Dagblaðið - 12.12.1980, Síða 5

Dagblaðið - 12.12.1980, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980. 5 Árgerö 1981 komin Silfurlínan frá Crown ■ CROWN - 6100, árgerð 1981 Magnari: 32 vött, sam er hressilegt og nóg fyrir flesta. Tveir tónbreytar fyrir bassa og hátónar, þannig að þér getið stillt hljóminn að vild. Útvarp: Þrjár útvarpsbylgjur. Langbylgja, mið- bylgja og FM-stereobylgja með stereoljósi sem gefur til kynna stereoútsendingu. Útvarpið er mjög langdrœgt Segulband: OSC-rofi. Takki fyrir spóluval eftir þvi hvort notaðar eru venjulegar spólur (normai) eða krómdioxið (CR02), þannig að upptakan verði sem bezt. Biðtakki gefur þér möguleika á að stöðva spóluna sem snöggvast. Autostopp, þegar bandið er komið á enda þá stöðvast mótorinn sjálfvirkt. Þetta hindrar óþarfa tog á bandið. Inn- byggð spólugeymsla ofan ð tœkinu fyrir þær spólur sem mest eru notaðar. Plötuspilari: Hálf-sjálfvirkur, settur af stað með vökvalyftu, er fer sjálfvirkt af plötunni, þegar henni lýkur. Plötuspilarinn er beit-drifinn en það tryggir nákvæman snúningshraða. Kristal-tón- haus sér um að upptakan af plötunni er kristal- tær. Vökvalyfta, sem lyftir arminum upp og leggur niður, en lyftan er notuð til þess að setja arminn út á plötuna og færa arminn til á plötunni þegar skipt er um lag á hljómplötunni. Tveir hraðar: 33 snúningar fyrir stórar plötur, 45 snúningar fyrír litlar plötur. Hátalarar: Tveir hátalarar fylgja og eru þeir í stil við tækið, silfurlítir og svartir að framan. Stœrð: Breidd: 60 cm, hæð: 10,5 cm, dýpt: 42,5 cm. Greiðslumöguleikar: 1 Staðgreiðsla, en þá kostar tækið gkr. 421.800 Nýkr. 4.218 2 Lánskjör. Útborgun aðeins 150 þ. og eftirstöðvar á 3 mánuðum. Kjör sem flestir ráða við. Nýkr. 1.500 Sendum í póstkröfu Verð: Gkr. 444.000 Nýkr. 4.440 VERSLIÐ SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 ELÍN ALBERTSDÓTTIR Reynum að gefa út öðruvísi blað — blað fyrir allan aldur —segir Hildur Einarsdóttir ritstjóri framundan? Þráinn Eggertsson skrifar. Viðtal er við Jón Ragnarsson í Regn- boganum og margt lleira,” sagði Hildur. — Er ekki erfitt að koma með blað á markaðinn núna, er hann ekki þegar mettaður? ,,Ég veit ekki. Það verður að koma í Ijós. Við erum að reyna að gefa út fallegt blað, öðruvisi blað en áður hefur komið út, blað sem er með lesmál fyrir alla og ef slíkt blað gengur ekki út þá finnst mér það merkilegt,” sagði Hildur ennfremur. „Við höfunt unnið að þessu öllu sjálfar, heima hjá okkur, því við viljum halda verðinu i lágmarki. Núna erum við að dreifa blaðinu i verzlanir.” Ritstjóri NÚNA er Hildur Einars- dóttir. Birna Sigurðardóttir er auglýs- ingastjóri. Útlit annaðist Bjarni D. Jónsson og Valgerður Þ. Jónsdóttir. Verð blaðsins er I500krónur. - ELA Birna Sigurðardóttir auglýsingastjóri og Hildur Einarsdóttir ritstjóri með sitt nvja blað — NÚNA. DB-mynd: Sig. Þorri. ,,Það má segja að einlægur áhugi okkar hafi komið þessu blaði út,” sagði Hildur Einarsdóttir fyrrum rit- stjóri tízkublaðsins Lifs og Birna Sigurðardóttir auglýsingastjóri er þær litu inn á ritstjórn til okkar í gær með splunkunýtt blað þeirra sem hlotið hefur nafnið NÚNA. ,,Við völdum þetta nafn Vegna þess að okkur þótti það i samræmi við efni blaðsins. Þaðer að segja að það sem við skrifum það er að gerast núna,” sögðu þær stöllur. NÚNA er óvenju hressilega teiknað blað, með fjölbreyttu efni og auglýs- ingum. „Viðleggjum áherzlu á að aug- lýsingarnar séu glæsilegar og með stórum myndum. Því auglýsingar segja fólki oft margt sem ekki kemur fram i fréttum,” sagði Hildur. „Við höfum fengið fólk með margs konar sérþekk- ingu á málefnum til að skrifa greinar fyrir okkur. Alls eru það I3 manns sem skrifa í fyrsta blaðið.” NÚNA er 80 síður, prentað á dag- blaðapappír í sömu stærð og lesbók Morgunblaðsins. „Við ætlum að gefa blaðið út annan hvern mánuð. Blaðið er ætlað fyrir alla aldursflokka. Og við reynum að hafa efni við allra hæfi. Má nefna efni eins og viðtal við Ragnar Kjartansson annan af tveimur for- stjórum Hafskips. Inga Laxness spjallar við Jóhannes Helga rithöfund. Rætt er við Dóru Bergmann fatahönn- uð um þróun tízkunnar. Er kreppa KATHRYN KUHLMAN Ennþá gerast kraftaverk Eftir sama höfund og ÉGTRÚIÁ KRAFTAVERK VlkurútgAfan Þessi bók er eftir sama höfund og Ég trúi á kraftaverk, sem kom út fyrir nokkrum árum og seldist upp á skömmum tíma. Ennþá gerast kraftaverk er athyglisverð bók, sem vekur fólk til umhugsunar. Víkurútgáfan NUNA-nýtt „magasín" blaðá markaðinn:

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.