Dagblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980. Bandarísku neytendasamtökin bjóða íslendingum aðstoð: VIUA STYRKJA NEYT- ENDASAMTÖKIN MEÐ FJÁRFRAMLAGI —Þeir vita af okkar erfiðleikum, segir Reynir Armannsson, fotmaður Neytendasamtakanna „Þeir hafa kynnzt, hvernig okkar málum er háttað, vita um okkar erfiðleika og eru reiðubúnir að styðja við bakið á okkur,” sagði Reynir Ármannsson formaður Neytenda- samtakanna í samtali við blaðamann DB í gær. Bandarisku neytendasamtökin, eða angi af þeim, hafa boðið Neyt- endasamtökunum íslenzku fjárhags- legan stuðning. „Þeir vita af okkar örðugleikum og eru reiðubúnir að styðja okkur eftir öllum heiðarlegum leiðum,” sagði Reynir. Aðspurður kvaðst Reynir ekki geta nefnt neina peningaupphæð í þessu sambandi. Hann sagði að samkvæmt lögum Alþjóðasamtaka neytendasamtaka mættu Neytendasamtökin ekki þiggja fjárhagslegan stuðning. Hann sagði að hins vegar gætu Neytendasamtök- in fengið ýmiss konar aðstoð aðra frá Bandaríkjunum og víðar og þá einkum i formi upplýsinga. „Okkur er óheimilt samkvæmt þessum alþjóðalögum að taka við peningum. Ég tel hins vegar, að það sé framtíðin að athuga hvaða gagn við höfum af að vera í þessum samtökum. Það hefur að vissu leyti háð okkur að vera í þessum samtök- um. Við megum til dæmis ekki birta auglýsingar i okkar blöðum,” sagði Reynir. Fari svo að íslenzku samtökin segi sig úr hinum alþjóðlegu samtökum opnast þar með leið fyrir þau að þiggja fjárhagslegan stuðning erlendis frá. -GAJ. Benedikt Gröndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs: Foröast flokkadrætti sundrungu og deilur” —segir Benedikt um ákvörðun sína Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs sem for- maður Alþýðuflokksins. í yFirlýsingu sem Dagblaðinu hefur borizt frá Benedikt segir hann: „Það er nú Ijóst, að flokksþing Alþýðu- flokksins, sem kemur saman eftir viku, verði að kjósa milli núverandi for- manns og varaformanns í stöðu for- manns fyrir næsta tveggja ára kjör- tímabil. Alþýðuflokkurinn hefur langa reynslu af innri átökum i forustuliði, sem ávallt leiða til sundrungar. Hefur þetta valdið flokknum óbætanlegu tjóni og haldið fylgi hans og starfi niðri. Hvernig sem kosning formanns færi nú, mundi hún draga á eftir sér slóða sundurþykkni og vandræða og veikja flokkinn. Eftir kosningar siðustu þrjú ár er Alþýðuflokkurinn fjöldahreyfing og sterkt afl í þjóðmálum. Flokksþing og flokksforusta bera þá skyldu gagnvart ungu og deilur hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs sem for- maður Alþýðuflokksins. Ég mun sem alþingismaður og flokksstjórnarmaður vinna áfram að samheldni og styrk flokksins,” segir að lokum í yfirlýsingu Benedikts Gröndal. -GAJ. kjósendum að standa saman og láta heill flokksins og jafnaðarstefnunnar ganga fyrir öllu. Til að forðast flokkadrætti, sundr- „BENEDIKT MEIRI MAÐUR Á EFTIR” — segir Árni Gunnarsson „Benedikt Gröndal hefur með þessu sýnt það og sannað enn einu sinni, að hann tekur flokkshagsmuni langt fram yfir persónulega, hagsmuni,” sagði Árni Gunnarsson, alþingismaður er blaðamaður DB innti hann álits á þeirri ákvörðun Benedikts Gröndal að gefa ekki kost á sér til endurkjörs sem for- maður Alþýðuflokksins. ,,Ég tel, að með þessu hafi Benedikt sýnt bæði dug og djörfung og hann sé meiri maður á eftir. Ég vona bara að þetta verði til að koma í veg fyrir hugs- anlegar væringar í flokknum og ég vænti þess, að flokkurinn standi styrk- arieftir,” sagðiÁrni. -GAJ. Benedikt Gröndal, Magnús H. Magnússon og Kjarlan Jóhannsson — varðveita eininguna I flokknum. DB-mynd: Bjarnleifur. „Sýnir drengskap „Bæði drengilegt og flokkshollustu” og viturlegt” _■ 0%. ■ ■%■■■ - segir Kjartan Jóhannsson ,,Ég hef lengi þekkt drengskap og flokkshollustu Benedikts Gröndal og ég veit að hann ber hag Alþýðuflokks- ins mjög fyrir brjósti. Þessi ákvörðun Nei takk ... ég er á bílnuífr' hans sýnir glöggt þessa eðliskosti hans,” sagði Kjartan Jóhannsson, varaformaður Alþýðuflokksins er blaðamaður DB innti hann álits á þeirri ákvörðun Benedikts að gefa ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður Alþýðuflokksins. Eins og alkunna er hafði Kjartan boðið sig fram til for- manns á móti Benedikt. ,,Ég hefði talið, að það val sem hér um ræðir mundi ekki kljúfa flokkinn. Engu að síður veit ég að þessi ákvörðun Benedikts. stillir kvíða þeirra flokks- manna sem meta aðstæður meö sama hætti og hann,” sagöi Kjartan Jóhannsson. -GAJ. — segir Sighvatur Björgvinsson „Það hefur verið mjög afdráttarlaus skoðun mín, að það væri öllum til tjóns að láta fara fram harða kosningu um formannsembættið á flokksþingi Alþýðuflokksins,” sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, er blaðamaður DB innti hann álits á þeirri ákvörðun Bene- dikts Gröndal að gefa ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður Alþýðu- flokksins. „Ég taldi, að þessi mál ætti að leysa með öðrum hætti. Benedikt Gröndal hefur með þessari ákvörðun sýnt, að hann er sömu skoðunar. Ég taldi, að það væri hægt að leysa forystumál flokksins án þess að til opins ágreinings kæmi og þessi afstaða Benedi kts sýnir að það var rétt. Með þessu hefur Benedikt lagt sig fram um að varðveita einingu Alþýðu- flokksins. Ég tel þetta bæði drengilegt af hans hálfu og viturlegt og vonandi bæði umhugsunarefni fyrir alþýðu- flokksmenn og til eftirbreytni um aö menn leggi meiri áherzlu á samstöðu en sundrung,” sagði Sighvatur Björgvins- son. -GAJ. 29555 Opið um helgina Höfum á söluskrá okkar úrval eigna á landsbyggðinni. Leilið upplýsinga. Miðbær. Sælgætis- og tóbaksverzlun til sölu. | Mjög arðbær og vel staðsett. Upplýsing- ar aðeins á skrifstofunni. Bjarnarstigur 2ja herb. 63 ferm ibúð á jarðhæð. Verð | 24 m., útb. 18 m. Hamraborg 2ja herb. 60 ferm íbúð i háhýsi. Bílgeymsla. Verð 27 m., útb. 20 m. Hverfisgata 2ja herb. 75 ferm íbúð I steinhúsi. Verðtilboð. Hverfisgata 2ja herb. 75 ferm ibúð i steinhúsi. Verðtilboð. Laugarnesvegur 2ja herb. 60 ferm kjallaraíbúð með sér inngangi. Laus strax. Verð 25 m. Leifsgata 2ja herb. 65 ferm ibúð á 1. hæð. Verð | 27 m., útb. 20 m. Selvogsgata, Hafnarfirði. 2ja herb. risibúð i timburhúsi, 65 ferm. Verð22m., útb. 17 m. Álfheimar 3ja herb. 100 ferm ibúð á 4. hæð. Ver11 38—39 m., útb. 28 m. Eyjabakki 3ja herb., íbúð á 3. hæð, 94 ferm. Verð | 35 m„ útb. 25 m. Hátröð, Kópavogi 3ja herb. 78 ferm efri hæð i tvibýli. I Bílskúr fylgir. Verð 37 m„ úlb. 25—26 | Kriuhólar 3ja herb. 90 ferm ibúðá 2. hæð. Vönduð | íbúð. Verð 34 m„ útb. tilboð. Kársnesbraut 3ja herb. 80 ferm jarðhæð i tvibýli, sér inngangur. Verðtilboð. Laugavegur 3ja herb. íbúðá 3. hæð. Verð27 m. Sléttahraun 3ja herb. um 80 ferm ibúð á 3. hæð i I blokk. Verð 35 m„ útb. 25 m. Selst i | skiptum fyrir 2ja herb. ibúð í Hafnar firði. Sólheimar 3ja herb. íbúð i háhýsi. Verð 38 m„ útb. 28 m. / Vesturvallagata 3ja herb. 75 ferm jarðhæð. Sérinn- gangur. Verð 29 m„ útb. 22 m. Barónsstigur 4ra herb. ibúð á 3. hæð. um 100 ferm. Verð32 m„ útb. 22 m. Blönduhakki 4ra herb. 100 ferm ibúðá 2. hæð. Verð | 42 m„ útb. 30 m. Dunhagi 4ra herb. 98 ferm íbúð. Verðtilboð. Eyjabakki 4ra herb. 104 ferm ibúðá 3. hæði blokk. 46 ferm bílskúr. Verð 48—50 m„ útb. 36 m. Flókagata 4ra herb. hæð, um lOOferm. Verðtilboð. Einnig er til sölu i sama húsi ibúð í kjall- ara.Selstséreðasitt íhvorulagi. Laugarnesvegur 4ra herb. um 115 ferm hæð og ris. bilskúrsréttur. Verð48m. Lundarbrekka 4ra herb. 100 ferm ibúð á I. hæð. Aukaherb. á jarðhæð. Vönduð ibúð. Verð 48 m„ útb. 30—33 m. Vesturberg 4ra herb. 100 ferm ibúð á 2. hæð. Verð | 38 m. Hliðar herb. 130 ferm sérhæð með bilskúrs- rétti. 1 skiptum fyrir einbýli eða raðhús i Rvk„ Kóp„ Hfn. eðaGarðabæ. Gunnarsbraut herb. 117 ferm sérhæð og ris. Stór bilskúr. Verð 70—75 m. Æsufell —7 herb. ibúð á 4. hæð. 158 ferm Bílskúr. Verð 55—57 m„ útb. 43—45 m Hverfisgata —6 herb. 140 ferm eign á 2 hæðum Geta verið 2 ibúðir. Verð 51 m. Fagrakinn herb. einbýli á 2 hæðum. Stór bilskúr. Verð68 m. Hrauntunga 220 ferm raðhús á 2 hæðum. 30 fernt nbyggður bilskúr. Verð 85—90 m. Nálægt Laugaveginum 140 ferm' húsnæði. Hentugt sern verslunarplásseða matsölustaður. Eignanaust hf. LaunauBgi 9B

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.