Dagblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980. I litvarp Sjónvarp 25 i Enskir riddarar í Holly woodstíl Bíómynd sjónvarpsins i kvöld ætti að vera vel þess virði að horfa á hana. Nógu dýr var hún i það minnsta í framleiðslu, kostaði 15 milljónir dollara árið 1976. Á gengi íslenzku krónunnar í dag væru þetta um 9 milljarðar ef ferðamenn ættu að greiða upphæðina. Fyrir tíma Stjörnustríða þótti þetta álitleg upphæð, jafnvel í Hollywood. En myndin hefur fleira sér til á- gætis. í henni leika þeir ágætu leikarar Richard Harris og Vanessa Redgrave aðalhlutverkin. Myndin er um Arthúr konung, drottningu hans og hina hraustu riddara hringborðsins. Myndin ber nafnið Camelot eftir sögu T.H. White, sem upphaflega var gerð um þetta fólk. Þeir Lerner og Loewe gerðu síðar söngleik eftir bókinni og var sá sýndur á Broadway við miklar vinsældir. Þá er næstan að nefna til sögunnar Joshua Logan leikstjóra sem fékk Redgrave og Harris til liðs við sig og Þorgeir grípur til örþrifaráða Á morgun kl. 16.20 verður flutt framhaldsleikritið Leysing, sem Gunnar M. Magnúss færði í leikbúning eftir sögu Jóns Trausta. Að þessu sinni er fluttur 4. þáttur: „Ráðstefnur”. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en meðal leikenda má nefna Jón Sigur- björnsson, Klemenz Jónsson, Þórhall Sigurðsson og Þráin Karlsson. Flutningstími er 59 mínútur, og tækni- menn eru Hreinn Valdimarsson og Georg Magnússon. í 3. þætti sagði frá því að Þorgeir faktor ætlar að koma Einari í Bælinu úr landi með norsku skipi. En Einar hrapar til dauðs í sjávarhömrum á leið til skips, og Þorgeir gripur til örþrifa- ráða, sem þó kunna að duga skammt þegar til lengdar lætur. í 4. þætti erum við leidd inn á fund í barnaskólahúsinu í Voga- búðakaupstað, þar sem m.a. er lagt fram bréf frá Þorgeiri faktor. Ragna dóttir Þorgeirs og Friðrik sonur Sigurðar hreppstjóra eru að draga sig saman og er hreppstjórinn ekkerl hrifinn af þeim tengdum. Róbert Arnfínnsson leikur Þorgeir faktor sem lætur Einar i Bælinu brenna niður verzlun keppinauta sinna. DB-nynd E.Ó. LEYSING — útvarp á morgun kl. 16,20: bjó til kvikmyndina. Hann breytti söngleiknum örlítið, svo hann hentaði betur hvíta tjaldinu og felldi hann að Hollywood-stílnum. Brezku leikararnir voru hins vegar fengnir að til þess að ekki gleymdist með öllu hvaðan sagan er upprunnin. Það hefði komið hálf- asnalega út að leikarar með sterkum Texas-hreim, til dæmis, lékju miðalda Englendinga. Myndin fær góða dóma í kvik- myndahandbókinni okkar, þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Sérlega þó þau Richard Harris og Vanessa Redgrave fyrir góðan leik. Þó mönnum kunni að þykja það furðulegt er þess getið að Richard Harrissyngi sjálfur þau lög, sem Arthúr konungur er látinn raula. -DS. Hinir hraustu riddarar hringborðsins með Arthúr konung i hásæti. CAMELOT—sjónvarp f kvöld kl. 21,25: Laugardagur 25. október Fyrsti vatrardagur 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tón- leikar. 7.10 LeikFimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Forustugr. dagbl. (útdr.). (8.15 Veðurfregnir). Dagskrá. 8.30 Norðurlandamótið í hand- knattleik i Noregi. Hermann Gunnarsson lýsir frá Elverum siðari hálfleik í keppni íslendinga og Dana (beint útvarp). 9.10 Frétlir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Óskalög sjúklinga: Ása Finnsdóttir kynnir. (10.00 Frétt- ir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Eyjan græna. Gunnvör Braga stjórnar barnatíma, rifjar upp tónlist og sitthvað fleira frá írlandi. Einnig les Hjalti Rögn- valdsson írska ævintýrið „Tvo kappa” i endursögn Alans Bouchers og þýðingu Helga Hálfdanarsonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 I vikulokin. Umsjónarmenn, — tveir syðra: Ásdís Skúladóttir og Óli H. Þórðarson, — og tveir fyrir norðan: Áskell Þórisson og Björn Arnviðarson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Tónllstarrabb; — III. Atli Heimir Sveinsson fjallar um Dia- belli-tilbrigðin eftir Beethoven. 17.20 „Vetrarævintýri um Himin- kljúf og Skýskegg” eftir Zacha- rias Topelius. Sigurjón Guðjóns- son íslenzkaði. Jónína H. Jóns- dóttir les. 17.40 Söngvar i léttum dúr. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frétiir. Tilkynningar. 19.25 „Heimur í hnotskurn”, saga eftir Giovanni Guareschi. Andrés Björnsson islenzkaði. Gunnar Eyjólfsson leikari les (5). 20.00 Hlöðuball. Jónatan Garðars- son kynnir ameriska kúreka- og sveitasöngva. 20.30 Vetrarvaka. a. Á öræfaslóð- um. Hallgrímur Jónasson rithöf- undur flytur fyrsta ferðaþátt sinn frá liðnu sumri: Kjölur og Hofs- afrétt. b. Ljóð eftir Jóhannes úi Kötlum. Torfi Jónsson les út bókunum „Tregaslag” og „Nýj- um og niðum”. 21.35 Fjórir plltar frá Liverpooi. Þorgeir Ástvaldsson rekur feril Bítlanna — The Beatles; — ann- ar þáttur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Hetjur á dauðastund” eftir Dagfinn Hauge. Ástráður Sigursteindórs- son les þýðingu sína (5). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir). 02.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 26. október 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup flytur ritningarorðog bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugrein- ar dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Hljóm- sveit Eduards Melkus leikur gamla dansa frá Vinarborg. 9.00 Morguntónleikar. a Kon- sert í d-moll fyrir trompet og orgel eftir Tommaso Aibinoni. 10.25 Erindaflokkur um veður- fræði; — sjötta erindi. Adda Bára Sigfúsdóttir talar um veðráttuna. 10.50 Tríósónala i a-moll eftir Johann Christoph Pepusch. Susanna Lautenbacher lcikur á fiðlu, Johannes Koch á viólu da gamba, Hugo Ruf á sembal og Heinrich Haferland á víólu da gamba. 11.00 Messa í safnaðarheimili Langholtskirkju. Prestur: Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Organleikari: Jón Stefánsson. 12.10 Dagskráin.Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Spaugað í ísrael. Róbert Arnfinnsson leikari les kímnisögur eftir Efraim Kishon í þýðingu Ingibjargar Bergþórs- dóttur (19). 14.00 Miðdegistónleikar: Frá samsöng karlakórsins Fóst- bræðra i Austurbæjarbíói i apríl i vor. Söngstjóri: Ragnar Björnsson.. Einsöngvarar: Kristján Ámason og Magnús Guðmundsson. Hljóðfæraleik- arar: Guðrún Kristinsdóttir, Kristján Þ. Stephensen, Sigurður I. Snorrason, Sigurður Markús- son og Stefán Þ. Stephensen. 15.00 Staldrað við á Hellu. Jónas Jónasson gerði þar nokkra dag- skrárþætti í júni í sumar. 1 fjórða þætti talar hann við hjón- in Sigurð Karlsson og Oldu Ólafsdóttur, og skroppið er á fund séra Stefáns Lárussonar í Odda. 15.50 Inlroduction og Kondo capriccioso eftir Saint-Saéns. Eric Friedman og Sinfóníu- hljómsveitin í Chicago leika: Walter Hendl stj. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Leysing", framhaldsleikril í 6. þáttum. Gunnar M. Magnúss færði i leikbúning eftir samnefndri sögu Jóns Trausta. Leikstjóri: Benedikt Árnason. 4. þáttur: Ráöstefnur. Persónur og leikendur: Þorgeir faktor-Róbert Arnfinnson, Sveinbjörn í Selja- tungu — Jón Sigurbjörnsson. Sigurður hreppstjóri-Klemenz Jónsson, Friðrik kaupmaður- Þórhallur Sigurðsson, Grímur- Þráinn Karlsson, Torfi-Júlíus Brjánsson, Helgi — Jón Hjartarson, Sögumaður-Helga Bachmann. Aðrir leikendur: Guðmundur Pálsson, Gunnar Eyjólfsson, Herdís Þorvalds- dónir, Margrét Ólafsdóttir, Sigríður Hagalin, Sigurveig Jónsdóttir og Steindór Hjörleifs- son. 17.20 Norðurlandamótið i hand- knattleik i Noregi. Hermann Gunnarsson lýsir frá Kongs- vinger keppni íslendinga og Norðmanna (hljóðritað skömmu fyrr). 17.40 AKBRAKADABRA, — þáttur um tóna og hljóð. Umsjón: Bergljót Jónsdóttir og Karólína Eiriksdóttir. Til- kynningar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Alþingi að tjaldabaki. Bcne- dikt Gröndal alþingismaður flytur annað erindi sitt af fjórum. 20.00 Harmonikuþátlur. Högni Jónsson kynnir. 20.30 Marstrand og sagan um Larsa-Maju. Gisli Helgason tekur saman þátt um „djöfla- eyju” Svía. Sigrún Benedikts- dóttir aðstoðar. 21.00 Frá tónlistarhátíðinni i Dubrovnik i Júgóslaviu í fyrra. Rudolf Firkusny leikur á píanó: a. „i mistrinu”, fjögur pianólög eftir Leos Janácek. b. Noktúrnu i H-dúr op. 9 nr. 3 — og c. Scherzo nr. 2 í b-moll op. 31 eftir Fréderic Chopin. 21.30 Rökljóð — Ijóðrök. Slefán Snævarr les frumort Ijóð, i prentuð og óprentuð. Lesari meö honum: Ragnheiður Linnet. 21.50 Að tafli. Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 22.15 Vcðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morfeundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Hctjur á dauðastund” eftir Dagfinn Hauge. Ástráður Sigurstein- dórsson les þýðingu sina (6). 23.00 Nýjar plötur og gamiar. Gunnar Blöndal kynnir tónlist og tónlistarmenn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ^ Sjónvarp Laugardagur 25. október 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Lassie. Bandarískur mynda- flokkur. Annar þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knatlspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttirog veður. '20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Löður. Gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 21.00 Kaktus. Hljómsveitin Kaktus flytur frumsamin lög. Árni Áskelsson, Guömundur Benediktsson, Helgi E. Kristjánsson og Ólafur Þórarins- son skipa hljómsveitina. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.25 Camelot. Bandarisk bíó- mynd frá árinu 1967, byggð á samnefndum söngleik eftir Lerner og Loewe. Leikstjóri Joshua Logan. Aðalhlutverk Richard Harris, Vanessa Red- grave og David Hemmings. Myndin fjallar um Arthúr kong- ung. droltningu hans og hina hugprúðu riddara hringborðsins. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 00.15 Dagskrárlok. Sunnudagur 26. október 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Páimi Matthiasson, sóknarprest- ur i Melstaðarprestakalli, flytur hugvekjuna. 18.10 Stundin okkar. Að þessu sinni verður fjallað urn tann- skemmdir og tannhirðu. Binni fer til tannlæknis, og endursýnt verður leikritið Karius og Bakfus eftir Thorbjörn Egner, en það var síðast á dagskrá í apríl 1977. Blámann og Barbapabbi eru i þættinum. Umsjónarmaöur Bryndis Schram. Stjórn upptöku Tage Anunendrup. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttirog veður. 20.35 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku Kynn- ing á helstu dagskrárliðum Sjón- varpsins. 20.45 Dýrin mín stór og smá. Tólfti þáttur. Andstreymi lifs- ins. Efni ellefta þáttar: Séra Blenkinsopp vill fá James til að segja nokkur orð við börnin i æskulýðsklúbl i staðarins. James veit ckken um hvaö hann á að tala, en Siegfried kernur honum til hjálpar. Alice McTavish missir föður sinn og hcimsækir Tristan öðru sinni. Hannvill óðurog uppvægurgift- ast henni, en henni finnst tíminn óhentugur, nú þegar strið er yfir- vofandi. Ekki gengur betur hjá James. Hann kemst i kast við grimman hund, og óþæg gylta verður þess valdandi að hann kemur of seint í æskulýösklúbb- inn. Þar dynja á honum spurn- ingar, sem hann á fullt i fangi með að svara. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.40 Vandarhögg. Sjónvarpsleik- rit eftir Jökul Jakobsson. Frum- sýnlng. Kvikmyndagerð og leik- stjórn Hrafn Gunnlaugsson. Aðalhlutverk Benedikt Árnason, Björg Jónsdóttir, Bryndís Pétursdóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Kvikmyndataka Sigurliði Guðmundsson. Hljóð- upptaka Jón Arason. Leikmynd Einar Þ. Ásgeirsson. Frægur Ijósmyndari, Lárus, kemur heim til Islands til að vera við útför móður sinnar. Með honum kemur Rós, eiginkona hans, sem er meira en tuttugu árum yngri en hann. Við heimkomuna rifjast upp atriði úr æsku Lárusar, og eiginkonan unga verður þess fljótlega vör að ekki er allt með felldu. Leikritið lýsir á nær- göngulan hátt samskiptum Lárusar við eiginkonu sína, systur og vin. Vandarhögg er ekki við hæfi barna. 22.40 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.