Dagblaðið - 13.12.1980, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
„Hann er sagður hagur á tré, ég er viss um að hann bjargar sér i nvju landi,” segir
A.S.
Stokkseyringar
Árnesingar
□ Vandlátir verzla hjá okkur.
□ Vorum að taka upp mikið úrval leik-
fanga og annarrar gjafavöru á góðu
verði.
□ Tilboð okkar i desember er
20% afslóttur af öllum
kjötvörum í kœliborði.
□ Nýjar kjötvörur daglega.
□ Verzlið í jólamatinn tímanlega.
□ Opið alla daga til kl. 22, laugardaga
og sunnudaga líka.
□ Þið pantið. — Við sendum heim, eða
komið og sannfærizt.
Við bjóðum ykkur velkomin.
Stokkseyri
Sími 3206
VID SEGJUMST
VERA KRISTIN
—en hvar er okkar kristna hugarfar?
A.S. skrifar:
Nú þegar jólin nálgasl verður
okkur hugsað til frelsarans enda eru
haldin jój til að minnast fæðingar
hans.
Forystukona í verkalýðshreyfing-
unni tók svo til orða um daginn að
franskir skipbrotsmenn á Meðal-
landssandi hefðu.aldrei verið krafðir
um vegabréf um leið og þeir komu
volkaðir í land. Þjóðin tók vel á móti
þeim, veitti þeim góðan beina.
í hvaða sambandi nefndi hún
þetta? Jú, hingað kom til lands
franskur maður, langþjáður flótta-
maður, búinn að vara það hálft sitt
líf. Hann bað hér um hæli sem flótta-
maður, því það var hann vissulega.
Af hverju? Því hann neitar að bera
vopn, neitar að þurfa að standa
frammi fyrir þeim móguleika aö
verða e.t,v. manni að bana. Það
finnst öllum hræðilegt ef maður er
drepinn.
Nú ber svo við að ráðherra og sumt
fólk í landinu ærist ef veita á honum
hæli. ,,Burt með hann,” hrópar fólk-
ið. Minnir þessi afstaða okkur ekki á
faríseana í Biblíunni og afstöðu
þeirra til Jesú?
Þrátt fyrir þennan hræsnitón dó
æskan ekki ráðalaus. Hún, einu
sönnu auðæfi þessa lands, tók af-
stöðu með kristnidómnum og hugar-
fari hans. í þvi augnamiði minnti hún
dómsmálaráðherra á tilveru sína með
veru sinni næturlangt í húsnæði
hans. Hvers vegna? Hún berst gegn
vopnagný og hermennsku í hvaða
mynd sem er. Hún skilur þrá Gerva-
sonis, vonir hans og óskir um frelsi,
betri heim til handa öllum án tillits til
þjóðernis eða litarháttar.
Verum okkur ekki til skammar!
Bregðumst ekki æskunni og vonum
hennar!
Sýnum nú kristið hugarfar í verki,
veitum manninum hæli. Hann er
sagður hagur á tré, ég er viss um að
hann bjargar sér i nýju landi.
Minnumst þess að hér kom rúss-
neskur flóttamaður fyrr í sumar. Við
tókum honum opnum örmum. Hann
neitaði líka að beygja sig undir lands-
lög sem honum þóttu ógeðfelld, rétt
eins og Gervasoni lítur á herskyldu-
lög síns lands. Hvers vegna ætti af-
staða okkar að vera önnur til Gerva-
sonis?
Verum heil í afstöðu okkar, látum
eitt yfir alla ganga. Gefum okkur þá
jólagjöf að veita honum hæli hér sem
flóttamanni!
Raddir
lesenda
Friðjón Þórðarson:
Auðvitað hefur þú
samúð með Gervasoni
— Leyfðu mannúðarsjónarmiðinu að ráða
að jaðri við eintrjáningshátt. Gerðir
þínar í Gervasoni-málinu bera
vissulega keim af því. Staðfastur
stjórnmálamaður á þrátt fyrir allt að
geta hlustað á rök andstæðinga sinna
og hann á að virða skoðanir
almennings. Þú mundir hljóta virð-
ingu mína óskipta í annað sinn ef
þú létir ekki möppudýrið í dóms-
málaráðuneytinu og tréhestana i út-
lendingaeftirlitinu segja þér hvað þú
átt að gera. Þeir eru sízt betri
þrýstihópuren aðrir.
Á mínu heimili dáðust allir að
víðsýni þeirri sem þið Gunnarsmenn
sýnduð er þið tókuð til ykkar ráða og
mynduðuð þessa ríkisstjórn, sem
margt gott er um og nýtur vinsælda
meðal þjóðarinnar eins og skoðana-
kannanir sýna. Friðjón, áfram með
víðsýnina — auðvitað hefur þú
samúð með Gervasoni eins og aðrir.
Leyfðu mannúðarsjónarmiðinu að
ráða.
Stuðningsmaður rikisstjórnarinnar gekkst til liðs við þessa ríkisstjórn
skrifar: sem nú situr. Þú varðst meiri maður í
Kæri Friðjón Þórðarson. mínum augum við það. En sjálfstæð
Mér fannst þú sýna djörfung er þú hugsun má ekki fara út í þær öfgar,
Friðjón! Leyfðu mannúðarsjónarmiðinu að ráða. DB-mynd: Bj.
HERERBOKIN!
ATJAN KONUR,
ferill þeirra og framtak í nútímahlutverkum
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OL/VERS STE/NS SE
Hin síðari ár hefur ört stækkandi hópur kvenna gengið lítt troðnar leiðir menntunar
og sérhæfðra starfa, andlegra sem verklegra. Hér segj'a 18 konur sögu sína og
sanna góðan árangur athafna, sem án efa hefur á stundum reynt á þolið og kostað
erfiði. Afrek þeirra mun verða öðrum fyrirmynd og hvati á braut mennta og
starfsvals. — Þetta er tímabær bók í þjóðfélagi, sem ört breytist, verður æ
sérhæfðara og flóknara.
Gísli Kristjánsson ritstýrði og bjó til prentunar.
Fríða Á. Sigurðardóttir: ÞETTA ER EKKERT ALVARLEGT
Hér er bók, sem enginn unnandi fagurs skáldskapar má láta framhjá sér fara ólesna.
Hér fer saman skilríkt og fagurt mál, ótvíræð frásagnarlist, lífsskilningur og samúð
með því fólki, sem frá er sagt. Hér tekst galdur góðrar sagnalistar. — Ahugaverðari
höfundur en Fríða Á. Sigurðardóttir hefur ekki sent frá sér frumverk um langt árabil.