Dagblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 6
6
r
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980.
*
FundurstarfsfólksFædingarheimilisins með borgarstjóraogborgarfulltrúa:
„Einungis blekkingarfundur
—segir Hulda Jensdóttir forstöðumaður Fæðingarheimilis Reykjavíkurborgar
„Ég verð að segja það eins og er að
þessi fundur okkar meöborgarstjóra
og borgarfulltrúa var í einu orði sagt
blekkingarfundur. Adda Bára Sigfús-
dóttir lagði mikla áherzlu á að starfs-
fólkið hér fengi aö halda áfram sínu
starfi. Við vitum hins vegar betur,
þetta er blekking,” sagði Hulda Jens-
dóttir forstöðukona Fæðingarheim-
ilis Reykjavíkur er hún var innt eftir
þvi hvað fram hefði farið á fundi
borgarstjóra og borgarfulltrúa með
starfsfólki á Fæðingarheimilinu.
„Við vitum það hér og höfum frétt
það eftir áreiðanlegum heimildum að
hugmyndin sé sú að leggja eigi niður
fæðingarhjálp á heimilinu og að þar
verði einhvers konar sængurkvenna-
gangur. Starfsfólkið hér mun aldrei
fá sömu vinnu og það hefur verið í og
sömuleiðis er óvíst hvort það heldur
áfram hér.
Þeir reyna að kenna um fjárhags-
erfiðleikum, en ástæðan er alls ekki
sú. Daggjaldanefnd sem greiða á
hallann af Fæðingarheimili Reykja-
víkur hefur ekki gert það. Það var
fyrir löngu búið að boða okkur á
þennan fund, en á síðustu stundu var
allt í einu sagt að starfsfólkið ætti
ekki að mæta, aðeins ég og yfirlækn-
ir. Ég neitaði þessu þar sem ég hafði
boðað það starfsfólk sem vildi koma
að mæta á fundinn, enda varð hann
mjög fjörugur.”
-ELA.
Sigurjón Pétursson forseti borgarstjómar:
ÆTIAJM AÐEINS AÐ
LOSNA UNDAN BYRDI
Fædingarstofa Fæðingarheimilis Reykjavikur. Vafasamt er hvort tekið verði á
móti fleiri börnum þar í framtíðinni....
með því að selja Fæðingarheimilið
„Þessi sala á Fæðingarheimili
Reykjavíkur hefur verið rædd i
borgarráði og á sjúkrastofnunum
ítarlega. Þetta vandamál hefur verið
lengi á döfinni. Þegar nýja fæðingar-
deildin tók til starfa dró verulega úr
nýtingu á Fæðingarheimili Reykja-
vikur. Fæðingarheimilið er rekið af
daggjaldanefnd sem setur ákveðnar
kröfur um nýtingu á rúmum. Undan-
farin ár hefur Reykjavík þurft að
greiða hallann af rekstrinum þar sem
um vannýtingu hefur verið að
ræða,” sagði Sigurjón Pétursson for-
seti borgarstjórnar.
„Við ætlum nteð þessari sölu
aðeins að færa hallareksturinn yfir á
ríkið og losna þannig undan þessari
byrði. Það hafa verið ákveðin tengsl
á milli fæðingardeildar Landspítal-
Sigurjón Pétursson forseti borgar-
stjórnar.
ans og Fæðingarheimilis Reykjavíkur
og þess vegna þykir rétl að sameina
reksturinn.
Á sínum tíma var rætt um að
breyta Fæðingarheimilinu í stofnun
fyrir aldraða en það fékkst ekki í
gegn. Ég er hlynntur þessari breyt-
ingu. Að vísu hefur orðið fjölgun á
fæðingum á þessu ári og á því
síðasta, en það hefur ekki verið
endanlega rætt um skipulagningu á
starfsemi Fæðingarheimilisins.
Hvernig rekstrinum verður háttað
verður Landspítalans að ráða.
Ef konur eru almennt á móti því að
fæðingarhjálp verði lögð niður á
Fæðingarheimilinu þá máalltaf ræða
það mál. Ég veit ekki um neina kröfu
sem komið hefur um að breyta
rekstrinum enda er það ekki mitt
mál. Við erum með þessu aðeins að
losa Reykvíkinga við byrði og setja
hana áalla landsmenn.
-ELA.
... i staðinn fæði konur börn sin hér á fæðingardeild Landspftalans.
Stórskaði ef Fæðingarheimilið verður selt ríkinu: r
KAUPVERD ALLT OF LITIÐ
— þó það sé ekki aðalatriðið,
segirDavíðOddsson
borgarfulltníi
„Á þessum fundi var margt rætt,
aðdragandinn að því að selja
Fæðingarheimili Reykjavíkur oe
hvernig reksturinn myndi verða el al
sölu yrði. Þetta voru mjög opinskáar
umræður. Starfsfólkið allt virtist
mjög óánægl og talaði skýrt og vel
unt það. Frá hálfu borgaryfirvalda
var rætt um það atriði að ennþá
stendur til að selja ríkinu heimilið.
Mér finnst með öðrum orðum að
ríkið sé að svæla stofnunina undan
borginni,” segir Davíð Oddsson
borgarfulltrúi sem var meðal þeirra
sem sátu fund með starfsfólki
Fæðingarheimilisins í fyrradag.
„Fæðingarheimilið mun vera eina af því sem á vantar í nýtingu. Það
stofnunin sem ekki er greiddur halli verður stórkostlegur skaði ef þessi
breyting verður. Konur eiga að geta
valið hvort þær fæði börn sin á
stofnun sem er því sem næst
gjörgæzla eða á heimilislegri stofnun.
Aðdragandi þessa máls er allur
hinn furðulegasti. Kaupsamningur
var allt í einu kominn inn á borð hjá
borgarmönnum undirritaður af
tveimur ráðherrum og hagsýslustjóra
<c
Davíö Oddson borgarfulltrúi.
ríkisins. Kaupverðið er líka undarlegt
innan við 500 milljónir fyrir 1200
fermetra húsnæði. Það sjá allir að
það er allt of lítið verð sem þó er ekki
aðalatriði þessa máls. Ég mun berjast
gegn þessari breytingu í borgarráði
og ég vona að fleiri geri það einnig.”
-ELA.
/
Eldra messuform
tekið upp á ný
—Kirkjuþing fjallar um nýja handbók kirkjunnar
„Alþingismenn mættu minnast
þess, að forfeður okkar skipuðu
trúarlega löggjöf 1 fyrsta sæti,” sagði
Friðjón Þórðarson, kirkjuntála-
ráðherra í ræðu er hann flutti við
setningu Kirkjuþings í Hallgrtms-
kirkju í gær. Kom Friðjón þar inn á
atriði scm kirkjuþingsmenn hafa
lengi verið mjög óánægðir með, þ.e.
hversu mál sem Kirkjuþing hcfur af-
greitt, hafa átt erfitt uppdráttar á
Alþingi.
• Sjálfur er Friðjón Þóröarson
gamalreyndur kirkjuþingsmaðu'r. í
setningarræöu sinni vakti herra
Sigurbjörn Einarsson biskup athygli
á því, aö Friðjón hefði sérstöðu
meðal kirkjumálaráðherra í því að
hann hefði setið á Kirkjuþingi sem
kjörinn kirkjuþingsmaður. „Hann er
reyndur af góðvild í garð
kirkjunnar,” sagði biskup um
Friðjón. Viðstaddir setningu Kirkju-
þings var einnig dr. Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra og
kona hans, frú Vala Thoroddsen.
Aðalmál þingsins að þessu sinni
verður frumvarp að nýrri handbók
kirkjunnar sem santþykkt var á
Prestastefnunni I vor. Kirkjuþing
mun starfa um tveggja vikna skeið og
er Hallgrímskirkja þinghús þess. Sr.
Trausti Pétursson prófastur
predikaði við setningu þingsins en
kór Langholtskirkju leiddi söng og
fylgdi þar hinum nýju tillögum að
messuformi.
Helzta breytingin á formi
messunnar samkvæmt frumvarpinu
er að teknir eru upp aftur þættir sem
felldir voru niður á siðustu öldum.
-GAJ.
Fáskrúðsfjörður:
Sfldin eins og
happdrættisvinningur
Tuttugu þúsundasta tunnan var
stöltuð á síldarsöltunarstöðinni Pólar-
síld á Fáskrúðsfirði um kaffileytið í
gær.
Bergur Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri bauð öllu starfsfólki
stöðvarinnar kók og súkkulaði í tilefni
þessa áfanga. Pólar-síld er eina
söltunarstöðin á staðnum. Hefur þar
verið uppgripavinna, „eins og
happdrættisvinningur”, segja menn
þarna fyrir austan.
Allt niður í 14—15 ára skólabörn
hafa tekið til hendinni í sildarvinnunni.
Fengu þau sum hver um 150 þúsund
krónur fyrir vikuna útborgað í gær, án
þess þó að hafa sleppt úr degi í
skólanum.
Ekki er alveg laust við að menn
kvíði nýjum, óvæntum tilskipunum um
söltun innanhúss við upphitun,
hvernig sem viðrar. Óttast menn, að
Tunnustaflarnir stækka óðum á Aust-
fjörðum. DB-mynd: Emil, Eskifirði.
með þessu sé verið að beina síldinni til
stöltunarstöðva fyrir sunnan, án þess
að bein nauðsyn þyki hér til þessa
fyrirkomulags, nema því sé beitt af
varúð og gætni. -Ægir/BS.