Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. 17 FÓLK ÁSGEIR TÓMASSON ELIN ALBERTSDÓTTIR Þórir Lárusson, nýkjörinn formaður Varðar: Mœtti vera meira stjómmálafélag heldur en ferða- og spilaklúbbur Þórir Lárusson, nýkjörinn for- maður Varðar, var varaformaður fólagsins i fyrra og hafur setið i stjórn fólagsins i 4 ár. DB-mvnd Gunnar örn. Valgarð Briem hrl., einn af fyrstu stúdentum Verzlunarskóla íslands: „ Valdi mér eina bekkjar- systur jyrir eiginkonu99 Æ tla í einhvers konar viðskipti — og fannst Verzló rétta leiðin „Faðir niinn var í Verzlunarskól- anum og það var eiginlega þess vegna sem ég fór i hann,” sagði Karl Þor- steins, 16 ára nemandi á fyrsta ári i Verzlunarskólanum, í samtali við Fólk-síðuna er við spurðum hvers vegna hann hefði valið sér framhalds- nám i Verzló. ,,Ég hef hugsað mér að fara út í einhvers konar viðskipti og þess vegna þótti mér þetta rétta leiðin. Ég var í Langholtsskóla og flestir skóla- félagar mínir héldu áfram í Mennta- skólanunt við Sund. Annars er ég litið farinn að hugsa um frámtiðina — eða hvort ég tek stúdentspróf. Það voru mikil viðbrigði að koma í þennan skóla úr Langholtsskóla, alll annars konar nám. Hér er lika meiri- hlutinn stelpur. Ætli einn þriðji sé ekki strákar,” sagði Karl. Hann sagði að félagslífið væri mjög gott í skólanum og að stelpurnar væru al- gjört æði. . ELA Kari Þorsteins við skólaborðið i Verzló. „Það voru mikil viðbrigði að koma í þennan skóla úr Langholtsskóla. Hór er meirihlutinn stelpur." DB-mynd Gunnar Örn. Karl Þorsteins, nemandi á fyrsta ári í Verzlunarskólanum: ,,Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég hef setið i stjórn Varðar í 4 eða 5 ár og þar áður var ég í hverfafélagi. Ég var varaformaður Varðar í fyrra svo ég er ekkert ókunnugur þarna,” sagði nýkjörinn formaður Varðar, Þórir Lárusson. Þórir verður 44 ára 7. desember nk., kvæntur Þórunni Árnadóttur og eiga þau þrjú börn. Hann starfar sem rafvirkjameistari og rekur eigið fyrir- tæki. Þórir starfaði með íþrótta- hreyfingunni i ein 25 ár, var m .a. for- maður skíðaráðs í 7 ár, eða þau ár sem Bláfjöllin byggðust upp. ,,Ég hef nú ekki hug á mikium breytingum. Félagið er allt í mjög föstum skorðum svo ég sé enga ástæðu til þess. Það væri frekar að ég myndi reyna að breyta Verði úr ferða- og spilaklúbbi í einhvers konar stjórnmálafélag. Mér finnst að það mætti vinna meira að pólitíkinni. Mitt starf er að stjórna fundum, sjá um að málefnanefndir og aðrar nefndir starfi. Formaður Varðar á sæti í stjórn fulltrúaráðs og hann situr oft i nefndum.” — Hefurðu hugsað þér að komast lengra í pólitíkinni, stefnir þú kann- ski á þing? ,,Ég hef nú ekki hugsað svo langt. Bjarni Þór Jónsson, nýráðinn bœjarstjóri í Kópavogi: „Starfið hefur átt allan minn tíma” „Mig minnir að ég hafi valiðVerzl- I voru báðir í skólanum,” sagði unarskólann vegna þess að tveir Valgarð Briem hrl. sem var einn af frændur mínir, þeir Óttar og Jóhann sjö fyrstu stúdentum Verzlunarskóla Möller, sembjugguísamahúsiogég, | Islandsárið 1945. í dag eru liðin 75 ár Valgarð Briem hri. á skrrfstofu sinni að Sóleyjargötu. „Ég hefði líklega farið á bændaskólann á Hólum ef Verzlunarskóli íslands hefði ekki fengið róttindi til að útskrifa stúdenta." DB-mynd Sig. Þorri. frá stofnun Verzlunarskóla íslands og tók Fólk-síðan því tali einn af fyrstu stúdentum skólans og nem- anda á fyrsta ári í skólanunt í dag. „Þegar ég byrjaði i skólanum þá hafði hann ekki réttindi til að út- skrifa stúdenta. Það var ekki fyrr en ég útskrifaðist úr fjórða bekk sem þau réttindi fengust,” sagði Valgarð ennfremur. ,,Ef Verzlunarskólinn hefði ekki fengið þessi réttindi hefði ég líklega farið í bændaskólann á Hólum. Það hvarflaði ekki að mér þá að fara í lögfræði. Sú hugmynd kom ekki fyrr en suntarið eftir að ég varð stúdent. Jú,' vissulega gerðist margt skemmtilegt á þessum árum. En það skemmtilegasta er bundið við stelp- urnar svo ég ætti nú ekki að segja frá því í blaðaviðtali. Þær voru afskap- lega fallegar og góðar stúlkurnar í Verzlunarskólanum. Ég valdi mér líka eina bekkjarsysturina fyrir eigin- konu,” sagði Valgarð Briem. - ELA Eiginlega ekkert spáð í það. Maður veit samt ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég hefði t.d. ekki trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að verða formaður Varðar.” Þórir er mikill skíðamaður og fer svo oft á skíði sem hann kemst. í nokkur ár keppti hann á skíðum en því hætti hann árið 1966. Hann hefur líka smitað fjölskyldu sína og elzti sonur hans er t.d. að fara í keppnis- ferð til Austurríkis. Þá hefur Þórir einnig verið formaður ÍR sl. 4 ár, svo nýkjörinn formaður Varðar hefur í mörgu að snúast. - ELA ,,Ég var settur í eþtta starf um mánaðamótin ágúst-september. Það er vandasamt að taka að sér starf eftir Björgvin heitinn þar sem hann var mjög vel metinn í starfi,” sagði Bjarni Þór Jónsson sem sl. föstudag var ráðinn bæjarstjóri í Kópavogi. Bjarni Þór er 34 ára gamall. Hann er fæddur og uppalinn Reykvíkingur. Bjarni Þór lauk laganámi við Háskól- ann vorið 1974 og réðst þá sem bæjarstjóri á Siglufirði. Hann er kvæntur Margrét Sigríði Jörgensen og eiga þau tvö börn, stúlku 14 ára og dreng 5 ára. ,,Ég hafði aldrei séð Siglufjörð þegar ég réði mig þangað en kunni strax ljómandi vel við mig þar. Þar voru nóg verkefni að vinna og mjög fjölþætt, t.d. uppbygging hitaveit- unnar. Þetta starf í Kópavogi er kannski svipað og á Siglufirði. Þó eru alltaf fleiri verkefni hjá bæjarstjóra í litlum bæ eins óg á Siglufirði. Starf bæjarstjóra er eiginlega framkvæmdarstjórn bæjarfélags. Hann þarf að sjá um framkvæmdir sem bæjarráð og bæjarstjórn sam- þykkja. Þá þarf hann að hafa yfirsýn yfir helztu málaflokka. Bæjarstjóri þarf að sitja alla fundi með bæjar- ráði og bæjarstjórn. Það er erfitt að gefa viðhlítandi svar því það er mjög margt sem bæjarstjóri þarf að gera,” sagði Bjarni Þór. „Núna eru mörg verkefni sem bíða og eru efst á baugi, til dæmis þarf að koma götum í varanlegt horf. íþróttahúsið hér verður fokhelt á næsta ári og það er þegar farið að bjóða það verk út. Skólamál eru alltaf ofarlega' á baugi og eflir ára- mótin verður úthlutað lóðunt í Ástúnshverfi. Það er því nóg að gera.” — En hvað gerir bæjarstjórinn í frístundum? „Það hafa nú ekki verið margar fristundir hjá mér undanfarið. Starfið Itefur átt allan minn tíma, bæði hef ég verið að komast inn i þetta starf og einnig unnið sem bæjarritari. Annars byggði ég ntér raðhús sem ég hef verið að reyna að fullklára þann tima sem ég á af- gangs,” sagði hinn ungi bæjarstjóri Kópavogs. - ELA Bjarni Þór Jónsson á skrrfstofu sinni hjá Bæjarskrifstofunum i Kópavogi. „Starfið hefur átt allan minn tima þar sem óg hef verið að setja mig inn i það auk þess sem óghef unnið sem bæjarritari." DB-mynd Sig. Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.