Dagblaðið - 13.12.1980, Side 12
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
7
BIAÐIB
irjálst, óhað dagblað
«4tgefandi: DagblaöiO hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfason. RHstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdknarsáon.
SkrHstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Rbykdal.
íþróttir: Hallur SfmonarsoM. Mennlng: Aflalsteind IhgóHpson. Afletoflarfróttastjóri: Jónfas Haraldsson.
Handrit: Asgrfcnur Pálsson. Hönnun: Hllmar KarlssSn.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Malldórsson, Atll Steinarsson, Ásgeir Tómasson,(Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín AlberUdóttir, Gunnlaugur A. Jón«son, Inga Huld Hékonardóttir,
Ólefur Gelrsson, Slgurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: BJamleHur BJarnleHsson, Einar Ólason, Rágnaf Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson
og Svoinn Þormóðsson.
Skrifatofustjóri: Ólofur EyjóHsaon. GJakikorl: Þrólnn ÞbHetfsson. Auglýsingastjóri: Mér E.M. Hoidórs-
son. DreHingarstjórl: Valgerflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: SíAumúla 12. Afgreiflsja, éskriftadeiid, auglýsingaf og skrifstofur Þverhohi 11.
Aflaisfcni blafleins er 27022 (10 línur).
Setníng og umbrot: Dagblaflifl hf., Síflumúfci 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Slflumúla 12. Prentun
Árvakur hf„ SkeHunnl 10.
ÁskrHtarverfl á ménufli kr. 7.000. (Vorfl i lausasölu kr. 350.-
„fieztir” og„ verstir”
Samkvæmt brezka tímaritinu
Economist má leiða rök bæði að því, að
ísland hafi beztu og verstu efnahags-
stjórn i Evrópu. Það fer eftir því, við
hvaða mælikvarða er miðað. Ef at-
vinnuleysi er notað sem mælikvarði, er
íslandi bezt stjórnað, segir ritið. Sé hins
vegar miðað við verðbólguna, er íslandi verst stjórnað
allra F.vrópulanda.
Vissulega er full atvinna mikilvægur árangur,
einkum þegar haft er í huga, að í grannríkjum okkar er
víða gífurlegt atvinnuleysi. En getur full atvinna hald-
izt, ef verðbólgan heldur áfram að vera yfir 50 pró-
sent? Hagfræðingar munu svara því neitandi. Fram-
hald óðaverðbólgunnar hlýtur að valda kollsteypu, svo
að atvinnuleysi skapist. Raunar er furðulegt, hve lengi
efnahagur okkar hefur drattazt áfram í slíkri óðaverð-
bólgu, sem verið hefur. Ekki er unnt að færa fram rök
fyrir því, að svo verði lengi enn.
Economist segir, að „uppskrift” verðbólgunnar á
íslandi megi lýsa með einu orði: fiskur.
Hækkun fiskverðs eða aukinn afli valdi þegar í stað
þenslu í öllu efnahagslífinu — verðbólgu. Þegar verð á
fiski á erlendum mörkuðum lækki eða dragi úr afla,
komi til gengisfellingar krónunnar og verðhækkana.
Ef mikil hækkun olíuverðs bætist við, þurfi ekki að
sökum að spy.rja. Afleiðingin verði suður-amerísk
verðbólga.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum ráðherra, hefur orðað
þetta þannig: ,,Rætur verðbólgunnar á íslandi liggja
eflaust í þeirri staðreynd, að íslendingar eru mjög
háðir einum atvinnuvegi, sjávarútvegi, og að sveiflur
tekna af honum eru mjög miklar, bæði vegna breyti-
legs afla og mikilla breytinga á verðlagi erlendis.
Tekjuauki í sjávarútvegi breiðist fljótt út um allt efna-
hagslífið. Tekjuminnkun veldur hins vegar ekki hlið-
stæðum samdrætti. Peningatekjur góðærisins haldast,
en þjóðarframleiðslan, sem hægt er að kaupa fyrir
þær, minnkar.”
,,Ef við þetta bætist, að ríkisvaldið og bankakerfið
halda uppi mikilli fjárfestingu og jafnvel auka hana,
verður munurinn á peningaeftirspurninni og því, sem
raunverulega er til ráðstöfunar, enn meiri. Þrýstingur-
inn á verðlagið vex.” segir dr. Gylfi. Hann rekur
hvernig hailarekstur ríkisbúskaparins eykur verðbólg-
una, svo og vísitölubinding kaupgjalds og verðlags.
Economist greinir einnig frá, hvernig vísitölukerfið
viðheldur verðbólgunni íslenzku.
Af þessu má draga nokkrar ályktanir um, á hvaða
sviðum úrbætur yrðu áhrifamestar.
Draga á úr áhrifum einhæfni atvinnulífsins með
mikilli eflingu iðnaðar.
Nota þarf verðjöfnunarsjóði rétt, þannig að fyrir sé
lagt í góðærum í sjávarútvegi og gengið á sjóðina á
verri árum. Fiskveiðum sé stjórnað með sölu veiði-
leyfa.
Hætta verður hallarekstri rikisins og útþenslu rikis-
báknsins.
í stað þess að binda kaupgjald við framfærsluvísi-
tölu væri hagur að bindingu þess við vísitölu þjóðar-
tekna, svo að grundvöllur væri fyrir raunverulegar
kauphækkanir.
Útlánaaukningu bankakerfisins verði loks haldið
niðri í fullri alvöru.
Slíkar aðgerðir yrðu, ásamt mörgum fleiri, sem of
langt mál yrði að rekja að sinni, góður grundvöllur
framtíðarinnar, svo að þvo megi þann blett af íslend-
ingum, að þeir búi við verstu efnahagsstjórn Evrópu, á
mælikvarða verðbólgunnar.
Herferð gegn hreyfingum er byggja á kynþáttahatrí:
Krefjast opinberrar
rannsóknar á starf-
semi Ku Klux Klan
— Illa hef ur gengið að koma lögum yf ir meðlimi
hreyf ingarinnar og ýmsum f innst sem stjórnvöld haldi
hlífiskildi yfirhenni
l Bandaríkjunum hyggjast nú
hreyfingar er berjast gegn kynþátta-
misrétti taka upp baráttu gegn Ku
Klux Klan-hreyfingunni sem þekkt er
fyrir kynþáttahatur og ofbeldisverk.
Ýmsir talsmenn hinnar nýju bar-
áttuhreyfingar hafa sagt að hún sé til
orðin vegna kosningasigurs hægri
aflanna í landinu, stöðugt aukinna
ofbeldisverka Ku Klux Klan og
ýmissa merkja um að ríkisvaldið
haldi verndarhendi sinni yfir þessari
ofbeldishreyfíngu.
í borginni Atlanta i Georgíufylki
hefur gengið yfir morðalda á
hörundsdökkum smábörnum.
Þrettán börn hafa fundizt myrt.
Enginn hefur verið handtekinn
grunaður um morðin.
í sumar voru fjórar svartar konur
skotnar úti á götu í bænum
Chattanooga í Tennessee. Meðlimir
úr Ku Klux Klan-hreyfingunni sem
handteknir voru og yfirheyrðir vegna
morðanna fengu að fara frjálsir ferða
sinna eftir að hafa skýrt frá hlutdeild
sinni. Engin ákæra var lögð fram
gegn þeim.
Fyrir skömmu voru margir félagar
í Ku Klux Klan sýknaðir af
morðákæru. Sú niðurstaða vakti
mikla athygli og leiddi til mótmæla
vegna þess að morðunum hafði verið
sjónvarpað. Ku Klux Klan-
meðlimirnir höfðu ráðizt á mótmæla-
göngu sem farin var í borginni
Greensboro og skotið nokkra
göngumannanna til bana.
Sýknun virtist einungis möguleg
vegna þeirrar afstöðu dómarans og
ákæruvaldsins að ekki væri unnt að
ákæra þá er morðið frömdu sem hóp
eða Ku Klux Klan hreyfinguna sem
slíka. Það voru því einstaklingar sem
mættu fyrir réttinn og þar sem ekki
reyndist mögulegt að finna út hverjir
þeirra höfðu hleypt af skotunum
voru þeir sýknaðir.
Ekki var leitað eftir öðrum vitnum
en tíu mínútna langs kafla úr
sjónvarpsútsendingunni sem sýndi
morðin. Önnur vitni sent hefðu
kunnað að verða að liði við að sanna
Foringi nýnasista i Bandarikjunum, Harold Covington, hélt blaðamannafund 18. nóvember siðastliðinn þar sem hann
fagnaði sýknun Ku Klux Klan mannanna vegna morðanna i Greensboro.
VASKIR
MENN,
VIÐ
Það er forkastanlegt hvað þetta
litla samfélag okkar getur verið
upptekið við að klúðra málum sínum
í allar áttir. Eitt átakanlegasta dæmi
um það er mál Frakkans Gervasoni.
Það liggur við að einu gildi í þeim
efnum um háttalag stuðningsmanna
hans og þeirra, sem vilja hann burt.
Keppst er við að ýta þessu máli á und-
an sér inní glórulausan vítahring vit-
vana þrætubókarmælgi þar sem
stóryrði og persónuníð ríða röftum.
Og ekki bæta um hinar verklegu
aðgerðir svonefndra stuðningsmanna
þessa manns. Að gildismati má leggja
þær að jöfnu við æsingslegar sam-
þykktir ýmissa hópa fólks hér og
þar, sem aðstandendur túlka, sem
stuðning við dómsmálaráðherra. Er
ekki andi og yfirbragð þeirra
yFirlýsinga eitthvað i þessum dúr?
Sattu þig, Friðjón, — sýndu
Frakkanum enga miskunn, — hann
braut lög. Þeir sem að þessum
samþykktum standa eru vafalaust
mjög löghlýðnir borgarar án undan-
tekninga.
Múgsefjun
Trúlegaer óhætt að fullyrða að ef
þjóðaratkvæða yrði leitað um þetta
einstaka mál þá yrði brottvísunin
samþykkt með miklum meirihluta.
En segir það nokkuð um réttdæmi?
Þekkjum við ekki áhrif þess sem
kalla mætti heilaþvott eða múgsefjun
af völdum æpandi áróðurspostula,
þegar mál eru borin undir úrskurð
þjóðarvals? Stendur meirihlutinn
æti6 vörð um réttan málstað? Því
miður ekki. Ef svo væri, stæðum við
V