Dagblaðið - 13.12.1980, Blaðsíða 4
4
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
LEIF LARSEN
Shetlands-Larsen var Iræknasti
hermaöur Shetlandsey|aher-
delldarlnnar, sem var aö mestu
eklpuð landflátta Norðmönnum.
Eftir innrás Þjóðverja í Noreg og þegar norski herinn hafði gefist
upp fyrir ofureflinu, sameinuðust Norðmenn um að gera óvin-
inum hersetuna sem erfiðasta. Einn þessara hraustu föðurlands-
vina var Leif Larsen. Hann.yfirgaf Ncreg og fór til Bretlands.
Þar komst hann í hina ‘rægu Shetlandseyja-herdeild, sem hafði
aðsetur á Shetlandseyjum, og var að mestu skipuð landflótta
Norðmönnum, en undir stjóm Breta. Verkefni herdeildarinnar
var að aðstoða nsðanjarðarhreyfinguna í Noregi. Þeir fluttu
vopn og njósnara til Noregs og landflótta Norðmenn frá Noregi.
Þeir höfðu aðeins til afnota litla fiskibáta, sem þeir urðu að
sigla á yfir Norðursjó í gegnum víglínu óvinanna að ströndum
Noregs. Þeir urðu fyrir árásum flugvéla og varðbáta og margir
týndu lífinu.
Þessi bók segir frá Norðmanni, sem varð ein mesta striðs-
hetja síns föðurlands, ofurhuganum Leif Larsen, sem hlaut fleiri
bresk heiðursmerki en nokkur annar erlendur hermaður í siðari
heimsstyrjöldinni.
Bók þessi hefur náð metsölu hvarvetna sem hún hefur verið
gefin út, enda sönn og ógnþrungin lýsing á þrekraunum Norð-
manna í heimsstyrjöldinni siðari.
HAGPRENT H F. - BÓKAFORLAG
Jólagföfbarnsins
Þetta er 5. árið sem viö bjóðum þessi vönduðu úr.
l-^i Verð 19.500
Skífa i
blá-
brún-
græn
V'|'
Kaupin
eru
beztjþar sem
þjónustan er mest
Skífa
rauð-
blá-
græn
i
■ 15 steina skólaúr fyrir
stelpur og stráka.
■ Vatnsvarin, höggvarin
og óslítanleg fjöður.
■ 1 árs ábyrgð.
Skífa
Indíáni
Hjóla
skautam.
Fótboltam.
Svissnesk gæði
■ Merkið tryggir gæðin.
Póstsendum
Úr og skartgripir
Jón og Óskar
Laugavegi 70, sími 24910
Fyrsta lagafrumvarpið vegna bankaverkfallsins
Afhenda megi vöru
án bankastimplunar
A fimmtudag var lagt fram á
Alþingi fyrsta frumvarpið sem segja
má að snert haft bankamannaverk-
fallið. Er í því lögð til sú breyting á
lögum um tollskrá að ekki sé
nauðsynlegt að fá bankastimpil til
þess að fá vöru tollagreidda. ,
{greinargerð segir að bankastimpl-
unarskyldan hafi verið tekin upp í
tollskrárlög 1976 og þá hafi verið
bent á að um væri að ræða óeðlilega
hagsmunagæzlu fyrir erlenda aðila,
sem ætti fá eða engin fordæmi
erlendis. í bankaverkfallinu nú hafi
komið upp staða sem engan hafði
órað fyrir við setningu tollskrárlag-
anna. Vörur fást ekki tollafgreiddar
þó fyrir liggi sönnuð heimUd seljanda
vörunnar að vöruna megi afhenda án
greiðslu í banka.
Flutningsmenn eru Albert Guð-
mundsson, Friðrik Sophusson,
Matthías Mathiesen, Árni Gunnars-
son, Sverrir Hermannsson og Birgir
ísl. Gunnarsson.
- A.St.
Bankamenn slá tvær
flugur i einu höggi
—baka kleinur, gera hreint, mála, veggfóðra ogveiða rjúpu
Bankastjórinn á Eskifirði, Árni T.
Jensson, er sá eini sem vann í bankan-
um í verkfallinu. Hann þurfti að sinna
skuldbindingum gagnvart erlendum
aðUum, bankaábyrgðum og slíku,
einnig öryggisgæzlu. Þó að mikið hafi
verið tekið út fyrir verkfall var enn
mikið eftir af seðlum þegar verkfallinu
lauk.
Bankafólkið hjálpaði mökum sínum
við hreingerningar og bakaði kleinur,
málaði og veggfóðraði (þó ekki með
peningaseðlum) íbúðir sínar. Sumir
karlmennirnir fóru á rjúpnaveiðar.
Ég er ekki hlynnt verkföllum en ég
held að bankafólkiö slái þarna tvær
flugur í einu höggi. Bankafólki var
lofað snemma á árinu .’79 3% hækkun
á kaupi, út af því er þetta verkfall.
Loforð skulu standa hvað sem Ólafs-
lögin segja.
Annað er að margir segja sem svo að
bankar megi fara í langt verkfall, þetta
sé engin vinna sem innt sé þar af hendi.
En ég held að bankaþjónustan sé alveg
ómissandi.
-Regína, Eskifirði.
Greiðsla
námslána
dregst
vegnaverk-
fallsbanka-
manna
Talsverður hópur námsmanna fær
ekki námslán sín nú í desember vegna
bankaverkfallsins. Talsmaður Lána-
sjóðs islenzkra námsmanna sagði i
gær að ekkert væri hægt aö borga út
af desemberlánum, sem afgreiða átti
á biiinu frá 1 .—15. desember. Þetta á
bæöi við námsmenn hér heima og er-
lendis.
Rólegt hefur verið á skrifstofu
lánasjóðsins undanfarna daga.
Eflaust gera margir námsmenn sér
ekki grein fyrir því aö sjóðurinn
er opinn, en hann er í húsi Lands-
bankans aö Laugavegi 77. Stúdentar
hafa ekki boriö sig illa við sjóðinn,
þótt suitarólin herðist.
• JH
Eskrfjörður:
Hólma-
tindurer
kostaskip
Hólmatindur hinn nýi togari kom
til Eskifjarðar fimmtudagsmorgun-
inn 11. des. úr fyrstu veiðiferðinni
með 95 tonn af mjög góðum þorski
sem veiddist á Vopnafjarðargrunni.
Voru þá liðnir réttir sjö sólarhringar
frá því skipiö lagði úr höfn til veiða.
Að sögn Arnbjarnar Magnússonar
skipstjóra reyndist Hólmatindur
mjög vel í alla staði. Sagði hann
vinnuaðstöðu og aðbúnað góðan alls
staðar i skipinu. Mikill munur væri á
nýja og gamla Hólmatindi aö flestu
leyti.
Hraðfrystihús Eskifjarðar keypti
Hólmatind, en skipiö kom til
landsins 8. september í haust. Skipið
fór strax í slipp á Akureyri til breyt-
inga og lagfæringa.
Hólmatindur er 498 tonn að stærð
og keyptur frá Frakklandi.
- Regina, Eskifirði.
DAUDUR MINKUR BEK>
VID DAGBLAÐSDYRNAR
Þegar menn komu til vinnu á af-
greiðslu Dagblaðsins einn morgun nú í
vikunni lá kvikindi þetta við dyrnar,
steindautt. Þarna var greinilega kom-
inn föngulegasti minkur en orðsending
fylgdi hinum látna engin. Það er þvi
ekki hægt að segja hvað orðið hefur
minknum að fjörtjóni eða hvað hann
var að vilja inn í höfuðborgina. Feldur-'
inn á dýrinu var fallegur og glansandi
og líktist hann þannig meira mink úr
búi en villimink. Ekkert skal þó fullyrt í
þeim efnum.
- JH / DB-mynd Sigurður Þorri.
MiðstjómASÍ:
SKIPTAR SKODANIR
UMGERVASONI
Skiptar skoðanir voru meðal mið-
stjórnarmanna Alþýðusambandsins á
fimmtudag, þegar fundur var haldinn
til að ræða mál Gervasonis. Meirihlut-
inn stóð að því að greiða kostnað við
för lögmanns Gervasonis, Ragnars
Aðalsteinssonar, til Danmerkur til að
kanna stöðu mála ef Gervasoni yrði
sendur til Danmerkur. Karvel
Pálmason var meðal þeirra, sem töluðu
í gær gegn þvi, að ASÍ bæri þennan
kostnað. . HH