Dagblaðið - 13.12.1980, Qupperneq 6
7
Hver viU?
Ég leita að lifandi og jafnframt krefjandi starfi. Hefi ágæta
menntun og fjölþætta reynslu, m.a. í stjórn fiskvinnslu.
Tungumálakunnátta. Góð meðmæli. — Er í sima 34129.
Bifreið stolið
Aðfaranótt sl. miðvikudags var bifreiðinni R-57558, sem er
rauður Volkswagen 1300 árg. 1974, stolið frá Barónsstíg
61. Þeir sem einhverjar uppl. gætu gefið um þennan bíl eru
vinsamlega beðnir að hringja í síma 11018 eða láta lögregl-
una vita.
ólatilboð
Seljum í dag
á stórlækkuðu verði
REIÐHJÓL
og aukahluti.
Verð frá kr. 89.500 — nýkr. 895,00
Takmarkað magn.
Einnig úrval vandaðra leikfanga.
Bíla- og hjólabúðin sf
Kambsvegi 18 — Sími 39955
Barnabókakynning
hjá Eymundsson
Klukkan 2 til 4 á laugardag mun
HJALTIRÖGN V ALDSSON
leikari lesa úr eftirtöldum
bókum:
Píla Pína eftir
KRISTJÁN
FRÁ DJÚPALÆK
Fjörulalli eftir
JÓN VIÐAR
GUÐLAUGSSON
Vinur dýranna eftir
GUÐLAUG
GUÐMUNDSSON
Höfundar verða í verzluninni á
sama tima og árita bœkurnar.
BÓKAVERZLUN
SIGFÚSAR
EYMUNDSSONAR
AUSTURSTRÆT118
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
Saksóknari vísar frá kæru á hendur Guðlaugi
Bergmundssyni blaðamanni:
Gerí ráð fyrír að
höfða mál á hendur
Magnúsi Einarssyni
—segir Guðlaugur Bergmundsson
,,Ég fékk bréfið á miðvikudags-
kvöld og fór úr bænum strax á
fimmtudagsmorgun svo ég hef ennþá
ekkert rætt þetta mál við lögfræöing
minn. Ég veit ekki einu sinni hvort
hann hefur fengið afrit af því,” sagði
Guðlaugur Bergmundsson blaða-
maður á Helgarpóstinum i samtali
við DB í gær.
Rikissaksóknari hefur sent lög-
reglustjóra bréf þar sem vísað er frá
kæru á hendur Guðlaugi. Eins og
kunnugt er af fréttum var Guðlaugur
handtekinn í miðbænum í haust, þar
siem hann var við störf, og honum
gefið að sök að hafa truflað og tafið
Guðlaugur Bergmundsson blaðamaður: Ánægður með bréf rikissaksóknara.
Mynd: Helgarpósturinn.
Magnús Einarsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn.
störf lögreglumanna, auk þess sem
hann hafi haft uppi móðganir.
í bréfi saksóknara segir m.a. að
það sem fram hefur komið i
rannsókn málsins þyki eigi vera
nægilegt eða liklegt til að veita
fullgilda sönnun fyrir því að kærði
hafi gerzt sekur um brot gegn 106. og
108. grein hinna almennu hegningar-
laga nr. 19, 1940. Því eru eigi laga-
rök, samkvæmt 115. gr. 1. mgr.
laga nr. 74 1974, til þess að höfða
opinbert mál á hendur ákærða, Guð-
laugi Bergmundssyni, fyrir hegning-
arlagabrot.
„Saksóknari hefur tekið einu
réttu ákvörðunina í málinu, að mínu
áliti. Mér finnst full ástæða til að
gera eitthvað i þessu máli, svo þeir
komist ekki upp með að stinga mönn-
um inn án þess að láta þá svara til
saka,” sagði Guðlaugur.
I ,,Ég geri fastlega ráð fyrir að
höfða mál á hendur Magnúsi Einars-
syni. Sá maður lét skapsmuni sína
ráða í stað skynseminnar. Hins vegar
veit ég ekkí hvernig það kemur til
með að ganga, ég þekki ekki
prósessinn í þessum málum. Ég er
ánaégður með bréf ríkissaksóknara,
hann gerir vitnaskýrslur ómerkar að
einhverju leyti. Annars mun ég hafa
samband við lögfræðing minn út af
þessu máli strax á mánudag,” sagði
Guðlaugur.
-ELA.
Stór-
hækkað
gjaldá
sælgæti
oggos-
drykki
— á aðfæra ríkissjóði
3.400 milljóniráári
Lagt hefur verið fram á
Alþingi stjórnarfrumvarp um sér-
stakt vörugjald á sælgæti og gos-
drykki. Ergjaldið ýmist 10% eða
30% og er lagt á tollverð.
Vörugjald á þessar tegundir var
áður lagt á magn vörunnar.
Þetta nýja gjald á að færa
ríkissjóði 3.4 milljarða króna í
tekjur og telja fróðir menn að
þarna sé verið að finna tekjustofn
í stað aðlögunargjaldsins sem nú
hverfur af tekjuliðum rikissjóðs.
Gjaldið mun hækka sælgæti
um 7—9% og gosdrykki um 23—
26%. Gert er ráð fyrir að
vörugjald af suðusúkkulaði
hækki úr 20,80 kr. á kiló í 350
krónur. Gjaldið á kiló af át-
súkkulaði hækkar úr 45,60 í 370
kr. Vörugjald á gosdrykkjum
hækkar úr 16 kr. á lítra í 92—120
krónur, á öli úr 14—16 krónum í
130 krónur. Vörugjaldið leggst
bæði á innflutta framleiðslu og
innlenda.
-A.St.
Samkomulagnáðist:
Flugmenn og Fokk-
erar til Líbíu
,,Það hefur staðið 1 stappi með
leigu á tveimur Fokkervélum til Líbíu
vegna deilna við flugmenn,” sagði
Sveinn Sæntundsson biaðafulltrúi
Flugleiða i samtali við DB. ,,En i
vikunni náðist samkomulag. Fyrri
Fokkerinn fer utan í dag með þremur
flugstjórum og vélamanni. Með
seinni vélinni fara tveir flugsljórar og
vélantaður. íslenzkur flugstjóri
flýgur vélunum rneð erlendum flug-
manni.
Það er mikið framboð af flug-
vélum og flugmönnum á alþjóða-
markaði þannig að lciga nú er ekki
eins ábatasöm og áður en þetta er þó
þáttuT í viðleitni Flugleiða til að afla
fleiri verkefna. Það stendur ekki tii
að fækka vélum í innanlandsflugi
þrátt fyrir leiguflugið í Libiu.
Flugleiðir hafa keypt TF-Sýr, Land-
helgisgæzluvélina. Hún er tilbúin i
farþegaflug, var m.a. talsvert notuð
af Flugleiðum i surnar. Þá á að reyna
að fá leigða frá Bandaríkjunum
Fokker-vél, sem Flugleiðir seldu
þangaö fyrr á þessu ári.”
-JH.
NY VÖRUGEYMSLA
□MSKIPS í HÚSI
VERZLUNARINNAR
Eimskipafélagiö hefur tekið á
leigu húsnæði undir vörugeymslu á
harla óvenjulegum stað í bænum
fyrir slika starfsemi — eða 3200
fermetra á jarðhæð i Húsi
verzlunarinnar í nýja miðbænum.
Um áramót þarf Eimskip að
rýma það húsnæöi sem félagið hefur
um árabil haft á leigu í Hafnarhúsinu
og A-skála við Reykjavikurhöfn,
enda tekur þá Hafskip við hús-
næðinu skv. samningi Eimskips og
Hafskips við Reykjavíkurhöfn.
Eimskip rýmir nú einnig vöru-
geymsluna i miðskála í Tollstöðvar-
húsinu. Til að leysa geymsluþörf
félagsins hefur Eimskip tekið áður-
greint húsnæði í Húsi verzlunarinnar
á leigu. Leigutíminn er frá 1.
desember sl. og út næsta ár. Félagið
getur framlengt samninginn í sex
mánuði eftir það. Nýja
vörugeymslan hefur fengjð nafnið
V-skáli. Þar verður Svanberg Ólafs-
son verkstjóri.
-ÓV.