Dagblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980.
BIADIÐ
ftjálsl, óháð daghlað
Útgafandi: Dagblaflifl hf.
Framkvaamdosljóri: Svainn R. EyJÓHsaon. RKstJóri: Jónas Kristjánsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Haigason. Fréttastjóri: ómar Vaidimarsson.
8kHf stofustjóri ritstjómar Jóhannas Raykdal.
íþróttir: HaMur 8imonarson. Manning: Aðalatainn jpgóifsscn. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraidsson.
Handrit: Ásgrfmur Pálsson. Hðnnun: Hilmar Karisson.
Biaöamann: Anna BJamaaon, AtN Rúnar Halldórsson, Atii Stainarsson, Asgak Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stafánsdóttir, Elfn Aibartsdóttir, Qunniaugur A. Jónsson, Inga Huid Hákonardóttir,
ólafur Gairsson, Sigurður Svarrisson. ,
LJÓsmyndir: BJamlaHur BJamlaHsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðason, Siguröur Þorri Sigurösson
og Sveinn Þormóðason.
SkrHstofustJóri: ólafur EyJóHsson. GJaldkeri: Þrálnn ÞorleHsson. Auglýaingastjóri: Már E.M. HaHdórs-
son. DraHingarstJóri: Valgarður H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadaild, auglýsingar ög skrifstofur Þvarhohi 11.
Aðaislmi blaðains er 27022 (10 linur).
Satning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúia 12. Mynda- og plötugarð: HHmir hf., Siðumúla 12. Prentun
Árvakur hf., SkeHunni 10.
Áskriftarvarð á mánuöi kr. 5.500. Varð í lausasölu 300 kr. aintakið.
Gliðnun istjómarliðinu
Gliðnun er í stjórnarliðinu, bæði
milli flokka og manna.
Framsókn vildi í útvarpsumræðun-
um þvo hendur sínar af dugleysi ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum. Þess
vegna var „óþægi þingmaðurinn”,
Guðmundur G. Þórarinsson, settur
fram sem annar ræðumanna Framsóknar.
Framsóknarmennirnir töluðu í umræðunum nánast
sama tungumál og Geir Hallgrímsson, forystumaður
stjórnarandstöðunnar. Meginmál þeirra var þetta:
Brátt stefnir í 20—25 prósent almennar
kauphækkanir, þegar saman fara 10—11 prósent
grunnkaupshækkun og verðbótahækkun 1. desember.
Verði ekki gripið til róttækra ráðstafana, stöðvast
frystihúsin, sem geta ekki borið slíka kostnaðar-
hækkun. Af því leiðir mikil gengislækkun, hvort sem
menn vilja kalla hana „fellingu” eða ,.stórfellt gengis-
sig í seinu stökki” i stíl Tómasar Árnasonar ráðherra.
Sú gengisfelling veldur að sjálfsögðu örum vexti óða-
verðbólgunnar. Svona fer, ef ríkisstjórnin grípur ekki í
taumana, segja bæði framsóknarmenn og stjórnarand-
stæðingar.
Steingrimur Hermannsson ráðherra sagði í útvarp:
,,Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að grípa til
aðgerða fyrir fyrsta desember.” Hann tók sér stöðu við
hlið „óþæga þingmannsins” í þeirri brýningu, meðan
forsætisráðherra og ráðherrar Alþýðubandalagsins
tala um aðgerðir um áramót, þegar gjaldmiðils-
breytingin verður. Forsætisráðherra sagðist i
umræðunum ,,vænta þess”, að niðurstöður kjara-
samninganna yrðu hóflegar og yllu ekki „verðbólgu að
neinu ráði”. Annað var að heyra á samstarfsmönnum
hans, framsóknarmönnum.
Samstarfið í ríkisstjórninni hefur til þessa verið
fremur gott, en nú sjást merki þess, að það hafi
gliðnað, þótt enn megi vera, að málamiðlun takist.
Guðmundur J. Guðmundsson taldi ástæðu til að
gera fyrirvara á stuðningi sínum við þessa ríkisstjórn.
Hann sagðist mundu ,,verja stjórnina falli” og
„styðja hana til góðra mála”. Þetta er svipaður fyrir-
vari og bandamaður Guðmundar, Albert Guðmunds-
son, hefur haft við stuðning við ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsens.
Guðmundur J. sagði síðan til skýringar, að ríkis-
stjórninni hefði ekki tekizt sem skyldi í baráttunni við
verðbólguna.
Gliðnunar stjórnarliðsins sjást víðar merki.
Albert Guðmundsson hefur fjarlægzt ríkis-
stjórnina. Það kom meðal annars fram í synjun hans á
tilmælum forsætisráðherra um, að Albert yrði fram-
bjóðandi stjórnarliða til forsetastarfa á þingi eða for-
mennsku í utanríkismálanefnd. Albert hefur að undan-
förnu undirstrikað sérstöðu sína á þingi.
Eggert Haukdal hefur í auknum mæli farið eigin
leiðir í stað þess að hlíta forsjá forsætisráðherra. Það
kom meðal annars fram við nefndakjör á Alþingi.
Eggert Haukdal hefur einnig lagt áherzlu á óánægju
sína með dáðleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Hann átti sæti í efnahagsnefndinni, sem skilaði
tillögum í ágúst, en hefur ekki heyrzt frá síðan. Guð-
mundur G. Þórarinsson sat einnig í þeirri nefnd.
Sumum nefndarmönnum gremst að vera hafðir að
fífli.
Fyrstu merki alvarlegrar sundrungar í tæpra níu
mánaða ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsens eru að
koma í ljós.
t
Amnesty Intemational:
Haiti, Sovét-
ríkinogMið-
Afríkulýðveldið
í einum flokki vegna samvizkufanga októbermánaðar
Hver hinna sex manna sem kynntir
eru hér að neðan eru samvizkufangar
að mati Amnesty International sam-
takanna sem berjast fyrir rétti þeirra
sem fangaðir eru eða dæmdir fyrir
skoðanir sínar. Þessir menn hafa
verið handteknir fyrir trúarskoðanir,
stjórnmálaskoðanir, litarhátt, kyn-
ferði, menningaruppruna eða tungu.
Enginn þeirra hefur beitt ofbeldi
skoðunum sínum til framdráttar.
Fangelsun þeirra er brot á mannrétt-
indaskrá Sameinuðu þjóðanna. Að
mati félaga í Amnesty International
samtakanna gætu samtaka beiðnir
margra aðila víðs vegar um heiminn
hugsanlega orðið þess valdandi að
sexmenningunum öllum eða einhverj-
um þeirra yrði sleppt úr prísund sinni
eða kostur þeirra gerður þar betri en
núer:
Þessir menn eru kynntir hér þar sem
þeir eru samvizkufangar október-
mánaðar. Amnesty International
hafa tilnefnt samvizkufanga
mánaðarins um nokkurt skeið. Er
fólk beðið um að skrifa hlutaðeig-
andi yfirvöldum og óska eftir að
mönnunum verði sleppt úr haldi.
Þess er óskað með hagsmuni fang-
anna i huga að bréfin séu kurteislega
og stillilega orðuð. Bréfritari mætti
gjarnan leggja áherzlu á að hann telji
að frelsi og almenn mannréttindi séu
mjög mikilvæg atriði í hans huga.
Einnig mætti leggja áherzlu á að af-
skipti bréfritara af málinu séu á
engan hátt vegna sérstakrar pólitískr-
ar afstöðu í máli viðkomandi fanga.
Talsmenn Amnesty International
leggja áherzlu á að ekki skuli undir
neinum kringumstæðum senda bréf
sem stiluð séu til viðkomandi sam-
vizkufanga.
Hér á eftir fara upplýsingar um
hina sex samvizkufanga októbermán-
aðar. Upplýsingar eru um nöfn
þeirra, æviferil, ástæðu fyrir fang-
elsun og til hvaða ráðamanns í við-
komandi landi skuli stíla bréfin þar
sem föngunum er beðið griða.
Rétt er að leggja áherzlu á að
komið hefur í ljós að í það minnsta í
nokkrum tilvikum hafa bréfaskriftir
af þessu tagi orðið þess valdandi að
saklausum mönnum hefur verið veitt
frelsi.
Ulrick Desire, Gustave Colas,
Emmanuel Noel og Robert Jacques
Thelusma eru allir fangar á Haiti,
afplána þar níu ára fangelsisdóma.
Þeir voru dæmdir í ágúst í sumar í
fyrstu opinberu pólitísku réttarhöld-
unum sem haldin eru á Haiti í tuttugu
ár. Áður höfðu þeir setið fangelsaðir
í hálft annað ár án þess að koma fyrir
rétt. Þeir voru sakaðir um að_hafa
brotið gegn öryggi ríkisins, átt aðild
að samsæri um að steypa stjórn
landsins af stóli. Allir neituðu þeir
sakargiftum og verjendur þeirra
höfðu ýmislegt við réttarhöldin að
athuga, bæði skipan dómsins og mat
sönnunargagna. Samtökin Amnesty
International líta svo á ,að menn
þessir hafi verið dæmdir fyrir póli-
tískar skoðanir sínar.Vinsamlegast
skrifið og biðjið um. að þeir verði
látnir lausir: Skrifa ber til: Son
Excellence Jean-CIaude Duvalier,
President a Vie, Port au Prince,
Haiti.
Joseph Vermond Tchendo er 35
ára fyrrverandi blaðamaður, sem
handtekinn var i október 1979 vegna
stuðnings við einn helzta andstæðing
núverandi forseta Mið-Afríkulýð-
veldisins, Davids Dacko. Tchendo
var raunar fyrst handtekinn árið 1970
í stjórnartið Bokassa keisara og
fluttist eftir það úr landi, til Belgíu,
þar sem fjölskylda hans er enn
búsett. Eftir að Bokassa hafði verið
komið frá völdum fór Tchendo aftur
til Mið-Afríkulýðveldisins sem blaða-
maður og stuðningsmaður Ange Pat-
asse, leiðtoga Mouvement de liber-
ation du peuple centrafricain, MLPC
— og það leiddi til handtöku hans
fyrir réttu ári. Hann var sakaður um
að hafa sent ósannar fregnir úr landi,
en sleppt innan viku í það sinnið.
*
Vi
Skref til nýs
verkalýðsflokks?
Til hvers duga SjáH-
stœðis- og Fram-
sóknarflokkur?
Hver flokkanna fjögurra berst
staðfastlega fyrir hagsmunum launa-
fólks? Sjálfstæðisflokkur? Áreiðan-
lega ef tínd eru til fáein dæmi á
löngum tíma. Stök þingfrumvörp eða
einstakar ríkisstjórnaraðgerðir eru
þóknanlegar vinnandi fólki. Annaö
væri útilokað — jafnvel þó svo
Þjóðviljinn hamri á því gagnstæða.
En bæði grundvallarstefna Sjálf-
stæðisflokksins og afstaða hans I
miklum meirihluta mála gera hann að
andstæðingi verkafólks. Verkalýðs-
málaráð flokksins, áhrif í verkalýðs-
hreyfingunni eða þúsundir atkvæða
frá launafólki gera Sjálfstæðisflokk-
inn ekki að verkalýðsflokki — hann
er verjandi arðráns manns á manni.
Hvað með Framsóknarbáknið?
Um það má segja svipaða sögu og
af Sjálfstæðisflokki. Reyndar með
þeim fyrirvara að einn af hornstein-
um Framsóknarflokksins þ.e.
Samvinnuhreyfíngin, ber með sér
ýmislegt sem alþýðan getur hagnýtt
sér. Samvinnuhugsjónin svonefnda
er náskyld hugmyndum íhaldsins um
samvinnu allra stétta og friðsamlega
sambúð launafólks og gróðaaflanna.
Kjallarinn
AriT. Guðmundsson
Árangurinn sést vel í SÍS. Sú sam-
steypa lýtur sömu lögmálum og hvert
annað auðfyrirtæki, þar sem vinnu-
fólkinu er haldið niðri en fyrir-
mannahópur matar krókinn. Þá er
ekki verið að gera lítið úr fé, aðstöðu
og menningarstarfsemi sem flýtur
meö til félagsmanna SÍS og er góðra
gjalda verð.
Hvaö með Alþýðu-
bandalagið?
Fjölmiðlar og Alþýðubandalagið
kalla flokkinn þann verkalýðsflokk.
Og svo sannarlega hafa vonir margra
verið bundnar við AB — vonir um
staðfastan málsvara og forystuafl í
fjöldabaráttu. Flokkurinn ásér rætur
í róttækri verkalýðshreyfíngu fyrri
tima, hann hefur verulegt atkvæða-
fylgi verkafólks og ræður allmiklu í
toppstöðum verkalýðshreyfing-
aririnar.
En mælikvarði reynslunnar er
Alþýðubandalaginu óhagstæður.
Gleggsta merki þess er sú staðreynd
að mestur hluti Þjóðviljans fer í að
afsaka, útskýra „burt” eða fela mót-
sagnir, tækifærisstefnu flokksins og
stéttasamvinnu atv.innurekenda og
verkalýðsforingja. Þar er ekki verið
að afhjúpa vond atriði í fjárlaga-
frumvarpinu, sýna fram á að at-
vinnurekendur eru borgunarmenn
fyrir lífvænlegum grunnlaunum eða
hvetja verkafólk til að reka á eftir
forystumönnum sínum.
Alþýðubandalagið stjórnast ekki
af hagsmunum verkafólks. Ef svo
væri myndi flokkurinn ekki miða allt
við þingsalastörf embættismanna.
Hann myndi mennta verkafólk og