Dagblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980.
r
Ofært að taka miðdegissöguna
—margir sakna þessa göða sögutíma
Jóhanna Reginbaldsdóttir hringdi:
Þiðágætu forráðamenn útvarps!
Alveg finnst mér ófært að taka
miðdegissöguna af okkur. Ég veit að
þær voru margar svo vinsælar að
fólk sem hafði tök á að hafa útvarp á
vinnustað setti sig ekki úr færi að
hlusta, ef ekki var því meiri hávaði til
aðtrufla.
Nú er ég ekki að segja að þið eigið
að afnema þáttinn sem er á þessum
tíma núna. Hins vegar vil ég mælast
til þess að þið setjið söguna á sama
tíma og áður milli kl. hálfþrjú og
þrjú og sníðið tónlistarþáttinn eftir
því.
Að lokum vil ég skora á fólk að
láta í ljósi skoðanir sínar á þessu efni
því ég er viss um að margar hús-
mæður og aðrir sem heima verða að
sitja hvort sem þeim likar betur eða
verr sakna þess góða sögutíma, að
ég tali nú ekki um margt eldra fólk og
sjúklinga, sem hafa jafnvel lítið
annað en útvarpið og ekkert annað á
daginn.
Með þökk fyrir birtinguna.
Lýðræðissinni telur að Borgþór
Kjærnested sæti i fangelsi fyrir skrif
sin um kanaútvarpið, byggi hann
ekki í lýðræðisriki.
Borgþór
væri í
fangaklefa
— byggi hann ekki
ílýðræðisríki
Lýðræðissinni skrifar:
Athugasemd varðandi bréf Borg-
þórs Kjærnested, sem birtist þann 17.
október í DB.
Það á ekki að skrúfa fyrir
Kanana, þótt einhver ómerkilegur
minnihlutahópur í þjóðfélaginu vilji
ekki hlustaáhann.
Það er lýðræði hér á landi, svo að
allar verzlanir og opinberar stofnanir
mega spila hvaða útvarpsrásir sem
þær vilja.
Það er mikill meirihluti íslendinga
hlynntur veru bandaríska hersins á
íslandi og þar með útvarpssendingum
hersins og sjónvarpssendingum, sem
því miður hafa verið bannaðar.
Það er skylda hvers fslendings að
viðhalda lýðræðinu í landinu, en það
gerum við ekki með því að einoka út-
varp og sjónvarp. Við megum hlusta
og horf a á hvað sem við vil jum.
Ætli Borgþór Kjærnested hafi
hugleitt það, að væri hann ekki bú-
settur í lýðræðisríki, væri sjálfsagt
búið að setja hann í fangelsi fyrir
svona skrif.
„Hreppsbúi”
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram að Benedikt H. Þorbjörnsson,.
Vogum á Vatnsleysuströnd, er ekki'
höfundur að bréfi um félagslífið í
hreppnum sem birtist undir dul-
nefninu „Hreppsbúi”.
-KMU
Raddir
lesenda
Útvarpsráð ræður dagskrá Rikisútvarpsins.
DB-mynd: Sig. Þorrí.
DTS 551
Birgðaskráningar
tölvan
— Prentar sölunótur.
— Skráir birgðahreyfingu samhliða sölu.
— Segir hve mikið er til af vöru.
— Segir hve mikið hver vara kostar.
— Gerir skrá yfir vörur sem þarf að panta.
— Sýnir hvaða vörur seljast hratt og hvaða vörur
seljast illa og frá hvaða framleiðendum þær
vörureru.
OKKAR FORRIT TRYGGJA FULL NOT AF
TÖLVUNNISAMDÆGURS.
Hægt að tengja við bókhaldstölvur frá Digital,
Wang og IBM.
Einkaumboð á íslandi fyrir
DATA TERMINAL SYSTEMS
Skrifstofutækni hf. INCUSA
TRYGGVAGÖTU — I2l REYKJAVÍK — BOX 272 - SlMI 28511
DTS520
Tölva fyrir
viðskiptaskróningu
I— Prentar sölunótur.
— Skráir úttektir og innborganir viðskiptaaðila.
— Sýnir greiðslustöðu viðskiptaaðila.
— Segir hve mikið er útistandandi og hjá hverj-
um.
-— Gerir skrá yfir sölu í vöruflokkum.
— Stemmir af sjóðinn að kvöldi.
OKKAR FORRIT TRYGGJA FULL NOT AF
TÖLVUNNISAMDÆGURS.
Hægt að tengja við bókhaldstölvur frá Digital,
WangoglBM.
Einkaumboð á íslandi fyrir
DATA TERMINAL SYSTEMS
INC. USA
TRYGGVAGÖTU — I2l REYKJAVlK — BOX 272 — SÍMI 2851 1
DTS 570
Tölva fyrir
framleiðnireikning
— Skráir hráefnanotkun.
— Segir hvaða hráefni þarf að panta.
— Fylgist með framleiðslukostnaði.
— Skráir efnisnýtingu og afföll.
— Skráir launakostnað framleiðsluvara.
— Skráir birgðahreyfingu fullunninna vara.
OKKAR FORRIT TRYGGJA FULL NOT AF
TÖLVUNNISAMDÆGURS.
Hægt að tengja við bókhaldstölvur frá Digital,
Wang oglBM.
Einkaumboð á íslandi fyrir
DATA TERMINAL SYSTEMS
ÍNC. USA
Skrífstof utækni hf.
TRYGGVAGÖTU - 121 REYKJAVlK - BOX 272 -- SÍMI 28511.
Spurning
dagsins
Hvernig gengur þór
að vakna á morgnana?
Heiða Ármannsdóttir húsmóðir: Þaö
er nú svona upp og ofan, vanalega
gengur það ágætlega.
Maria Baldursdóttlr afgrelðslustúlka:
Bara ágætlega, yfirleitt vakna ég áður
en vekjaraklukkan hríngir.
Monlka Helgadóttir afgreiðslustúlka:
Ofsalega vel. Annars kemur það oft
fyrir að mig langi til að sofa lengur en
maður verður að standast freistinguna.
Sigurður Hansson framkvæmdastjóri:
Mér gengur mjög vel að vakna á
morgnana.
Laufey Svelnbjörnsdóttlr, vlnnur á
Kópavogshæll: Stundum vel, stundum
illa. Ef það er rigning úti vil ég helzt
kúra til hádegis.
Kristján Ágústsson bólstrari: Það er
upp og ofan. Það kemur fyrir að ég
sofi yfir mig en maður má ekki vera of
góður við sjálfan sig.