Dagblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 24
LOGBANNSORSKURDUR
A BARNABUÐID ABC
—að kröf u ABC hfauglýsingastof u. Farið fram á 4 milljóna króna tryggingu
Þorkell Gislason borgarfógeti
kvað í gær upp lögbannsúrskurð á
nýlegt bama- og unglingablað, ABC,
sem gefið er út af Frjálsu framtaki.
ABC hf., auglýsingastofa, sneri sér
til yfirborgarfógetans í Reykjavík og
óskaði lögbannsins vegna blað-
heitisins. í lögbapnsúrskurðinum er
kveðið á um að ABC hf. auglýsinga-
stofa, verði að leggja fram 4 milljóna
króna bankatryggingu vegna lög-
bannsins.
Ásgeir Ásgeirsson hjá ABC hf.,
auglýsingastofu, sagði í gaer að
nafnið væri ótvírætt misnotað hjá
Frjálsu framtaki. Ekki sé hægt að
skrá sama nafn og á hlutafélagi sem
þegar er fyrir á skrá. „Hér er um
verndun á nafninu að ræða,” sagði
Ásgeir. „Fyrirtækisnafnið er ABC,
eða hið sama og nafnið á blaðinu,
annað eru undirtitlar.”
„Mér skilst að þeir hafi frest til
þriðjudags að ganga frá
tryggingunni,” sagði Jóhann Briem
framkvæmdastjóri Frjáls framtaks.
„Það kom nýlega út annað tölublað
en blaðið kemur út annan hvern
mánuð. Næsta tölublað á að koma út
4. desember nk. Lögbannsmálið
kann að hafa áhrif á nafn þess blaðs.
Annars þurfa aðstandendur aug-
lýsingastofunnar að höfða mál innan
viku. Við bíðum því og sjáum til
hvað þeir gera.
Þeir eru með fyrirtæki en við með
vörutegund. Það eru margar
vörutegundir sem heita ABC, t.d.
ABC skólatöskur, ritvélar og plata
kom út með þessu nafni. Þetta eru
þrír fyrstu stafirnir í stafrófinu og því
má búast við almennri notkun á
þeim. Enginn einn getur tryggt sér
notkun á þeim.
Nafnið er þannig til komið að við
fengum hóp barna til þess að velja úr
nöfnum og þau völdu ABC. Okkur
finnst þessi iögbannsaðgerð nokkuð
harkaleg. Venjulega eru höfðuð mál
vegna slíkra deilna um nöfn og má
nefna að heildverzlunin Hekla
höfðaði mál gegn Hótel Heklu en
tapaði því máli. Við getum ekki séð
að við höfum gefið tilefni til þessar
aðgerðar,” sagði Jóhann.
Pólland:
Kommúnista
flokkurinn
samþykkti
Benedikt Daviðsson, formaður Sambands byggingamanna (til vinstril.og Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASÍ,
rxðast við f upphafi samningafundar i „Karphúsinu” sfðdegis i gær — væntanlega um harða afstöðu byggingamanna.
DB-mynd Einar Ólason.
Sáttaglampi í augum samningamanna í upphafi samningafundur í gær:
„ERFIÐAST AÐ SIGLA
bókunina
UM ÞRONGU SUNDIN”
Dómstóll í Varsjá i Póllandi úr-
skurðaði i gærkvöldi að hin frjálsu
verkalýðsfélög sem voru stofnuð eftir
allsherjarverkfallið sem hófst i
borginni Gdansk í ágúst síðastliðnum
skyldu talin lögleg.
Þetta varð eftir að frjálsu verka-
lýðsfélögin féllust á að setja sérstaka
bókun samhliða lögum sínum um að
kommúnistaflokkur Iandsins hefði
algjöra forsjá i pólitískum efnum. Með
þessu er báðum aðilum forðað frá því
að þurfa að viðurkenna að hafa dregið
nokkuð í land með kröfur sínar sem til
skamms tíma virtust ætla að verða til
algjörra vinslita þar á milli.
-ÓG.
„Þau eru oft erfiðust að sigla í
gegnum, þröngu sundin,” sagði
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta-
semjari í upphafi sáttafundar í gær
þegar DB spurði hann hvort útlit
væri fyrir að samningar væru að
takast. Hófst samningafundur á
sjötta tímanum i gærdag og var útlit
fyrir kvöld- og ef til vill næturfund.
í fyrrinótt gerðust þau undur og
stórmerki í herbúðum sáttasemjara
að sjónarmið Vinnuveitendasam-
bandsins og Alþýðusambandsins
mættust að verulegu leyti í kjara-
deildunni. Féllust VSÍ-menn á launa-
lið sáttatillögunnar, sem lögð var
fram 11. október en ASÍ-menn féllu í
staðinn frá kröfum fyrir hönd far-
andverkafólks og kröfum um
greiðslu fyrir matartima á helgi-
dögum en ákvæði um bæði atriðin
voru í sáttatillögunni. Strandaði loks
á Sambandi byggingamanna en for-
svarsmenn þess vildu ekki fallast á
lið sáttatillögunnar þar sem segir að
„reiknitölur ákvæðisvinnu bygging-
ariðnaðarmanna hækki um 6%”.
Vildu byggingarmenn hafa þennan
lið opinn, þ.e. án nokkurrar
ákveðinnar prósentuhækkunar. Á
það vildi VSÍ ekkifallastog var fundi
frestað í gærmorgun. Þegar Dag-
blaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði
ekkert markvert gerzt í Karphúsinu
við Borgartún. Baknefnd bygginga-
manna hafði setið á fundi i gær og
hélt fast við kröfu sína í upphafi
fundar. VSÍ-menn kváðust þá bara
biða rólegir.
Við það sat þegar DB-menn hurfu
af vettvangi.
-ARH.
Fimmvikurí
næsta gos?
Gosinu við Leirhnjúk er nú lokið.
Að sögn Páls Einarssonar jarðeðlis-
fræðings er talið að því hafi lokið rétt
fyrir kl. 22 sl. fimmtudagskvöld.
Landris hefur verið með meira móti
og telja jarðvísindamenn að ekki séu
nema 4-5 vikur í það að landið nái
aftur sinni fyrri hæð. Upp úr því má
fara að búast við nýjum umbrotum.
Umbrotahrinan núna er mjög
svipuð júlíhrinunni en mest af kvikunni
virðist hafa komið upp í báðum
gosunum. Bendir það til þess að flest
kvikuhólf í jörðinniséu.orðinfull og að
eina leiðin fyrir hraunið sé að brjótast
upp á yfirborðið.
-KMU.
Margt
getur skeð
í Glæsibæ
Þau gleðilegu tíðindi gerðust í gær að
ung stúlka sem hvarf að heiman frá sér
fyrir tæpum hálfum mánuði lét frá sér
heyra og þungum áhyggjum var létt af
foreldrum og ættingjum. Rétt áður
voru þeir, eftir langa bið, loks ákveðnir
I að lýsa eftir stúlkunni.
Það er af stúlkunni að segja að hún
brá sér á ball í Glæsibæ. Eftir það ball
fréttist ekkert af ferðum hennar fyrr en
í gærdag.
Þá kom frá henni bréf skrifað í
verstöð úti á landi. Það bréf flutti þær
fréttir að „allt væri i lagi hjá stúlk-
ani”. Húnafsakaði langa fjarvist sína
og bað um „gott veður” þrátt fyrir til-
tækið. En bréfinu lauk hún með því að
biðja um að öll sin föt yrðu send til
hennar, því hún hefði ákveðið að flytja
að heiman.
Þrátt fyrir allt fékk þetta mál góðar
lyktir. En sýnilega getur margt skeð á
balli í Glæsibæ.
-A.St.
Albatross
íDagblaðsbíói
í Dagblaðsbíói á morgun verður
sýnd hörkuspennandi mynd, Loft-
skipið Albatross. Myndin er í litum og
með íslenzkum texta. Sýningin hefst
klukkan þrjú í Hafnarbíói.
LUKKUDAGAR:
25. OKTÓBER 9528
-, Sharp vasatölva CL 8145.
Vinningshafar hringi
í síma 33622.