Dagblaðið - 20.10.1980, Síða 33

Dagblaðið - 20.10.1980, Síða 33
G. ÞORSTEINSSON 8 JOHNSON H.F. ÁRMÚLA1 - SÍMI 85533 Hvort sem um er að ræða nýja innréttingu í eld- húsið eða endurnýjun á þeirri gömlu er Formica ákjósanlegast, það sannar reynslan. Formica er einnig númer eitt á baðið. Þeir sem velja Formica þurfa ekki að velja aftur. Mikiö iitaúrvai Einnig marmara- og viöarmynstur Hríngiö eða lítið inn. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÖBER 1980. oft/i Abercrombie og félagar halda hér eina hljómleika John Aber- crombie þykir snjall jazzleik- ari. Hann náði talsverðri frægð með hljómsveit Billys Cobham á sínum tíma. Næsti erlendi hljóðfæraleikarinn sem Jazzvakning býður félögum sínum og öðrum á að hlýða er bandaríski gítarleikarinn John Abercrombie. Hann kemur hingað til lands ásamt félögum sínum, Richie Beirach, George Mraz og Peter Donald, og heldur eina tónleika í hátíðasal Menntaskólans við Hamrahlíð á miðvikudagskvöldið. Abercrombie hefur getið sér gott orð á undanförnum árum sem snjall jazz- og jazzrokk-gítarleikari. Hann vakti fyrst á sér athygli er hann starfaði með trommaranum og stjörnunni Billy Cob- ham. Þar áður hafði hann unnið með Brecker Brothers en með Cobham komst hann fyrst verulega í sviðsljósið. Þeir og félagar þeirra hituðu til dæmis upp á tónleikum hljómsveitarinnar Doobie Brothers um tíma. Einn góðan veðurdag áttaði John Abercrombie sig á því að það er ekkert sniðugt að vera upphitari fyrir rokk- stjörnur og hann sneri sér meira að jazzinum.Síðan hefur hann komið fram með mörgum virtum jözzurum, svo sem Gil Evans, Gato Barbieri, Barry Miles, Chico Hamilton, Jan Hammer, Jack DeJohnette, Ralph Towner og Dave Liebman. Eftir hann liggja hjá ECM-hljómplötufyrirtækinu þýzka fjórar sólóplötur og nokkrar sem hann var skrifaður fyrir ásamt fleirum. — ECM er þekkt sem útgefandi góðrar jazztónlistar. Píanóleikarinn í hljómsveitinni, sem leggur leið sína hingað til lands, er Richie Beirach. Hann er menntaður í klassískum pianóleik en hefur fengizt við jazz frá unglingsárum sínum. Eftir að hann útskrifaðist árið 1972 fór hann í hljómleikaferð með Stan Getz. Meðal annarra þekktra tónlistarmanna sem hann hefur starfað með er Dave Lieb- man. George Mraz bassaleikari er flótta- maður frá Tékkóslóvakíu. Hann er að sögn þeirra sem til þekkja einn af eftir- sóttustu bassistum í heimi. Áður en hann flutti til Bandaríkjanna aflaði hann sér reynslu i Evrópu, meðal ann- ars í Domicile-klúbbnum í Múnchen. Eftir að vestur kom starfaði hann um tíma með big bandi Thad Jones/Mel Lewis, New York Jazz Quartet, Oscar Peterson, Zoot Sims og fleirum. Loks er að geta trommuleikarans Peters Donald. Hann er ættaður af vesturströnd Bandaríkjanna en lagði leið sína austur á bóginn. Hann hitti John Abercrombie í skóla og á árum hans austur í Boston brallaði hann ýmislegt með þekktum jazzleikurum. Arið 1972 lagði hann leið sína til Los Angeles að nýju og er nú virtur hljóð- færaieikari í stúdíóum þar. Hann hefur leikið á tónleikum og inn á plötur með jafnt eldri sem yngri hljóðfæraleikur- um. Nægir þar að nefna Al Cohn/ Zoot Sints, Phil Woods, Joe Hender- son, Sam Rivers, Paul Bley og Larry Carlton. Ef litið er yfir umsagnir erlendra blaða og tímarita um John Abercrom- bie og félaga er óhætt að fullyrða áð mikill fengur er fyrir unnendur jazzlist- ar að fá að berja kvartettinn augum og eyruni. Abercrombie er lýst sem þung- um gitarleikara, nærri þvi rokkuðum. Þá fær Richie Beirach góða dóma sem frumlegur píanóleikari. Það er tónlistarfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sem stendur að hingað- komu Johns Abercrombie i samvinnu við Jazzvakningu. Tónleikarnir í MH, sem verða hinir einu hér á landi, hefjast klukkan hálfniu. . j\-j- CABIO •, -■ □ □ □ □.□ □ □ □□□□□ □ □ □’□ □ □ FX-310 BÝÐUR UPP Á: • Algebra og 50 visindalegir möguleikar. • Slekkur á sjálfri sér og minnið þurrkast ekki út. • Tvær rafhlöður sem endast í 1000 timanotkun. • Almenn brot og brotabrot. • Aðeins 7 mm þykk í veski. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. Verð kr. 39.900,- C-801 BÝÐURUPP A: • Klukkust., min., sek. • Mánuð, dag, vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu um mánaðamót. • Nákvæmni + — 15 sek. á mán. • 24 og 12 tima kerfi samtímis. • Skeiðklukka 1/100 úr sek. og millitíma. • Tölva með + — X +- og konstant. • Ljóshnappur til aflestrar í myrkri. • Rafhlaða sem endist ca 15 mán. • Ryðfritt stál. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. Verðkr. 79.950.- F-7C BÝÐURUPP Á: • Klukkust., min., sek. • Mánaðardag og vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu um mánaðamót. • Ljóshnappur til aflestrar i piyrkri. • Ein rafhlaða sem endist i 3 ár. • 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjónusta CASIO-umboðið Bankastræti 8. Sími 27510 ATH. Vantar umboðsmenn um land allt. Armbandsúr með vekjara BÝÐURUPP Á: • Klukkust., mín., sek. • Mánaðardag og vikudag. • Sjálfvirk dagatalsleiðrétting um mánaðamót. • Ljóshnappur til aflestrar í myrkri. • Skeiðklukka með millitima. • Vekjari. • Hljóðmerki á klukkustundar- fresti. • Ein rafhlaða sem endist i 3 ár. • Ryðfritt stál. • 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón- usta. Verð kr. 71.600,- Kvenmannsúr L-20 BÝÐUR UPP Á: • Klukkust., min. sek. • Mánuð, dag, vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðrétt- ingu um mánaðamót. • Skeiðklukka. • Ljóshnappur til aflestrar i myrkri. • Ein rafhlaða sem endist i ca. 15 mán. • Ryðfrítt stál. • 1. árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. Vcrð kr. 55.500,-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.