Dagblaðið - 20.10.1980, Side 24
24
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
Veðrið
Spáð er avipuöu veðri áfram.
Austan kaldi verður við suðurströnd-
ina, hesgur vindur viðast hvar á
landinu, lóttskýjað alls staðar nama á
Norðausturlandi, þar verða smáél á
stöku stað. Frost verður áfram, tölu-
vert mikið nœturf rost en minna á lág-
lendi.
Klukkan sex var austan 3, látt-
skýjað og —4 stig ( ReykjavSc,
austsuðaustan 4, skýjað og —1 stlg á
Gufuskálum, austsuðaustan 3, lótt-
skýjað og við frostmark ó Galtarvita,
suðaustan 3, heiðskirt og —9 stig á
Akureyri, suðvestan 4, alskýjað og 2
stig á Raufarhöfn, vestan 2, lótt-
skýjað og við frostmark á Dalatanga,
norönorðvestan 4, lóttskýjað og —3
•tig á Höfn og austan 3, hálfskýjað
og 3 stig í Vestmannaeyjum.
í Þórshöfn var 1 stig og alskýjað, 5
stig og skýjað ( Kaupmannahöfn, 5
stig og skýjað ( Osló 5 stig og lótt-
skýjað ( Stokkhólmi, 8 stig og súld (
London, 3 stig og lóttskýjað ( Ham-
borg 8 stig og alskýjað í París, 1 stig
og heiðskírt ( Madrid og 10 stig og
heiðskfrt var (Lissabon.
AncKlát
Margrét Jónsdóttir frá Skuld sem lézt
29. sept. sl. var fædd 4. nóvember
1885. Foreldrar hennar voru Jón Ólafs-
son og Guðfinna Egilsdóttir. Margrét
ólst upp hjá frændkonu sinni Guðrúnu
Magnúsd. og manni hennar Vigfúsi
Guðmundssyni, fyrst austur í Þykkva-
bæ en fluttist síðan með þeim til
Reykjavíkur. Árið 1906 kvæntist hún
Stefáni Björnssyni. Bjuggu þau fyrst í
Reykjavík en fluttust síðan til Vest-
mannaeyja Stefán lézt árið 1957.
Eignuðust þau 7 börn og komust 4
þeirra á legg.
Sigurður Sigurðsson, Götuhúsum, sem
lézt 12. október sl. var fæddur 27.
október 1914 að Götuhúsum á Stokks-
eyri. Foreldrar hans voru Valgerður
Jónsdóttir og Sigurður Sigurðsson.
Hann nam trésmíðar hjá Kriítni
Vigfússyni á Selfossi og tók meistura-
réttindi í þeirri grein. Hann starfaði að
mestu leyti sjálfstætt við iðn sina.
Guðriður Eygló Stefánsdóttir sem lézt
10. október sl. var fædd 4. ágúst 1911.
Foreldrar hennar voru Margrét Jóns-
dóttir og Stefán Björnsson frá Skuld. i
æsku nam hún Ijósmyndun og starfaði
nokkuð við þá iðn á yngri árum en
stundaði þar að auki verzlunarstörf um
nokkurra ára skeið í Vestmannaeyjum.
Árið 1937 kvæntist Guðríður Ólafi
Björnssyni. Lézt hann árið 1969. Þau
eignuðust 4 syni.
Dagmar Helgadóttir sem lézt 10.
október sl. fæddist 15. júni 1914. For-
eldrar hennar voru Helgi Dagbjartsson
og Ágústa Guðmundsdóttir. Þegar hún
flutti að heiman lá leiðin til Vest-
mannaeyja þar sem hún vann lengst af í
Apóteki Vestmannaeyja. í Vestmanna-
eyjum kvæntist hún Tómasi Snorra-
syni. Eignuðust þau einn son en slitu
samvistum. Flutti Dagmar þá til
Bítlaþátturinn lyfti útvarpinu
upp fyrir meðalmennskuna
Kvefpest sá svo um að þessi helgi
fór nær eingöngu í ágláp sjónvarps
og hlustun á útvarp. Ég horfði á alla
sjónvarpsdagskrána föstudags-, laug-
ardags (ekki þó íþróttirhar) og
sunnudagskvöldið og hlustaði auk
þess mikið á útvarpið. Þessi helgi var
næsta lík svo mörgum öðrum nema
hvað Bítlaþáttur Þorgeirs Ástvalds-
sonar lyfti henni vel upp fyrir meðal-
mennskuna. Ég segi enn og aftur,
undarlegt að hafa hann á sama tíma
og bíómynd sjónvarpsins, ég tala nú
ekki um þessa helgina að hafa hann á
sama tíma og Helga Möller og
Jóhann Helgason voru að gera stóra
hluti á sjónvarpsskjánum, frá út-
landinu. Ég greip því til þess ráða að
brjóta lögin, tók þátt Þorgeirs upp á
segulband og lék síðan á meðan þulur
las tilkynningar í útvarpið á
sunnudaginn, Fyrirgefðu, Andrés.
Ég er ekki ein af þeim sem
sjónvarpið ætlar að höfða til með
nýjum þætti um myndlist, ég á ekki
litsjónvarp. En þó svo væri ekki
fannst mér verulega gaman að þætti
Björns Th. Björnssonar um myndlist
í gær. Björn er virkilega góður út-
varps- og sjónvarpsmaður, höfðar
vel til áhorfenda og heyrenda og
talaði hann um myndlist eins og hún
væri eitthvað fyrir venjulegt fólk, en
ekki fyrir fáa útvalda eins og gagn-
rýnendum sumra blaðanna hættir til
að gera.
Sama má segja um tónlistarþætti
Atla Heimis í útvarpi. Þó ég hefði
ekki gaman af því að hlýða á verkin 4
orgel og 3 dansar fyrir mögnuð og
undirbúin pianó á laugardaginn hef
ég oft haft verulega gaman af tónlist-
arútskýringum Atla, þó ekki finnist
mér það næg ástæða til þess að hafa
þá á allra bezta hlustunartíma út-
varpsins. Mér skilst að aðdáendur
Atla séu ekki matgir auk mín.
Nú á laugardaginn var fluttur
síðasti þátturinn af Hringekjunni.
Þetta finnst mér synd. Þessi þáttur
hefur verið lofaður hástöfum af
öllum þeim sem á hann hafa hlýtt og
fyndist mér það næg ástæða til að
halda áfram með þá. En kannski cr
von á öðrum þætti jafngóðum, það
verðum við að vona.
Þættirnir Spaugað í ísrael eru eitt
af mínum uppáhaldshlustunarefnum
í útvarpi. Róbert Arnfinnsson les
kímnissögur Efraim Kishon frábær-
lega vel og það skemmtilega við þær
er að þó þær séu skrifaðar við
ísraelskar aðstæður gætu þær að
sumu leyti hafa gerzt hér á landi.
Nýja kvöldsagan i útvarpinu
Hetjur á dauðastund höfðaði ekkert
sérstaklega til mín. Hvað sem hver
segir, jafnvel biskup í Noregi, á ég
svo erfitt með að trúa fullkomnu
æðruleysi manna frammi fyrir af-
tökusveit. Ég trúi mun betur þeim
sem segja að menn haldi horki vatni
né vindi af hræðslu.
Að síðustu langar mig að minnast á
framhaldsflokkinn Dýrin mín stór og
smá. Mér skilst að þáttasyrpan sem
við sjáum núna sé að verða búin.
Langar mig því að koma þeim
eindregnu óskum á framfæri að
fengin verði önnur ef til er og hún þá
sýnd fyrr á kvöldin. Ég veit sem er að
þetta er mjög vinsælt efni meðal
barna, mun vinsælla en jafnvel frá-
bærir þættir um listasögu ogekkier
ástæða til að halda börnum uppi
fram eftir öllu daginn fyrir Skólann.
-DS.
Reykjavfkur og árið 1953 kvæntist hún
Hauki Guðjónssyni og eignuðust þau
einn son. Dagmar verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
efnir til almenns félagsfundar mánudaginn 20.
október 1980 að Hótel Sögu kl. 16.15 um
reynsluna af nýjum lögum
Dagskrá: urT1 toKÍu- og eignarskatt.
16.20—16.30 Fundarsetning. Hjalti Geir Kristjánsson formaður
V.í.
16.30—17.00 Reynslan af nýjum lögum um tekju- og eignarskatt.
Eyjólfur K. Sigurjónsson lögg. endursk. Stefán
Svavarsson lögg. endursk.
17.00—17.15 Tillögur Verzlunarráös íslands til breytinga á lögun-
um. Árni Árnason framkvæmdastjóri V.í.
17.15—18.30 Álmennar umræður. Ályktanir.
18.30 Fundarslit.
Hjalti Geir
Eyjólfur
Stefón
Ámi
Erna Þorsteinsdóttir sem lézt 13.
októbersl. fæddist 21. desember 1919 á
Akureyri. Foreldrar hennar voru Þor-
steinn Stefánsson og Óla Sveinsdóttir.
Ung giftist hún Kristjáni Lundberg og
bjuggu þau á Neskaupstað. Hin síðari
ár rak Erna verzlun. Þau eignuðust
fjóra syni.
Guðrún Sigriður Jónsdóttir frá Fagur-
hóli til heimilis að Hólagötu 41
Njarðvík, lézt á Sjúkrahúsi Keflavíkur
17. október sl.
Helga Jónsdóttir, Skarðshlið 11 E
Akureyri, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 22.
október nk. kl. 13.30.
Rannveig Hávarðina Hjáimarsdóttir
frá Bolungarvík, sem lézt 12. október
sl. verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 22. október nk.
kl. 13.30.
Jón Kristinsson verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 20.
október nk. kl. 13.30.
Elísabet Eggertsdóttir, Langeyrarvegi 2
Hafnarfirði, lézt 16. október sl.
Tapaði gullúri
Ung stúlka varð fyrir því óláni
að tapa rándýru gullúri sinu í
Hollywood eða þar fyrir utan á
laugardagskvöldið. Úrið er með
gullkeðju, frekar breiðri. Hafi
einhver fundið úrið er hann
vinsamlegast beðinn að hafa
samband við DB. Fundarlaun eru
íboði. -ELA.
Andrés Andrésson vélstjóri, Flókagötu
16, er látinn,
Guðbjörg Helga Jensdóttir, Bergþóru-
götu43B, lézt 16. október sl.
Hannes Kristmundsson, Austurbrún
23, verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 21. október nk.
kl. 15.
Hvers konar þjóðfdlag
viljum við?
er yfirskrift fundar i kvöld að Hótel Heklu (sal i
kjallara) kl. 20.30, sem haldinn er á vegum Kommún-
istasamtakanna. Frummælendur eru Ingólfur
Jóhannesson sagnfræðingur, ómar Harðarson prent-
ari og Guörún Helgadóttir alþingismaður. Frjálsar
umræður verða á eftir framsöguerindum.
Verzlunarráð íslands
efnir til almenns félagsfundar mánudaginn 20.
október 1980 að Hótel Sögu kl. 16.15 um rcynslunaaf
nýjum lögum um tekju- og eignarskatt.
Dagskrá
16.20—16.30 Fundarsetning. Hjalti Geir Kristjáns
son formaöur Ví.
16.30—17.00 Reynslan af nýjum lögum um tekju og
eignarskatt. Eyjólfur K. Sigurjónsson lögg. endursk.
Stefán Svavarsson lögg. endursk.
17.00—17.15 Tillögur Verzlunarráðs Islands til breyt
ingaá lögunum. Árni Árnason framkvæmdastjóri Ví.
17.15—18.30 Almennar umræður. Ályktanir.
18.30 Fundarslit.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING
Nr. 198. - 16. október 1980
Ferðamanna-
gjaldeyrir
Eining kl. 12.00 ■Kaup Sala Sala
1 Bandarfkjadolar 540,50 541,70* 595,87*
1 Steríingspund 1302,05 1304,95* 1435,45*
1 Kanadadodar 463,90 464,90* 511,39*
100 Danskar krónur 9629,85 9651,25* 10616,38*
100 Norskar krónur 11070,10 11094,70 12204,17
100 Sœnskar krónur 12950,10 12978,90* 14276,79*
100 Finnsk mörk 14780,70 148t3,50* 16294,85*
100 Franskir frankar 12830,85 12859,35* 1*145,29*
100 Belg. frankar 1851,05 1855,15* 2040,67*
100 Svissn. frankar 32885,15 32958,15* 36253,97*
100 Gyilini 27301,45 27362,05* 30098,26*
100 V.-þýzk mórk 29646,50 29712,30* 32683,53*
100 Lírur 62,46 62,60* 68,86*
100 Austurr. Sch. 4185,45 4194,75 4814,23
100 Escudos 1074,55 1078,95* 1184,65*
100 Pesetar 725,95 727,55* 800,31*
100 Yen 260,23 260,81* 286,89*
1 írskt pund 1113,15 1115,65* 1227,22*
1 Sérstök dráttarréttindi 707,82 709,40*
* Breyting frá sfðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
I