Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. 11 Gervasoni þarf að bíða úrslita í málinu fram á elleftu stundu: Friðjón ráðherra farinn til útlanda —og birtir ákvðrðun sína ífyrsta lagi við heimkomuna um mánaðamót Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra fór til útlanda á þriðjudags- morguninn og er væntanlegur heim föstudaginn 28. nóvember. Er ekki að vænta endanlegrar ákvörðunar hans í máli franska flóttamannsins Gervasonis fyrr en eftir heimkom- una. Dvalarleyfi Gervasonis á íslandi rennur út þriðjudaginn 2. desember. Dómsmálaráðherra hefur látið skilja á sér í fjölmiðlum undanfarna daga að fyrri ákvörðun hans um brottvísun flóttamannsins standi óhögguð og Baldur Möller ráðu- neytisstjóri hans sagðist í gær engu hafa viðorðráðherransaðbæta. „Upplýsingasöfnun er í stórum dráttum lokið og ekkert gerist fyrr en ráðherra kemur heim aftur,” sagði Baldur í stuttu samtali við Dag- blaðið. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður franska flóttamannsins, sagðist í gær hafa sent dómsmálaráðherra kröfur og gögn vegna umbjóðanda síns á föstudagskvöldið en vissi ekki um viðbrögð ráðuneytismanna. ,,Ég lét forsætisráðherra hafa afrit af bréfinu til dómsmálaráðherrans og vænti þess að málið komi til kasta ríkisstjórnarinnar. Enda er hér um að ræða prinsippmál en ekki mál sem varðar einn ákveðinn flóttamann. Það þarf stefnumótandi ákvörðun um afstöðu íslenzkra stjórnvalda til pólitískra flóttamanna og því tel ég að þetta eigi að ræðast í rikisstjórn- inni,” sagði Ragnar Aðalsteinsson. -ARH. Mönnum þótti það nokkuð hlálegt þegar eitt fyrsta verk Gervasonis hér var að gera við glugga dómsmálaráðherrans. DB-mynd Gunnar Örn. TillagaáAlþingi: Samkeppnisaðstaða ís lendinga í fisksölu- málum veiði könnuð „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að gera ítariega athugun á sam- keppnisaðstöðu íslendinga á hinum ýmsu markaðssvæðum fyrir fisk og aðrar sjávarafurðir og á fyrirkomulagi styrkja og aðstoðar við sjávarútveg helztu samkeppnisþjóða okkar.” Þannig hijóðar þingsályktunartillaga sem Guðmundur Karlsson (S) lagði framáAlþingi ígær. f greinargerð segir að á síðustu árum hafi útflutningur okkar á sjávar- afurðum mætt harðnandi samkeppni á mikilvægustu mörkuðunum. Framboð á fiski og öðrum sjávar- afurðum hefur vaxið í skjóli aukinnar verndarstefnu flestra þjóða í formi beinna og óbeinna opinberra styrkja við sjávarútveg viðkomandi þjóða. Þessi styrkjastefna öflugra iðnaðar- ríkja við sjávarútveg, sem er í flestum tilvikum minni háttar atvinnugrein hjá viðkomandi þjóðum, er farin að valda okkur íslendingum verulegum vandræðum og mun í framtíðinni væntanlega valda alvarlegum búsifjum og versnandi lífskjörum, ef ekki verður rétt við brugðizt. -A.St. Óánægja hjá hárgreiðslunemum: Hafa ekki tíma til að læra sökum vinnu Nemendur í hárgreiðslu í lðn- skólanum boðuðu verkfall í gær en því var síðar aflýst. Að sögn eins nemanda skólans er megn óánægja nemendanna bæði með kennara og námskrá. „Okkur er farið að ofbjóða hvernig farið er með okkur hérna,” sagði neminn í samtali við DB. „Við erum látin vinna meira en við lærum. Við höfum ekki orðið frið með lærdóminn, því skólinn tekur svo mikið inn af kúnnum.” DB hafði samband við Sigríði Finnbjörnsdóttur, formann meistara- félagsins, sam sat fund með skóla- máls. Hún sagðist ekkert vilja fjalla stjóra Iðnskólans í gær vegna þessa opinberlega um þetta mál. -ELA. Húsbyggjendur, verktakar! Eigum í dag ódýra og góða EÍNANGRUN 6 tommu m/ál 3 1/2 tommu m/ál Útvegum einnig alls konar aðra einangrun Hagstætt verð SUMARHÚS JðNS Sími 75642 Útgerðamwnn Hafið þið söluferð eða annað í huga? Hringið eða skrifið ef ykkur vantar upplýs- ingar um markaðshorfur og annað. Helgi H. Zoega l. Newby Avenue Larkholme Fleetwood. Lanes. England. Sími (03917)79331 Telex 67485 KULDASKOR Bólstraðir með loðfóðri Teg. 49. Litur: Brúnt leður. Stærðir: Nr. 36—46. Verð kr. 34.620.- Ný kr. 346.20.- Skóverzlun Þórðar Péturs sonar Kirkjustræti 8 v/Auturvöll Laugavegi95 Sími14181 Simi 13570.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.