Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 15
I4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. 15 (■Hf íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ■■) Púað á leikmenn Englands á Vembley ígærkvöld: Rétt slefuðu heim sigri á Sviss „Það var alveg furðulegt hjá leik- mönnum enska landsliðsins að gefa Svisslendingum tækifæri til að ná sér á strik eftir að þcir ensku höfðu yfir- spilað Sviss i fyrri hálfleik. Mörkin hefðu alveg eins getað verið fimm í hálfleik eins og tvö. í þeim siðari snerist dæmið alveg við. Þá voru það leikmenn Sviss, sem fengu þrjú opin tækifæri auk marksins, sem þeir skor- uðu,” sagði kappinn kunni, Dennis Law í BBC, eftir að England hafði sigrað Sviss 2-1 í 4. riðli HM á Wembley-leikvanginum i Lundúnum í gærkvöld að viðstöddum 70 þúsund áhorfendum. Leikurinn fór rólega af stað. Síðan fór England að sækja miklu meir. Terry McDermott átti tvö skot rétt yfir markið og Erich Burgener, hinn snjalli markvörður Sviss, varði mjög vei frá Steve Coppell. En mörkin hlutu að koma. Á 24. mín. náði Coppell knettin- um — spyrnti á markið af stuttu færi. Knötturinn fór af varnarmanninum Markus Tanner i markið. Sjálfsmark. Sex mínútum síðar fékk England auka- spyrnu. Trevor Brooking gaf vel inn í vítateiginn og Paul Mariner skallaði í mark. Fallegt mark, 2-0, og eftir það buldu sóknarloturnar á vörn Sviss. Hollenzki dómarinn dæmdi mark af, sem Tony Woodcock skoraði. „Rangur dómur að mínu mati,” sagði Law — og annað mark var dæmt af Mariner fyrir rangstöðu. Þá var Wood- cock mikill klaufi að skora ekki tvívegis í góðum færum. í síðari hálfleiknum benti fátt í fyrstu til þeirrar breytingar, sem síðar varð. En síðan fóru „gömlu mennirnir” Brooking og Mick Mills, fyrirliði, að þreytast á miðjunni. Svisslendingar náðu sífellt betri tökum á leiknum og hættan fór að verða Englands megin. Heinz Ludi komst einn í gegn og Shilton hljóp á móti honum. Truflaði hann það mikið að Mills gat bjargað í horn. Rene Botteron, Köln, átti snilldarleik í svissneska liðinu — maðurinn bak við nær öll upphlaupin. Hann átti hörkuskot framhjá áður en Hans Jörg Pfister skoraði með þrumu- fleyg á 78. min. Shilton sá varla knött- inn — algjört „draumamark” hjá Pfister. Loks á 82. mín. var Brooking tekinn út af og Graham Rix kom í hans stað. Lokamínúturnar sótti enska liðið mjög. Fékk hornspymu eftir horn- spyrnu en tókst ekki að laga markatöl- una — og ef hún kemur til með að ráða úrslitum síðar í riðlinum geta Englend- ingar nagað sig í handarbökin i sam- bandi við þennan leik. Eftir slaka leiki að undanförnu — tap gegn Rúmeníu og nú þennan nauma sigur gegn Sviss — geta enskir ekki verið öruggir um úr- slitasæti á Spáni 1982. Tvö efstu lið í riðlinum komast í lokakeppnina. Staðan í 4. riðli er nú þannig: England 3 2 0 1 7—3 Rúmenía 2 110 3—2 Noregur 3 111 3—6 Sviss 2 0 0 2 2—4 Ungverjaland er einnig í riðlinum en hefur enn ekki leikið. Næsti leikur Sviss—Ungverjaland 29. apríl 1981. Eini leikmaður Englands sem þótti sýna veruleg tilþrif var Bryan Robson, WBA, sem lék sem miðvörður með Dave Watson. Brooking og Coppell góðir í fyrri hálfleik, svo og Mariner. Við höfum áður skýrt frá skipan enska liðsins. Lið Sviss var þannig: Burgener, Wehrli, Heinz Hermann, Ludi, Geiger, Barberis, Pfister, Tanner (egli), Schonenberger, Elsener og Botteron. Eftir leikinn púuðu áhorfendur mjög á Wembley og létu í ijós óánægju sína með enska liðið á ýmsan hátt. „Égbyrjaí næstu viku” „Nei, ég byrja ekki fyrr en i næstu viku,” svaraði Jóhann Ingi Gunnars- son, fyrrum landsliðsþjálfari i hand- knattleik, er DB spurði hann hvort hann hæfi störf hjá Val, sem aðstoðar- þjálfari Boris Akbashov, i þessari viku. Nokkur eftirvænting ríkti meðal áhorf- enda i Firðinum í gær hvort hann myndi sitja á bekknum hjá Val og stjóma leik liðsins með Akbashov. Valsmenn mæta Víkingum næst annan sunnudag og verður Jóhann Ingi þá væntanlega kominn á sinn stað . -SSv. KR-Víkingur f Höllinni Einn leikur verður i 1. deild karla á íslandsmótinu i handknattleik í kvöld. Þá leika KR og Víkingur i.'Laugardals- höll og hefst leikurinn kl. 20.00. Það er annar leikurinn í 8. umferðinni. Á laugardag leika Haukar og Fylkir kl. 14.00 í íþróttahúsinu i Hafnarfirði. Umferðinni lýkur svo á sunnudag með leik Fram og Fylkis i Laugardalshöll kl. 20.00. Mjög á óvart komust bæði Dundee- liðin i úrslit skozka deildabikarsins er undanúrslit keppninnar fóru fram í gærkvöld. Dundee United lagði Ceitic, 3—0, á Parkhead, en fyrri leiknum lauk 1—1. Þá sigraði Dundee Ayr 3—2 eftir 1—1 jafntefli. Erwin Van der Bergh skoraði eina mark Belgiu úr vítaspyrnu en það dugði til þess að leggja Hollendinga að velli i fyrsta sinn i mörg ár. Auðveldur sigur DanaáLuxemborg Danir unnu auðveldan sigur á Luxemborg i S. riðli undan- keppni HM i knattspyrnu í landsleik sem fram fór i Kaup- mannahöfn í gærkvöld. Lokatölur urðu 4-0 Dönunum í vil, eftir að staðan hafði verið 2-0 í hálfleik. Það voru þeir Frank Arnesen 2, Preben Elkjær Larsen og Allan Simonsen sem skoruðu mörk Dana. Áhorfendur voru 10.500 á Idrætsparken í gærkvöld. Eftir tapið geta Luxemborgarar þegar farið að skipuleggja sumarleyfi sitt 1982 þvi þeir eiga enga möguleika á að komast í úrslitin á Spáni. Staðan í riðlinum er nú þessi: ítalia 3 3 0 0 6—0 Júgóslavía 3 2 0 1 7—3 Grikkland 110 0 I—0 Danmörk 4 1 0 3 5—5 Luxemborg 6 4 2 0 3 0 0 3 0—11 0 Næsti leikur í riðlinum er á milli ítala og Grikkja þann 12. desember i Aþenu. IS marði Víking Þróttur hélt áfram sigurgöngu sinni i blakinu með öruggum sigri yfir Laugdælum i gærkvöldi, 3-0 (15-7, 15-13 og 15-0). Það var aðeins i 2. hrinu sem Laugdælirnir veittu mótspyrnu að ráði. Þeir náðu að komast í 13-8 en töpuðu hrinunni engu að síður. ÍS og Víkingur léku næst. Var leikur þeirra einn sá skemmtilegasti og viðburðarikasti í vetur enda einkenndist hann af mikilli baráttu. Stúdentarnir mættu grimmir til leiks óg unnu fyrstu hrinuna 15-3. En Víkingarnir ætluðu að selja sig dýrt. Ekki tókst þeim þó að vinna aðra hrinuna þrátt fyrir mikla baráttu. ÍS vann 15-9 en Víkingur átti ekki minna i þeirri hrinu. Með smá heppni hefðu þeir eins getað unnið hana. Þeir þurftu hins vegar ekki á heppninni að halda í næstu hrinu, þeir unnu hana á baráttuskapi, 15—5. Fjórða hrinan reyndist sú siðasta, sannkölluð úrslitahrina. Sáust þar margir fallegir hlutir, menn fórnuðu sér miskunnar- laust á eftir boltanum í gólfið og drógu ekki af i smössunum. En á endanum reyndust Stúdentar ofjarlar Vikings og mörðu sigur, 15-12. Úrslitin 3-1. Einn leikur var í kvennablakinu i gærkvöld. Áttust þar við ÍS og Breiðablik. Leikur þeirra varð fimm hrina leikur, ÍS vann 3-2 (15-9, 2-15,15-10, 14-16 og 15-1). í lokahrinunni átti ein ÍS-stúlkan, Þóra Andrésdóttir, 9 uppgjafir í röð. - KMU Portúgal vann Portúgal sigraði N-írland 1—0 í 6. riðli HM i Lissabon í gærkvöld. Miðherji Benfica, Jordao, skoraði eina mark leiksins á 60 mín. Ahorfendur 60.000. er komin í jóla- og samkvœmis- klœönaði PÉTUR PÉTURSS0N SUÐURGÖTU14 SÍMAR 21020-25101 Stærsti HM-sigur Ira en Hollendingar töpuðu aftur lrland vann sinn stærsta sigur í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í gær, þegar irska landsliðið gjörsigraði Kýpur í leik landanna í 2. riðli HM. Lokatölur 6-0 og írar voru reyndar óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Áttu skot í stangir og þverslá og bjargað var á marklinu hjá Kýpur. Lið Kýpur átti ekki möguleika á að skora og fékk aðeins tvær hornspyrnur i leiknum. Gerry Daly, sem nú lék með írlandi á ný eftir meiðsli, skoraði strax á 11. mín. Hann skoraði annað markið úr vítaspyrnu. Siðan kom Tony Grealish, Luton, írlandi í 3-0 og á lokamínútu fyrri hálfleiksins skoraði Mike Robin- son, Brighton, fjórða markið. Hann meiddist þegar 15 mín. voru til leiks- loka og var í fyrstu talið að um fótbrot væri að ræða. Það var ekki og jafnvel möguleiki á að Robinson gæti leikið á laugardag, þegar Brighton and Howe Albion leikur við Man. Utd. á Gold- stone Ground í Howe, útborg Brighton. f síðari hálfleiknum skoraði Frank Stapleton fimmta mark írlands í fyrsta upphlaupi og litli svarti bakvörðurinn hjá Tottenham, Chris Houghton, skoraði sjötta markið á 63. mín. eftir að hafa leikið á fimm mótherja. Honum var fagnað gífurlega. Fyrsta landsliðsmark hans — og Robinson skoraði einnig sitt fyrsta landsliðsmark fyrir írland. Don Givens kom inn þegar Robinson meiddist. Belgar unnu Hollendinga í sama riðli Iéku Belgia og Holland í Brtissel. Belgia, sem komst í úrslit í Evrópukeppninni í Róm sl. sumar og tapaði þar aðeins með 2-1 fyrir V-Þjóð- verjum, vann sinn fyrsta sigur á Hol- landi um langt árabil. Sanngjarn sigur 1-0 og markið var skorað úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Erwin van der Bergh skoraði. Belgar fengu ágæt tæki- færi til að auka við þann mun — sér- staklega fór miðherji FC Brugge, Jan Ceulemans, illa að ráði sínu í opnum færum. Leikurinn var harður — fjórir leik- menn bókaðir — og Hollendingar að mestu í vörn í fyrri hálfleik. Hollenzka liðið var aðeins svipur þess stórliðs sem það var síðasta áratuginn. Aðeins fyrir- liðinn, Ruud Krol, og Willy van der Kerkhoff sem eitthvað sýndu. Leikvöll- urinn í Brússel var þéttskipaður áhorf- endum eða eins og þar rúmuðust, 50.000. Eftir tap í tveimur fyrstu leikj- unum í riðlinum eru nú ekki miklar líkur á að Holland, sem lék til úrslita í HM 1974 og 1978, komist í úrslita- keppnina á Spáni 1982. Staðan í riðlinum er nú þannig: Írland 5 3 11 12-6 7 Frakkland 2 2 0 0 9-0 4 Belgía 2 110 2-1 3 Holland 2 0 0 2 1-3 0 Kýpur 3 0 0 3 2-16 0 Liðin voru þannig skipuð: Belgía: Jean-Marie Pfaff, Eric Gerets, Luc Millecamps, Walter Meeuws, Michel Renquin, Albert Cluytens, Rene van der Eycken, van Moer, van der Bergh, Ludo Coeck, Jan Ceulemans. Holland: Pim Doesburg, Ben Wijnstekers (Johnny Metgod), Ernie Brandts, Hugo Hovenkamp, Ruud Krol, van der Korput, Willy van der Kerkhof, Jans Peters, Kees Kist, Pier Tol (Rene van der Kerkhof), Simon Tahamata. - hsím. Guðmundur Guðmundsson Skipstjóri á Mb Verði ÞH 4 Það þarf þrælsterka teina þegar trossa er dregin upp af 200 faðma dýpi i 6—7 vind- stigum, e.t.v. með 1000—1500 fiskum /'. Blýteinarnir frá Hampiðjunni standa sig mjög vel við þessar aðstæður eftir minni reynslu. Það er gott að vinna með þeim, bæði við að draga þá og við fellingu. Auk þessa standa rúllurnar vel þau mál, sem upp eru gefin. Þórður Rafn Sigurðsson, Skipstjóri á Mb Dala Rafni VE 508 Eftir nær þriggja ára reynsiu af blýteinum frá Hámpiðjunni finnst mér þeir standast vel þær kröfur, sem gera verður til teina við núverandi veiðitækni og hraða og á því feikna dýpi, sem veitt er á. Auk þorskanetateina hef ég reynslu af rek- netateinum, fiskilínu, færatógi og almennu tógi frá Hampiðjunni. Allt þetta tóg er í háum gæðaflokki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.