Dagblaðið - 13.12.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
verðlaunin yrðu þeirra. Fljótlega
kom þó 1 ljós að sveitin var ekki eins
samstillt og menn höfðu talið. Ýmsa
snögga bletti var að finna og það
voru Ungverjar sem náðu forustunni.
í naestsíðustu umferð komust Sovét-
menn loks upp að hlið þeirra og að
endingu deildu þjóðirnar með sér
efsta sætínu. Sovétmenn fengu gullið
því andstæðingar þeirra á mótínu
hlutu samanlagt 449 1/2 vinning en
andstæðingar Ungverja „einungis”
448 vinninga. Segja má að viðureign
úr síðustu umferð milli Skota og
Grikkja hafa ráðið úrslitum. Ung-
verjar höfðu teflt við Skota en Sovét-
menn við Grikki. Svo fór að Skotar
náðu aðeins 1/2 vinningi út úr viður-
eigninni og því urðu Sovétmenn ól-
ympíumeistarar.
Af þessu má ljóst vera að keppnis-
fyrirkomulag mótsins er stórlega gall-
að. Löngum hefur verið talið að
Monrad-kerfið gæfi að iokum réttan
sigurvegara móts en um röðun í
næstu sæti réði hending ein. í þessu
tilviki tókst ekki einu sinni að finna
sigurvegara. Þótt Sovétmenn hefðu
vissulega sterkustu sveitinni á að
skipa voru Ungverjar allt eins vel að
sigrinum komnir. Og hvers megum
við Islendingar gjalda? Að vonum
vorum við kampakátir eftir sigur 2
1/2-1 1/2 gegn Hollendingum í næst-
síðustu umferð. Sú gleði var þó
skammvinn því sigurinn olli því að
Ungverjar urðu mótherjar okkar í
síðustu umferð. í þeirri viðureign
kræktum við okkur aðeins í 1/2 v. og
duttum niður í 23. sæti. Ekki er ólík-
legt að Islendingar hefðu endað í
kringum 10. sæti ef viðureignin við
Hollendinga hefði endað jafntefli, 2-
2.
Annars mega íslendingar vel við
una af miðað er við fyrri ólympiu-
mót. Kvennasveit var nú í annað
9
\
skipti meðal þátttakenda á ólympíu-
móti og stóð hún sig vonum framar.
Stúlkurnar höfnuðu í 17.—24. sæti
af 42 keppendum sem er prýðisgóður
árangur. Til samanburðar má geta
þess að í Buenos Aires 1978 hafnaði
íslenska kvennasveitin í 2. sæti í D-
riðli. Árangur stúlknanna er ekki
síður athyglisverður fyrir þá sök að
afar fáar konur stunda skák að stað-
aldri á landinu. Má mikið vera ef
þessi árangur sveitarinar blæs ekki
nýju lifí í skákkonur þjóðarinnar.
I karlaflokki höfðu fslendignar á
að skipa einna yngstu sveitinni og var
árangur liðsmanna nokkuð jafn-
góður. Það hefur oft viljað brenna
við á fyrri ólympíumótum að ein-
hverjir Iiðsmenn hafi ekki náð sér á
strik sem skyldi og slakur árangur
þeirra komið niður á sveitinni í heild.
Að þessu sinni var slíku ekki að
heilsa. Um miðbik mótsins höfðu
liðsmenn að vísu nokkrar áhyggjur af
Helga sem eftir ágæta byrjun hrökk í
mikið óstuð og tapaði fjórum
skákum í röð. Ingi liðsstjóri brá á
það ráð að hvíla Helga frá skák og
tefldi við hann langt og mikið hrað-
skákeinvígi. Að því loknu var Helgi
eins og nýr maður og tefldi nokkrar
bestu skákir íslensku sveitarinnar:
sigraði stórmeistara á borð við
Pfleger frá V-Þýzkalandi og sjálfan
Timman. Sigurskák hans við Timm-
an hefur áður birst hér í DB en hér
kemur skák hans við Pfleger sem
(ekki var siðri.
Hvitt: Pfleger (Vestur-Þýskaland)
Svart: Helgi Ólafsson (ísland)
Enskur leikur.
1. Rf3 cS 2. c4 Rf6 3. g3 b6 4. Bg2
Hb7 5.0-0 e6 6. Rc3 Be7 7. d4 cxd4 8.
Dxd4 d6
Svartur beitir svokallaðri „brodd-
galtaruppbyggingu” — tískan um
þessar mundir.
9. e4 0-0 10. De3 Rbd7 11. b3 a6 12.
Bb2 He8 13. h3 Dc7 14. Hfel Bf8 15.
Rd4 Had81?
Hér hefðu flestir skákmenn sleppt
hróknum á c8 án þess að hugsa sig
um. Helgi var ekkert á því að tefla
„rútínerað” og rökstuddi þennan
leik sinn þannig: „Það er oft gott að
leika næstbesta leiknum til þess að
eiga besta leikinn inni!” Strangt
tekið, þá er textaleikurinn vinnings-
leikurinn í skákinni.
16. Hadí Db8 17. g4 g6 18. Dg3 Ba8
19. Bcl Bg7 20. Dh4 Hc8!
Besti leikurinn.
21. Dg3 RcS 22. Khl? eS! 23. Rc2 b5
Eins og svo oft í þessari byrjun
þarf ekki nema minnstu ónákvæmni
af hvíts hálfu til þess að svartur hrifsi
til sín frumkvæðið. Pfleger bauð
jafntefli um leið og hann lék næsta
leik.
24. Rd5 bxc4 25. bxc4
25. — Rcxc4!
Hugmyndin kemur í ljós í 28. leik.
26. Bxe4 Rxe4 27. Hxe4 Bxd5 28.
Hxd5 Dbl! 29. Dd3 Dxcl + 30. Kg2
Þótt svartur hafi unnið manninn
aftur og hafi peði meira verður hann
að tefla nákvæmt þvi hvítu mið-
borðsreitirnir eru veikir.
30. — f5! 31. Hel Df4 32. gxf5 gxf5
33. Re3
Betri varnarmöguleiki felst i 33.
Hxd6. Nú fær svartur augljósa yfir-
burði.
33. — e4! 34. Ddl Be5 35. Hgl Kh8
36. Kfl Dh6 37. h4 Dxh4 38. HxeS
Hvað annað?
38. — dxe5 39. Dd7 Hg8 40. Hg3
Dhl + 41. Ke2 Dh5 + 42. Kel f4 43.
Hh3 Dg6 44. Rg4 e3! 45. fxe3 Dbl +
46. Ke2 Hcd8 47. Dxh7+ Dxh7 og
hvítur gafst upp.
Jóhannsson, Þórir Sigurðsson og Örn
Arnþórsson. Úrslit urðu annars þessi
Slig
1. Sveit Hjalta Elíassonar 178
2. Sveit Sævars Þorbjörnssonar 176
3. Sveit Samvinnuferöa 176
4. Sveit Karls Sigurhjartarsonar 165
5. Sveit Siguröar B. Þorsteinssonar 162
6. Sveit Þorfinns Karlssonar 150
7. Sveit Jóns Þorvaröarsonar 144
Næsta keppni félagsins verður
Board a match sveitakeppni og stendur
hún þrjú kvöld og hefst miðvikudaginn
7. janúar 1981.
Frá Bridgesambandi
íslands
Úrslit í bikarkeppni Bridge-
sambands íslands hefjast í dag kl. 10 að
Hótel Loftleiðum. Spiluð verða 64 spil
á milli sveita Hjalta Elíassonar og
Óðals. Frá kl. 14 verður leikurinn
sýndur á sýningartöflu. Fólk er beðið
um að fjölmenna.
SIMON
SÍMONARSON
Frá Bridgeklúbbi
Akraness
Lokið er haustsveitakeppni
félagsins með þátttöku 10 sveita.
Sigurvegari varð sveit Þórðar Elías-
sonar, en auk hans skipa sveitina þeir
Hörður Pálsson, Guðjón Guðmunds-
son og ÓlafurG. Ólafsson.
Röð efstu sveita:
Stig
1. Sveit Þóröar Elíassonar 160
2. Sveit Halldórs Sigurbjörnssonar 141
3. Sveit Alfreðs Viktorssonar 125
4. Sveit Guðmundar Bjarnasonar 123
5. Sveit Kjartans Guðmundssonar 91
Laugardaginn 6. des. fór fram hin
árlega keppni milli Akurnesinga og
TBK. Úrslit urðu sem hér segir:
TBK Akranes
1. borö 16 4
2. borfl 19 1
3. borfl 16 4
4. borð 10 10
5. borð 20 0
6. borfl 7 13
88 32
Fimmtudaginn 11. des. hefst tveggja
kvölda barómeter tvímenningskeppni.
Stjórnandi verður Bragi Hauksson. Er
nýjum félögum sérstaklega bent á að
taka þátt í keppninni. Spilað er í Röst
og hefst keppnin kl. 20.
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Mánudaginn 8. des. lauk
Aðalsveitakeppnifélagsins. Efstu sveitir
urðu: (13 sveilir):
1. Kristófer Magnússon 203
2. Aöalsteinn Jörgensen 171
3. Sævar Magnússon 167
4. Ölafur Gislason 147
5. Ragnar Halldórsson 130
6. Albert Þorsteinsson 128
Strax eftir áramótin hefst spila-
mennskan aftur og verður byrjað á
tvímenningi (Butler) mánudaginn 5.
jan. Nýir félagar eru sérstaklega
velkomnir.
HVERAGERÐI
Bluöburöarbörn óskast strax í Hvera-
geröi. Uppl. í síma 99-4568.
WMBIAÐIÐ
Nei takk ...
ég er ábílnum
Bridgefélag
Breiðholts
Á þriðjudaginn var spilaður eins
kvölds tvímenningur og var spilað í
einum sextán para riðli.
Úrsliturðu þessi:
1. Mygnús Ólsfsson-Púll Bergsson 256
2. Svavar Björnsson-Sigfinnur Soorrason 241
3. -4. Leifur Karlsson-Hreiöar Hansson 227
3.-4. Magnús Þorkelsson-ÓIÍ Styff 227
5. Björgvin Víglundsson-Ólafur Valgeirsson 224
6. Baldur BJartmarsson-KJartan Krislófersson 223
7. Þórarlnn Arnason-Gunnlaugur Guðjónsson 222
Meðalskor210.
Næstkomandi þriðjudag verður líka
spilaður eins kvölds tvímenningur og
verður það seinasta spilakvöld fyrir jól.
Spilað er í húsi Kjöts og fisks,
Seljabraut 54, kl. hálfátta stundvíslega
og eru allir velkomnir.
Bridgefélag
Kópavogs
Fimmtudaginn 4. desember hófst
þriggja kvölda jólatvímenningur með
þátttöku tveggja tólf para riðla.
Staðan eftir fyrstu umferð er þessi:
A-rlðlll
Sævln Bjarnason-Ragnar Björnsson 185
Runólfur Púlsson-Hrólfur HJaltason 183
Haukur Hannesson-Valdimar Þóröarson 179
B-riflill
Guðbrandur Sigurbergss.-Oddur Hjaltason 190
Georg Sverrisson-Rúnar Magnússon 189
Sigurflur Vilhjálmsson-Sturla Geirsson 184
Meðalskor 165 stig.
Bridgefélag
Kópavogs
Fimm kvölda hraðsveitakeppni
félagsins lauk fimmtudagsinn 27. nóv.
Sigurvegari varð sveit Ármanns J.
Lárussonar með 3454 stig, en auk hans
spiluðu í sveitinni: Sverrir
Ármannsson, Oddur Hjaltason,
Guðbrandur Sigurbergsson, og Jón
Hilmarsson.
Annars varð röð efstu sveita þessi:
2. Rúnar Magnússon Slig 3452
3. Jón Andrésson 3398
4. Jón Þorvarflarson 3338
5. Sigurflur Vilhjálmsson 3307
6. Bjarni Pétursson 3289
Meðalskor 3240 stig.
sjóðs
Söluskálinn viö Reykjanesbraut í Fossvogi
Sími: 44080 — 40300 — 44081.
Aðalútsölustaður og birgðastöð:
Söluskálinn við Reykjanesbraut
Aðrir útsölustaðir:
í Reykjavlk:
Slysavarnad. Ingólfur
Gróubúð Grandagarði
og Síðumúla 11
iLaugavegur 63
Vesturgata 6
Blómabúðin Runni
Hrísateigi 1
Valsgarður
v/Suðurlandsbraut
Kiwaniskl. Elliði
Félagsheimili Fáks
v/Elliðaár.
Iþróttafélagið Fylkir
Hraunbæ 22
Grímsbær v/Bústaðaveg.
í Kópavogi:
Blómaskálinn
v/Kársnesbraut
Slysavarnad. Stefnir
Hamraborg 8
Engihjalla 4 v/Kaupgarð
í Garðabæ:
Hjálparsv. skáta
Goðatúni 2 v/Blómab. Fjólu
í Hafnarfirði:
Hjálparsveit skáta
Hjálparsveitarhúsið
í Keflavík:
Kiwaniskl. Keilir.
1 Mosfellssveit
Kiwaniskl. Geysir.
Á ári trésins
Landgræðslusjóð.
Kaupíð þvi jólatré
og greinar af
framantöldum
aðilum.
Stuðlið að upp-
grœðslu landsins.
Aðeins fyrsta
f lokks vara.