Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980. 16 fleira „ FOLK Diskótekiö Þor- gerður heitir r 1 ../» K • K i hofuðið Þorgerði Þegar ferðadiskótekið Þorgerður í Vestmannaeyjum varð eins árs á dögunum þótti eigandanum, Ragnari Sigurjónssyni, rétt að heimsækja nöfnu diskóteksins og gefa henni blómvönd í tilefni dagsins. Nafnan er Þorgerður á Múla í Eyjum. „Fyrirtækið hét áður Barón, en það nafn þótti ekki nógu gott. Ég fékk því leyfi hjá Steini Ingvarssyni eiginmanni Þorgerðar til að nefna það í höfuðið á henni,” sagði Ragnar. Þorgerður á Múla á stórar ættir í Vestmannaeyjum og margir kunnir Eyjamenn rekja ættir sínar til hennar. Ragnar Sigurjónsson hefur r áMúla því ekki valið nafnið af verri end- anum, þegar hann þurfti að gefa diskótekinu heiti. Að sögn Ragnars er Þorgerður eina ferðadiskótekið í Eyjum og því nóg að gera, — oft tveir dansleikir um hverja helgi, sem hann leikur á. m-------------► Ragnar Sigurjónsson og Þorgerður á Múla moð blómvöndinn, sem hún fókk i tílefni af eins árs af- mæli diskóteksins Þorgerðar. Ljósm: Gallerí Landlyst íslenzkar rollur með hala? í nýlegu tölublaði Politiken er birt auglýsing þar sem kostir íslenzku ullarinnar til ótal margra hluta eru dásamaðir. Hins vegar er lítið sam- ræmi í texta auglýsingarinnar og myndskreytingunni sem birt er með. Rollan, sem myndin er af, er nefnilega bæði berkollótt og með hala. (Jlfaldinn og blaðamaðurinn — Segðu mér, Bragi. Hver er munurinn á úlfalda og blaðamanni? — Það veit ég ekki. — Úlfaldinn getur unnið í tvær vikur án þess að drekka. Blaða- maðurinn getur drukkið í tvær vikur ánþess aðvinna. Skógarhögg í Sahara Og svo var það íslendingurinn, sem sótti um vinnu við skógarhögg í Kanada. íslendingur, já, sagði verk- stjórinn. Hefur þú nokkuð fengizt viðskógarhögg áður? Jú, jú, svaraði íslendingurinn. Ég vann við það í Sahara-skóginum. Sahara skóginum? át verkstjórinn upp eftir honum. Er það ekki eyðimörk? Jú, svaraði íslendingurinn hinn brattasti. Hún er það núna! Þrymskviða Sigurðar Arnar sýnd á teiknimyndahátíð í Portúgal nú í mánuðinum Það eru fleiri kvikmyndir en Óðal feðranna og Land og synir, sem kynntar eru erlendis í þessum næst- síðasta mánuði ársins. Teiknimynd Sigurðar Arnar Brynjólfssonar, Þrymskviða, verður sýnd á teikni- myndahátiðinni International Animated film Festival CINANIMA 80 í Portúgal, sem haldin verður í Portúgal dagana 19.-23. nóvember. Þrymskviða var sýnd víða um land í sumar ásamt heimildarkvik- myndinni Mörg eru dags augu. Myndin tekur sautján mínútur i sýningu. Hún er fyrsta teiknimyndin sem gerð er hér á tslandi. Að sögn höfundar ber að lita á hana sem tilraunaverk og undanfara þess að Úr Þrymskviðu. Sigurður öm Brynjótfsson mynd- listarmaður, höfundur handrits Þrymskviðu og teiknari hennar. Hann sá einnig um kvikmyndun, klippingu og hljóðsetningu ásamt öðrum. gerðar verði islenzkar teiknimyndir sambærilegar erlendum. Vinna við Þrymskviðu hófst árið 1976 og lauk í mai í vor, mánuði áöur en hún var frumsýnd i Regnboganum í Reykjavík. Hafði þá gengið á ýmsu. Meðal annars eyðilagðist öll fyrsta kvikmyndatakan, svo að mynda varð allt verkið uppá nýtt. Guðmundur Árnason, útgefandi og höfundur laga á piötunni Það vex eitt btóm. Til vinstri er Guðmundur Benediktsson sem syngur og leikur á ýrrús hljóðfæri á piötunni. Margir þeirra, sem fóru á tónleika hljómsveitarinnar Platters veltu fyrir sér þjóðerni söngkonunnar Reginu Koco. Hún var ekki þeldökk á hör- und eins og karlpeningurinn i Platters, ekki hvít, heldur einhvern veginn mitt á milli. Regina mun vera að einum fjórða hluta indíáni, fjórðungur kemur frá Vestur-Indíum og helmingurinn sem eftir er er þýzkur. Útkoman er allra lögulegasta stúlka með prýðisgóða söngrödd. Velblönduð söngkona Vísnavinur sendirfrá sér tveggjá laga plötu Guðmundur Árnason Vísnavinur sendir á næstunni frá sér tveggja laga hljómplötu, sem ber nafnið Það vex eitt blóm. Auk þess að semja bæði lögin og leika á gítar á þeim, gefur Guðmundur plötuna út sjálfur. Það vex eitt blóm fyrir vestan nefnist lagið á A-hlið plötunnar. Það er samið við ljóð Steins Steinars. Með Guðmundi leika i því Kaktus- mennirnir Árni Áskelsson trommu- leikari, Helgi Kristjánsson bassaleikari og Guðmundur Bene- diktsson, sem leikur á hljómborð og gítar og syngur auk þess lagiö. Með í laginu leikur einnig Kristinn Svavars- son saxófónleikari Brimklóar. Á B-hliðinni er hljóðfæralag. Með höfundi í því leika Karmel Russel á selló, Reynir Sigurðsson á vibrafón, Gísli Helgason á tenór-blokkfiautu og Helgi Kristjánsson á bassa og gítar. Platan Það vex eitt blóm er væntanleg á markaðinn þann 18. nóvember. FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.