Dagblaðið - 20.10.1980, Page 22
22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
Sterkastur
i sinum stærðarflokkf
HEIMSÞEKKT MERKI
ÁRMÚLA 7 - SÍAAI 84450
Þú ert alftafmeð bílinn í toppstWingu
efþúnotar e/ectroniska
kveikju; háspennukef/i, sem
gefur 50% meiri spennu en venjulegt kef/i
Silicone kveikjuþræðir sem endast líftíma bílsins.
Eyðslan er frá 5%—25% minni eftir stærð og gerð bíia.
Auðveldísetning — Hagstætt verð
Einkaumboð á tslandi:
STORMUR H/F
Tryggvagötu 10 — Sími 27990 — kl. I —6.
'TURA"
high SPEt
ID
Ljósmyndapappír
plasthúðaður
í miklu úrvali. 6 mism. áferðir, t.d. flos-matt, mjög falleg áferð i stórar
stækkanir. Sama verð á öllum áferðum.
Eif’um einniff litaðun pappír, mjöf>
hen tunur f/auglýsingamyndir.
Litir: Gulur—Rauður
Silfur—Gull.
Við eigum öll efni Póstsendum
Verð: Format.
9X13-100 bl. kr.
13X18- 25 bl. kr.
18X24- 10 bl. kr.
24X30- 10 bl. kr.
24X30- 50 bl. kr.
30X40- 10 bl. kr.
40X50- 10 bl. kr.
8.140.-
4.250.-
3.220.
5.535.-
26.300.-
5.535.-
15.580.-
50X60- 10 bl. kr. 22.180.
og tœki til Ijós-
myndagerðar.
amatOr Ijósmyndavörur
Laugavegi 55. Sími 12630.
Naglalengingar .
og viðgeröir
Nýtt, þægilegra háreyðingar-
vax.
ÖH almenn snyrting.
BIODROGA vörurnar vinsælu
SNYRTIST0FAN
LAUGAVEGI 19 3. h.
PÍTÍ,. Guðrún Ó. Sveinsdóttir
17445 sn yrtifræðingur
Hlutafjár-
aukning
Á hluthafafundi félagsins, sem haldinn var 8.
október 1980, var samþykkt að auka hlutafé
félagsins úr kr. 2.940.000.000 í kr.
3.500.000.000, eða um 560 milljónir, sem eru
19,05%. Samkvæmt 4. gr. samþykkta félagsins
eiga hluthafar forkaupsrétt að kaupum á hinum
nýju hlutum í réttu hlutfalli við hlutaeign sína í
félaginu.
Þeir hluthafar, sem vilja neyta forkaupsréttar
síns, tilkynni það hlutabréfadeild félagsins fyrir
15. nóvember 1980, þar sem áskriftarlisti liggur
frammi. Aukningarhlutir verða gefnir út á nafn
og skulu staðgreiddir samkvæmt nafnverði.
Óski hluthafar eftir að kaupa aukningarhluti um-
fram þau 19,05%, sem þeir eiga rétt á, skulu þeir
tilkynna það hlutabréfadeild fyrir 15. nóvember
1980.
Stjórn Flugleiða hf.
Litið við ífreðmýrarborginni Arkangelsk:
Kommúnistinn okkar
segir ekkert — en það
þyngist á honum brúnin
Kristinn Snæland segir f rá vist í sovézkri höf n
Vöruval i matvöruverzluninni var fátæklegt og ekki beinlfnis snyrtilegt. Brauð var
afhent umbúðalaust eins og aðrar vörur. Viða sáust langar biðraðir við verzlanir
og var þar margt skrafað og skeggrætt. DB-myndir: Kristinn Snæland
Frá íslandi er haldið eftir að hafa
lestað þorskhausa sem við losum I
Antwerpen til framhaldsflutnings á
Nigeríu. Einhverjir gárungar í
Reykjavík höfðu á orði að nóg væri
af þorskhausum um borð en vitan-
lega máttum við ekki missa þá og því
var nokkrum bætt við í Reykjavík og
á fleiri stöðum sem máttu missa
nokkra slíka.
Frá Antwerpen snerum við stefni
til norðurs upp með Noregi mót
Knöskanesi eða Nordkapp sem er
nyrsti hluti Noregs. Þaðan styttist
leiðin inn í sovéska lögsögu, við
siglum hjá Vardö, fyrir Harðangurs-
fjörð, þar inn af er Petsamo sem
fræg er i íslandssögunni eftir ferð
m/s Esju þangað á stríðsárunum til
að sækja landsmenn okkar úr
höndum herveldis. Ekki höfum við
lengi siglt sovéskan sjó er rússnesk
korvetta birtist, rennur aftur með
okkur, við heilsum með fánanum og
fyrstu formsatriðum er fullnægt.
Nú erum við undir eftirliti. Enginn
um borð skilur tilgang þessa eftirlits,
jafnvel kommúnistinn okkar segir
ekkert, en það þyngist á honum
brúnin. Að kvöldi föstudags erum
við í Arkangelsk.
í kaupstaðarferð
Við sem erum í kaupstaðarferð til
Arkangelsk að sækja timbur til hús-
bygginga á íslandi leggjum seint og um
síðir upp að kajanum í Arkangelsk,
Við höfum á leiðinni upp ána Dvinu,
skilað pössum í hendur eftirlitinu og
þegar er skipið er bundið standa tveir
hermenn á kajanum við skipið, til
þess að líta eftir þessum voðalegu
mönnum ofan af íslandi.
Annar þeirra stendur við stafn
skipsins en hinn við landganginn úr
afturendanum, sá hefur púlt eitt mik-
ið sér til fulltingis, í það er troðið
vegabréfum vorum, hvenær sem við
þurfum i land. Jafnvel hásetar sem
stýrimenn sem aðeins sinna viðhalds-
störfum við þá hlið skipsins sem snýr
að landi, verða að skila vegabréfum.
Þetta gífurlega eftirlit virkar fárán-
lega á frjálsborna menn. Þegarvatns-
báturinn leggur upp að hlið skipsins
frá hinum frjálsa heimi, þá standa
tveir hermenn vörð, þar um borð,
annar i stefni hinn í skut. Ekki getur
friðsamt kaupfar I kaupstaðarferð,
með tuttugu manna áhöfn, reiknast
sem hættulaust hinum miklu Sovét-
ríkjum?
Við sent erum framsóknarmenn af
Íslandi og gagnrýnir aðdáendur
kapítalistanna í Ameríku, við horfum
agndofa á þetta lögreglu- og hereftir-
lit. Jafnvel þegar strákunum dettur í
hug að henda frá borði beini fyrir
rússneskan hund, grípur lögreglan
eða herinn fram I, rússneskir hundar
skulu ekki fóðraðir á vestrænum
beinum , strákarnir fá ákúrur og
hundurinn spark, því jafnvel rúss-
neskur hundur má ekki finna ilm né
bragð vestræns matar. Við erum í
Arkangelsk, órafjarri vestrænni
menningu.
Landganga
Klukkan sjö að morgni rennir lítil
rúta að skipshlið og kurteis og elsku-
leg stúlka býður hverjum sem vill far
upp í sjómannaheimili borgarinnar.
Við nýliðarnir þiggjum gott boð, en
hinir reyndari taka taxa beint í dans-
staðinn Sólumballa. Sjómannaheim-
ilið í Arkangelsk á skilið kapitula
fyrir sig. Þetta heimili er rekið af
stéttarfélagi sovéskra sjómanna, sem
heitir á ensku, ,,Sea and River
Workers Union”. í stuttu máli má
segja að I þessu sambandi eru Sovét-
menn langt á undan félögum vorum í
vestrænum löndum. Við fáum
ókeypis far frá skipshlið upp i þetta
sjómannaheimili en þar er á boðstól-
um kvikmyndasýningar diskótek,
tafl, billjard, bókasafn á mörgum
tungumálum, bar og sitthvað fleira.
Þennan stað sækja auk sjómanna frá
hinum ýmsu löndum, námsfólk úr
æðri skólum.
Á þessu stórgóða sjómannaheimili
gátum við svo fengið gefins margs
konar rit og bækur um Sovétríkin,
kommúnismann og framgang hans.
Það skal ekki af Sovétmönnum
skafið að sjómannaheimilið og sú
þjónusta sem þess elskulega starfs-
fólk veitti er sovésku þjóðunum
sannarlega til mikils hróss. Sem
dæmi má nefna, að þegar eg sýndi
áhuga á fána og merki félagsins þá
var mér gefið hvort tveggja. Sú
gestrisni og hlýja sem mætti sjó-
manninum á hinu sovéska sjómanna-
heimili mætti gjarnan verða fyrir-
mynd sjómannaheimila um heim
allan. Að lokinni skemmtan og smá
aukaferð um hverfi næst sjó-
mannaheimilinu var okkur ekið
aftur um borð i hið hættulega skip.
Landgöngu skal lokið fyrir kl. tólf á
miðnætti.
Fríverslunin
Þegar gengið skal í land að degi, er
um tvennt að velja, annað hvort bíða
Sovézku krakkarnir voru býsna leikin á tunnunum á þessum fátæklega leikvelli. Við barnaheimilin voru hins vegar vel og
fallega útbúnir leikvellir.