Dagblaðið - 13.11.1980, Síða 1

Dagblaðið - 13.11.1980, Síða 1
t t t 6. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 — 258. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. Stórfelldar ásakanir um smygl hreyfa ekki „ kerfið 99 — „en við munum ekki ganga með lokuð augun f ram hjá þessu,” sagði dómsmálaráðherra í morgun „Við munum ekki ganga með lokuð augun framhjá þessu, en það er fyrst og fremst tollgæzlustjórinn sem er framkvæmdaaðili i þessu máli,” sagði Friðjón Þórðarson dósmmálaráðherra í morgun, er Dag- biaðið spurði hvað yfirvöld hefðu gert í framhaldi af tillöguflutningi sr. Lárusar Guðmundssonar í Holti um varnir gegn eiturlyfjaflóðinu. I viðtali við Dagblaðið vegna til- lögunnar sagði sr. Lárus m.a. „Ég er alveg ófeiminn að segja að ég horfi upp á þetta gifurlega áfengissmyg! úti á landi. . . þvi miður sér maður stundum frammámenn byggðarlaga í þessum erindagjörðum.” Síðar isama viðtali áréttaði sr. Lárus ásakanir sínar og sagði: „Ég veit um áfengis- smygl í stórum stíl á litlu hafn- irnar.” Baldur Möller ráðuneytisstjóri sagði i gær, að tollgEezlustjóri ætti frekar að fjalla um þessi mál og það væri frekar í verkahring ríkissak- sóknara en ráðuneytis að hafa frum- kvæði um könnun. Enginn vænir sr. Lárus um fleipur. Þórður Björnsson ríkissaksóknari kvaðst ekki hafa heyrt um málið. Hver gengur þarna niður... Skólavörðustíg svo þungt hugsiY Kannski er hún að hugsa umjafn rétti kynjanna íframhaldi af jafnréttiskönnun, sem fram fer í höfuðborginni þessa dagana. DB-mynd: Gunnar Örn. „Ég kemst ekki yfir það að lesa öll dagblöð alltaf og enginn hefur vakið athygli mína á málinu fyrt en nú.” Ríkissaksóknarinn taldi að ráðu- neytinu bæri að aðhafast eitthvað. Ráöherrann sagði svo í morgun að hann hefði ekki komið því við að sitja Kirkjuþingið i heild, en hefði þar átt sérstakan fulltrúa. Einnig hefði hann haldið boð fyrir kirkju- þingsmenn en enginn hefði rætt þessar alvarlegu ásakanir við sig. „En það er sjálfsagt að skoða þetta og við göngum ekki meðlokuð-tugun framhjá þessu, þó tollgæzlustjórinn eigi að hafa framkvæmdavaldið.” Tollgæzlustjórinn var ekki við í morgun. -A.St. Valdatafl íValhöll: Geir manna- sættir, en Gunnar rekst illa \ flokki „Flokkshollur hefur Gunnar ekki verið nema í hófi og oft hefur hann tekið ákvarðanir, er gengið hafa þvert á stefnu samherja hans í Sjálfstæðis- flokknum. Hefur mörgum gramizt hve illa hann rekst í flokki, en sjálfurtelur hann að sér beri að taka ákvörðun hverju sinni í samræmi við sína eigin sannfæringu.” „Sátta- og einingarstarf einkennir Geir Hallgrímsson sem stjórnmála- mann og stundum virðist sem hann vilji ekki láta sverfa til stáls og mæta mönnum af þeirri hörku sem stundum er lífsnauðsynleg, einnig í þágu eining- arinnar.” Þessar klausur um foringjana Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen eru teknar af handahófi úr bók Anders Hansens og Hreins Loftssonar, Valda- tafl í Valhöll. Er þar fjallað um innan- „ALVARLEGAR MISSAGNIR” — um suma atburði, segirGunnar Thoroddsen „Ég hef ekki lesið bókina, að- eins blaðað í henni. í henni er margvíslegur fróðleikur og höf- undar hafa lagt mikla vinnu í verkið. Þeir áttu marga samtals- fundi með mér og ég veitt þeim fúslega upplýsingar og svaraði fyrirspurnum,” sagði dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra um Valdatafl í Valhöll. „Við fljótan yfirlestur virðist mér að það sem byggt er á samtöl- um mínum og höfunda komist yfirleitt rétt og vel til skila. Hins vegar eru alvarlegar missagnir um suma atburði úr lífi mínu og starfi sem þeir spurðu ekki um. Ýmsar þær villur hefði verið unnt að lagfæra og leiðrétta ef þess hefði verið óskað.” -ARH. flokksátök sjálfstæðismanna undan- farna áratugi og sérstaklega vegna myndunar rikisstjórnar Gunnárs Thoroddsens. Ferill Gunnars og Geirs í stjórn- málum er rakinn í stórum dráttum frá upphafi og jafnframt tæpt á sögu annarra forystumanna Sjálfstæðis- flokksins og flokksins sjálfs. Höfundar bókarinnar eru flokks- bundnir s álfstæðismenn og segjast rekja valdataflið „hlutlaust án þess að setja sig í dómarasæti.” Vafalaust eru skiptar skoðanir á því hvort sú full- yrðing standist, en víst er að þar eru mörg atvik dregin fram í dagsljósið sem áður hafa Iegið í þagnargildi. Og búast má við að með tilkomu bókarinnar færist enn líf í umræðu á opinberum vettvangi um innri mál Sjálfstæðis- flokksins. -ARH. „Hefathuga- semdirvið bókina” — segir Geir Hallgrímsson „Ég hef ekki myndað mér heildarskoðun á bókinni, enda hef ég aðeins haft tíma til að fletta henni og grípa niður í einstaka kafla,” sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Valda- tafl í Valhöll. „Frá sumu er rétt skýrt, en ég hef athugasemdir við annað. Ég vil ekki leggja dóm á bókina fyrr en ég heflesiðhanabeturyfir.” Anders Hansen og Hreinn Loftsson segja í formálsorðum að bókinni að „það er ekki leyndar- mál að höfundar hafa átt marga og langa fundi með þeim Gunnari Thoroddsen og Geir Hallgríms- syni, þar sem um viðfangsefnið hefur verið fjallað. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.