndafræði sem yfirlýst var um hvemig samtökin ættu að verða. Haft var eftir dómaranum að á- kvæði þess efnis fyndust ekki í sam- þykktum hinna nýju samtaka. Kommaráðherrar þinga í Varsjá Utanríkisráðherrar kommúnistaríkja Austur-Evrópu komu saman til fundar í gær í Varsjá í Póllandi. Er talið að umræðuefni þeirra verði viðtækt og nái allt frá sambandi austurs og vestur, styrjöldinni við Persaflóann og að stjórnmálaástandinu í Póllandi að loknum allsherjarverkföllum þar og miklum umskiptum í ríkisstjórn landsins. SíkíöwmviðBÐIíl kl.18.00 FALLEGAR GJAFAVÖRUR Fundur utanríkisráðherranna i Var- sjá var ákveðinn áður en til vinnustöðv- ana kom í Póllandi og Gierek formaður. kommúnistaflokksins og fleiri forustu- menn hröktust frá völdum. Að sögn kunnugra mun eitt helzta umræðuefnið á fundi ráðherranna verða hvernig koma megi lífi í undirbúning undir Madridfundinn fyrirhugaða um slökun spennu í Evrópu. Á hann að verða í framhaldi af fundunum um sama efni í Helsinki og Belgrad. Þrettán drepnir íGuatemala um helgina Vinstrisinnaðir skæruliðar skutu níu lögreglumenn til bana í nokkrum árásum á lögreglustöðvar i höfuðborg Guatemala um helgina. Að sögn lögreglunnar réðust skæruliðarnir einnig á höfuðstöðvar eiturlyfjalögregl- unnar og sprengdu þær í loft upp. Við það særðust einnig þrír óbreyttir borgarar. Auk lögreglumannanna féllu fjórir óbreyttir borgarar í átökum lögreglu og skæruliða í þessu stríðs- hrjáða Mið-Ameríkuriki. steinsíYlíur Hollenskar steinstyttur úr muldu grjóti veita varanlega ánægju Ytir 100 geróir og margar ólikar stiltegundir. krydd & ilmkeríi Juitakrydd trá Frakklandi þrjár kryddblöndui sem geta mikla möguleika á tilbreytni vió matargeró. Herbs Irom Pro vinde, Fterbs lor lish, Tarrgon blend Ósvikió hunang ur villi blómum Suður-Frakklands. Ilmkerti sem eyða matarlykt og bæla andrúmslottið brennslulimi 20 klst. um 26 ilm- geröir KIRKJUFELL KLAPPARSTÍG 27 SÍMI: 21090. Flóttamenn hafa streymt frá oliuborginni Al Faw i trak á undanförnum dögum. Nú munu aðeins fáir vera þar eftir en áður fyrr voru ibúar borgarinnar 75 þúsund. Miklar loftárásir hafa verið gerðar á borgina. Fyrir styrjöid trak og trans voru um það bil 800 þúsund tunnur af þeim 3,5 milljónum tunna sem trakar fluttu út af oiiu fluttar um Al Faw. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti: Reagan eykur hættu á kjamorkustyrjöld sem væru Bandaríkjunum hag- stæðari en nýgerðir samningar um afvopnun og takmörkun kjarnorku- vígbúnaðar. Sjálfur sagðist forsetinn hafa haft tækifæri til að kynnast þessum málum náið síðastliðin fjögur ár og búa með þeim og hugmyndir Reagans væru allt of áhættusamar. Ronald Reagan svaraði ræðu Carters í gærkvöldi og bar þar harð- lega af sér að hann mundi leiða Bandaríkjamenn út í kjarnorku- styrjöld ef hann yrði kjörinn forseti. í sjónvarpsræðu sem Reagan flutti í gærkvöld lagði hann fram áætlun í niu liðum sem hann sagði að mundi setja Bandaríkin aftur í þá stöðu sem þau ættu að vera i með hernaðarmál sín. — Við verðum að byggja vonir okkar um frið á eigin afli, — sagði hann. Við verðum þvi að gera okkur grein fyrir þeirri sorglegu staðreynd að Bandaríkin hafa dregizt aftur úr, bæði á sviði efnahagsmála og hern- aðarmála. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hélt því fram í útvarpsræðu er hann flutti í gær að líkurnar fyrir kjarn- orkustyrjöld mundu aukast ef Ronald Regan yrði valinn forseti Bandaríkjanna. Hins vegar sagði hann að likurnar á slíkri styrjöld minnkuðu yrði hann sjálfur kjörinn. Carter gagnrýndi mjög þá fyrirætl- un Reagans að ætla að neita aö skrifa undir Salt II sáttmálann og neyða Sovétmenn með vopnakapphlaupi til að ganga að samkomulagi sem væri Bandaríkjunum hagstæðara en Salt II. Bandaríkjaforseti réðst einnig á Reagan fyrir að sá siðarnefndi hefði fullyrt að dregið hefði úr hernaðar- mætti Bandaríkjanna á valdatíma sínum. Sagði forsetinn að stefna Reagans væri sú að neita að sam- þykkja gerða samninga, hefja siðan vigbúnaðarkapphlaup við Sovétríkin og taka áhætuna af því að hræða Sovétmenn til að ganga til samninga Hefur bæöi dregiö úr hernaöar- og efnahagsmætti Bandaríkjanna í valdatiö Carters?

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.