Dagblaðið - 12.12.1980, Qupperneq 27

Dagblaðið - 12.12.1980, Qupperneq 27
Útvarp Sjónvarp LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL Jó/aseríur ogfftaðar perur Hclfii jólanna má ekki gieymast í öllu tilstandinu. INNAN STOKKS OG UTAN —útvarp kl. 15,00 föstudag: JÓLAHALD OG KRISTIN TRÚ „Fjallað verður um kristna trú og jólahald,” sagði Árni Bergur Eiríksson. Árni Bergur stjórnar þætti um fjölskylduna og heimilið í útvarpi í dag. „Farið er í Vogaskóla og nokkrir nemendur sjöunda bekkjar teknir tali, þetta er sá árgangur sem á að fermast næsta vor, og meðal spurninga, sem ég legg fyrir þau, er hvort þau ætla að fermast og hvers vegna, hvað þeim finnst um jólahald og hvort þeim finnast jólin öðruvísi en þegar þau voru yngri. Rætt er við trúarbragðakennara krakkanna, Jón Ingva Valdimarsson. Siðan fæ ég fólk til mín og við ræðum um jóla- hald og skoðanir manna á stöðu kristinnar kirkju. Þau sem koma eru Úlfar Kristmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Eyjólfsson og Gústaf Níelsson.” Þessi þáttur Árna Bergs ætti að verða til að minna fólk á það hvers vegna við höldum jól og mörgum finnst að ekki veiti af, þvi ástæða jólahalds vill oft gleymast í hama- ganginum sem fylgir jólaundir- búningi. -GSE. Opið tiikl. 6 iaugardag Póstendum LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980. Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrum prófastur. DB-mynd: Sig. Þorri. í SÓREY—útvarp kl. 21,40 föstudag: Heimsókn á fornt menningarsetur Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrum prófastur flytur í kvöld erindi sem hann nefnir í Sórey. Sórey er friðsæll smá- bær á miðju Sjálandi í Danaveldi. ,,Eg dvaldist þarna í 3 daga fyrir þrem árum síðan, hjá góðum kunningja mínum,” sagði Sigurjón. „Þetta er friðsæll og forn menningarstaður. Ég var þarna að heimsækja kunningja minn Anders Malling en hann er merkastur danskra sálmaskálda. Ég ræði við Malling um staðinn ogsögu hans”Þarna er frægur skóli og dómkirkja og þar eru margir merkir menn grafnir. „Má þar frægan telja Ludvig Holberg, sem ekki er óþekktur á íslandi. Holberg er höfundur leikrits sem Þjóðleikhúsið er að sýna um þessar mundir en það er Könnusteypirinn pólitíski. Þarna er einnig grafinn eitt frægasta skáld Dana, B. Severin Ingemann.” Af frægum Islendingum sem dvalizt hafa i Sóery má nefna Jónas Hallgríms- son. Jónas kom til Sórey sumarið 1843 og var til vors 1844. Hann var þama í góðu yfirlæti hjá Japetus nokkrum Steenstrup sem var lektor í Sóreys Akademi. Þess er sérstaklega getið í heimildum að Jónasi hafi liðið vel i Sórey, og þar orti hann mörg sin yndis- legustu kvæði svo sem Dalavísu, Sláttuvísu og Ég bið að heilsa. -GSE. Önnur og þriðju verðlaun jólagetraunarinnar eru heldur ekki af verri 'endanum. I tilefni af þvi, að Halldór heitinn Pétursson listmálari teiknaði myndirnar af jólasveinunum þótti við hæfi að veita bók með úrvali mynda hans i önnur og þriðju verðlaun. Þær kosta hvor um sig um fjörutiu þúsund krónur. DB-mynd: Þorri. Jólagetraun DB1980 1. HLUTI Tilveran er full af jólasveinum. Þá má finna um allan heim, likt og gráa ketti (ef ekki jólaketti). Nokkrir þeirra eru þó ekki á ferli nema í siðasta mánuði ársins og geta því kallazt hinir einu sönnu jólasveinar. Nú á síðari árum hefur sú skoðun verið alls ráðandi að jólasveinar þeir, sem hvað mest eru áberandi í desem- ber, séu góðir og dreifi jólagjöfum tvist og bast. Þessi skoðun er til komin vegna útlenzks jólasveins, sem heitir Sánkti Kláus og er víst bezta skinn. En íslenzku jólasveinarnir eru sannkölluð hrekkisvín og steliþjófar. Ekki liggur alveg ljóst fyrir, hversu margir íslenzku jólaveinarnir eru. Sumir telja að þeir séu 9 og leggja til grundvallar visuxrðin Jólasveinar einn og átta ofan koma af fjöllunum. Aðrir segja að þeir séu þrettán tals- ins. Dagblaðið ætlar sér ekki að leggja neinn dóm á þetta þrætumál, heldur birta á næstu dögum myr.dir af tíu íslenzkum jólasveinum. Jóla- getraun blaðsins að þessu sinni er nefnilega i því fólgin að geta upp á réttum nöfnum jólasveinanna. Myndirnar af jólasveinunum eru eftir Halldór heitinn Pétursson list- málara. Það þótti því við hæfi að veita í verðlaun til tveggja þeirra, sem geta upp á öllum nöfnunum réttum, eintök af glænýrri myndabók Hall- dórs, sem Prenthúsið gefur út nú fyrir jólin. Hvor bók um sig er að verðmæti um fjörutíu þúsund krónur. Fyrstu verðlaunin eru heldur ekki af verri endanum frekar en fyrri dag- inn í jólagetraunum Dagblaðsins. Þau eru myndsegulband af Nord- mende gerð frá Radíóbúðinni. Verð- mæti tækisins er 1.525.700 krónur. Þá er ekki eftir neinu að bíða með að hefja leikinn. Fyrsti jólasveinninn sem birtist er jafnan fyrstur ofan úr fjöllum og til byggða. Hann er straurfættur, karlgreyið og stinnur eins og tré, eins og Jóhannes úr Kötlum lýsir honum í kvæði sínu um íslenzku jólasveinana. Hvað heitir hann: Stígvélaði kötturinn Steingrímur Stekkjastaur Slrikið undir það nafn, sem ykkur þykir líkleyasl. Klippið síðan mynd- ina og lausnina út op geymið með þeim nlu, sem á eftir koma. Þepar síð- asti jólasreinninn hefur birzt á Þorláksmessu, setjið þá allar lausnirnar í umslag oy merkið það: Dagblaðið „Jólagetraun" Síðumúla 12 105 Reykjavík Skilajrestur á jólagetrauninni er til 30. desember.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.