Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. BIAÐHJ igefandi: Dagbtaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aflstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómor Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hollur Simonarson. Menning: Aflaisteinn Ingótfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónos Haralduson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anno Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóro Stofánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlougur A. Jónsson, Ingo Huld Hákonardóttir, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjornleifsson, Einar ólason, Rognor Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólofur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halidórs- son. Dreifingorstjóri: Voigerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, ouglýsingor og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmk hf., Síflumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifu -ni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 5.500. Verfl (lousosölu 300 kr. eintakifl. NY KRONA, NÝIR SIÐIR Hún er enn ráðalaus Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að stuðla að því, að nýja krónan um ára- mótin verði annað og meira en kostn- aðarsöm sjónhverfing. Hún gefur bara í skyn, að eitthvað verði gert, en lofar ekki einu sinni upplýsingum fyrir jól. Tómas Árnason viðskiptaráðherra' hefur tekið að sér hlutverk Cato gamla. Hann notar hvert tækifæri til að hvetja samráðherra sína til dáða í efnahagsmálunum. Neyðaróp Tómasar enduróma svo í forustugreinum Tímans. Áminningar þessar hafa engin sjáanleg áhrif haft á samstarfsmenn Tómasar. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins eru þögulir sem gröfin. Þeir tóku ekki einu sinni þátt í efnahagsumræðu alþingis á þriðjudaginn var. Að sjálfsögðu minnir þetta ástand á kenninguna um, að Alþýðubandalagið sé að eðlisfari óábyrgur stjórn- málaflokkur. Það sé byggt upp sem stjórnarandstöðu- flokkur, yfirboðaflokkur og draumóraflokkur. Á það reynir vafalítið nú. Hin skýringin er þó ekki síður nærtæk, að málleysið stafi af nálægð Alþýðusambandsþings. Samkvæmt því ættu ráðamenn Alþýðubandalagsins að hafa nokkra ábyrgðartilfinningu. en ekki næga til að koma framan að almenningi. Fyrir rúmum tveimur áratugum gekk þáverandi for- sætisráðherra, Hermann Jónasson, fyrir Alþýðusam- bandsþing til að biðja um frið til að stokka upp efna- hagsmálin. Hann hlaut ekki náð og stjórn hans varð að hrökklast frá. í ljósi þeirrar reynslu er skiljanlegt, að ríkisstjórnin sé treg til að bera hliðstæð mál undir það þing Alþýðu- sambandsins, sem nú fer í hönd. í stjórnmálum er það ekki alltaf hreinskilnin, sem borgar sig bezt. Tómas Árnason var spurður á þriðjudaginn, hvort ráðstafanir ríkisstjórnarinnar mundu koma í ljós fyrir jól. Þá sagðist hann ekkert vilja um dagsetningar segja. Þau ummæli sýna greinilega, hve óljóst þetta mál er i heild. Á þingfundinum hafði Tómas kjark til að skýræfrá óskalista sínum. Hann nefndi hömlur á verðlagsbótum launa, verðlagi vöru og þjónustu, búvöru og fiskjar, svo og á vöxtum. Hann sagði hins vegar ekki, hvernig gera skyldi. Ekki er hægt að taka afstöðu til hugmynda Tómas- ar, af því að þær eru enn svo almenns eðlis. En þó verður hér og nú að fagna því, að einn ráðherra skuli þó reyna að halda vöku sinni við magnaða svefnþörf sumra hinna. Þjóðartekjur hafa minnkað í tvö ár og munu minnka áfram á næsta ári. Jafnframt hefur hið opinbera aukið hlut sinn af hinni smækkuðu köku. Eðlileg afleiðing er, að lífskjör hafa rýrnað og munu halda áfram að rýrna. Það er þvi auðvitað sýndarmennska, þegar aðilar vinnumarkaðsins semja um 11% kjarabætur umfram verðbólgu. Náttúrulögmál hins kalda raunveruleika segir, að þessar kjarabætur hverfi, — á skipulegan eða óskipulegan hátt. Hlutverk trúðanna í þessum leik er svo í höndum Morgunblaðsins og stjórnarandstöðuhluta Sjálfstæðis- flokksins. Þar er grátið fögrum krókódílstárum út af kjaraskerðingu á skeiði þessarar ríkisstjórnar og hinn- ar næstu þar á undan. Alvarlegast er þó, að ekkert bendir til, að ríkisstjórn- in hafi færzt nokkuð í átt til samkomulags um ára- móinaðgerðir.Hún riðar því til falls um leið og hún kemur í veg fyrir, að þjóðin hafi gagn af afnámi tveggja núlla. Kjallarinn Geir Andersen Eftir að ákvörðun hafði verið tekin um, að myntbreyting skyldi eiga sér stað hér, frá og með I. janúar 1981, urðu margir til þess að fullyrða, að þessi breyting sé fyrst og fremst táknræn, en hafi engin efnis- leg áhrif á hag landsmanna í heild. Þessi fullyrðing á við engin rök að styðjast, þótt ekki verði þvi mót- mælt, að fækkun núllanna til þess að gera hverja einingu verðmeiri auki trú fólks á gjaldmiðli sínum. Ef hugur fylgir máli í jafnafdrifa- ríkri ákvörðun og þeirri að taka upp verðmeiri gjaldmiðil, með nýjum seðlum og sleginni mynt, jafnvel þótt nafnið sé hið sama, — þá getur þessi ....... ákvörðun hreinlega skipt sköpum I atvinnu- og efnahagslífi landsmanna allra á mjög skömmum tima. Engar róttækar eða harðskeyttar aðgerðir stjórnvalda þurfa þar til að koma, eins og margir vilja vera láta. Einhliða aðgerðir stjórnvalda, nánast pennastriks-framkvæmd, eru hins vegar æskilegar, skömmu fyrir gildis- töku myntbreytingarinnar. Hvaða hliðarráð- stafanir? Þingmenn, sumir hverjir, gera sér það nú til dundurs, meðan Alþingi er upptekið við útdeilingu ntilljarða króna til handa gjaldþrota-fyrir- tækinu Flugleiðum, að spyrja hvern annan, hvaða ..hliðarráðstafanir” þurfi að koma til jafnhliða mynt- breytingunni 1. janúar! Þessir sömu þingmenn, sem þannig spyrja, gera það í einlægni, að sjálfsögðu, því hvorki þeir eða nokkrir aðrir hafa minnstu hugmynd um, hvort eða þá hvaða hliðar- ráðstafanir þurfi að gera, þegar myntbreyting á sér stað. Sannleikurinn er sá, að alls engar hliðarráðstafanir þarf að gera. Svo einfalt er málið. Einu ráðstafanirnar, sem gera þarf, er sú pennastriks- framkvæmd að lögbinda kaupgjald og verðlag um t.d. eins árs skeið eða lengri tíma. Gengisskráningu þarf einnig að binda fasta og láta þrýstihópa, svo sem systkinin útgerð og frystiiðnað, sjá um sig sjálfa. Ef verðfall verður á erlendum mörkuðum hinna ýmsu út- flutningsvara, hlýtur slíkt að bitna á þjóðarheildinni hvort eð er. Slíkt á alls ekki að þurfa að hafa áhrif á stöðu gjaldmiðilsins gagnvart gengis- skráningu. Það er hagfræðileg staðreynd, að trú á gjaldmiðil þjóðar er ein megin- forsenda þess, að sæmilegt jafnvægi ríki í efnahagsmálum hennar. Þessi skilyrði eru fyrir hendi i flestum ríkjum Vestur-Evrópu og Norður- ^ „Einu ráðstafanirnar, sem gera þarf, er sú pennastriks-framkvæmd að lögbinda kaupgjald og verðlag um til dæmis eins árs skeið eða lengri tíma.” Okkur kemur það ekki við! Nýlega leitaði eitt dagblaðanna til Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráð- herra, eftir upplýsingum um orku- frekan iðnað og hverjar fyrirspurnir væru til umræðu erlendis frá. Svar kommúnistans, sem gegnir illu heilli stöðu iðnaðarráðherra á íslandi, var táknrænt fyrir þá fyrirlitningu sem kommúnisminn sýnir almenningi hvarvetna. Hjörleifur Guttormsson svaraði á þessa leið: „Það koma menn hingað víða að og óska eftir viðræðum til að kynna iðnaðarráðu- neytinu hugmyndir sínar um stóriðju- fyrirtæki á íslandi. En það eru engar samningaviðræður í gangi um slíka hluti.” Og síðan: ,,Ég sé enga ástæðu til að tíunda þessa hluti.” Kommún- istaráðherrann telur m.ö.o. að lands- mönnum komt það ékkert við hverjir eða um hvers konar stóriðju rætt er i iðnaðarráðuneytinu. Þetta er vissulega skiljanlegt sé það haft í huga að ráðherrann er komm- únisti og þvi sennilega fjandsamlegur fyrirfram flestum þeim stórjðjufyrir- tækjum sem leita hér eftir aðstöðu. Hið alvarlega sem fram kemur í þessu s^mbandi er svo það að sú spurning vaknar hvort skynsamlegar áætlanir um stóriðju séu frystar eða afþakk- aðar af iðnaðarráðuneytinu án þess að þær séu kynntar ríkisstjórn eða al- þingismönnum. Við ítrekaða spurn- ingu blaðsins um fjölda þeirra manna sem lagt hafa fram fyrirspurnir varð- Kjallarinn Krístinn Snæland andi stóriðjukosti rausnaðist ráðherr- ann að svara á þann veg, að þeir hefðu verið „allnokkrir á undanförn- um mánuðum”. Svona fyrirlitning gagnvart áhuga fjölmiðla og almenn- ings vekur til umhugsunar um marg- umrædda upplýsingaskyldu ríkisins og stofnana þess. Hefur ráðherrann hugsað sér að halda leyndum öllum hugmyndum um stóriðju, nema þá sem þjónar hagsmunum kommún- ista? Núverandi stóriðja Vegna þeirra sjónarmiða sem koma fram hjá iðnaðarráðherra í nefndu viðtali varðandi „íslenska stóriðju”. er rétt að huga nánar að þeirri stóriðju sem þegar blómstrar i landi voru. Þaú fyrirtæki sem nefna má í um- ræðu um stóriðju eru m.a. álverk- smiðjan, sementsverksmiðjan, áburðarverksmiðjan og kísiliðjan, að ógleymdri málmblendiverksmiðj- unni. Svo virðist að öll þessi fyrir- tæki eigi það sameiginlegt með öðrum stórfyrirtækjum í landinu, t.d. Rafmagnsveitum rikisins, Sam- bandinu og Flugleiðum, að þessum fyrirtækjum helst vel á starfsfólki, enda sýnir dæmið um Flugleiðir að þrátt fyrir erfiðleika og deilur vill víst enginn hætta þar og uppi eru starfs- aldurslistar sem grimmileg áhersla er lögð á að farið sé eftir. Þrátt fyrir lítið persónulegt samband starfs- manns við stjórnendur stórfyrir- tækisins virðist hins vegar vera um að ræða einhverja öryggistilfinningu og jafnvel það að innan stórfyrirtækj- anna er oftast um að ræða góð og öflug starfsmannafélög sem enn betur vernda starfsmanninn en fjar- lægt stéttarfélag. Vegna ummæla iðnaðarráðherra um íslenska stóriðju er svo vert að benda á að þrátt fyrir hin sameigin- legu einkenni stórfyrirtækjanna, að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.