Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 1
iríálst úháð dagblað 6. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 - 263. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. , Jrúum ekki öðruenmál- ið verði at- hugað gaum- gæfilega” — segir formaður ís- landsdeildar Amnesty um mál Gervasonis „Forsætisráðherra tók okkur vel en gaf svo sem ekkert út á málaleitan okkar. En við höfum fullkomna ástæðu til aö ætla að þetta verði at- hugað gaumgæfilega,” sagði Hrafn Bragason borgardómari. Hrafn er formaður íslandsdeildar Amnesty International. Fulltrúar deildarinnar gengu i gær á fund forsætisráðherra sem gegnir störfum dómsmálaráð- herra. Fóru fulltrúarnir fram á það að mál Frakkans Patriks Gervasonis yrði athugað af hinni mestu gaum- gæfni og honum ekki vtsað úr landi nema tryggt væri að hann færi ekki I fangelsi. „Maðurinn á yfir sér fangelsisdóm í Frakklandi, það er alveg ljóst. Lög- maður hans álltur liklegt, samkvæmt viðræðum við danskan kollega sinn, að honum verði framvisað til Frakk- lands verði hann sendur héðan til Danmerkur. Enda voru danskir vinir hans búnir að ráðleggja honum að fara þaðan, ella verða tekinn,” sagði Hrafn. Gervasoni verður samvizkufangt samtakanna Amnesty International verði hann settur i fangelsi vegna þess að neita að gegna herþjónustu. Samtökin hafa áður tekið að sér mál manna sem neitað hafa að gegna herþjónustu. Hefur það þó ekki verið gert fyrr en þeir eru komnir I fangelsi.* Þessi aðgerð er fyrsta fyrirbyggjandi aðgerðin í slikum málum. - DS Stóðuppimeð bilaðanfrystiskáp fullanaf dýrmætum mat — sjá neytendasíðu á bls. 10 Jólasveinninn, snjórinn og bamið... Alit minnir þetta okkur ú að aðeins er rétt rúmur mónuður til jóla. Ennþó eru bara búðagluggojólasveinar komnir i bteinn en ekki líður ó löngu þar til hinir koma llka. Það er heldur ekki nema 10 dagar. þangoð til krakkamir fara að rífa af jóladagatölunum. Margir hafa vafalaust komizt ijólaskap þegar snjórinn lét sjó sig og einhverjir eru þegarfamir að kaupa jólagjafir. Bömin lóta sér nœgja að horfa ójólaskrautið I búðargluggunum og lóta I leió- inni hugann reika til þess dags þegar opna mó pakkana. - ELA /DB-mynd Sigurgeir Sigurjónsson. Vopnafjörður: Dráttarvél með 4 ára bami i hentíst fram af 20 m hárri klettabrún —bamið kastaðistútí fjömnni en vélin héltáfmm 10—14 metraútísjó Fjögurra ára drengur stórslasaðist sl. mánudag, er dráttarvél sem hann sat í fór fram af um 20 metra kletta- brún og niður í sjó. Aðdragandi málsin var sá að bóndi á bænum Eyvindarstöðum, sem er utarlega sunnan við Vopnafjörð, fór að leita kinda með 4 ára fósturson sinn. Bóndinn var á dráttarvél en skildi hana eftir með barninu í skammt frá klettabrún og gekk niður í fjöru. Er bóndinn kom aftur upp sá hann dráttarvélina koma á fleygiferð á móti sér og sá hana síðan veltast niður brekkuna og út í sjó. Barnið hentist úr vélinni í fjörunni en hún hélt áfram 10— 14 metra út i sjó. Litli drengurinn kjálkabrotnaði, fót- brotnaði og ökklabrotnaði og þykir hið mesta lán að hann skyldi sleppa lifandi, svo illa var vélin farin. Má nefna að hún var komin I tvennt, mótorinn brotinn og húsið ónýtt. Að sögn Methúsalems Einarssonar á Vopnafirði er vélin nánast flak. Þar sem slysið gerðist langt frá bæjum þurfti bóndinn að ganga með barnið langa leið áleiðis að bænum en þar þurfti hann að skilja það eftir og sækja bíl. Lögregla og sjúkrabíll komu skömmu síðar og var litli drengurinn fluttur til Akureyrar. 1 gær var liðan hans eftir atvikum góð. -ELA. Ásmundur ASIkandidat árabbfundi framsóknar- manna — sjábls.4 Mistökokkar segja starfsmenn Lýsis ogmjöls — sjá Raddir lesenda ábls.2og3 Lausngísla- málsinsnú ísjónmáU? — sjá erl. fréttir ábls.6og7 Snilldarmark- varzlaÞorláks bjargaðiVal — sjá íbróttir Nýttolíu- . hneyksliáItalíu — sjá erl. grein ábls.8 „JackThe Ripper”enn áferðinni — sjábls.7 Kaup- menn \ Kópavogi kærðir „Við vorum kallaðir niður i lögreglustöð og kærðir af okka| eigin samtökum,” sagði Hinrif kaupmaður í Hinnabúð I Kópa| vogi en Kaupmannasamtökin hafa kært nokkrar verzlanir [ bænum fyrir að hafa selt fleiij vörutegundir á kvöldin eq vörulisti segir til um. „Okkur finnst vera komiS aftan að hlutunumjf Kaupmannasamtökin eru aí beita sér fyrir því að allt sé gefia frjálst, á sama tíma eru þau aa hindra það að við getum veril frjálsir. Auðvitað vitum við aa við höfum gerzt brotlegir, en það er sárgrætilegt að okkaj félagssamtök, skuli ekki geta komið öðruvísi fram við okkurj þeir hefðu a.m.k. geta talað via 'okkur áður,” sagði Hinrik aij lokum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.